Tíminn - 18.02.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 18.02.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Titninri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:. Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð (lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- íslensk áhætta Ekki á þaö að vera undrunarefni þótt íslending- ar séu minntir á það á sjálfum þorranum, að ísland liggur norðarlega á hnettinum og að hér sé allra veðra von. Landið er umkringt úfnu úthafi og á strönd að sjálfu Dumbshafi, sem svo getur fyllst af ís að ekki þurfi nema fárra daga norðanáttir til þess að hafísinn leggist að landinu og loki siglingaleiðum og fiskimiðum. Hafísinn er ein sú áhætta sem fylgir því að búa á íslandi. Vafalaust voru ógnir hafíssins meiri fyrr á öldum en nú er. Samt er hafísinn alltaf vágestur og ógnvaldur. En íslensku veðurfari, ekki síst vetrarveðráttunni, fylgir margs konar önnur áhætta á sjó og landi. Enn geta ferðir um íslenskar heiðar og fjallvegi reynst hin mesta þrekraun, sem ýmsar starfsstéttir verða að taka á sig, s.s. bifreiðastjórar, vegaþjónustumenn og viðgerðarmenn síma og orkustöðvanna. Hættur hafsins, sem fiskimenn og farmenn verða að glíma við, eru ekki síður blákaldur íslenskur veruleiki. Hjá því getur ekki farið, að náttúruöflin ráði miklu um það hvernig íslending- ar móta lífsviðhorf sín yfirleitt, m.a. á þann hátt að láta sér ekki bregða við að þurfa að taka áhættu á ýmsum sviðum. Ein er sú áhætta, sem íslendingar verða að taka og mega ekki láta sér bregða þótt á móti blási. f»að er sú áhætta sem því fylgir að nýta íslenska landkosti og atvinnumöguleika. í þessu sambandi skal sérstaklega minnst á nýjar búgreinar eins og fiskeldi og loðdýrarækt. Það hefur óneitanlega komið í ljós á þessum vetri, að þessum búgreinum fylgir áhætta. Sú áhætta er ekki endilega bundin veðráttunni, þótt það eigi einnig við að vissu marki, heldur er þar líka um að ræða þá áhættu sem fylgir nýjum störfum, sem menn hafa ekki fullt vald á, en vita þó að eru arðvænlegar atvinnugreinar, þegar rétt er á haldið. Þessi áhætta nýrra búgreina virðist sérstaklega áleitin að því er varðar loðdýraræktina. íslenskir bændur hafa verið að þreifa sig áfram síðustu ár í því að rækta ref og mink til loðskinnafram- leiðslu. Til þess eru bændur reyndar hvattir af stjórnvöldum með nýrri landbúnaðarstefnu. Það er ekkert efamál, að hér á landi eru ákjósanleg skilyrði til slíks búskapar. Þrátt fyrir erfiðleika og áföll í loðdýrabú- skapnum, þá er engin ástæða til vonleysis í þeim efnum. í þessari búgrein, sem og fiskeldinu, verða íslendingar að taka áhættuna og sigrast á henni. GARRI Þau tíðindi bárust á dögunum úr Haganesvík norður að þar hefði bjarndýr gengið á land. Þetta hefúr að vísu oft gerst áður í sögu lands og þjóðar, og alltaf hefur veríð reynt að fella slíka vágesti áður en til þess kæmi að þeir gætu valdið usla í búpeningi eða fargað fólki. Það sama var gert í þetta skipti. Til var kallaður vanur skotmaður, og felldi hann dýríð á mannúðlegan hátt með einu skoti. í Ijós kom, þegar björninn var unninn, að hér var ungt dýr á ferðinni og naumast fullvaxta. Þó var það víst ríflega á stærð við folald og töluvert meira en sem svaraði hæfllegu viðfangi fullvaxta karlmanns, hvað þá þeirra sem minni eru fyrir