Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.03.1988, Blaðsíða 20
 ir qg yfirdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta STRUMPARNIR 086300 Tíminn Tíminn Enginn gámafiskur til Þýskalands: Verðfall gæti leitttil samningsbrots við EB Utanríkisráðuneytið ákvað í gær að banna allan gámaútflutn- ing á kældum eða frystum fiski til V-Þýskalands, til að koma í veg fyrir hugsanlegt verðfall, líkt og var uppi á teningnum í fyrra. Ákvörðunin var tekin, þar sem allar líkur benda til að offramboð verði á ferskum fiski í Þýskalandi á næstu vikum og verðið falli niður fyrir gildandi viðmiðunar- verð bandalagsins. Með því myndu íslendingar rjúfa samning við bandalagið og missa tolla- ívilnanir, en fiskurinn er nú toll- lagður um 2% í stað leyfilegra 15%. Bundnir bókun við bandalagið „Það var haldinn fundur með ýmsum hagsmunaaðilum og aðil- um úr sjávarútvegsráðuneytinu, út af ótta við að alltof mikið framboð, sérstaklega á Þýska- landsmarkaði. Við erum bundnir samkvæmt okkar bókun við Efnahagsbandalagið að selja ekki fisk undir ákveðnu lágmarksverði og þeir sem best þekkja töldu alveg ljóst að verð myndi falla undir þetta lágmarksverð. Það hefur gert það fyrr, og sumir segja að það sé farið í kringum það á ýmsan máta, auk þess sýnist okkur að engum sé í raun greiði gerður með því að fara með fiskinn út og selja hann á svo lágu verði,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin til að standa við samkomulagið við Efnahags- bandalagið og jafnframt að koma í veg fyrir verðfall. Tengsl við saitfisktoll „Það er nú kannski ekki beint hægt að segja að þessi ákvörðun tengist ákvörðun þeirra að setja 20% toll á saltfiskinn. Ýmsir halda því samt fram að það sé stefna hjá bandalaginu að knýja inn sem mest af óunninni vöru og þess vegna tolli þeir unna vöru, en það má þá benda á að þeir hafa sjálfir sett lágmarksverð á það sem kemur inn. Þeir virðast i því ekki vilja fá inn ferskan fisk langt undir eðlilegu markaðs- verði,“ sagði Steingrímur. Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, sagði í samtali við Tím- ann í gær, að ákvörðunin hefði verið nauðsynleg, enda ættu ís- lendingar mikið undir samningn- um og því styddi LÍÚ þessa ákvörðun. Hann benti á að vikan eftir páska í fyrra hefði verið afleit og verðhrun átt sér stað. Blikurá Bretlandsmarkaði „ Við stöndum frammi fyrir því að fimm skip fara til Þýskalands í næstu viku, fjögur í þeirri þar næstu og það fara gámar frá iandinu núna, sem koma sem hrein viðbót á þetta. Síðan verður stopp. Þessi ákvörðun hefurverið rædd við hagsmunaaðila og um það var enginn ágreiningur. Þetta er ekki langur tími, rétt um þrjár vikur og síðan munu menn sjá til,“ sagði Kristján. Hann sagði að ástandið væri óvenjugott á Bretlandi um þessar mundir, t.d. hefði verðið verið ótrúlega gott í janúar og febrúar þrátt fyrir mikið framboð. Hann sagði hins vegar blikur á lofti þar, vegna góðra aflabragða í Norður- sjó, sjálfskapaðra atburða hér heima sem komi fram í auknum gámaútflutningi. „Það er mjög vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að selja þorsk fyrir 53 - 54 krónur. Það er alltof lágt verð miðað við það sem við gætum fengið," sagði Kristján. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, sagði að þessi ákvörðun gæti farið í báðar áttir fyrir hans menn. Réttfyrirkauptryggingu .