Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Helgi Hannesson: „Oður til sjómennsku(nnar)“ Tíminn færði mér fyrir skömmu, (20. nóv. s.l.) lofræðustúf um „ljóðabókina'" „Stormfuglar" - nýútgefna. Og til stuðnings lofi sínu lét höfundur fylgja - að hans mati; besta Ijóð þeirrar bókar; „Bakborðsmenn" svohljóðandi: „vanrækja tilfinningaskylduna harkan sex á norðlægum breiddum orð þeirra köld og hörð lábarðir hnullungar þeir vanrækja tilfinn- ingaskylduna bráðna hægt eins og borgarís strandaðir í konufaðmi" Þannig lítur það út, þetta besta Ijóð nýrrar bókar! Mig vantar til þess greind og getu, að sjá og finna, að það geti verið ljóð. Fyrir 60, 70 árum hefði engum fslendingi komið í hug, að kalla þetta kvæði eða Ijóð. Þá áttum við tug óðsnillinga - suma þá besta í víðri veröld - og heilan hóp af skemmtilegum skáldum. Þá hefði umrætt „besta Ijóð bókar" og ann- ar slíkur samsetningur einfaldlega verið kaliaður bull, - eins og mér og þorra þjóðar þykir enn í dag. En höfundur „besta Ijóðs" villti sumum sýn með litlu bragði: Hann skifti 24 orðum „óðsins" í 12 línur og þrjá orðhópa. Þannig varö hann tilsýndar að ofurlitlu ljóði - og um það sagði loftunga Tímans þetta: „Hér þykir mér vel ort og af næmleika, sem aðrir mættu taka til fyrirmyndar". Þegar ég las þetta varð mér að orði: Er doktorinn að hæða höfund „óðsins"? Eða voru þeir kumpán- ar, að glettast hvor við annan? Hvort sem var eða hvorugt, segi ég það sem mér sýnist sjálfum: Það er Ijótt af lærðum manni, að telja þeim sem yrkja svona - trú um að þeir séu fyrirmyndar góðskáld! Og glæpur gegn íslenskri þjóðmenn- ingu, að kenna börnum og ungu fólki, að þetta og annað þvílíkt bull, sé skáldskapur og fögur Ijóða- gerð. II Til gamans mér og samanburðar framar frásögðum sjómannsóði, gríp ég beint úr hugskoti mínu, fáein brot úr sjóferðaljóðum fyrri tíðar skálda. Fyrir þúsund og þrjátíu árum, sagði Njáll Þorgeirsson ástmey sinni, Hróðnýju Höskuldsdóttur á Keldum? - frá ágjöf og austri í einni sjóferð sinni: „Senn jósum vérsvanni! sextán, en brim fexti, dreif á hafskips húfa* hún** í fjórum rúmum. “ (*húfur = skipsúð, **hún = haf.sjór) Fyrir um það bil þrjú hundruð árum, orti hagorður Eyfellingur, líklega Oddur prestur í Holti, um sægarpinn Einar sjó í Gerðakoti: „Einar fer í síðhempunni á sjóinn, Sérdeilis ef hann er vætugróinn. Girtur bandi, ginflakandi, ígóðu standi, Ijóst úr landi róinn. “ Fyrir kannski tveimur öldum orti Breiðfiröingur - minnir mig - þessa þjóðkunnu vísu: „Austankaldinn á oss blés. Upp skal faldinn draga. Velti aldan vargi hlés. Við skulum halda á Siglunes. “ Fyrir 150 árum orti listaskáldið Jónas svo í Formannavísum: „Svalt er enn á seltu, sjómenn vanir róa. Köld er undiralda, árum skellur bára. Dylur dimmu éli dagsbrún jökulkrúna. Svæfill sinnir Ijúfum svanna heima í ranni. “ Fyrir 130 árum byrjaði Grímur á Bessastöðum brag um sjóferð Skúla fógeta þannig: „Þrekvaxnareltirum íslandshaf öldurnar Góu stormur. Hafskipið faðmar og færir f kaf fláráður Miðgarðsormur. Brýtur kjölur í bylgjum hrygg, svo bárurnar sáran stynja, en laushentur Ægir lætur á brigg löðrunga þétta dynja. Rifna þá voðirogslitna þá stög, stengur og viðir molast, fyllir knör og í freyðandi lög fjórir af hásetum skolast. “ Steingrímur Bjarnason góðskáld frá Stapa orti um þær mundir þjóðfrægan sjómannasöng: „Heyrið