Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. mars 1988 Tíminn 11 llllllllllllllllllllll íþróttir IIIIIIIIIIIIIIM^^....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... Bikarkeppnin í handknattleik: Evrópukeppnin i knattspyrnu: FH UR LEIK! FH-ingar, efsta lið 1. deiidar, eru úr leik í bikarkeppni HSl eftir að þeir töpuðu fyrir Breiðablik í gærkvöldi. Blikarnir eru komnir í undanúrslit ásamt Valsmönnum og KR-ingum en Fram og Víkingur leika um síðasta undanúrslitasætið annaðkvöld. UBK-FH 28-21 (10-8) „Við áttum mjög góðan leik og markvarslan var á heimsmælikvarða en það var liðsheildin sem vann leikinn," sagði Geir Hallsteinsson þjálfari Breiðabliks eftir að Kópa- vogsliðið lagði Hafnfirðingana að velli í átta liðaúrslitum íbikarkeppni HSÍ í gærkvöldi. „í>eir sýndu það strákarnir að þetta geta þeir ef þeir leggja sig allir fram.“ Það voru fyrstu mínúturnar sem réðu úrslitum í þessum leik. Svo virtist sem FH-ingar væru ekki við- búnir mikilli baráttugleði Blikanna og þegar staðan var orðin 4-0 má segja að úrslitin hafi þegar verið ráðin. FH-ingarnir náðu sér aldrei fyllilega á strik eftir það, byrjunin var greinilega eins og köld vatnsgusa í andlit þeirra og þótt þeir næðu að komast yfir einu sinni í leiknum var sú viðleitni kæfð strax í fæðingu og Blikarnir tóku lífinu létt síðasta stundarfjórðunginn eftir að Hafn- firðingarnir brotnuðu endanlega niður. Magnús varnarmaður Magn- ússon gerði m.a. smá sprell í hrað- aupphlaupi, snéri sér í heilhring í loftinu áður en hann skaut og mis- tókst alveg, en kveðjan til Þorgils Óttars skildist, Þorgils Óttar skoraði svona mark gegn Blikum á sunnu- daginn var. Líklegt er einmitt að sá leikur hafi haft töluverð áhrif á þennan, FH-ingar þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum þá. Um leikinn er svosem fátt meira að segja, þetta var einn af þessum ekta bikarleikjum, gífurleg barátta og mikið um mistök. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í markinu og Jón Þórir Jónsson lék mjög vel í horninu. Blikarnir eru eftir sigurinn komnir í undanúrslit. „Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðabliksliðið hefur náð svona langt, að komast í 4 liða úrslit og við ætlum að halda þessari baráttu áfram,“ sagði Geir eftir leikinn. „En þetta hefur sjálfsagt góð áhrif á FH, fyrir vikið þá vinna þeir titilinn." Helstu tölur: 4-0, 5-1, 6-4, 7-7, 8-8, 10-8 — 10-9, 14-12, 14-15, 19-15, 19-16, 22-16, 25-18, 27-20, 27-21. Mörkin, UBK: Jón Þórir Jónsson 9, Hans Guðmundsson 4, Bjöm Jónsson 4, Aðalsteinn Jónsson 2, Kristján Halldórsson 2, Svafar Magnússon 2, Andrés Davíðsson 2, Ólafur Bjömsson 1, Þórður Davíðsson 1, Guðmundur Hrafnkelsson 1. FH: Guðjón Amason 9(1), Óskar Armannsson 4, Pétur Petersen 4, Þorgils óttar Mathiesen 3, Héðinn Gilsson 1. Dómarar: Stefán Amaldsson og Ólafur Haraldsson. Þeir höfðu góð tök á leiknum. Fylkir-Valur 12-33 (7-18) Þetta var leikur kattarins að mús- inni og nær allan síðari hálfleik sáu varamenn Valsliðsins um leikinn. Jakob Sigurðsson var markahæstur Valsmanna með 8 mörk, Júlíus Jón- asson gerði 6 og Þórður Sigurðsson einnig. Hjá Fylki var Einar Einars- son markahæstur með 4 mörk. ÍBV-KR 23-19 Leikurinn var jafn framanaf en KR-ingar sigu framúr er á leið. Eyjamenn komust reyndar í 7-3 í upphafi en lengst af var munurinn tvö mörk á annan hvorn veginn og mikil barátta. Stefán Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir KR en Elías Bjarnhéðinsson var markahæstur Eyjamanna með 6 mörk. - HÁ Atta liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða Real Madrid-Bayern Munchen..............2-0 (4-3) PSV Eindhoven-Bordeaux .................0-0 (1-1) Glasgow Rangers-Steaua Bukarest........ 