Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. mars 1988 Tíminn 15 BÓKMENNTIR höfundur greinir á einum stað all- rækilega frá tannskemmdum nokk- urra nafngreindra Skálholtsbiskupa, sem síst er til að lasta. Hér hefur með öðrum orðum verið þannig að verki staðið að ritdómari getur í rauninni fátt eitt fundið til þess að setja út á eða gagnrýna. Verkið er vel unnið, að sjálfsögðu innan marka þess efnis sem það fjallar um, og ekki er að sjá að neitt hafi verið til sparað af hendi útgefanda til að gera það í alla staði sem myndarlegast úr garði, jafnt að því er varðar frágang allan og myndaval. Ef setja á út á eitthvað mætti þó nefna að ekki hefði farið illa á að tengja gömlu kirkjurústirnar í Skál- holti eilítið betur við núttmann en þarna er gert. Þetta hefði til dæmis mátt gera með hlutum eins og upp- dráttum eða teikningum inn á loft- myndir, sem sýndu liklegar útlínur gömlu kirknanna og afstöðu þeirra til nýju kirkjunnar og annarra bygg- inga sem nú eru þar á staðnum. Slíkt hefði gert lesendum auðveldara en ella að gera sér grein fyrir aðstæðum öllum og hleypa ímyndunaraflinu af stað til þess að átta sig á stærð gömlu kirknanna samanborið við þá sem núna er risin í Skálholti. Líka má nefna hitt að skýrsla norska fornleifafræðingsins um kirkjugrunnana sker sig dálítið frá öðru efni bókarinnar að því leyti að hún er tæplega eins læsileg og skýr í framsetningu og hinar. Sérstaða þeirrar greinar er að þar er á ferðinni hrein vísindaleg greinargerð, og á Jón Steffensen prófessor. köflum verður lesandi.að hafa sig allan við til að hatda þar áttum. En þetta síðast nefnda atriði verð- ur svo raunar til þess eins að undir- strika það enn frekar en ella hvílíkur afburðarithöfundur Kristján Eldjárn hefur í rauninni verið. Það fer síður en svo alltaf saman að rhenn séu glöggir vísindamenn og eigi jafn- framt létt með að koma niðurstöðum sínum þannig frá sér í riti að allur almenningur geti lesið það efni sér til gagns. Ritgerðir Kristjáns Eld- járns hér sýna það enn eina ferðina hve einstaklega vel honum hefur látið að sameina þetta tvennt. Að því er að gæta að hann er í þessari bók að skrifa um hávísindalegt efni og innan þröngra marka fornleifa- fræðinnar. En eigi að síður er fram- lag hans til bókarinnar allt með því marki brennt að engum sæmilega greindum lesanda á að þurfa að vera það hin minnsta ofætlun að lesa það efni hindrunarlaust og sér til fulls gagns. Þar fer í rauninni saman fræðileg nákvæmni og listræn fram- setning af bestu gerð. Nú má vissulega segja að þessir hæfileikar Kristjáns Eldjárns hafi ekki verið ókunnir þeim mikla fjölda fólks sem lesið hefur önnur rit hans um einstök svið íslenskrar fornleifa- fræði frá fyrri árum. Hann skrifaði margar bækur fyrir almenning um þau efni, og allar einkenndust þær af þessum sama skýrleika og alþýðleika í framsetningu á strangvísindalegum efnum. En það eru eigi að síður, að því er ég best fæ séð, þessir rithöf- undarhæfileikar Kristjáns Eldjárns sem lengst draga í því að gera bókina um rannsóknirnar í Skálholti að því áhugaverða og læsilcga verki sem hún er. Persónulegt framlag hans til hennar veldur því að hún er miklu meira heldur cn ein saman þurr og fræðileg skýrsla um forn- leifarannsóknir. Þvert á móti leiðir bókin lesandann beint inn í löngu gengna tíð, gefur honum kost á að litast þar um og kemur honum í beina snertingu við þær kynslóðir sem einu sinni lifðu í landi okkar. Af þeim ástæðum er þessi nýja Skál- holtsbók ekki aðeins staðgott fræði- rit, heldur