morgunsöng á sænum sjáið bruna fley undan liægum byrjar blænum burt frá strönd og cy. Sólin skreytir skiparaðir, skín hver þanin voð. Söngljóð kveða sjómenn glaðir snjallt á hvcrri gnoð. “ Ólína skáld Andrésdóttir orti fyrir réttum eitt hundrað árum, yndislega þulu sína, um Suöur- nesjamenn. Sagði þar ineðal annars: „Sagt hefur það verið um Suðurncsjamcnn fast þcir sóttu sjóinn og sækja hann cnn. Gull að sækja í greipar, þeim geigvæna mar ekki nema ofurmennum ætlandi var Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Ekki var að spauga með þá Utnesja menn.“ Fyrir rúmum fimmtíu árum, orti Örn Arnarson skáld: „Hafið bláa hafið hugann drcgur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og brciður vegur. Bíða min þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér ekki fyr. Bruna þú nú bátur minn! Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. “ III Ofar skráð átta ágrip ljóða, eru fæst úr afbragðskvæðum, en þó öll þrungin töframætti þeim scm ís- lenskt rím og stuðlar gæða vel kveðna vísu. Þessu líkt og þaðan af betur, ortu íslensk skáld í þúsund ár. Sum svo vel, að eigi er Ijóst, hvort unnt er að gera betur. Hitt er ljóst: Án Ijóðstafa nær enginn nálægt þeim! Ennþá eigum við ofar moldu fáein gömul góðskáld. Snillingarnir eru fallnir frá - og ekki hillir undir neina nýja. En upp eru risin í tugatali einslags gerviskáld. Lfkrar eða sömu gerðar og þau sem Snorri Sturluson kallaði skáldfíft á sínum tíma. Hin nýjur'skáldfífl sýnast hvorki nenna.né kunna að yrkja eins og fólk með viti. Þau skástu þeirra skrifa skiljanlcgt mælt mál í mislangar línur - og kalla það kvæði!! Hinir eru fleiri, sem skrifa bull í eins til margra orða línur, án upphafsstafa og allra greinar- merkja - og vilja kalla vitleysuna ljóð!! Háskólagengnir menn gera það líka og lofa hverjir aðra fyrir snilli!!! En almenningur býr yfir- leitt enn, að ættgengu óðmati sínu. Enda vill enginn eiga né lesa þær fölsuðu ljóðabækur. Rímorð og Ijóðstafir eru frá landnámstíð samofin íslenskunni. Allt hið snjallasta í íslensku máli er þeim stoðum stutt. Flest allt hið fegursta af þeim rótum runnið. Stuðlar og ljóðstafir voru fyrrum sameign Norðurlandaþjóða, scm allar ncma fslendingar týndu þeim fyrir nokkrum öldum, samhliða fornri tungu feðra sinna. Síðan eru þeir séreign okkar - Ennþá skraut og aðalsmerki íslenskrar Ijóða- gerðar. Æfilangur unaðsgjafi allra sem kunna að njóta. Styrktarstoðir merkilegasta móðurmáls á Jörð. Þeim má ekki glata! Á nýári 1988 Helgi Hannesson. BÓKMENNTIR Nærþúsund blaðsíðna bók Sögur íslenskra kvenna 1879-1960, Soff ía Auður Birgisdóttir valdi sögurn- ar og skrifaði eftirmála, Mál og menning, Rvk. 1987. Svo vill til að þessi bók hefur legið á skrifborði mínu hér á ritstjórn Tímans í nokkrar vikur. Þar er alltaf töluverður umgangur fólks, eins og gengur, og ég hef veitt því athygli að nánast hver einasti maður, sem inn til mín hefur komið, hefur gripið bókina, handfjatlað hana og haft um hana einhver orð. Og eiginlega án undantekninga hafa þá fallið um- mæli eitthvað á þá leið að þetta væri nú meiri doðranturinn. Þetta sýnir óneitanlega að þessi bók er ein af þeim sem draga að sér athygli, en ástæðan er þó ekki efni hennar heldur stærð. Hún er nefni- lega hvorki meira né minna en rétt tæpar eitt þúsund blaðsíður, sem óneitanlega er töluvert meira en