Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. mars 1988 Tíminn 5 ÁRÓDURSSTRÍD Á FULLRIFERD Nýr angi af kjaradeilu kennara og ríkisins kom upp á yfirborðið í gær með miklu áróðursstríði samn- ingsaðila. Ráðuneytismenn, með Jón Baldvin í broddi fylkingar, léku eitruðu peði fram um tvo reiti með blaðamannafundi kl. 16 í gær, þar sem annarsvegar voru kynntar kröfur kennara, frá sjónarhóli ríkisins, auk upplýsinga ráðuneytis um laun ýmissa hópa ríkisstarfs- manna. Forsvarsmenn Kennarasam- bands íslands svöruðu þessum leik Jóns Baldvins með blaðamanna- fundi klukkustund síðar, þar sem staða mála var kynnt frá sjónarhóli kennara. Óhætt er að segja að upplýsingar á þessum fundum hafi stangast all verulega á. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði á blaða- mannafundi, hinum fyrri, að kröf- ur kennara innan JJins íslenska kennarafélags væru metnar upp á 65% hækkun launa. Kröfur Kenn- arasambands íslands væru hinsveg- ar „nokkru hófsamari", eins og ráðherra orðaði það. Kröfur HÍK væru þannig um 51% umfram það sem ríkið hefði boðið kennurum nú. Jón Baldvin sagði að tilboð ríkis nú væri í samræmi við kjara- samning VMSÍ og VSÍ auk þess sem tillit væri tekið til ábendinga starfskjaranefndar. Aðspurður um hvort ekki væri óeðlilegt að ætla að kennarar sam- þykktu samning svipaðan þeim sem verkafólk hefði að undanförnu kolfellt, sagðist Jón Baldvin enn binda vonir við að kennarar stilltu sínum kröfum í hóf, enda hefði reynslan sýnt að hófsamir kjara- samningar tryggðu fólki betri laun, þegar til lengri tíma væri litið. Á fundinum var lagt fram yfirlit um áætluð heildarlaun ýmissa starfshópa í ríkisgeiranum í des- ember sl. Þessar tölur eru fundnar út með því að leggja ofan á strípaða kauptaxta í desember sl. meðaltal aukagreiðslna fyrir hvern mánuð ársins 1986, þ.m.t. yfirvinnu- greiðslur. Fram kemur að heildar- laun framhaldsskólakennara innan HÍK í desember sl. hafi verið 98.703 kr., en grunnskólakennarar í HÍK hafi fengið 77.807 kr. í laun þann mánuð. Laun framhalds- skólakennara í Kennarasambandi Islands, samkvæmt þessum plöggum, voru í desember sl. krón- ur 91.815 kr., en laun grunnskóla- kennara 74.820 krónur. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, mót- mælti þessum launatölum Jóns Baldvins harðlega á blaðamanna- fundi hinum seinni í gær. „Inn í þessum tölum eru t.d. laun stjórn- enda skólans, sem að sjálfsögðu eru hærri en hjá hinum almenna kennara. Þarna eru líka talin laun ýmissa hópa kennara, sem raðast hærra í Iaunaflokka en almennir kennarar gera. Þegar reiknuð eru meðaltalsdagvinnulaun almennra grunnskólakennara og leiðbein- enda, kemur í ljós að í desember 1987 eru meðaltalsdagvinnulaun grunnskólakennara 55.000 krónur, en það er um 6% lægra en fram kemur í upplýsingum fjármála- ráðuneytisins. Ef gengið er út frá sömu forsendum og ráðuneytið gerir, eru heildarlaun, þ.m.t. yfir- vinna, um 69 þúsund krónur, eða 8% lægri laun en ráðuneytið segir kennara fá.“ Verkfallshljóð í Frá fundi kennara í Broadway (Tíinamvnd Gunnar) Jón Baldvin Hannibalsson og Indriði H. Þorláksson á blaðamannafundi í gær. Tímamynd Gunnar. Svanhildur lét þess getið að kennarar gætu ekki gengið að því tilboði, sem ríkið hefði komið fram með í yfirstandandi samn- ingaviðræðum, því að það þýddi í raun kjararýrnun fyrir kennara- stéttina. Hún lagði þó áherslu á að þrátt fyrir að mikið bæri á milli, teldu kennarar að leggja bæri mikla áherslu á að halda áfram viðræð- um, því það væri deginum ljósara að samningar þyrftu einhverntím- ann að nást. í gær hófst atkvæðagreiðsla félagsmanna í Kennarafélagi ís- lands um heimild til verkfallsboð- unar. