Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Föstudagur 19. febrúar 1988
ÍBK vann risaslag
Frá Margréti Sandcrs fréttaritara Tímans á
Suöurnesjum:
Keflvíkingar sigruðu Njarðvík-
inga 87-86 í úrvalsdeildarkeppninni
í körfuknattleik í sannkölluðum risa-
slag hér í Keflavík í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var 52-40 fyrir ÍBK.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi, Keflavík hafði yfir 85-80 en
besti maður Njarðvíkinga Valur
Ingimundarason skoraði þá þriggja
stiga körfu og skömmu síðar voru
fslandsmeistararnir komnir með
boltann í hendurnar. Það dugði þó
ekki, heimamenn höfðu betur á
lokamínútunum eins og reyndar all-
an leikinn því þeir leiddu alla viður-
eignina út í gegn.
Keflvíkingar sýndu sinn besta leik
í velur í fyrri hálfleik og Guðjón
Skúlason fór þá á kostum og skoraði
16 stig. Hann var reyndar besti
leikmaður ÍBK ásamt Ólafi Gott-
skálkssyni.
Valur Ingimundarson var lang at-
kvæðamestur Njarðvíkinga, skoraði
heil 38 stig og einnig sýndi Helgi
Rafnsson ágætan leik.
Stigin: Keflavfk: Guðjón 22, Ólaf-
ur 17, Magnús 12, Jón Kr. 11, Axel
8, Sigurður 7, Hreinn 6, Falur 2,
Matti 2. Njarðvík: Valur 38, Helgi
17, Sturla 9, fsak 9, Hreiðar 7,
Teitur 2, Árni 2, Friðrik 2.
Dómarar í þessum stórleik voru
þeir Ómar Scheving og Kristinn
Albertsson og var þetta ekki þeirra
dagur. hb/ms
Valur Ingimundarson og félagar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Keflvíkingum
í gær Tímamynd Pjctur
fslenskir Víkingar
etja kappi við
Moskvurisann ZSKA
Víkingar leika sinn 41. Evrópu- keppnum í mörg ár.
leik á sunnudagskvöldið þegar þeir Lið sovésku meistaranna er há-
mæta sovéska meistaraiiðinu vaxið mjög, flestir leikmenn hátt í
ZSKA frá Moskvu. Leikurinn tveir metrar á hæð en allra lengstur
hefst kl. 20.30 og hér er á íerðinni er unglingalandsliðsmaðurinn Val-
stórviðburður á íþróttasviðinu. eri Savko sem er 220 sentimctrar á
ZSKA er núverandi Evrópubik- hæð.
armeistari og ætlar sjálfsagt að Víkingsliðið er mun lágvaxnara
bæta Evrópumeistaratitlinum i og gaman verður að sjá hvernig
safn sitt þctta árið. Til þess hefur okkar menn haga sóknarleiknum á
liðið burði enda valinn maður í móti vörn ZSKA. Mikiðmun sjálf-
hverju rúmi og nægir að nefna sagt mæða á reyndu mönnunum.
línumanninn firnasterka Alexand- þeim Sigurði Gunnarssyni, Guð-
er Rymanov og Mikhaíl Vasiljev. mundi Guðmundssyni, Kristjáni
Þrátt fyrir sterka mótherja þurfa Sigmundssyni markverði og Hilrn-
Víkingar engan kinnroða að bera ari Sigurgíslasyni.
fyrir þeim. Hæðargarðsliðið hefur Kristján hefur leikið flesta Evr-
verið fremsta handknattieikslið ópuieiki Vtkings, 37 að tölu. Guð-
okkar íslcndinga í mörg ár og mundurkemurskammtundanmeð
oftaststaðiðsigvel íEvrópukeppn- 34 jeiki og Hilmar er með 26. Þcss
uni. ntá geta að Víkingar hafa leikið
Víkingar komust í undanúrslit samfellt í tíu ár í Evrópukeppni
Evrópukeppninnar árið 1984-’85 þannig að yngri leikmennirnir á
og á síðasta ári voru þeir komnir í borð við Karl Þráinsson, Siggeir
átta liða úrslit en töpuðu þá fyrir Magnússon og Bjarka Sigurðsson
Gdansk frá Póllandi. Nú eru okkar hafa cinnig verulega reynsiu í stór-
menn aftur komnir í átta liða úrslit lejkjum sem Evrópulcikir nær oft-
eftir að hafa lagt Liverpool frá ast eru.
