Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 3 Grunnskólanemar vilja Iengri skemmtanir. höndum,“ sagði einn yfirkennari í samtali við Tímann í gær. Yfirkennarinn í skólanum sem hélt árshátíðina í gær, sagði í samtali við Tímann, að þeir væru illa í sveit settir með að stöðva athæfi sem þetta. Þeir væru varnar- lausir og honum hrysi hugur við þróuninni. „En þetta er hneykslanlegt og verður að stöðva," sagði hann. -SÓL Mikið vill meira í grunnskólum: Viija veislu alla nóttina Það nýjasta hjá grunnskóla- nemendum er að halda veislur nóttina eftir árshátíðina og skemmta sér fram undir sólarupp- rás. Þetta nýjasta „æði“ grunnskóla- nemenda, hófst í Breiðholtinu, en þar tókst einum grunnskólanna að leigja sér húsnæði eftir árshátíðina og skemmtu nemendur sér við dynjandi tónlist og glasalyftingar til kl. fimm um morguninn. Full- trúar nemenda fóru fram á það við skólastjórann að hann skrifaði upp á leyfi til slíks, en hann þvertók fyrir það. Krakkarnir bentu á að fjölbrautaskóli einn hefði fengið leyfi til slíkrar skemmtunar, en að sjálfsögðu er erfitt að bera saman skemmtanir 17-21 árs gamalla ung- menna, eða 13-15 ára. Árshátíðin var síðan haldin í skólanum sjálfum og stóð til 01.30 um nóttina, en þá höfðu krakkarnir útvegað sal til áframhaldandi skemmtana. „Æðið“ breiddist síðan út meðal skólanna í Breiðholti, og gerðu fleiri skólar tilraunir til að halda slíkar framhaldsskemmtanir. Flestar voru þær þó stoppaðar af í tæka tíð. Nú er „æðið“ komið í skóla utan Breiðholtsins og í gær var haldin árshátíð í einum þeirra. Þar var haldin árshátíð í skólanum sem stóð til klukkan 01. Fyrr í vikunni heyrðu skólayfir- völd að til stæði að halda „partý" eftir árshátíðina, „eins og þeir í Breiðholti voru með“ og höfðu krakkarnir tekið unglingaskemmti- staðinn Top 10 til leigu eftir kl.01. Skólastjóri og yfirkennari höfðu þá samband við forstöðumenn staðarins, bentu þeim á að athæfið væri ólöglegt, og var þá leyfið til skemmtanahaldsins dregið til baka. Krakkarnir dóu þó ekki ráðalausir, og leigðu sér skemmti- staðinn Lennon. Enn fóru skóla- stjóri og yfirkennari af stað og höfðu samband við forstöðumenn skemmtistaðarins og fengu leyfið dregið til baka. Krakkarnir voru þó svo ákveðnir í veisluhöldunum, að þeir leigðu sér þriðja staðinn, að þessu sinni Ártún. Og enn fóru skólastjóri og yfirkennari af stað, og enn tókst að koma í veg fyrir leyfið. Árshátíðin var svo, eins og áður sagði, haldin í gærkveldi, en þegar síðast fréttist, var ekki vitað hvort að krakkarnir höfðu leigt sér fjórða staðinn. Skólastjóri og yfirkennari höfðu haft samband við foreldra nokk- urra einstaklinga í skólanum og bent þeim á hvað væri að gerast, enda búnir að gera það sem í þeirra valdi stóð. „Þetta er út í hött. Þetta bara getur ekki verið löglegt og ég á erfitt með að trúa því að einhver fullorðinn hjálpi þeim til þess arna. En þetta hefur tekist og það án afskipta lögreglu. Við höfum þó látið rétt yfirvöld, þ.e. lögreglu vita af þessu. Boltinn er því í þeirra íslensk Ijóð í Bretaveldi: Matthías les upp í Barbican Center Eftir Matthías Johannessen skáld er nú að koma út ljóðabók í Bretl- andi. Nefnist hún The Naked Machine, er úrval úr ljóðum Matt- híasar og kemur út hjá forlaginu Forest Books samkvæmt samningi við Almenna bókafélagið. Bókin flytur 27 ljóð sem Marshall Brement, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, hefur þýtt á ensku, og ritar hann einnig ýtarlegan formála. Bók- in kemur út í London 28. mars og verður kynnt á alþjóðlegu bókasýn- ingunni, „London Intemational Bookfair“, dagana 28.