gerist og gengur um bækur, svona almennt talað, og hvort heldur er hér á landi eða utanlands. Frá bókagerðarlegu sjónarmiði fer þannig ekki á milli mála að útgerð þessarar bókar verður að gagnrýna. í þessu formi er hún það stór að það gerir hana bæði óað- gengilega og óárennilega. Þetta er ekki bók sem hægt er að kippa með sér upp í rúm og iesa þar. Þetta er tæplega heldur bók sem hægt er að sitja með í stól og halda á meðan verið er að lesa. Þvert á móti er þetta bók sem útheimtir að hún liggi á borði meðan lesið er. Hvað sem öðru líður þá held ég að það fari ekki á milli mála að bækur á borð við þessa eigi að gefa út í tveimur eða þremur bindum. Efniviður bókarinnar er aftur á móti vissulega forx'itnilegur. Þar er safnað saman sögum eftir konur frá árabilinu milli 1879 og 1960. Þar fer fyrir Torflúldur Þorsteinsdóttir Hólm, en lestina reka þær Oddný Guðmundsdóttir og Valborg Bents- dóttir. Telst mér til að þarna séu 29 sögur eftir 22 höfunda. Og tíma- mörkin valda því svo að þarna eru ekki með ýmsir fremstu kvenrithöf- undar okkar nú um stundir, hvorki Svava Jakobsdóttir, Jakobína Sig- urðardóttir né heldur þær sem síðar hafa komið fram. Þegar sagnavalið er skoðað vakna aftur upp spurningar er varða stærð bókarinnar. Sjálfar sögurnar taka þar yfir um 900 blaðsíður, en það sem er þar fyrir aftan er eftirmáli útgefanda og skrár um verk skáld- kvennanna, hvort tveggja hið gagn- legasta efni. En aftur á móti hefur þarna verið farið út í að taka með heilar skáld- sögur, og sérstaklega stingur í augu að þar taka einar fjórar slíkar geysi- mikið rými. Nánar til tekið eru það Gestir eftir Kristínu Sigfúsdóttur, 138 blaðsíður, Arfur eftir Ragnheiði Jónsdóttur, 134 síður, Eitt er það land eftir Halldóru B. Björnsson, 65 síður, og Frostnótt í maí eftir Þór- unni Elfu Magnúsdóttur, 213 síður. Samtals taka þessar fjórar sögur því yfir 550 blaðsíður í þessari bók, eða ríflega meira en helming hennar. Hér er að mínu viti ekki nógu vel að staðið, enda er þetta augljóslega aðalástæða þess hve stærð bókarinn- ar hleypur úr öllum skorðum. Að því er að gæta að í sýnisbók eins og þessari er það síður en svo nokkur frágangssök að taka upp kafla úr stærri verkum, og má þá endursegja söguþráðinn framan við eða aftan við í stuttum ágripum eftir því sem þörf krefur. Þetta hefði án efa verið mun happasælli lausn hér og hefði skilað handhægara og á allan hátt markvissara verki. Þessi aðferð hefði líka gcfið að- standendum bókarinnar færi á að sneiða hjá öðrum slæmum ágalla sem á henni er, en það er að þar skuli ekkert vera að finna eftir afkasta- mesta kvenrithöfund íslenskan, sjálfa Guðrúnu frá Lundi. Þetta er afsakað í formála með því að hún hafi eingöngu skrifað langar skáld- sögur en ekki smásögur. Er það vissulega skiljanlegt innan [sess ramma sem bókinni er markaður, þó að sigla hefði fram hjá þessu skeri með hinni aðferðinni. Eftirmáli Soffíu Auðar Birgisdótt- ur aftan við bókina er aftur á móti í heild skilgott verk. Hún greinir þar í stuttu og samanþjöppuðu máli frá helstu æviatriðum og bókmenntaleg- um einkennum þeirra skáldkvenna sem sögur eiga í bókinni. Er þar komið fram eitt handhægasta yfirlit um sagnagerð íslenskra kvenna á þessu tímabili sem ég kannast við að skráð hafi verið, og ef eitthvað væri þá er þess helst að sakna að hún skuli ekki ganga lengra í