Tíminn - 18.02.1988, Síða 7

Tíminn - 18.02.1988, Síða 7
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Tíminn 7 „Don Giovanni“ frumsýnd í fslensku óperunni: Gott lið í gryfju og á óperusviðinu fslenska óperan frumsýnir óper- una Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Gamla bíói annað kvöld, föstudag 19. febrúar, kl. 20:00. Rétt eins og fyrri daginn er í mikið ráðist og mesta furða hvernig tekist hefur að setja upp hverja stórsýninguna á fætur ann- arri á agnarlítið svið Gamla bíós. Það hefur þó þann kost að leik- stjóri og leikmyndahönnuður geta ekki farið troðnar slóðir og þess vegna eru sýningar fslensku óper- unnar aldrei hefðbundnar. Don Giovanni er ein vinsælasta og frægasta ópera Mozarts og er oft kölluð „ópera óperanna". Sjö íslenskir einsöngvarar koma fram og tveir þeirra eru að syngja sín fyrstu óperuhlutverk hjá íslensku óperunni, þeir Bergþór Pálsson og Gunnar Guðbjörnsson. Raunar má segja að unglingalandslið ísl- enskra söngvara taki þátt í upp- færslunni. Alls leggja 64 söngvarar og hljómlistarmenn sitt af mörkum til að búa óperugestum ánægjulegt kvöld. Með helstu hlutverk í Don Gi- ovanni fara Kristinn Sigmundsson, sem syngur titilhlutverkið, hinn ræmda en samviskulausa kvenna- flagara, Bergþór Pálsson syngur Leporello, Olöf K. Harðardóttir er Donna Anna, Elín Ósk Óskars- dóttir er Donna Elvira, Sigríður Gröndal syngur Zerlinu, Gunnar Guðbjörnsson er í hlutverki Don Ottavio og Viðar Gunnarsson fer með tvö hlutverk, II Commenda- tore og Masetto. Hljómsveitarstjóri er Bretinn Anthony Hose. Hann hefur áður stjómað II Trovatore í íslensku óperunni 1986, en er aðalstjórn- andi The Welsh Chamber Orches- tra. Búningahönnuður er Una Collins, sem þegar er þjóðkunn fyrir framlag sitt til íslensku óper- unnar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, sem áður hefur stjórnað sex ópemm í Gamlabíói. „Ég held það megi segja að þetta sé lang erfiðasta verkefni sem ég hef unnið að hjá íslensku óper- unni,“ hefur Þórhildur sagt. Sýn- ingin er geysilega flókin og stór í uppfærslu, hvað varðar búninga og tjöld, en flóknust þó í æfingu, að mati leikstjórans, en óperan krefst mikils leiks og lipurleika af söngv- urum, sem alltaf þurfa að standa í leikrænum samskiptum, - frekar en í mörgum öðmm óperum. „Það er því mikið álag á söngvarana og við bætist, að tónlistin er geysiflók- in og fíngerð og því vandmeðfar- in.“ Don Giovanni er sú níunda í röðinni af tólf óperum Mozarts. Hann samdi hana árið 1787, en kveikjan að verkinu var þjóðsagan um kvennagullið fræga, Don Juan, sem fyrst sá dagsins ljós 1630, þegar Tirso de Molina gaf út leikrit um hann. Verkið er gamanópera í tveimur þáttum og fjallar um að skeytingarleysí Don Giovanni og léttúð dragi hann til glötunar. Það er í höndum Kristins Sig- mundssonar að gera hlutverk Don Giovanni sannfærandi. Hann hefur áður sungið þetta hlutverk í skóla- sýningu í Vínarborg 1983, meðan hann var þar við nám, og fékk þar lofsamlega dóma. „Persóna Don Giovanni hefur sjálfsagt dýpkað eitthvað síðan þá,“ segir Kristinn um hvort hann taki hlutverkið öðmm tökum nú fimm árum síðar. „Uppsetningin hér í Gamla bíói er líka öðruvísi. í Vínarborg em menn íhaldssamir og ópemuppsetningar hefðbundn- ar. Hér er hún öll miklu ferskari." Talið er að hlutverk Don Gio- vanni henti rödd Kristins sérstak- lega vel. Sjálfur segir hann að tæknilega sé söngurinn ekki vanda- mál, það sé ekkert í ópemnni sem hann þurfi að hafa áhyggjur af raddlega. En persónusköpun reyn- ist allt annar handleggur, - enda ef til vill flestir sem hafa gert sér einhverjar fyrirfram mótaðar skoðanir um kvennagullið. „Ég kann vel við hann. Mér verður að líka vel við hann, en ég kynni sjálfsagt ekki vel við hann ef hann byggi á hæðinni fyrir ofan mig. Hann er margbrotin persóna og erfitt að henda reiður á hvernig hann kemur fyrir. Ef til vill þess vegna er hlutverkið mjög spenn- andi. Don Giovanni tekst alltaf með klækjum að koma sér úr vanda, - altént framan af leiknum. Hann fer illa með fólk, en ekki af kvalafýsn. Hann virðist vera gerð- ur svona, segist vera að skemmta sér. Hann vill njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“ Kristinn sagði að sér virtist sem tónskáldið hefði mikla samúð með þessum bófa. „Hann er miðpunkt- urinn og hefur fengið skemmtileg- ustu tónlistina." „Ég vænti mér góðs af þessari sýningu," segir Kristinn. „Við höf- um á góðu og ungu liði að skipa og það er langt frá því að landið sé að sökkva í þessum efnum. Margir hinna nýju eiga eftir að koma á óvart og slá í gegn. Þeir rísa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra, því að jafnvel er þetta verk eitt það erfiðasta í flutningi. Tón- listin er svo nakin að hver smá- hnökri æpir á áheyrendur." Kristinn Sigmundsson sagði að þrátt fyrir að hann hefði oft komið ^fram og sungið fyndi hann alltaf fyrir spennu þegar drægi nær frum- sýningu. „Ég hlakka til. En það er alltaf spenna í manni. Það er óþarft að óttast. Það er gott lið í gryfju og á sviði.“ þj Ólöf K. Harðardóttir sem Donna Anna og Gunnar Guðbjörnsson sem Don Ottavio. Hinn mikli skelmir, Don Giovanni, gengur í augun á kvenfólkinu, en snýr svo við þeim bakinu. „Hann vill njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Kristinn Sigmundsson, söngvari. (Tíminn: Gunnar) Elín Ósk Óskarsdóttir sem Donna Elvira og Bergþór Pálsson sem Leporcllo.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.