-31. mars. í tengslum við þessa sýningu gengst forlagið Forest. Books fyrir dagskrá í menningarmiðstöðinni í Barbican Center sunnudagskvöldið 27. mars. Þar mun Matthías lesa upp nokkur ljóð sín, og einnig spænska skáldið Justo Jorge Padrón, en hann er eitt helsta ljóðskáld Spánverja í dag. Einnig verður þar kynning á úrvali búlgarskra ljóða. Með skáldunum lesa Allan Brownjohn, Louis Boume, Brenda Walker og Wendy Wright. Einnig mun selló- leikarinn Sigurður Halldórsson leika undir upplestri tveggja ljóða Matt- híasar og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur nokkur lög. Forlagið Forest Books, sem hefur aðsetur í London og Boston, hefur sérhæft sig í útgáfu þýddra bók- menntaverka og þó einkum ljóða. Af nýlegum útgáfum þess má nefna verk eftir Búlgarann Lyubonir Levchev, rúmensku skáldin Marin Sorescu og Mircea Dinescu, og eftir Spánverjann Justo Jorge Padrón. Aðspurður um tilfinningar sínar gagnvart þessu hvorutveggju sagðist Matthías staldra við það að sér- fræðingar forlagsins hafi verið á þriðja mánuð að fara nákvæmlega yfir handritið, og þeir hefðu unnið verk sitt af alvöru og alúð. Að því loknu hefðu þeir síðan ákveðið með forlaginu að gefa bókina út. „Þetta þykir mér,“ sagði Matthías, „mikil trygging og vona að það sé merki um það að þýðingarnar séu þannig að þær dugi á ensku." „Ég geri mér ljóst," sagði Matthí- as einnig, „að svona útflutningur á íslensku andrúmi þykir oft sérkenni- legur, og menn kunna því vel að kynna sér hann. En ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að enginn verði skáld nema í sínu eigin föður - landi. Ég yrki á íslensku og ljóð mín eru vaxin úr íslensku umhverfi, ís- lenskri samtíð og íslenskum menn- ingararfi, og ég hef gaman af ef menn hafa áhuga á því í stórborgum eins og London og Boston. En hinn íslenski rithöfundur veit að sjálf- sögðu hvar hann á heima og hver er hin eðlilega umgjörð verka hans, samfélag hans sjálfs og f þessu tilfelli ísland. Ég lít því á svona hluti eins og mjög skemmtilega uppákomu, sem ég hef ekkert á móti því að taka þátt í, og það gleður mig mikið þegar ég sé íslensk ritverk meðal merkilegra erlendra bókmennta- verka. Mér þykir líka vænt um að ís- lenska ljóðið er á leiðinni inn í nýtt umhverfi, og ég vona að það ferðalag fái góðan endi og að fleiri íslensk ljóðskáld eigi eftir að koma í kjölfar- ið,“ sagði Matthías Johannessen að lokum. -esio Nefnd um blý- laust bensín Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, hefur skipað nefnd í sam- ræmi við ályktun Alþingis 3. mars sl., til að meta hvort taka eigi í notkun blýlaust bensfn hér á landi og hvaða aðgerða sé þörf til að svo geti orðið. Formaður nefndarinnar er Sól- veig Pétursdóttir lögfræðingur, en aðrir nefndarmenn eru Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB, Bjarni Snæbjörn Jónsson hagfræð- ingur, Jón Bragi Bjarnason próf- essor og Margrét Frímannsdóttir aiþingismaður. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en fyrir árslok 1988. Nauðgunarkæra á hendur frönskum sjómönnum: Dregin til baka Stúlka sú sem kærði fjóra franska sjómenn fyrir nauðgun dró kæru sína til baka í fyrrinótt. Ekki hefur Tímanum tekist að grafast fyrir um ástæður ákvörðunar stúlkunnar. Frakkarnir fjórir af frystitogaranum Finlande frá Bordeaux voru allir látnir lausir eftir yfirheyrslur lögregl- unnar. Skipstjóri franska frystitogarans kom í heimsókn á ritstjórn Tímans í gærdag við þriðja mann. Sagðist hann vilja lýsa furðu sinni á frétt Tímans að um nauðgun hefði verið að ræða. f frásögn Tímans af málinu í gær kom fram að sjómennirnir neituðu þeim ásökunum er stúlkan bar þá. Togarinn heldur úr höfn í dag og virðist málið þar með vera úr söe- unni. -ES Ríkið borgar 30. mars Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að launagreiðslur ríkisstarfs- manna vegna marsmánaðar, svo og fyrirframgreidd laun vegna aprílmánaðar, verði að þessu sinni greidd út 30. mars n.k. í stað 1. apríl. Jafnframt verða lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins greiddar út þann sama dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.