Tíminn - 25.03.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 25.03.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 25. mars 1988 Starfsfolk Landakotsspítala: Atvinnuöryggi í hættu vegna rangra fjárlaga Stjórn Landakotsspítala hélt í gær fund með starfsfólki spítalans og útskýrði fyrir því stöðu hans. Á fundinum var samþykkt áskor- un starfsfólks til fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibaissonar, þar sem hann er beðinn um að skapa eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir starfsemi spítalans. í bréfi til Tímans segir Niels Chr. Nielsen, formaður Starfsmannaráðs Landakotsspítala, að í kjölfar skrifa og umræðu um stöðu Landakotsspít- ala, hafi skapast mjög óþægilegt ástand á sjálfum spítalanum. Þannig hafi ekki verið mögulegt að ráða nýtt starfsfólk og það sem fyrir er, farið að leita sér að annarri vinnu. „Almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir hversu stór vinnustaður Landa- kotsspítali er, en á launaskrá spítal- ans eru um 660 manns, þó ekki allir í fullu starfi. Það er mjög alvarlegt mál ef loka á um 50 sjúkrarúmum, en fyrir hvern sjúkling sem liggur á spítalanum eru um 2,5-3 starfs- menn. Það liggur því í augum uppi að mjög mörg stöðugildi tapast ef til lokunar kemur,“ segir Niels í bréfi sínu. í ályktun starfsfólksins til fjár- málaráðherra, segir að þar sem fyrir- hugað sé að loka um 50 sjúkrarúm- um um næstu mánaðamót, þýði það að um 120-150 manns missi atvinnu st'na. „Það er með öllu óþolandi að stofna atvinnuöryggi svo margra í hættu, aðeins vegna vanreiknaðra fjárlaga. Það hefur aldrei verið bent á að starfsemi spítalans ætti að vera önn- ur en hún nú er og því órökrétt að áætla fjárveitingar lægri en raun- verulegur kostnaður er. Ekki getur starfsfólk sjúkrahúss- ins sætt sig við að sjúklingar sem leggjast inn á Landakotsspítala fái annars flokks þjónustu, einungis vegna þess að Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun neitar að taka mark á rekstr- aráætlunum stjórnar sjúkrahússins. Benda má á að um 500 manns eru á biðlistum, svo ekki verður annað séð en að full þörf sé á áframhald- andi starfsemi spítalans. Það er því mjög áríðandi að gripið verði í taumana nú þegar, svo hvorki starfsfólk spítalans né sjúklingar þurfi að verða fyrir óþægindum," segir í bréfi starfsfólks til Jóns Baldvins. -SÓL Starfsfólk Landakotsspítala sendi fjármálaráðherra ályktun í gær þar sem segir að mjög áríðandi sé að gripið verði í taumana þegar ■ stað. Tíminn Pjetur Guðrún Ágústsdóttir og Arndís Steinþórsdóttir, sem báðar eru í undirbún- ingsnefnd Norræna kvennaþingsins. Tíminn Gunnar Norrænt kvennaþing: Búist við allt að tíu þúsund konum Norrænt kvennaþing verður hald- ið í Osló vikuna 30. júlt' til 7. ágúst 1988. Undirbúningurerallurunninn af konum þó að þingið sé einnig opið fyrir karlmenn. Þetta verða eins konar kvennafrídagar fyrir allar konur á Norðurlöndunum, þar sem þær hittast og kynna málefni sín. Gert er ráð fyrir að sjö til tíu þúsund konur muni sækja ráðstefnuna og eru um 800 atriði á dagskránni. Búist er við að u.