Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. febrúar 1988 Tíminn 3 Skyggnst í hugskotgrunnskólakennaravarðandi hagi þeirra og viðhorf: Stór hluti kennara telur námsárangri hafa hrakað Niðurstöður úr könnun á högum og viðhorfi kennara á grunn- skólastigi, sem Þórólfi Þórlindssyni var falið að vinna 1984 af þáverandi menntamálaráðherra, voru kynntar í gær og leiddu í Ijós, að 56% spurðra kennara teldu kunnáttu nemenda á svipuðu stigi og áður. Af þeim sem eftir standa telur yfirgnæfandi meirihluti að henni hafi hreint og beint hrakað. Þá kemur og fram, að 62,06% þeirra, sem kennt hafa í 5 ár eða lengur, telja að agavandamál og óvirðing við reglur í skólum hafi aukist á undanförnum árum og stórum hluta kennara virðist áhugi og samviskusemi nemenda minni en áður. Ekki sjálfgefið að hlýða sérfróðum Könnun Þórólfs er mjög víðtæk, þótt fátt eitt verði hér nefnt, og niðurstöður hans munu reynast menntamálaráðuneyti góður stuðn- ingur við mótun menntastefnu. „Þetta er mjög stór könnun. Ástæða hennar er að við viljum leggja áherslu á að nýta þekkingu og reynslu grunnskólakennara, en hún hlýtur að vera hornsteinn íslenskrar menntastefnu og ómetanlegt vegar- nesti í þeirri viðleitni að skapa betri skóla hér á landi,“ sagði Þórólfur Þórlindsson í gær. Hann telur að rödd kennara hafí ekki heyrst sem skyldi og bil hafi myndast milli þeirra og opinberrar stefnumótunar í skólamálum. Vonast er til að könnunin bæti þar verulega úr. Þórólfur hefur ritað að í kjölfar vaxandi sérhæfingar hafi komið fram nýir hópar fræðimanna og sérfræð- inga sem láta uppeldis- og kennslu- mál mjög til sín taka. Hann telur að þetta séu almennt menn, sem litla reynslu hafa af starfi grunnskóla og framhaldsskóla og því ekki sjálfgefið að þeir eigi að vísa veginn í skóla- málum þjóðarinnar enda þótt þeir séu vel að sér í sálarfræði, heimspeki eða jafnvel uppeldisfræði. Fróðlegt er að sjá í könnuninni hverjir hafa mest áhrif á mótun menntastefnunn- ar að dómi kennara. Það eru Menntamálaráðuneytið og ríkis- stjórn, en aðeins að litlu leyti þeir sjálfir. Kr. 75.000 í byrjunarlaun Spumingalisti var sendur út til allra kennara á grunnskólastigi, alls 3000 listar, og var 83,9% þeirra svarað. Af þeim voru 825 listar dregnir út og látnir mynda grunn að könnuninni. Það má því segja að heimtur hafi verið 100%, - altént er um að ræða stærstu viðhorfskönnun sem gerð hefur verið hér á landi hjá einni starfsstétt. Varðandi laun telur meirihluti kennara að sanngjörn byrjunarlaun á mánuði séu um 75. þúsund krónur, en ekki er hljómgrunnur fyrir því að laun verði greidd eftir hæfni og afköstum. Lág laun og mikið vinnu- 95% telja að fámennir bekkir stuðli að því að færri þurfi á sérstakri stuðningskennslu að halda. Það hlýtur að vekja nokkra athygli að rúmlega helmingur grunnskóla- kennara telja að grunnskólalögin frá 1974 hafi reynst „fremur illa“ eða “mjög illa“ í framkvæmd. Það sýnir svo ekki verður um villst, að nauðsyn hafi verið á endurskoðun mennta- stefnunnar, sem nú fer fram í menntamálaráðuneytinu. Enda er könnunin liður í þeirri endurskoðun, að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, ráðherra. Of mikið af kristinfræði íslenskir kennarar eru á þeirri skoðun, þvert á fyrri hugmyndir manna um viðhorf þeirra, að leggja eigi meiri áherslu á lestur, skrift og reikning. M.ö.o. að lögð sé frekari áhersla á fræðslugildi menntunarinn- ar en uppeldislegt. „Það kom mér á óvart að kennarar telja að erlend tungumál og kristinfræði fái of stór- an skerf í hlutfalli við aðrar greinar," sagði Þórólfur. Þó kom sú skoðun sterklega í ljós, að ekki mætti minnka við neinn þáttanna, sem nú væru kenndir, heldur bæri að efla t.d. tölvukennslu, íslensku og tónmennt. „Jafnvel heimilisfræði!" „Það kemur fyllilega til greina að láta könnun fara fram á viðhorfum og högum framhaldsskólakennara einnig,“ sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson, menntamálaráðherra. Hann taldi þó að fenginni reynslu af þessari könnun, að hún mætti vera afmark- aðri og tók Þórólfur Þórlindsson í sama streng. Guðmundur Magnús- son, aðstoðarmaður ráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar ómetan- legar til hliðsjónar við mótun menntastefnu, sem unnið væri að í ráðuneytinu um þessar mundir. Niðurstöðurnar voru formlega færð- ar háskólarektor í gær og þær geymdar í tölvu Háskóla íslands. w Safnað fyrir gólfdúki: