Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 19. febrúar 1 SPE Allur heimurinn fylgdist af eftir- væntingu með atburðum í október í haust, þegar Jessica McClure, 18 mánaða telpukorn, féll niður í gamlan brunn og hékk þar bókstaf- lega á heljarþröm í 58 klukku- stundir. Hún var að leika sér úti í garðin- um í Midland í Texas, með móður sinni, scm skrapp inn til að svara í símann. Þegar hún kom út eftir nokkrar mínútur, stóðu tveir eldri leikfélagar telpunnar og horfðu niður í op á gömlum brunni. Steinn, sem verið hafði yfir 20 cm víðu brunnopinu, hafði verið tekinn og Jessica dottið niður, þangað til hún skorðaðist á ójöfn- um í brunnveggnum, nærsjö mctr- um neðar. Hjálparsvcitir komu fljótt á vctt- vang og beittu stórvirkum tækjum til að bora metersvíð göng til hliðar við brunninn. Áætlunin fólst í að bora niður íyrir Jessicu og síðan á ská upp til hennar, svo hún yrði ekki fyrir grjóthruni. Unnið var dag og nótt, en þegar reynt var að kornast inn til Jessicu, var erfitt að gera opið nógu stórt. Einum hjálparmanni tókst að snerta telpuna og það var foreldr- um hennar huggun að heyra að hún virtist ekki alvarlega slösuð. Þrátt fyrir það hafði löng dvölin í brunninum rcynst telpunni erfið. f byrjun söng hún öll þau barnalög sem hún kunni, en þegar þau þraut, var ekkert eðlilegra en að gráturinn tæki við. Læknar höfðu áhyggjur af eftir- köstum vegna matar- og ekki síður vatnsskorts. Hjálparmenn höfðu um hríð dælt hlýju lofti niður, til að koma í veg fvrir að henni yrði kalt. Loks var þó hægt að víkka göngin nógu mikið til að tveir menn komust inn til Jessicu. Vand- inn var nú sá, að annar fótur hennar var fast skorðaður upp að veggnum, cn með smurolíu var hægt að losa hana með lagni. Síðan var hún vafin inn í ullarteppi og dregin upp á yfirborðið. Farið var raklcitt með Jessicu á sjúkrahús og um hríð var óttast að taka þyrfti af henni fótinn, en það reyndist ekki nauðsynlegt. Einu sýnilegu merkin, sem Jess- ica ber eftir hina óhugnanlegu lífsreynslu, eru ör á enninu, en vandalaust mun að fjarlægja þau með einfaldri lýtaaðgerð. Læknir fjölskyldunnar segir: Þegar tekið er tillit til, hversu lengi Jessica lá þarna hjálparvana og fastklemmd, get ég bara sagt eitt: Hún er alveg cinstaklega hugrakkt og þrautseigt smábarn. Nú er Jessica litla orðin fullfrísk og spræk á ný og svipurinn vitnar síst um reynslu hennar. Örin verða fjarlægð. Hér er Jessica nýkomin af sjúkrahúsinu, ásamt foreldrum sínum, sem eru aðeins 17 og 18 ára. Enneinhertogaynja Kvikmyndagerðarmenn virðast afskaplega heillaðir af sögunni um Játvarð konung VIII og Wallis Simpson, því margir þeirra vinna að henni fyrir skjáinn eða hvíta tjaldið um þessar mundir. Nýjasta hertogaynjan er leikkonan Jane Seymour og verð- ur ekki annað séð á myndinni hér, en að hún líkist frú Simpson bara bærilega. Jane tók líka hlutverkið mjög alvarlega. Hún léttist um fimm kíló til að komast í fötin, sem eru nákvæmar eftirlíkingar af föt- um hertogaynjunnar. Einnig fór hún til talkennara og tileinkaði sér rétt framburðareinkenni. Hins vegar þverneitaði hún, þegar hún var beðin að nota bláar augnlinsur. Hamskipti í Hasarleik? Kvennagullið í Hasarleik, Bruce Willis, gerði sér lítið fyrir um daginn og kvæntist, án þess að nokkur vissi, en nú vita líklega allir það. Eiginkonan er Demi nokkur Moore, dökkhærð og raddrám feg- urðardís og leikkona. Nú er haft fyrir satt að Bruce vilji fá hana fyrir mótleikara sinn í Hasarleik, í stað Sybill Shepherd og að framleiðend- ur þáttanna telji hugmyndina ekki svo afleita. Um hríð íhugaði Bruce að vera bara einn aðalleikari, en yfirmenn hans töldu að þá vantaði spennandi ástarátök í glæpasúpuna. Hann stakk upp á Demi í hlutverkið og það var tekið til mjög svo vinsam- legrar athugunar, því allir voru orðnir leiðir á sífeildum deilum og þrasi þeirra Sybill og Bruce. Sybill hefur sagt vinum sínum, að hún sé ekki ánægð með starfið og hyggist hætta. Hún telur hlut- verk Maddie Hayes hafa hjálpað sér upp á tindinn í sjónvarpi, en kærir sig ekki um að festast þar. Hún vill gera alvörukvikmyndir og hefur tvö slík hlutverk í sigti. Þá hefur hún nóg að gera við umönn- un litlu tvíburanna sinna og viku- legar upptökur á sjónvarpsþætti leyfa fáar frístundir. Framleiðendur segja, að varla hafi verið nema tímaspursmál, hvenær Sybill hætti og það ætti ekki að vera vandamál, þegar Demi bíður við dyrnar. Ekkert leyndarmál hefur verið, að Sybill og Bruce kemur ekki sem best saman í vinnunni og hann hefur oftar en einu sinni heyrst segja, að hann hætti, ef ekki verði gerðar meiriháttar breytingar. Að losna við Sybill telst vissulega breyting. Upphaflega ætlaði hann að fá Demi í þáttinn í annað hlutverk, en sá sér leik á borði og allt bendir til að hann fái vilja sínum framgengt. Heimildir, sem vel þekkja til segja að Demi verði fyrirtak í hlutverk Maddie. Þá muni ekkert skorta á gott samspil þeirra Bruce, þau séu afar ástfang- in og það ætti að hafa góð áhrif. Framleiðendur vita að Demi er góð leikkona og áhugi hennar er slíkur, að hún kveðst reiðubúin að lita hár sitt ljóst, ef þess verði farið á leit. Bruce brosir út í annað að venju og segir kankvís: - það yrði stór- kostlegt að leika í ástaratriði með manneskju, sem raunverulega langar til að kyssa mig. Ekkl aðeins tókst Demi Moore að vinna einn eftirsóttasta glaumgosa Hollywood, heldur heiUar hún líka framleiðendur þátta hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.