þ.b. 350-400 ís- lenskar konur á öllum aldri sæki ráðstefnuna. Dagskráin fer fram á öllum Norðurlandamálunum. Kon- urnar þurfa ekki að kunna öll málin heldur munu þær hjálpast að við að skilja hin erlendu tungumál. Fram- lag íslensku kvennanna mun verða mjög mikið og fjölbreytt. Ýmsar íslenskar listakonur koma þar fram meðal annars tónlistar- og myndlist- arkonur. Kvöldsamkomur verða á hverju kvöldi og þar koma allar þjóðirnar fram. Áætlað er að ferðin muni kosta á milli 25.000 og 30.000 krónur á mann, þar af 11.500 krónur í fargjald. Alls eru komnar tæpar 300.000 krónur í ferðasjóð en ýmis sveitarfélög, stéttarfélög og stofnan- ir ætla að styrkja sínar konur til ferðarinnar. Jafnréttisráð efnir til morgunkaffis handa öllum sem hafa áhuga á ferðinni laugardaginn 26. mars klukkan 11 á Hailveigarstöðum við Túngötu. Þar verður hægt að skrá þátttöku og fylla út eyðublöð, en það þarf að gera strax. Starfskynning ÁJB/EE Ferskfisksölur erlendis: Agætis ufsaverð á Þýskalandsmarkaði Þau voru tvö skipin sem seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Víðir HF landaði rúmum 216 tonnum í Bremerhaven, fékk fyrir 14,8 milljónir, eða meðalverð 68,59 krónur. Björgúlfur EA land- aði einnig í Bremerhaven, samtals 158,6 tonnum, fékk fyrir tæpar 8,6 milljónir, eða meðalverð upp á 54,12 krónur. Samtals seldu skipin því 374,8 tonn, fengu 23,4 milljónir, eða meðalverð upp á 62,47 krónur. Meginuppistaða aflans var karfi, eða samtals 280,3 tonn og var meðalverð hans 63,88 krónur. 36,3 tonn voru af þorski, sem fór á 53,86 krónur hvert kíló, rúm 7 tonn voru af ýsu sem fór á 75,32 krónur hvert kíló og rúm fimm tonn voru af grálúðu, sem fór á 84 krónur hvert kíló. Góðu fréttirnar eru þær að ufsaverð var ágætt, og hefur raunar ekki verið hærra síðan fyrstu vikuna í janúar. Seld voru 7.7 tonn af ufsa og fór hann á 60,50 krónur hvert kíló. Bretlandssalan var ekki mikið fjörlegri. Þrjú skip seldu afla sinn þar í síðustu viku. Halikon VE seldi 105,5 tonn í Hull, fékk fyrir 5.8 milljónir króna, eða meðalverð upp á 55,34 krónur. Bergey VE seldi einnig í Hull, samtals 141 tonn, fékk fyrir 8,2 milljónir, eða meðalverð upp á 58.35 krónur. Loks seldi Klakkur VE í Grimsby, samtals 208 tonn, fékk fyrir 11,5 milijónir, eða meðalverð upp á 55.31 krónu. Samtals seldu þessi þrjú skip því 454,7 tonn, fengu fyrir 25,6 millj- ónir, eða meðalverð upp á 56,26 krónur. 383 tonn voru af þorski, sem fór á 53,94 krónur hvert kíló. Kílóverð ýsu, sem 40,5 tonn seldist af, var 70,82 krónur. Önnur verð voru eftir því, f lægri kantinum. Rétt rúm 942 tonn voru seld til Bretlands í gámum í vikunni sem leið og fengust tæpar58,5 milljónir fyrir þann afla. Meðalverð allra tegunda var 62,04 krónur hvert kíló. Mest var samkvæmt venju af þorski, eða 424 tonn og var meðal- verð hans 57,99 krónur. 219,5 tonn voru af ýsu sem fór á 70,10 krónur hvertkíló. 141,3 tonnvoruafkola, sem fór á 78,92 krónur hvert kíló og 51,9 tonn voru af ufsa, sem fór á 31,73 krónur kílóið. -SÓL Iðnskólanum gefin Lada Nýlega færði fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Iðnskólan- um í Reykjavík nýja Lada Samara bifreið að gjöf. Bifreið þessi er að mörgu leyti dæmigerð fyrir þær smábifreiðir sem nú tíðkast og mun hún koma sér vel sem kennslutæki í ýmsum verkþátt- um greinarinnar. Við afhendingu bifreiðarinnar í bif- vélavirkjadeild. Hlynur Árnason, sölustjóri; Gísli Guðmundsson, forstj.; Ingvar Ásmundsson, skóla- stjóri; Ingibergur Elíasson, deild- arstj., og Guðmundur Guðlaugsson, yfirkennari.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.