Tíminn - 17.03.1988, Síða 4

Tíminn - 17.03.1988, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 17. mars 1988 Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 12. apríl. Vesturlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólann Borgarnesi, meðal kennslugreina enska og handmennt. Reykjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Kópavogi meðal kennslugreina tónmennt og myndmennt, Seltjarnarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði og myndmennt, Garðabæ, meðal kennslugreina tónmennt og íþróttir, Hafnarfirði, meðal kennslugreina heimilisfræði, raungreinar, erlend mál, íslenska og smíðar, Bessastaða- hreppi, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina íþróttir, myndmennt, handmennt, íslenska, erlend mál og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir, myndmennt, heimilisfræði og sérkennsla, Grindavík, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, raungreinar og saumar, Njarðvík, meðal kennslugreina tónmennt, Sand- gerði, Garði, meðal kennslugreina tónmennt, myndmennt, heimilisfræði og erlend mál, Stóru- Vogaskóla, meðal kennslugreina saumar og íþróttir og Klébergsskóla. Vestfjarðaumdæmi: Staða skólastjóra yið Grunnskólann í Broddanesi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísa- firði, meðal kennslugreina sérkennsla, íþróttir, hand- og myndmennt og heimilisfræði, Bolungar- vík, meðal kennslugreina, náttúrufræði, mynd- og handmennt, Barðastrandarhreppi, Patreksfirði, meðal kennslugreina íþróttir og smíðar, Tálkna- firði, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Þingeyri, Mýrahreppi, Mosvallahreppi, Flateyri, meðal kennslugreina danska, íþróttir og myndmennt, Suðureyri, meðal kennslugreina danska, Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og tónmennt, Drangsnesi, Hólmavík, Broddanesi, Borðeyri, Reykhólaskóla, meðal kennslugreina raungreinar, handmennt, tónmennt, enska, heimilisfræði og íþróttir, Klúku- skóla, Héraðsskólann að Núpi og Héraðsskólann í Reykjanesi. Suðurlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann í V-Landeyja- hreppi. Staða sérkennara við grunnskólana í Suðurlandsumdæmi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vestmannaeyjum, Selfossi, V- Landeyjahreppi, Hvolsvelli, Hellu, Djúpárhreppi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Villingaholtshreppi, Þor- lákshöfn, Kirkjubæjarskóla, Laugalandsskóla, Reykholtsskóla, Biskupstungum og Ljósafoss- skóla. Menntamálaráðuneytið. 'Rm TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Símí 45000 Nú eiga íslendingar aftur að fara að kaupa lopapeysur: Nýja línan í ullarfatnaði Fimm íslenskir fatahönnuðir munu dagana 18.-30. mars kynna ullarfatnað í Rammagerðinni í Kringlunni. Fatahönnuðirnir eru Hulda Kristín Magnúsdóttir og Gunnhildur Ásgeirsdóttir, en þær eru báðar frá Álafossi, Ásta Björns- dóttir og Birna Þórunn Pálsdóttir, báðar frá Árblik og Pórdís Kristleifs- dóttir frá Drífu. Hönnuðirnir eiga það sameigin- legt að fara nýjar leiðir í meðferð ullarinnar og leggja alla áherslu á að íslendingar fari aftur að ganga í eigin peysum. „Ef landsmenn eru hættir að kaupa innlenda framleiðsluvöru, eins og ullarpeysuna, er það ótvíræð vísbending um að endurnýjar sé þörf,“ segir í tilkynningu frá hönn- uðunum. Lopapeysan er löngu orðin heims- þekkt - var með gott orðspor, en ljóst varð fýrir allnokkru, að ef halda átti stöðunni erlendis, þyrfti að endurhanna peysuna, bæði fyrir erlendan markað og innlendan. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, mun opna sýninguna föstu- daginn 18. mars klukkan 16 og tískusýningar verða í tengslum við hana föstudaga 16-17 og laugardaga 14-15. -SÓL Sýnishorn af hinni nýju línu í lopapeysum, sem íslenskir hönnuðir ieggja mikla áherslu á. Gamla lopapeysan á ekki lengur upp á pallborðið hjá tísku meðvituðum fatakaupendum. Hlín Hlöðversdóttir dregur út fimm númer. Sumarleyfi á 10krónur í tilefni af tíunda starfsári Sam- vinnuferða-Landsýnar efnir ferða- skrifstofan til afmælisleiks fyrir far- þega sína svo að á þessu sumri munu 10 fjölskyldur fá sumarleyfisferðir sínar fyrir 10 krónur á mann. Síðastliðinn fimmtudag dró Hlín Hlöðversdóttir út fimm númer úr staðfestum bókunum í fyrri umferð í SL afmælisleiknum. Eftirtalin núm- er reyndust happasæl: 147753, 134953,126969,137553 og 139009.í lukkupottinn duttu fimm manna fjölskylda frá Selfossi á leið í Sælu- húsin í Hollandi, tvær stúlkur úr Reykjavík og hjón úr Kópavogi sem fara til Rimini, tveirstrákar frá Höfn í Hornafirði á leið til Rhodos og þriggja manna fjölskylda frá Húsa- vík sem ætlar til Mallorca. Þann 10. maí verður seinni umferð afmælisleiksins, þá verða aftur dreg- in út fimm númer úr staðfestum bókunum svo fleiri farþegar Sam- vinnuferða-Landsýnar munu detta í 10 krónu lukkupottinn. Evrovision: LEIÐRETTUR TEXTI Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, einn af textahöfundum í undan- keppni Evrovision söngvakeppninn- ar hafði samband við Tímann vegna textabirtinga okkar. Aðalsteinn sagði textann mjög afbakaðan í meðförum blaðsins. Um er að ræða textann við lagið Mánaskin. Tírninn vill hinsvegar benda á að textarnir voru prentaðir orðrétt upp eftir bréfi frá Ríkissjónvarpinu. Við viljum eftir sem áður biðja Aðalstein vel- virðingar á þessum mistökum sjón- varps og Tímans. Við birtum hér textann óbrenglaðan, eins og höf- undur sendi hann frá sér. Mánaskin Eitthvad undarlegt, sem enginngeturskilið, hefurgerst. Við kynntumst eina kalda vetrar- nótt, þegar kynleg birta var. Mánaprins að mínu húsi bar. Bros þitt var svo blítt. Þú baðst mig um að dvelja litla stund og geislaðir af gleði yfir því að ég gæti orðið þinn. Vonir þínar fæddu vetrardrauminn Við trúum öll á ást við fyrstu sýn, þetta óskrifaða náttúrunnar blað. Þó líði ár og öld fara örlögin með völd og ráða sínum ráðum á réttri stund og stað. Það ótrúlega gerist enn í dag. Sérhvert andartak er tilviljunum háð. Ævintýri eitt getur öllum hlutum breytt. Yfir eyðisand ferógnvekjandi stormurinn um nótt. Hann veldurusla, villirmörgumsýn og veður yfir allt. Mánaskinið hylur myrkrið svart og kalt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.