MARAÞONKEPPNIA KLEPPJÁRNSREYKJUM Frá Magnúsi Magnússyni, fréttarítara Tímans í Borgarfirði: Öskudagur var með óvenjulegu sniði í Grunnskólanum á Klepp- jámsreykjum að þessu sinni. Nem- endur í efri bekkjum skólans tóku sig til og dönsuðu og syntu í alls 12 klukkustundir, frá klukkan 9-21. Áheitum var safnað þannig að ekið var á alla bæi í héraðinu og fólk beðið að heita ákveðinni fjárhæð á hvern dansaðan og syntan klukku- tíma sem krakkamir héldu út. Tilgangurinn með fjársöfnun þess- ari, var að safna fyrir dúk á gólf íþróttahúss, sem risið er á Klepp- járnsreykjum, en nú eru íþróttir þar iðkaðar á hörðu steingólfi. Miklar vanefndir hafa verið undanfarin ár af hálfu ríkisvaldsins, að greiða fyrir að byggingarfram- kvæmdir við Kleppjárnsreykjar- skóla hafi eðlilegan hraða. Vilja nemendur og starfsfólk skólans, minna þingmenn Vesturlands, ásamt ráðherra menntamála, á að á Klepp- járnsreykjum standa byggingar, sem einungis vantar herslumuninn á að séu fullkláraðar. Viðbrögð fólks í héraðinu voru með eindæmum góð og lögðu nær allir, sem leitað var til, málefninu lið og söfnuðust þennan dag um 300.000 krónur, en dúkur á íþróttahúsið kostar um 700.000 krónur. Eftir 12 klukkustunda dans og sund, var ekki að sjá mikil þreytu- merki á nemendunum og var greini- legt að mikil samstaða ríkti á skóla- staðnum Kleppjárnsreykjum þenn- an dag. Þórólfur Þórlindsson og Birgir ísleifur Gunnarsson.(Túninn: Pjetur) álag eru sagðar ástæður flótta úr kennarastétt. Rúmlega 50% starf- andi grunnskólakennara hafa kennt í 9 ár eða skemur. Sé endurnýjun í stéttinni metin útfrá því og jafnframt tekið tillit til fjölda þeirra sem út- skrifast úr Kennaraháskóla íslands á næstu árum sé fyrirsjáanlegt að veru- legur skortur verði á kennurum með réttindi á komandi árum. Þórólfur sagði að svo sem í Bretlandi væri starfsreynsla kennara sem stéttar hér á landi mjög lítil. Afburða nemendum er haldið niðri Þá hnekkir könnunin þeirri al- gengu skoðun að kennarar séu orðn- ir mótfallnir prófum. Tæplega 2/3 hlutar þeirra eru prófum hlynntir og um 97% vilja að tekið sé lokapróf úr grunnskóla. Þá vekur athygli að 63% kennara telja að afburða nem- endum sé haldið niðri eins og skóla- starfi sé háttað í dag og ekki sé gert nægilega vel við duglegt námsfólk. Því sé m.a. um að kenna stórum bekkjum. Æskilegt sé að nemendur séu ekki fleiri en 20 saman í bekk og myndist agavandamál þá síður. Geti kennari þá betur stutt hvern einstak- an nemanda, hvort sem hann skarar fram úr eða dregst aftur úr. Nú sé áherslan meiri á einstaklinginn en heildina og hafi það breyst um 1974. Framsóknarfélag Reykjavíkur: Þorsteinn Pálsson harðlega átalinn Framsóknarfélag Reykjavíkur hefur sent frá sér samþykkt þar sem vinnubrögð Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra eru harð- lega átalin. Samþykktin hljóðar svo: „Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur átelur harðlega vinnubrögð Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra varðandi heim- boð forseta íslands til Sovétríkj- anna. Tekur stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur undir þau sjónarmið Steingríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra, að rétt hefði verið að taka tilboði Sovétmanna, þrátt fyrir stuttan fyrirvara, enda má líta á boð þeirra sem enn eina staðfest- ingu á því aukna trausti, sem fsland nýtur á alþjóðavettvangi. Það er alkunna, að opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja stuðla að auknum viðskiptatengslum þjóða. fsland er engin undantekn- ing hvað það varðar. Hefur forseti íslands unnið mjög gott starf á því sviði á undanförnum misserum. Spyrja má, hvernig Þorsteinn Pálsson í stöðu utanríkisráðherra hefði brugðist við, ef samskonar boð hefði borist frá forseta Banda- ríkjanna undir þeim kringumstæð- um, að erfiðleikar væru í fisksölu- málum íslendinga vestra eða loft- ferðasamningur við Bandaríkja- menn væri í hættu. Á tímum bættra samskipta risa- veldanna gengur kaldastríðshugs- anaháttur ýmissa forystumanna Sjálfstæðisflokksins í berhögg við hagsmuni íslands á alþjóðavett- vangi. Ber að harma þennan úrelta hugsunarhátt, sem enn ræður ríkj- um í herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins, og endurspeglast m.a. í lítt grundaðri afstöðu Þorsteins Páls- sonar varðandi heimboð forseta íslands til Sovétríkjanna."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.