krufningu sinni á einstökum verkum en hún gerir. En þó er hér aftur þess að geta að Guðrún frá Lundi er líka fjarverandi á þessum stað, sem hefði þurft að bæta úr, og það jafnt þótt ekkert sé eftir hana í bókinni. Guðrún frá Lundi og verk hennar eru það stór þáttur í kvennabókmenntasögu tut- tugustu aldar að ekki gengur að ganga þegjandi þar fram hjá. Og hvað sem öðru líður þá er því ekki að neita að það er margt fróðlegt í þessari bók. Það fer að vísu ekki á milli mála að tímabilið 1879-1960 hafa karlarnir vinninginn í íslenskri bókmenntasköpun. Hér er þannig enginn Hagalín, enginn Gunnar Gunnarsson, enginn Þór- bergur og alls enginn Laxness. Sann- ast sagna er að hér fer mest fyrir sögum sem telja verður heldur ein- hæfar og einfaldar að byggingu. Það verður ljóst af lestri þeirra að ís- lenskar konur í rithöfundastétt hafa lengst af á þessu tímabili verið ákaflega uppteknaraf hjónaböndum og barneignum, og svo koma róm- antísk áhrif greinilega fram þegar þær fara að skrifa um ástina og allt sem henni tengist. Það er helst að frávik frá þessu komi fram í sögunni Vonda veikin eftir Ólafíu Jóhanns- dóttur, þar sem fjallað er um stúlku sem verður fórnarlamb kynsjúk- dóms. Svo verður líka greinileg breyting með sögum Ástu Sigurðar- dóttur, sem eru hér tvær í bókinni og þar sem greinilegt er að höfundur nálgast yrkisefni sín frá öðrum sjón- arhóli en fyrr hafði tíðkast. En hrein undirmálsverk eru hér þó heldur ekki á ferðinni. Þvert á móti er hér töluvert af forvitnilegum verkum, ýmist gamalkunnum eða þá úr bókum sem ekki hafa verið fáan- legar lengi og því ekki á glámbekk fyrir þá sem nú eru á miðjum aldri °g yngri. í þeim flokki má til dæmis telja Systurnar frá Grænadal eftir Maríu Jóhannsdóttur, og raunar einnig sögur sem þarna eru eftir þær Svanhildi Þorsteinsdóttur og Svönu Dún. Þá er þarna sagan Huldir harmar eftir Henríettu frá Flatey, sem trúlegahefurekki verið í margra höndum til þessa, og einnig eru þarna forvitnilegar smásögur eftir tvær vestur-íslenskar skáldkonur, þær Arnrúnu frá Felli og Guðrúnu Helgu Finnsdóttur. Og í heildina skoðað verður ekki annað sagt að hér séu nánast eingöngu á ferðinni skáldverk sem megi teljast áhuga- verð hvert á sinn hátt, ýmist vegna listræns gildis eða sem heimildir um lífshætti eða hugsunarhátt á liðnum tímum, nema hvortveggja sé. En hitt fer þó ekki á milli mála að yrkisefnin hér bera töluvert mikinn keim af því að á þessu tímabili voru það hjónabönd, barneignir og innan- stokksverk sem gerðu sérheim kvenna. Svo dæmi sé tekið fer hér ákaflega lítið fyrir bæði atvinnumál- um og stjórnmálum, sem og öðru því sem karlarnir voru að basla við. Og má það því trúlega skoðast sem nokkur vitnisburður um það hver hafi verið staða kvennanna á tveim síðustu áratugum síðustu aldar, svo og þeim sex fyrstu á þessari. Að því leyti er þetta nýja safnrit kannski fyrst og fremst lærdómsríkt og áhugavert. Þótt vissulega hafi orðið miklar breytingar á verka- skiptingu kynjanna frá því að tíma- bili bókarinnar lauk, þá er samt í henni mikill efniviður til íslenskrar kvennasögu. í fljótu bragði skoðað verður ekki annað séð en sá efnivið- ur undirstriki að þarna hafi verið orðin þörf fyrir breytingar. Og má það vitaskuld enn þann dag í dag verða okkur körlunum viðeigandi ábending. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.