bókmenntaverk líka, og það ekki af lakara taginu. -esig llllllllllllllllllll MINNING llllllllillllllllllllllllilllllllilll 'i:'::::' Þórður Loftsson frá Bakka Fæddur 31. maí 1906 Dáinn 10. mars 1988 Ekki kom mér það beint á óvart, er ég heyrði í útvarpinu að Þórður vinur minn frá Bakka í Austur- Landeyjum væri allur. Ég kom til hans í fyrravetur í íbúð hans í Hátúni 10. Var þá mjög af honum dregið. Hniginn er í valinn aldraður maður, þrotinn að heilsu og kröftum. Er þá ekki hvíldin kær- komin? Þórður fæddist að Bakka í Austur- Landeyjum hinn 31. maí árið 1906. Ný öld var nýlega hafin, vorhugur var í þjóðinni. Var sem þjóðin væri að vakna af aldalöngum svefni. Foreldrar Þórðar bjuggu lengi að Bakka, en þau voru Loftur Þórðar- son og Kristín Sigurðardóttir. Ijós- móðir um langa hríð í sveit sinni. Þórður ólst upp í stórum systkina- hópi. Hann fór að vinna ungur heima við búskapinn og var foreldr- um sínum stoð og stytta allt til þess tíma að hann fluttist að Hellu ásamt þeim. Þar dvöldu gömlu hjónin hjá Þórði og Birni, sonum sínum, til dauðadags. Lofturlést22. nóvember 1954, en Kristín dó 7. maí 1957. Hann varð 87 ára, en hún tæplega 83 ára. Skelfing er mannsævin í raun og vcru stutt og starfsárin fá. Þórður leitaði sér menntunar í æsku. Gekk hann í Flensborgarskól- ann og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1924, 18 ára. Minntist hann oft á skólaveruna við mig, er við störf- uðum saman um skeið. Hann minnt- ist kennaranna ekki síst síra Þorvald- ar Jakobssonar, Bjarna Bjarnason- ar, síðar skólastjóra á Laugarvatni og Sigurðar Guðjónssonar, er oft var nefndur Siggi lærer, en hann kenndi dönsku. Einn af bekkjar- bræðrum Þórðar í Flensborg var Sigurður Ágústsson í Birtingarholti, með þeim yngstu ef ekki yngstur í þeim hópi. Ekki átti það fyrir Þórði að liggja að ganga langskólaveginn, enda vafalítið illfært þá fyrir bóndason. Hann fór heim og vann á búinu. Eins og kunnugt er hafa margir stundað kennslu bama, þótt ekki hafi þeir aflað sér sérmenntunar til þess starfs, og margir reynst vel á þeim vettvangi. Sá sem kenndi mér lengst í barnaskóla var gagnfræðing- ur frá Akureyri, Sigurjón Jóhanns- son. Ekki var hann talinn neitt slakur kennari, þótt prófskírteinið frá Kennaraskólanum vantaði. Þórður tók að stunda barna- kennslu í heimasveit sinni, er hann var um fertugt. Stundaði hann það starf í tvo vetur. Síðar gerðist hann kennari við Barnaskólann á Hellu, sem þá var nýstofnaður. Var hann þar skólastjóri þar til réttindamaður í greininni birtist. Þá var Þórði mínum vikið til hliðar. Svo var það haustið 1964, að ég leitaði til Þórðar að gerast almennur kennari við Barnaskólann í Þykkvabæ, sem ég hafði þá forsjá fyrir. Hann varð vel við bón minni, held jafnvel að hon- um hafi þótt vænt um traust það er ég bar til hans; að gerast kennari við skóla í nágrenni við heimili sitt. Kennarastarfið er vandasamt og oft vanþakkað, en býður upp á fjöl- breytni. Engir tveir dagar í kennslu eru alveg eins. Þórður var orðinn roskinn, þegar þetta var, en hafði talsvert vinnuþrek, og meira en búast mátti við. Hann hafði nefni- lega tekið lungnaberkla og verið höggvinn, til að hægt væri að komast að meinsemdinni og að fjarlægja hana. Verkið vann hinn þjóðkunni skurðlæknir Guðmundur Karl Pét- ursson. Síðan mátti Þórður heita vinnufær, þar til fáum árum fyrir dauða sinn. Hvað má segja um kennslu Þórðar? Hann var samviskusamur. Fór sínar eigin leiðir. Lagði áherslu á það í reikningskennslunni að pota hverjum og einum áfram