Tíminn - 21.02.1988, Side 5
Sunnudagur 21. febrúar 1988
Tíminn 5
Flestir gera skyssur sínar, svo lítið beri á. Allt sem minni
fjölskyldu verður á, kemur í blöðunum.
ofan af fyrir sér sjálfir. Þá talaði
fólk milli kynslóða og allir voru
margfróðari en nú. Nú finnst mér
þekking fólks allt of takmörkuð
við viss svið. -Ég held að sjónvarp-
ið sé ágætt að mörgu leyti, bætir
hún við. - En það verður að vera
vakandi fyrir hinu, að það veldur
því líka, að fólk hættir ýmsu í
staðinn. Til dæmis ræða börn og
foreldrar ekki saman lengur eins
og gert var áður.
Frú Thatcher er greinilega
hrærð, þegar hún minnist á föður
sinn, en samband þeirra var mjög
innilegt. Hún segir hann hafa kennt
sér þá lífsreglu, sem hún hafi reynt
að fara eftir síðan: Gerðu aldrei
neitt, bara af því aðrir gera það.
-Faðir minn hlaut ekki mikla
menntun, þó hann væri afburða-
greindur maður. Einmitt þess
vegna var honum svo umhugað um
að við læsum, rökræddum og lærð-
um að mynda okkur eigin skoðan-
ir.
Spurð, hvort sérstakir tímar eða
aðstæður hafi átt sterkan þátt í
mótun hennar, svarar frú Thatcher
að sennilega hafi það verið stríðs-
árin í búðinni hjá föður hennar,
Alfred Roberts. Annars hefur hún
ótal sinnum sagt að hættir foreldr-
anna eigi langmestan þátt í mótun
barnanna. Hún horftir í arineldinn
og gefur sér tíma til að rifja meira
upp: -Við pabbi fórum oft í langar
gönguferðir saman, einkum þegar
próf voru framundan hjá mér. f>á
töluðum við um allt milli himins og
jarðar.
Ég var barn á stríðsárunum og
þá hafði maður kannske betur á
tilfinningunni, hvílíkar fórnir voru
færðar. Við vorum í landshluta,
þar sem sprengjuflugvélar höfðu
bækistöðvar og þess vegna ræddum
við oft um það. Við höfðum lfka á
tilfinningunni að vera hluti af ein-
hverju mun stærra og að Bretland
gegndi mjög mikilvægu hlutverki.
Þegar forsætisráðherrann giftist
og eignaðist börn, voru slík náin
fjölskyldutengsl henni afskaplega
mikilvæg-jafnvel svo, að metnað-
ur hennar var látinn víkja. -Ég hef
verið heppin að eiga heima og hafa
kjördæmi mitt í London, segir
hún. -Líklega hefði ég aldrei orðið
þingmaður, ef ég hefði búið annars
staðar. Þá hefði ég þurft að yfirgefa
fjölskylduna langtfmum saman.
Það hefði ég aldrei getað, því ég
hefði stöðugt haft á tilfinningunni,
að ég gerði ekki skyldu mína
gagnvart börnunum, auk saknað-
arins auðvitað.
Gæti Denis ekki hafa axlað meiri
ábyrgð? Frú Thatcher svarar því:
-Hann er alveg stórkostlegur faðir
og við höfum alltaf verið mjög
náin. Þetta hefði ég aldrei megnað
án hans.
Ef til vill er það vegna minninga
frá eigin æsku, að forsætisráðherr-
ann hlakkar afskaplega til að verða
amma. -Auðvitað vil ég eignast
barnabörn - það yrði indælt að
hafa ung börn á heimilinu. Þess má
geta að Mark er nýkvæntur og býr
um þessar mundir í Texas.
Frú Thatcher lætur í það skína,
að hún gæti hugsað sér að gæta
barnabarnanna á kvöldin stöku
sinnum. -Ég hef að vísu ekki
mikinn tíma, en ung hjón vilja
gjarnan skreppa út og þá gæti ég
verið við hendina. Það er svolítið
undarleg tilhugsun, en notáleg
að hafa forsætisráðherrann fyrir
barnfóstru, meðan farið er í bíó.
Önnur óvænt hlið kemur í ljós,
þegar hún talar um sprengjutilræð-
ið á hótelinu í Brighton um árið,
en síðan var hún lengi myrkfælin.
-Það sem ég hugsaði fyrst og
fremst um, var að ekki slokknuðu
öll ljósin. Um tíma upp frá því,
gekk ég alltaf með vasaljós í vesk-
inu. Hvað hefði gerst, ef við hefð-
um verið þarna í kolamyrkri og
ekki ratað út?
