Tíminn - 21.02.1988, Qupperneq 13
Sunnudagur 21. febrúar 1988 Tíminn 13
sækja lönguhausinn þangað sem hún
hafði skilið við hann og settu þeir
báðir, hann og hreppstjórinn, inn-
sigli sín á hausinn og tóku hann til
sín. Enn fremur höfðu þeir á burt
með sér birkilurkinn, sem löngu-
höfuðið hafði verið fest á.
Að rannsókn lokinni var málið
svo sent Chr. Luxtorph landfógeta,
en hann úrskurðaði 5. maí, að höfða
skyldi mál gegn Illuga. Var því máli
stefnt fyrir Kópavogsþing og Ána-
naustahjónum og Guðbrandi stefnt
þangað sem vitnum, en Þorgeir
nokkur Þórðarson var skipaður verj-
andi Illuga.
Af heimskulegu narraríi
Málið kom svo fyrir Kópavogs-
þing 23. maí. Voru þar til nefndir
átta meðdómendur, „valinkunnir
búsitjandi dánumenn", þar á meðal
Sigurður Kálfsson lögréttumaður í
Örfirisey og Bjarni Bergsteinsson í
Skildinganesi; frá báðum þeim
mönnum eru komnir miklir ættbálk-
ar og fjöldi virðingamanna og nafn-
kunnra Reykvíkinga.
Það má sjá, að menn hafa talið að
hér væri ekki um neitt hégómamál
að ræða, því að byrjað er á því að
láta vitnin vinna sáluhjálpareið, og
„eiðs útþýðingin er réttinum opin-
berlega upp lesin“:
„Ég Jón Jónsson og Þorgerður
Jónsdóttir og Guðbrandur Klemens-
son, lofa að vitna hér fyrir réttinum
í dag allt það, mér er vitanlegt að ég
framast má, um það lönguhöfuð,
sem Illugi Bjarnason upp setti við
Ánanaust í næstliðnum einmánuði,
að allt það, sem þessu máli til
upplýsingar vera kann og leyna engu
af, svo sannarlega hjálpi mér guð og
hans heilaga evangelium".
Svo hófst réttarhaldið með því, að
lagður var fram hinn innsiglaði
lönguhaus og viðurkenndi Illugi að
þetta væri hinn sami lönguhaus og
hann hefði fest á staur í Ánanaust-
um, og Þorgerður bar það að þetta
væri sami lönguhausinn og hún hefði
tekið niður af staurnum og síðan
afhent Jóni Hjaltalín.
Réttarhaldið stóð í tvo daga.
Fyrra daginn var Luxtroph landfóg-
eti sjálfur við og yfirheyrði vitnin, en
seinna daginn sendi hann ívar Gísla-
son fulltrúa sinn.
Vitnin voru þaulspurð um það,
hvort þau hefðu ekki séð á spýtunum
í löngukjaftinum „neinar venjulegar
eða óvenjulegar stafristingar eða
rúnir gerðar með rispum, skurðum,
bleki, blóði, krít eða blýant, eða af
nokkru þvf, er bókstafir kunna með
að gerast á nokkurn veg.“ Þau
svöruðu því öll hiklaust neitandi.
Jón var spurður að því hvað löngu-
hausinn hefði gapað mikið á staurn-
um, en hann kvað hann ekki hafa
gapað meira þá en hann gerði nú í
réttinum, eða um tvær fingurþykkt-
ir. Þorgerður var spurð hvað hún
hefði gert af þessum tveimur
spýtum, sem í lönghausnum voru.
„Ég brenndi þær í eldi, þegar ég
hafði sýnt Jóni og Guðbrandi þær,“
svaraði hún.
Svo var hún spurð hvers vegna
hún hefði brennt þessarspýtur, „sem
henni hefði verið að svo litlum
eldiviðarauka", og svaraði hún því
að það hefði hún gert í einfeldni. Jón
var spurður hvort hann vissi hvers
vegna konu hans hefði verið svo
mjög í mun að taka niður löngu-
höfuðið. Ónei, ekki kvaðst hann
vita það. Þá var Þorgerður spurð
hvers vegna hún hefði gert þetta, og
svaraði hún því að hún hefði gert
það í góðri meiningu, því sér hafi
þótt þetta slæm uppáfinning.