eftir getu. Töfluna notaði h;inn í hófi. Sögur sagði hann krökkununi oft, enda var hann vel lesinn. Mesta yndi hans var bóklestur. Ég held nú að kennsl- an hafi aldrei verið honum neitt kjörfag, en þar var hann trúr, líkt og við önnur störf sem hann lagði hönd að. Þórður stundaði smíðar lengi hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Hann var hagur í höndunt. Faðir hans var smiður góður og átti margt verkfæra til þeirrar iðju. Smíðar kenndi Þórð- ur í skólanum í Þykkvabæ, en þar kenndi hann með mér í tvö skólaár. Hjá okkur hjónum var hann í fæði og húsnæði. Þægilegur maður var Þórður í viðræðu. Þekkti fjölda fólks og var minnugur. Orðaforði hans var nokkuð sérstæður. Lýsing- arorðið drengilegur var í munni hans sterkt. Hann var sjálfur dreng- ur góður, heiðarlegur, alveg fram í fingurgóma. Slíkra manna er gott að minnast. Heyrst hcfur, að þeim fari fækkandi. Er illt, af satt reynist. Þórður var einhleypur maður fram að fimmtugu. Þá kynntist hann konu frá Patreksfirði, Matthildi Jóhannes- dóttur að nafni. Reyndist hún hon- um mjög hlý og dugleg eiginkona. Eigi varð þeim barna auðið. Matt- hildur var myndarleg í sjón og alúðleg í framkomu. Frá Hellu flutt- ust þau til Reykjavíkur og eignuðust notalega íbúð í Hlíðunum. Þarkom- um við hjónin til þeirra. Þar dundaði Þórður við smíðar í litlu herbergi undir risi og hafði yndi af. Síðast bjuggu þau Þórður og Matthildur í Hátúni 10. Er útsýni þaðan stórfeng- legt. Er þau bjuggu þarna, andaðist Matthildur. Eftir það bjó Þórður einn í íbúðinni, sem í raun var þá orðin of stór. Fá ár urðu á milli þeirra. Þórður verður lagður til hinstu hvíldar við hlið Matthildar í Gufuneskirkjugarði. Hvíli hann í friði, blessaður karlinn. Minningin lifir. Þessum fátæklegu kveðjuorð- um fylgir einlæg samúðarkveðja frá okkur hjónum, til ættingja hans. Auðunn Braei Sveinssnn. Rabbfundir LFK í kjördæmum Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör- dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem hér segir. VESTFIRÐIR: (safjörður, föstudag- inn 18.3. kl. 20.30. Önundarfjörður, laug- ardaginn 19.3. kl. 13.00. Bolungarvik, laugar- daginn 19.3. kl. 16.00. Biskupstungum.mið- vikudaginn 23.03. kl. Unnur Magdalena Allar velkomnar. Borgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20.30. Síðasta kvöldið I 3ja kvölda keppni. Góð verðlaun. Mætum vet og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Fundur með öldruðum og heilbrigðisráðherra 19. mars n.k. á Hótel Lind. ^ Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra flytur ávarp. Baldvin Halldórsson upplestur Baldvin Fólki gefst kostur á að bera fram ALLIR VELKOMNIR. spurningar. Guðmundur Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík Húnvetningar Guðni Valgarður Almennur fundur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Blönduósi fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30. Frummælendur verða Guðni Ágústsson alþingismaður og Valgarður Hilmarsson oddviti. Allt áhugafólk um framtið landsbyggðarinnar hvatt til að koma. Framsóknarfélag Austur-Húnvetninga Inga Þyrí 91-641714 Arndís 99-6396 Dagbjört 93-86665 Norrænt kvennaþing Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs. LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF í DREIFBÝLI: Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið í Osló þeðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma 91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum. LFK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.