| „En miðað við þetta afbrigði- lega ástand sem nú er fyrir hendi hér á landi, varðandi vinnslu og þennan eðlilega útflutning á gámum, þá er ég þeirrar skoðun- ar að eitthvað hefði þurft að gera. Hvort að það sé rétt að skrúfa algerlega fy rir þetta, er hins vegar mál sem ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig,“ sagði Óskar. Hann sagði að út af fyrir sig væri mikil áhætta fyrir hans fólk að standa að flutningi á verðmæti sínu til erlendra markaða og sjá ekki nema lágmarksverð koma út úr því, sem gæfi því lítið í aðra hönd, nema kauptryggingu. Ósk- ar sagði einnig að þeir hefðu lengi óskað eftir einhvers konar stýr- i ingu á gámaútflutningi, og út- vegsmenn hefðu verið sammála . því. -SÓL Sameinuð kaupfélög Sunnlendinga: A viðræðustigi Viðræður um sameiningu kaup- félaganna í Árnessýslu, Rangár- vallasýslu, V-Skaftafellssýslu og í Vestmannaeyjum eru skammt á veg komnar. Svo gæti þó farið að tekið verði upp nánara samstarf um ákveðna þætti í rekstri féiag- anna strax á þessu ári, eða jafnvel að ákveðnir þættir yrðu sameinað- ir. Þegar er búið að halda tvo formlega fundi um málið og búið er að skipa nefnd þar sem í eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju kaup- féiagi, kaupfélagsstjóriogstjórnar- maður. Talið er að endanleg sam- eining félaganna verði ekki að raunveruleika fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári eða síðar. Ekki er talið líklegt að tvö kaupfélög sameinist sérstaklega án tillits til hinna. Rekstrarþættirnir sem talað er um eru flutningar, verkstæðisvinna og ýmsir aðrir þjónustuþættir. Þó er ljóst að þessir þættir eru nokkuð bundnir við samstarf félaganna á landi. „Eins og staðan er núna, er engan veginn séð að þetta verði samþykkt, en þetta er lítið komið af stað,“ sagði Sigurður Kristjáns- son kaupfélagsstjóri á Selfossi vegna frétta Tímans af sameining- arviðræðum sunnlenskra kaup- félaga. Sagði hann að það væri nokkuð ljóst að af þessum áform- um verði ekki á þessu ári þó að verið gæti að kaupfélög þessi tækju upp frekara samstarf en verið hefur. Benti hann á að Kaupfélög Árnesinga, Rangæinga og Skaft- fellinga stæðu saman að rekstri húsgagnasmiðju og sölu þeirra hús- gagna í fyrirtækinu 3K. Það væri dæmi um hvernig gott samstarf hefði náð að þróast á nokkrum árum. Sagðist Sigurður halda að verið gæti að öll kaupfélögin fjögur á Suðurlandi, að Vestmannaeyjum meðtöldum, þróuðu frekar með sér samstarf og samruna á ýmsum þáttum rekstrar og viðskipta. Sigurður Kristjánsson sagði að gangur mála í þessum viðræðum hafi verið á þá leið að stjórnir þessara fjögurra kaupfélaga hefðu tilnefnt tvo menn hver í sérstaka nefnd til að ræða möguleika á frekara samstarfi eða jafnvel sam- einingu. Taldi Sigurður að ekkert kæmi stórt út úr þessu máli fyrr en eftir næstu stjórnarfundi félaganna í kringum páska. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin hafi komist að einhverri niðurstöðu sem verði lögð fram í hverri stjórn fyrir sig. Full alvara í nefndinni „Miðað er við að haldinn verði fundur aftur fljótlega í þessari sérstöku nefnd fyrir páska og verið getur að þá muni línurnar eitthvað skýrast," sagði Guðmundur Búa- son, kaupfélagsstjóri í Vestmanna- eyjum. Sagði Guðmundur að stjórn kaupfélagsins í Eyjum hefði orðið sammála um að eiga þátt í þessum sameiningarviðræðum og sæktu þessa fundi af fullri alvöru. Sameining af þessu tagi væri í fullu samræmi við þá þróun sem væri að eiga sér stað í þjóðfélaginu og viðskiptaháttum okkar um þessar mundir. Ágúst Ingi Ólafsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri Rangæinga, sagði eins og aðrir að málið væri lítið komið af stað og ekki hafi verið haldnir nema tveir fundir. Fyrsti formlegi fundurinn var fyrst núna s.l. mánudag. „Það liggur ekkert fyrir hjá okkur ennþá um að það komi til greina að sameina þessi i félög í eitt,“ sagði Ágúst Ingi. Sagði hann að allar þessar viðræður væru innan stjórnanna og á milli þeirra. KB Sri Chinmoy, hinn heirasfrægi indversld hugleiðslumeistari, heimsótti frú Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, í gær og söng hann fyrir forsetann lag, sem hann samdi um ísland. Chinmoy hélt tónleika í Háskólabíói í gærkveldi, en hann er einnig Ijóðskáld, rithöfundur, tónskáld og málari, svo fátt eitt sé nefnt. Chinmoy hitti einnig biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson á meðan á dvöl hans hér stóð. Chinmoy heldur aftur áleiðis til New York í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.