Óvænt má líka teljast, að frú
Thatcher er afdráttarlaust þeirrar
skoðunar, að konur séu þrautseig-
ari en karlar. Hún ætti kannske að
vita það, eftir að hafa unnið ótrú-
lega erfitt starf í átta ár.
Spurð hvað sé það merkilegasta,
sem hún hafi látið af sér leiða í
embættinu, svarar hún eftir langa
umhugsun: -Ég held að við höfum
breytt hugsunarhættinum töluvert.
Þetta var orðið þannig hérna, að
fólk sagði hreinlega sem svo: Ef ég
er í vanda, á ríkið að leysa hann.
Hún leggur áherslu á, að þegar
hún kom til valda, hafi hún þurft
að bæta fyrir ýmislegt úr tíð fyrri
stjómar. Það síðasta sem hún gefur
sér tíma til að segja, áður en
viðtalstíminn rennur út, er: -Ég vil
að þegnarnir séu fólk, sem hugsar
sjálfstætt og að stjórnin styðji
áhugamál þeirra, en reyni ekki að
hafa áhrif á þau.
farið á þing
M • M • • 1
ijarn tjol-
skyldunni
Margaret Thatcher er lágvaxin
kona á háum hælum, en þegar hún
kemur inn, er eins og hvíta her-
bergið í Downingstræti lOsé undir-
lagt af fellibyl. Tveir aðstoðarmenn
sigla í kjölfarið, til þjónustu reiðu-
búnir. Frúin er þegar sest, búin að
hagræðadökkbláa pilsinuog bank-
ar létt á borðplötuna með fingrun-
um. - Jæja, komum okkur að
verki, það er annadagur framund-
an.
Hún veit alveg hvað hún er að
gera, enda búin að gegna starfi
sínu í meira en átta ár. Gárungarn-
ir segja, að verði hún miklu lengur,
fari hún að verða þjóðartákn. Hún
hefur sigrast á andstæðingum
sínum, allt frá verðbólgunni til
Arthurs Scargill, talsmanns kola-
námumanna. Bananahýði og smá-
vegis óþægindi. á borð við Suður-
Afríku, hafa aldrei orðið henni að
hrasi. Viðtal við blað er aðeins lítill
þáttur í starfinu á annasömum
degi.
Aðeins einu sinni eða tvisvar
örlaði á óþolinmæði í fari frú
Thatcher. f annað skiptið, þegar
hún var spurð, hvort henni fyndist
gaman að sjónvarpsþættinum,
„Spéspegli", þar sem forsætisráð-
herrann er gjarnan sýndur sem
strengjabrúða í nálaröndóttum
fötum, reykjandi vindil. Hún svar-
ar fyrst: - Ég horfi ekki á Spéspegil,
en spyr sfðan: „Er hann skemmti-
legur?
Síðar í viðtalinu var hún spurð,
hvernig henni fyndist, þegar frétta-
menn lýstu henni sem kyntákni. Þá
virtist hún rísa upp í fulla hæð sína,
sem er afrek, sitjandi á stól, áður
en hún svaraði: - Það er fráleitt.
Ég er forsætisráðherra, rétt eins og
aðrir slíkir. Ég vildi óska að svona
lagað væri ekki sagt.
Fyrir síðustu kosningar skorti
ekki lýsingar á forsætisráðherr-
anum, einkum frá andstæðingum
hennar. Denis Healy, talsmaður
Verkamannaflokksins sagði til
dæmis að hún „sýndi hrollvekjandi
kaldlyndi gagnvart mannlegum
þjáningum".
Hún neitar jafn afdráttarlaust í
hvíta herberginu og í þinginu,
þegar því er að skipta.
Sumt fólk lagði verulega að sér til
að draga upp svona mynd af mér,
segir hún. - En umhyggja er bara
ekki falin í að ausa sífellt út
peningum, það hefur mér lærst
fyrir löngu. Ég segi þó ekki að
svona gaddar stingi ekki. Hins
vegar getur maður ekki verið
stjórnmálamaður, ef maður lætur
slíkt á sig fá, útskýrir hún. - Ef ég
sé eitthvað um mig í blöðunum, les
ég það einfaldlega ekki, því ég
veit, að það getur sært mig.
En lítur Margaret Thatcher á sig
sem umhyggjusama manneskju?