Englandi og Kolding frá Dan- Hlutur áhorfenda í Evrópuleikj-
mörku að velli. um hefur ávallt verið mikill og því
„Þetta er eitt sterkasta félagslið er vonandi að íslenskir handbolta-
t heimi, það er cngin spurning," aðdáendur fjölmenni í Höllina á
sagði Guðmundur Guömundsson sunnudagskvöldið og hvetji ís-
fyririiði Víkinga um sovéska liðið. |enska Víkinga til sigurs. Forsala
Undir það tók Sigurður Gunnars- aðgöngumiða verður í Laugardals-
son helsta stórskytta Víkinga enda höll á laugardag kl.12-16 og á
hefur ZSKA verið t fremstu röð í sunnudag frá kl.18. hb
heimalandi sínu og í Evrópu-
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Að tjaldabaki í Calgary
Frá Magnúsi Baldurssyni fréttarítara Tímans í Kanada:
Eftir margra ára undirbúning er sú stund loks
upprunnin að sterkustu íþróttamenn heims eru komnir
saman til að uppskera laun erfiðisins. Hér ráðast úrslit
oftast á örfáum sekúndum eða jafnvel sekúndubrotum.
Eftir þrotlausa þjálfun standa íþróttamennirnir frammi
fyrir því að á nokkrum augnablikum verður árangurinn að
skila sér. En það er ekki einungis mikið í húfi fyrir
keppendur heldur einnig fyrir mótshaldara, þ.e. borgina
Calgary.
Það þykir einkennilegt að vetrar-
ólympíuleikar skuli aldrei fyrr hafa
verið haldnir í Kanada, landinu sem
í hugum margra tengist frosti og
fimbulkulda. En ekki hefur skort
áhugann hjá Kanadamönnum fyrir
að halda þessa leika. Borgin Calgary
hefur sóst eftir að halda leikana
síðan 1968 án árangurs þar til nú en
það var fyrir fádæma þrautseigju og
festu að draumurinn varð að veru-
leika.
Stundum kölluð beljubær
Calgary var upphaflega stofnuð
sem útstöð kanadísku riddaralög-
reglunnar 1875. Seinna var borgin
þekkt fyrir nautarækt og kúreka.
Calgary var oft kölluð „beljubær"
manna á milli og er svo jafnvel enn.
Snemma á öldinni fannst olía nálægt
borginni en það var ekki fyrr en í,
olíukreppu sjöunda áratugarins að j
hagnaður olíuvinnslunnar fór að
skila sér. Um það leyti dafnaði og óx
þessi borg með ógnarhraða. f kjölfar
lækkandi olíuverðs undanfarinn ára-
tug var stoðunum kippt undan olíu-
vinnslunni og jafnframt undan frek-
ari vexti borgarinnar og virtist um
tíma stefna í gjaldþrot. Nú virðist
sem Calgary sé enn á ný á uppleið,
ekki síst vegna aukins fjárstreymis
til borgarinnar, aukinna fram-
kvæmda vegna leikanna og loks
þeirrar athygli sem hún hefur orðið
aðnjótandi.
Sjö ára undirbúningur
Undirbúningur fyrir leikana hófst
1981. Þar sem aðstaða til að halda þá
var nánast engin þurfti að byggja
nær öll nauðsynleg mannvirki frá
grunni. Áætlaður kostnaður vegna
leikanna er um 550 milljónir
Kanadadala. Tekjur eru áætlaðar
582 milljónir. Teknanna var aflað
með ýmsu móti en stærsti tekjuliður-
inn er án efa sú upphæð sem sjón-
varpsstöðin ABC greiddi fyrir rétt-
inn til að sjónvarpa leikunum til
Bandaríkjanna. Nam upphæðin 386
milljónum Kanadadollara. Til
samanburðar má geta þess að kana-
díska sjónvarpsstöðin CTV sem
flutti fslendingum m.a. setningarat-
höfnina greiddi aðeins fjórar og
hálfa milljón dala fyrir sýningarrétt-
inn í Kanada og víðar. Onnur fyrir-
tæki greiða einnig fyrir réttinn til að
nota merki ólympíuleikanna en aðrir
tekjuliðir eru sala aðgöngumiða og
framlög kanadíska ríkisins.
Helstu kostnaðarliðir vegna leik-
anna vom bygging tveggja skauta-
halla sem kostaði tæpar 140 milljónir
dala, bygging Ólympíugarðsins þar
sem m.a. cr haldin keppni sleða-
bruni og skíðastökki en hann kostaði
72 milljónir dala og loks frágangur
við skíðabrunbrautir sem kostaði 27
milljónir dala. Áætlaður heildar-
kostnaður við svæðið er 395 milljónir
dala. Að þessum framkvæmdum
störfuðu 9884 einstaklingar. Þar af
eru 9400 sjálfboðaliðar.