2-1 (2-3 Anderlecht-Benfica 1-0 (1-2) Evrópukeppni bikarhafa Dynamo Minsk-Mechelen ..................1-1 (1-2) Sporting Lissabon-Atalanta .............1-1 (1-3) Ajax-Young Boys Bern....................1-0 (2-0) Marseille-Rovaniemi ....................3-0 (4-0) Evrópukeppni félagsliða FC Barcelona-Bayer Leverkusen...........0-1 (0-1) Werder Bremen-Verona ...................1-1 (2-1) Club Brugge-Panathinaikos ..............1-0 (3-2) Vitkovice-Espanol .................... 0-0 (0-2) Þetta eru síðari leikir liðanna í 8 liða úrslitum. Úrslit í sviga tákna samanlögð úrslit. Feitletruðu liðin halda áfram keppni. Evrópukeppnin: Arnór skoraði Þórður Davíðsson er grimmur á svip þar sem hann svífur inn í teiginn framhjá Þorgils Óttari Mathiesen. Tímamynd Pjetur. Arnór Guðjohnsen skoraði eina mark Anderlecht í leik liðsins gegn Benfica frá Portúgal í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu í gær- kvöldi. Arnór skoraði með föstu hægrifótarskoti rétt utan vítateigs á 64. mínútu en fyrr í leiknum skautt hann rétt framhjá af stuttu færi. Þrátt fyrir 1-0 sigur er Anderlecht úr leik, 1-2 samanlagt. - HÁ/Reuter. Úrvalsdeildin: Blikatap Einn leikur var í gærkvöldi í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Breiðablik fékk Keflvíkinga í heim- sókn í Digranesið og lauk þeirri viðureign með sigri gestanna, með 68 stigum gegn 57. Heimamenn voru yfir, 30-25 í leikhléi og það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem sundur dró með liðunum. - HÁ 1X2 LEIKVIKA 29 C C > *3 c OJ C\J C cc c E n > ■o •o O) . «0 > •Q 'cn >. »o s 05, Leikir19.mars1988 h- o la Q cr co <55 55 1. Arsenal-Newcastle 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2. Covenlry-Derby 1 1 1 1 1 1 1 X 1 3. Nott'm Forest-Man. United 1 X 2 1 1 1 1 2 X 4. Oxford-Chelsea X 2 2 X X 2 1 1 X 5. Q.P.R.-Nonvich X X 1 1 1 1 1 1 1 6. Sheff.Wed.-Portsmouth 1 2 1 1 1 1 1 1 2 7. Southampton-Charlton 1 2 1 1 1 1 1 1 2 8. WestHam-Watford X X 1 2 1 X 1 X 1 9. Wimbledon-Tottenham 2 1 X 1 2 2 X 2 1 10. Crystal Palace - Bradford 1 2 1 2 X 1 1 1 X 11. Man.City-Swindon 1 1 1 1 ' 1 1 1 1 2 12. Shrewsbury-Middlesbro 2 1 2 1 2 1 2 2 X Staðan: 136 140 161 141 142 143 155 143 144 Valdimar hafður fyrir rangri sök „... Valdimar gerði sig þó sekan um Ijótan grikk. hann virðist hafa tileinkað sér .júgóslavneska bragðið“ svokallaða, að grípa um ökla sóknarmannsins um leið og hann stekkur inn úr hominu. Blaðamaður Tímans sá hann gera þetta a.m.k. tvisvar... “ Þetta cr hluti af grein um leik VaLs og Víkings í 1. deildinni í handknattleik sem birtist í Tíman- um á þriðjudaginn var. Eftir að hafa grandskoðað umrædd atvik á myndbandsupptöku verður ekki annað séð en að blaðamanni Tím- ans hafi missýnst. Það er því bæði Ijúft og skylt að biðja Valdimar Grímsson afsökunar á þessum um- mælum. - HÁ Blak - Bikarkeppnin/lslandsmótið Auðveldur sigur hjá Þrótturum Þróttarar áttu ekki í miklum vand- ræðum með KA-menn þegar liðin mættust í Hagaskólanum ■ gær- kvöldi. Þróttarar eru eftir þennan sigur komnir í úrslit bikarkeppninn- ar í blaki og keppa þar við Stúdenta. KA-menn byrjuðu leikinn ekki gæfulega, einn leikmanna þcirra fékk knöttinn í ennið ■ fingurslagi strax ■ fyrstu sókn. Segja má að þetta hafi veríð nokkuð einkennandi fyrir leik KA í gærkvöldi, þeir voru ekki sjálfum sér líkir þótt heldur færðist lif í liðið er á leið. Þréttur vann fyrstu hrínuna mjög létt, 15-4 eftir að vera yfir 3-0 og 10-1. í þeirri næstu byrjuðu KA-menn betur en Þróttarar höfðu sigur að lokum, 15-9. Þriðju hrínu unnu KA-menn 12-15 eftir mikla baráttu en Þróttar- ar gerðu snarlega út um leikinn í íjórðu hrínu. Þeir byrjuðu 9-0, KA minnkaði muninn í 9-8 en fleirí stig fengu þeir ekki. Víkingur sigraði Breiðablik 3-1 (15-9, 6-15, 15-12 og 15-12) og er eftir þann sigur í efsta sæti kvenna- deildarinnar. - HÁ Ekki tókst Blikastúlkum að ná til knattaríns hér þrátt fyrir góða tilburði og Víkingar unnu leikinn 3-1. Timamvnii pjeiur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.