- Já, ég held það og vil trúa því,
svarar hún alvarleg og nefnir síðan
nokkur dæmi. Unglingar og fatlað-
ir koma gjarnan í heimsókn í
Downingstræti, hún var að enda
við að afhenda barnaspítala fjár-
upphæð - að vísu myndu gagnrýn-
endur tekja slíkt áróðursbragð.
Engu að síður er satt, þó það hafi
ekki birst í fjölmiðlum, að þegar
fötluð börn komu í heimsókn,
eyddi forsætisráðherrann heilum
20 mínútum af dýrmætum tíma
Thatcher-hjónin í Downingstræti með tvíburunum Carol og
Mark. Ég vil að þau læri að nýta sér tækifærin, segir móðir
þeirra.
sínum í að leika við lítinn dreng,
sem var eitthvað niðurdreginn.
Hún hrekkur eilítið við, þegar
minnst er á þetta. - Já, segir hún
svo og brosir. - Hann var hræddur,
litla skinnið, við allt þetta ókunn-
uga. Ég tók bara í hönd hans og
leiddi hann um húsið.
Margaret Thatcher hefur verið
nefnd ýmsum nöfnum, en Járnfrú-
in mun vera þeirra þekktast. Þó er
hún næm kona, sem finnur ótta
eins barns í hópi og veit, hvernig
best er að sefa hann.
Vissulega er hún líka móðir.
Hefur það haft áhrif á frama henn-
ar í stjórnmálum? Hún kveður það
eflaust hafa gert sig hagsýnni og
raunsærri. - Maður hugsar alltaf
fram á við, ef maður á fjölskyldu,
segir hún. - Hvernig verður líf
barnanna eftir 10 eða 20 ár? Þetta
er ein af ástæðunum til þess að
konur hugsa í lengri tímabilum.
Hvernig verður heimurinn, sem
börnin mín lifa í?
Hvaða vonir bindur hún við
börn sín í framtíðinni? - Að þau
læri að nota sér tækifærin, segir frú
Thatcher fastmælt. - Maður getur
alls ekki lifað lífi þeirra fyrir þau.
Tvíburarnir Mark og Carol hafa
bæði starfað erlendis öðru hvoru
um tíma, ef til vill til að sleppa úr
kastljósinu, sem óhjákvæmilega
beinist alltaf að móður þeirra.
- Þetta er erfitt fyrir þau, viður-
kennir hún fúslega. - Ég finn
ákaflega mikið til þess. Flest okkar
gera skyssur sínar svo lítið ber á,
en því miður er ekki hægt að segja
það um þau. Allt sem þeim verður
á, fer í blöðin og ég segi stundum,
að það séu þung örlög að vera
skyldur mér.
í þau fáu skipti, sem Margaret
Thatcher hefur tárfellt opinber-
lega, hefur það verið vegna fjöl-
skyldumála. Til dæmis þegar Mark
sonur hennar týndist í eyðurmerk-
urferðalagi á bíl. Hún mýkist öll,
þegar hún talar um börn sín og
henni hlýtur að þykja mjög vænt
um þau.
- Ég gæti ekki á heilli mér tekið,
ef mér fyndist ég ekki sinna þörfum
þeirra, segir hún blátt áfram.
- Auðvitað verður maður stundum
að vera fastur fyrir, því það gerir
engum gott að allt sé látið eftir
honum. Eitthvað í þessa veruna
yrði líka lýsingin á stjórn hennar á
landinu.
Frú Thatcher hefur iðulega lagt
áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar
og þrátt fyrir strangt útlit yfirborðs-
ins, lætur hún sér mjög annt um
sína eigin. í viðtalinu lét hún þess
getið, að hún hefði ekki trú á að
gott væri að aðeins ein kynslóð
byggi saman. - Amma mín bjó hjá
okkur og hún fræddi okkur mikið
um liðna tíma, sem voru athyglis-
verðir.
Hún talar um æsku sína í Lin-
colnshire, þegar kvöldin fóru í að
spila Matador og rabba saman.
-Það voru aðrir tímar, segir hún
með áherslu. -Það verður að minn-
ast þess, að þá voru hlutirnir ein-
faldlega öðruvísi en nú. Ekkert
sjónvarp, svo allir urðu að hafa
- segir Margaret
Thatcher. Hún
verið sögð kaldlynd (
sýna skort á umhyggji
en sjálf kveðst hún
venjuleg kona, sem
elski börnin sín og
langi í barnabörn. - ;
mínu starfi á að vera
kona, þær eru
þrautseigari og
framsýnni bætir hún
við.
Hefði aldrei