Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. mars 1988 Tíminn 3 Rannsóknir prófessors Halldórs Þormar veirufræðings og sérfræðinga í Atlanta: Meltar fitusýrur gera eyðniveirurnar óvirkar Rannsóknir, sem prófessor Halldór Þormar hefur verið að vinna að í samvinnu við heilbrigðisstofnun í Atianta í Bandaríkj- unum, hafa leitt í Ijós að ýmsar fítusýrur gera allar veirur óvirkar sem hafa um sig ákveðna gerð af fítuhjúp. Veirur þær sem þegar hefur verið unnið með á tilraunastofum eru m.a. eyðniveiran, herpesveiran, mislingaveiran og RS-veiran sem veldur hættuleg- um öndunarsjúkdómum. Þessar fitusýrur fínnast í rjóma, mjólk, lýsi og plöntuolíum svo dæmi séu tekin. Hefur Halldór unnið að rannsóknum þessum hér heima í samvinnu við þá aðila sem hann áður vann með í Atlanta í Bandaríkjunum. Heilbrigðisstofnun þessi ber heitið Center for Disease Control og er það stærsta stofnun sinnar tegundar í Atlanta. Þegar hafa veríð birtar í bandarískum fagrítum niðurstöður úr þessu rannsóknarverkefni. „t>að sem sannað hefur verið er að þessar fitusýrur geta gert þessar veiruagnir óvirkar þannig að þær sýkja ekki lengur eftir að fitusýr- urnar hafa verið meltar,“ sagði Halldór. „Þetta eru aðallega ómettaðar fitusýrur, eins og línol- sýra, olíusýra og annað slíkt. Pá eru þetta einnig fitusýrur scm hafa meðallangar kolefnakeðjur, eins og lárelsýra. En af lengri keðjum eru það hinar ómcttuðu sem eru virkastar. Þó að rannsóknimar hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að fitusýrurnar geri eyðniveiruna óvirka hefur ekkert verið kannað að sögn Halldórs, hvaða áhrif þær kunna að hafa á heilbrigði manna. Til að það gæti orðið þarf að gera tilraunir með meltar eða hálfmeltar fitursýr- ur í dýrum. Rannsóknir hafa ekki náð svo langt ennþá, enda þarf að kanna mjög nákvæmlega hvort sýr- urnar hafa hættulegar hliðarverk- anir. Helsta áhersla hefur verið lögð á að kanna með hvaða hætti best verður hægt að komá hálfmeltum eða meltum fitusýrum af þessum gerðuni í fæðu ungbarna. Hafa rannsóknir einkum beinst að því að kanna hvernig tengja megi melt- ar fitusýrurnar við fæöu eins og mjólkurduft sem fá eða cngin mót- efni hefur í sér til varnar. Með því væri neytandinn betur varinn um- hverfissýkingu. Fitusýrurnar eru ekki látnar óbundnar í fæðuna, en þær verða ekki virkar fyrr en meltingin hefur losað þær úr sam- bandi við þann glúkósa sem þær þurfa að bindast. Vandinn er sá að ekki er aö fullu búið að ganga frá því hvernig bcst er að koma melt- um fitusýrunum þannig með fæð- unni að þær losni strax eða mjög fljótt. Þungi nýjustu rannsóknanna beinist að því aö líkaminn þurfi ekki að bíða eftir mótefni sínu þangað til sýrurnar hafa verið melt- ar í maga. í dæminu unt ungbarnið hefur athygli samstarfsmanna próf- essors Halldórs Þormar beinst að því að gefa barninu möguleika á aö eiga meltar fitusýrurnar strax í munnvatni og efst í mcltingarvegi. Áhersla þessi er byggð á þeirri einföldu skýringu að aigengasta sýking ungbarna er um öndunar- veginn. Það er rétt að taka það mjög skýrt fram að þó svo þessar meltu fitusýrur geri veirurnar óvirkar, geta þær trúlega engin áhrif haft á þær frurnur líkamans, sem hafa þegar sýkst af viðkomandi veirum. Þannig er það nokkuð Ijóst að þessar fitusýrur, sem hafa verið meltar í meitingarfærum eða á annan hátt, hafa ekki bein eða óbein áhrif til lækningar á þeim scm þegar hefur orðið fyrir sýk- ingu. Gildir þetta um eyðni- sjúkiinga jafnt og mislinga- sjúklinga. KB VELAR&ÞJONUSTA HF. - Vélaborg SÍMI: 23266-686655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.