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. Verði heimildin samþykkt, má búast við að verkfall verði boðað 25. marsogverkfallkennara hæfist þá 11. apríl nk., ef ekki nást samningar fyrir þann tíma. óþh kennurum Kennarar í Kennarasambandi fslands og Hinu íslenska kennara- félagi, héldu mjög fjölmennan bar- áttufund í Broadway í fyrradag. Þar var staðan í kjaramálum kennara rædd, en í gær og í dag fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla hjá KÍ (mest grunnskólakennarar) um það hvort veita eigi stjórn félagsins verkfallsheimild. Á morgun og mánudag fer fram sams konar atkvæðagreiðsla hjá HÍK (mest framhaldskólakennarar). Baráttu- andi var á kennarafundinum í Broadway og af málflutningi manna þar er ljóst að stjóriíum félaganna verði veitt yerkfallshei- mild. Skólastarf í grunnskólum og framhaldsskólum landsins gæti því lamast um miðjan apríl, þ.e. fljót- lega eftir að páskafríum lýkur, vegna kennaraverkfalls. Á Bro- adwayfundinum kom það mjög ákveðið fram að kennarar vísa allri ábyrgð á afleiðingum verkfalls á hendur ríkisvaldinu. Benda kenn- arar á niðurstöðu starfskjaranefnd- ar menntamálaráðuneytisins, kennarafélaganna og fjármálaráð- uneytisins þar sem kemur fram að betri laun kennara myndu efla skólastarf í landinu. í ályktun Broadwayfundarins segir m.a.: „Nú hafa samningavið- ræður staðið yfir frá því í desember og ekkert miðar í samkomulagsátt. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um kjara- bætur til kennara og bætt skóla- starf, liggur nú fyrir tilboð sem gengur í þveröfuga átt... . Fundur- inn átelur stjórnvöld harðlega fyrir að etja kennurum enn einu sinni út í verkfallsaðgerðir sem koma til með að bitna á þeim sem síst skyldi." - BG Kennarar missa samúð nemenda Yfirvofandi verkfall framhalds- skólakennara getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá nemendur sem ætla sér að útskrifast nú í vor. Á undanförnum fjórum árum hefur HÍK farið tvisvar sinnum í verkfall og yrði verkfallið nú því það þriðja sem þessir nemendur lentu í. Þeir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hafa hugsað sér að útskrifast í vor og lent í tveim fyrrnefndum verkföllum, hafa sent áskorun til samtaka kennara annars vegar og Fjármálaráðuneytisins hins vegar. fáskoruninni benda nemend- urnir á hversu bagalegt það sé fyrir þá ef til þriðja verkfallsins kæmi og skora því á deiluaðila að komast að samkomulagi þannig að ekki þurfi að koma til verkfalls. Elísa Henný Amardóttir nemandi á 4. ári í M.S. (Tímamynd Gunnar) Nemendur á 4. ári í Mennta- skólanum við Sund sem Tíminn hafði tal af í gærdag voru sammála um að verkfall, ef til þess kæmi, hefði mjög slæm áhrif. „Það væri slæmt ef til verkfalls kæmi og það yrði í einhvern tíma, þannig að við gætum ekki tekið prófin," sagði Elísa Henný Arnar- dóttir nemandi á fjórða ári í Mennta- skólanum við Sund, „eða þá að próftíminn yrði styttur og prófunum þjappað saman. í hinum tveim verkföllunum höf- um við misst mikið af kennslu en það kemur ekki svo mikið niður á fjórðu- bekkingum núna vegna þess að við förum í upplestrarfrí á þessum tíma.“ Svipað var uppi á teningnum hjá þeim Sigurði B. Halldórssyni, Eiríki Sigurður B. Halldórsson, Eiríkur Guðmundsson og Guðjón Karlsson. (Tímamynd Gunnar) Guðmundssyni og Guðjóni Karls- syni. Þeir sögðu meðal annars að verkfallið gæti haft slæm áhrif ef til þess kæmi, vegna þess að þeir hefðu hugsað sér að útskrifast í vor. „Það versta er óvissan í kring um lærdóm- inn, vitandi það að þetta fari kannski alit út um þúfur,“ sagði Sigurður. „Þetta er það seint á skólaárinu, að það hefur óneitanlega áhrif á próf- lesturinn,“ bætti Guðjón við. Einnig kom það fram hjá þeim að svo virtist sem kennarar í M.S. væru ekki áfjáðir í að fara í verkfall, enda væru kennarar í framhaldsskólum búnir að missa alla samúð meðal nemenda vegna þess að þeir virðast nota útskriftarhópinn sem verkfallsvopn. „Annars held ég að það verði ekkert verkfall hjá þeim,“ sagði Eiríkur að lokum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.