Öll voru vitnin þýfguð um það
hvort þau vissu ekki „í hverju skyni
eða af hvaða orsök Illugi hefði sett
lönguhöfuðið upp“, en þau báru það
öll, að þau hefði enga hugmynd um
það.
Þá var leitað að líkindum til þess
að þau hefði öll, eða eitthvert þeirra
verið í vitorði með Illuga um þetta
uppátæki, en þeim bar saman um
það, að þau hefði ekki haft hugmynd
um hver verksins var valdur, fyrr en
Jón Hjaltalín kom vestur að Ána-
naustum og fékk Illuga til að með-
ganga það. Guðbrandur var spurður
að því hve lengi lönguhöfuðið mundi
hafa verið uppi. Hann þvertók fyrir
að það hefði verið þar um morgun-
inn.
Hér með var yfirheyrslum vitn-
anna lokið, og nú var Illuga Bjarnar-
syni og Þorgeiri verjanda hans boðið
„að koma fram með allar tilhlýðileg-
ar lögvarnir og forsvar," en fyrst var
þó Illugi yfirheyrður.
Hann var spurður að því í hvaða
tilgangi hann hefði „þetta með spýt-
um útþanda lönguhöfuð upp sett“,
og svaraði hann:
„Af heimskulegu narraríi."
Þá var hann spurður hvort hann
hefði ei heyrt „að þeir, sem hafa
áður til forna með sama hætti upp
reist lönguhöfuð, verið hafi og kall-
aðir að vera orsök og efni til illviðra
og storma, og hafi þar fyrir við kaga
hýddir verið."
Jú, Illugi kvaðst hafa heyrt það.
Hvort það hefði þá verið ætlan
hans með þessu að gera storm og
fárviðri? Því neitaði hann.
„Vissir þú ekki, að nær þínir
landsmenn sín lönguhöfuð á þennan
hátt hafa upp sett, þeir það þá sem
siðvanalegt vildu taka það fyrir
nokkuð þess háttar hvar með galdrar
frömdust og gefa svo hneyksli af sér,
sem nú er skeð?“
Ekki kvaðst Illugi hafa heyrt það,
og þar með var yfirheyrslu hans
lokið.
I guðs ásján
Fulltrúi landfógeta lagði nú málið
í dóm. Hann skírskotaði til þess að
Illugi hefði meðgengið að hann hefði
sett upp þetta lönguhöfuð, og þótt
hann hafi fullyrt að hann hafi gert
þetta af „heimsku og narrarfi", þá
hafi hann þó játað, að sér hefði verið
kunnugt um það, að þeir, sem áður
gerðu þetta hefði með „kaga húð-
strýkingu straffaðir verið. Ei að
síður hefur það þó ekki kunnað að
hindra hann frá hans slæma ásetn-
ingi, hvar af svo stór hneykslan á
eftir fylgt hefur.“ Krafðist fulltrúinn
þess að Illugi yrði dæmdur í svo háa
sekt, að það gæti orðið öðrum til
viðvörunar, og auk þess yrði hann
dæmdur til að greiða málskostnað
eftir mati réttarins.
Þá var Illugi spurður að því „hvort
hann gæti hér fyrir réttinum og í
guðs ásján" gert sinn hæsta sálu-
hjálpareið um það að hann hefði „ei
uppsett þetta lönguhöfuð í nokkurri
vondri meiningu, annaðhvort til þess
að gera storm þar með, ellegar að
skaða nokkurn þar með, ellegar
viljað djöfulinn dýrka með orðum
eða öðrum atvikum."
Illugi kvaðst reiðubúinn til þess,
en samt fékk hann nú ekki eiðinn.
Því næst var hann spurður um
spýturnar á lönguhausnum. Kvaðst
hann sjálfur hafa sett þær þar, en
tekið þær á eldhúsgólfinu í Ána-
naustum og þá hefði tveir menn
verið þar við, Guðbrandur Klemens-
son og Jón nokkur Þórðarson ofan
úr Kjós. Ekki kvaðst hann hafa neitt
áspýturnarskrifað, skorið né rispað.