sér. Að því er gæta að bjarndýr eru villt rándýr, sem að kröftum standa langt ofan við bæði mannskepnu og húsdýr hennar. Sérfræðingar, jafnt sjálfskipaðir sem aðrír, munu að vísu halda því fram að bjamdýr séu ekki tiltakanlega mannskæð nema þau séu áreitt eða særð. En hitt stendur eftir að bjamdýr þurfa að éta, og er víst erfitt að lá Fljótamönnum þó að þeir séu ekki tilbúnir án frekarí umsvifa að setja sjálfa sig út sem fæðu fyrir slíkar skepnur. Að ekki sé talað um böm sín eða búpcning. Undirmálsriffillinn Á þetta er minnst vegna þess að í fyrradag leiðir Morgunblaðið fram á fjölmiðlavettvang fulltrúa frá Skotveiðifélagi íslands sem heldur því blákalt fram að ekki hefði átt að skjóta bjöminn. Era rökin þau að veiðimaðurinn hafi veríð með það sem nefnt er þama VÍTT OG BREIl s'vona fyrir sinn I 'þárná að af t|Jv sý.ðravarþafÍT^I skypsemi sf^ Ijós kom »um hér ®m hélt undirmálsriffill, og héfði það getáð reynst hættulegt ef um fullvaxinn björn hefði verið að ræða, Þá hefðj hann að líkindum ekkl gert ar en að særa björainn, og sært væri hættulegt. Lika er þar á þáð hyórt þeir tclji íð náuðsyniegt hafi vérið að skjöta hjörtilim. í báðum bhnðunum svarar hl^ú' aðspurðra er vissul^ga rétt að^^^vör bera á sinn hátl vflrti ibm hjartalag saniiiö mcð öllu * • ® vill út af Skyttan og björainn minnst að okkur íslendingum værí nær að fara að fordæmi annarra þjóða og alfriða þá bimi sem reglubundið ganga á land á Norðurlandi þegar hafís leggst þar upp að ströndum. Hvernig fara eigi með mannfólkið er hins vegar ekki nefnt þarna, og þá ekki hvort samtímis kunni að vera þörf á að fríða það líka fyrir björnum. í Þjóðviljanum sama dag er svo lögð sú spuming fyrír nokkra ein- staklinga hvað þeim finnist um þær móttökur sem björninn hafi fengið. Og í DV þennan sama dag era svo aftur nokkrír einstaklingar spurðir ; • Thnhyggj* 4ýrtt dýmm ber svo sem og út a£ fyrir. sig vott um goft og kristilegt Kn ef þetta sama fólk léirti hias vegar í þeirri óskemmtilégn htsreynslu að standa attt í einu og óforvarendis augliti til augtitís við hvítabjöríi norðnr við Durobsbaf, ætli það myndiþá byrja á þvr að lutgsa til' þess hvað ein- hveijum sportveiðimönnum suður í Keykjavík finnist ura slíkar skepnur? Sve séw hvort þá langi til að biðja um að bangsi verði fangað- ur í háf Svo að að þcir geti fengið að gæla við faann factma í bakgarð- inum sínura? Heimsókn favftabjamar, jafnvel þótt ungur sé, er ekkert gamanmál. Þá era það hárrétt viðbrögð að safna liði, fara að dýrinu og aflífa það. Að öðram kosti er Íífi og limum fólks stefnt í hættu. Og það kcmur ekki til greina að láta slíkar skepnur spásséra lausar á almanna- færí á íslandi. Þess vegna bragðust þeir Fljótamenn hárrétt við þegar bjöminn sótti þá heim á dögunum. Garri. Fjárfesting sem borgar sig Nú er verið að ná góðum áfanga í húsnæðismálum stúdenta, en 93 íbúðir eru í byggingu, sem teknar verða í notkun í áföngum. Viðbót- in er mikil því aðeins 60 íbúðir eru fyrir í hjónagörðum en alls er rúm fyrir tæplega 180 námsmenn í stúd- entagörðunum. 