Það eru þó fleiri en Calgarybúar
sem eygja hagnaðarvon því allnokk-
ur sala virðist vera í einkennisbún-
ingum þeim sem eldberar notuðu er
þeir hlupu með Ólympíueldinn frá
St. John til Calgary. Alls óskuðu 6
milljónir og 600 þúsund Kanada-
manna eftir að fá að bera eldinn
einhvern hluta af þessari 18.000 km
leið en aðeins 7000 voru valdir til
þess. Verð á búningum er samkvæmt
smáauglýsingum dagblaða frá 600 til
3000 Kanadadollarar.
Illa staðið að sölu
aðgöngumiða
Það er óhætt að segja að undirbún-
ingur Ólympíuleikanna hafi tekist
með ágætum. Einstaka atvik hafa þó
orkað tvímælis. Er það helst hvernig
staðið var að sölu aðgöngumiða að
einstökum keppnisgreinum. Áttu
fyrirtæki sem stutt höfðu leikana að
fá forkaupsrétt að 8% miða eða
150.000 miðum. Sú tala fór þó
fljótlega í 50% og var ljóst að þar
með yrði mikill skortur á aðgöngu-
miðum til almennings. Vargripið til
þess ráðs að auka við áhorfenda-
bekki. Tók þó út yfir allan þjófabálk
þegar sá maður sem sjá átti um sölu
og dreifingu aðgöngumiða, James
McGregor, seldi gegnum fyrirtæki
sitt miða til Bandaríkjanna á um
35% hærra verði en leyfilegt var.
James McGregor hefur nú verið
ákærður fyrir þjófnað og svindl og
sat fyrir skömmu í fangelsi fyrir
athæfið.
72.000 km af sjón-
varpsköplum
Fjöldi þcirra sem sækja leikana er
allnokkur. Þannig eru 1700 kepp-
endur, 5000 fréttamenn, þar af 800
frá ABC og 1100 frá CTV. Og loks
er áætlað að um 100 þúsund manns
heimsæki Calgary til að fylgjast með
leikunum. Fyrir þá tvo milljarða
sem heima sitja og talið er að fylgist
með leikunum í sjónvarpi má geta
þess að vegalengd sjónvarpskapla
vegna þessa alls nemur 72.000 km.
Ljóst er að þessi stóri hópur fólks
sem sækir heim Calgary um þessar
mundir þarf eitthvað að borða. Sem
dæmi um magn matar má nefna að
13 1/2 tonn af nautakjöti var flutt til
Calgary og 4 1/2 tonn af kjúklingum
og pasta og loks 18.000 egg. Þá
koma margir keppendanna með eig-
in mat. En Calgarybúar ætla líka að
bjóða upp á sígilda rétti frá sínum
heimaslóðum. Verður m.a. boðið
upp á vísundaborgara (Buffalo
burgers) og hérabökur svo eitthvað
sé nefnt.
Snjór úr mykjudreifara
Ýmsar nýjungar við tækniútfærslu
leikanna voru notaðar í Calgary og
má nefna að snjó á skíðagöngubraut-
ir var dreift með mykjudreifurum.
Það hefur reyndar verið sagt um
Calgarybúa að þeir séu lítt „menn-
ingarlega" sinnaðir og ákaflega
óformlegir en þegar mikið liggur við
setja þeir upp hvíta kúrekahatta í
stað þeirra brúnu. Enda þótt Cal-
garybúar og Kanadamenn hefðu
þurft að bíða sex umferðir eftir að fá
Ólympíuleika til sín er undirbúning-
ur þegar hafinn hjá borginni Toronto
undir að bjóða í sumarólympíuleik-
ana sem verða árið 1996. Hafa þegar
safnast um 5 milljónir dala til að
bjóða í þessa leika en það mun hafa
kostað spænsku borgína Barcelona
13 milljónir dala að fá leikana 1992.
Hvort Torontobúum tekst að sann-
færa Ólympíunefndina þar sem með-
alaldur nefndarmanna er 67 ár um
ágæti staðarins er óvíst en sú borg
sem nú er talin líklegust til að halda
100. sumarólympíuleikana er
Aþena.
Kvöldið sem Ólympíuleikarnir voru settir var mikið um dýrðir í Calgary.