Var svo spurt hvort menn hefði
nokkuð meira fram að leggja í þessu
máli. Verjandinn, Þorgeir Þórðar-
son, „bað þá réttinn auðmjúklega
honum og hans yfirsjón að vægja.“
Var það öll vörn hans, og gat varla
aumlegri verið. En verjandi mun
hafa talið að Illuga mætti ekkert
hjálpa, því að hann væri sannur að
sök. Var svo dómur upp kveðinn. í
forsendum hans segir:
„Að jafnvel þó hér fyrir réttinum
sé ei bevísað, að Illugi Bjarnarson
hafi þetta lönguhöfuð upp sett í því
áformi, að gjöra illt með, þá samt
sýnist líklegt, að hann hafi það gert
í einhverri slæmri meiningu, hvar af
mikið hneyksli og ljótt eftirdæmi
orsakað er, þá einir og aðrir
óráðvandir drengir hafa með álíka
lönguhöfuðs uppsetningu og þar
með fylgjandi illsku háttum og sær-
ingum djöfulinn dýrkað áður til
forna.“
Og svo kemur sjálfur dómurinn:
„Því skal Illugi Bjarnason út-
standa opinbera og skarpa aflausn í
Víkurkirkju á Seltjarnarnesi, í
hvorri sókn hann hefur þetta
hneyksli framið, hvað ske skal - ef
eruverðugs kennimannsins séra
Gísla Sigurðssonar hentugleikar það
leyfa - þann fyrsta sunnudag, sem
hann þar embættar eftir næstkom-
andi hvítasunnuhátíð, ogbiður Illugi
þar þá opinberlega söfnuðinn fyrir-
gefningar á honum gerðu hneyksli.
Því næst skal Illugi betala til fátækra
í Seltjarnarnes sveit hundrað á
landsvísu í góðum og þeim þjenan-
legum aurum, og í máls umkostnað
til eðla herra landfógeta Luxtorphs
hálfan annan ríksdal í krónum, og til
þessa réttar í ómaks og armæðulaun
fyrir þessu máli 50 álnir í gildum
landaurum, og skulu allar þessar
bætur af honum luktar með góðum
greiðskap innan næstkomandi Mika-
elsmessu, ellegar líði hann eftir lög-
um og betali þá þriðjungi meira af
þessum bótum en hér segir, eftir
Norsku laga 2 bók, 5 cap. Art. 15.“
Um Illuga er það að segja, að það
hefur verið af ungæðishætti að hann
setti upp lönguhausinn. Hann er þá
á þeim aldri (21 árs) er menn finna
upp á allskonar hrekkjum. Og tví-
mælalaust hefur hann gert þetta af
hrekk við einhvern, eða til að stríða
einhverjum. Dettur manni þá fyrst í
hug að hann muni hafa ætlað að espa
Þorgerði með þessu, vitað að hún
var hjátrúarfull, eins og fram kom.
Engin minnsta ástæða er til að efast
um að hann hafi sagt það satt, að
hann hafi ekki ætlað að gera neinum
manni mein með þessu hrekkja-
bragði. Aftur á móti hefur hann
máske skammast sín fyrir að viður-
kenna hina réttu ástæðu til þess að
hann gerði þetta. Einnig er óvíst að
það hefði komið honum að nokkru
gagni. Dómendur voru fyrirfram
sannfærðir um að hann hefði unnið
til refsingar með þessu Dómur
þeirra er síðan kveðinn upp af
algeru handahófi, og ekki vitnað í
nein lög nema Norsku lög um að
sektin skuli hækka, sé hún ekki
greidd á réttum gjalddaga. Þetta er
skýlaus geðþóttadómur, en sýnir um
leið, og eins réttarhaldið, að land-
fógeti og dómarar hafa verið haldnir
þeirri hjátrú, að hægt væri að gera
öðrum illt með því að setja löngu-
haus á prik. Og til þess að vera
tryggir þessari hjátrú, neita þeir
Illuga unt að vinna eið að því, að
hann hafi ekkert illt haf í huga
þegar hann reisti upp lönguhausinn.
Þeir voru ákveðnir í því að hann
skyldi sakfelldur. Máske að þeir hafi
einnig óttast almenningsálitið, og
viljað gera því til geðs. En það sýndi
þá aðeins hvað hjátrú hefur verið
megn hér á þeim árum, og að Jón í
Ánanaustum hefur þá verið langt á
undan samtíð sinni.
Illugi átti heima hér í Reykjavík
upp frá þessu og varð gamall maður.
Hann bjó lengi í Arnarhólskoti.
MANUS
Mjaltakerfi
HAGSTÆTT VERÐ
BOÐIf
Til afgreiðslu
strax
Flatahrauni 29,
220 Hafnarfjörður
sími 91-651800