4200 eru innritaðir í Háskólann á þessum vetri. Gefur auga leið að'þörfin‘á húsnæði fyrir stúdenta er mikil og er eftirspurnin margfalt meiri en framboðið og vandinn langt frá því að vera leystur þegar þær íbúðir sem nú eru í byggingu komast í notkun. Nú gæti maður spurt fávíslegrar spurningar, hvers vegna þarf að byggja yfir stúdenta fremur en aðra? Svarið er einfalt. Stúdentar þurfa á viðunandi húsnæði að halda eins og aðrir. En námsmenn eru að öllu jöfnu tekjulitlir og hafa flestir hverjir ekki upp á digra sjóði að hlaupa og það er nógu krefjandi að stunda háskólanám og bera af því kostnað þótt ekki bætist við hús- næðishrakningar og fjárhagsörðug- leikar sem þeim eru samfara. Kemur öllum vel Oft er haft á orði að menntun sé besta fjárfestingin sem völ er á, ekki aðeins fyrir þá sem menntast heldur þjóðarheildina. Þetta er viðurkennt með því að hið opin- bera kostar skólahald og námslán þykja sjálfsögð. Á sama hátt er sjálfsagt að búa þannig að náms- mönnum að námstíminn nýtist sem best og að þeir verði fríaðir eins og kostur er á frá öðru veraldarvafstri. Lausn á húsnæðisvanda þeirra er liður í slíkri viðleitni. En fleira kemur til en umhyggja fyrir stúdentum þegar því er velt upp að nauðsyn sé að leysa hús- næðisvanda þeirra. Húsnæðiseklan og kostnaður henni samfara í Reykjavík og nágrannabyggðum kemur niður á öllum sem ekki eiga eigin íbúðir og spennan á þeim markaði virðist aukast ár frá ári. Leiguhúsnæði er af skornum skammti og þeir sem þurfa á því að halda æsa upp leiguverðið hver fyrir öðrum í kapphlaupinu um að fá einhvers staðar inni. Námsmenn utan af landi eru þátttakendur í kapphlaupinu um takmarkað húsnæði, og ekki hafa allir stúdentar sem búa í þéttbýlinu aðstöðu til að dvelja heima hjá pabba og mömmu allan sinn náms- tíma. Það er því margt sem mælir með því að stúdentagarðarnir verði efldir og að létt verði undir með námsmönnum með sæmilegu fram- boði á húsnæði. Þarfar byggingar og óþarfar Þá skýtur gamalt og nýtt vanda- mál upp kollinum, um afl þeirra hluta sem gera skal. Húsnæðis- málastjórn lánar sem svarar 85% af kostnaði stúdentagarða, sem þýðir að þeir fjármunir eru teknir af öðrum sem sárlega skortir fé til íbúðakaupa. Stúdentar sjálfir og Háskólinn leggja til það sem á vantar. Leigan á að standa undir afborgunum. Reykjavíkurborg leggur eitt- hvað til stúdentagarða en önnur sveitarfélög ekkert. Vonir standa til að hægt verði að kría eitthvað smáræði út úr þeim og er eðlilegt að þau leggi eitthvað af mörkum til að létta stúdentum utan af landi róðurinn meðan á námi stendur. Erlend lán hafa verið tekin óspart til að reisa verslanamusteri og hótelgímöld og fleira í þeim dúr, bjartsýnir útreikningar sýna að þær fjárfestingar borgi sig. Ef hvergi er fé á lausu innanlands til jafn sjálf- sagðra framkvæmda og að veita námsmönnum húsaskjól ætti að vera að minnsta kosti álíka arðvæn- legtaðtaka til þess erlend lán og í ofboðslega offjárfestingu verslunar og þjónustu eða verksmiðjur sem hvergi finna markað fyrir fram- leiðslu sína. Viðunandi húsnæði fyrir náms- menn ætti að geta létt eitthvað á námslánaarginu, sem orðið er leiðigjarnt úr hófi og létt eitthvað á almennri húsnæðiseklu, sem hvíl- ir eins og mara á alltof mörgum fjölskyldum og einstaklingum. Hitt er svo annað mál að íbúðir og herbergi fyrir stúdenta þarf ekki endilega að byggja eins og minn- isvarða yfir arkitekta. Einfaldar og ódýrar vistarverur koma að eins góðum notum og rándýrar og áferðarfallegar skýjabdrgir sem gerðar eru að veruleika. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.