Tíminn - 25.03.1988, Page 5

Tíminn - 25.03.1988, Page 5
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 5 Skýrsla matsnefndar á stöðu Útvegsbanka Islands þegar hann var lagður niður: Nú er loksins komið fram endan- iegt mat á stöðu Útvegsbanka ís- lands daginn sem hann var yfirtek- inn af Utvegsbankanum hf., 30. apríl í fyrra. Staða gamla ríkis- bankans hefur verið umdeild allt frá yfirtökunni, þó að ákveðin stefna hafi þá verið sett fram um það hvaða þættir yrðu eftir í rekstrinum og hvaða þáttum yrði kippt inn í ríkissjóð fyrir fullt og allt og greiddir af skattborgurum. í stórum dráttum má segja að hinn nýi hlutafélagsbanki hafi verið af- hentur eigendum sínum eins og ný bifreið er afhent með fullan bens- íntank. Liggur nú fyrir, að mati nafndarinnar sem vann þetta mat, að bankinn sé mun vænlegri til eignar en áður hefur verið talið og því telur viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, eðlilegt að hækka áætl- að söluverð hans. Ársskýrsla nýja bankans er þó ekki enn komin fram. Nú er orðið ljóst að afskrifað tap ríkissjóðs vegna ógreiddra og ótryggra lána, sé ekki bara 1,2 milljarðar, heldur um 1,6 - 1,7 milljarðar og er það varlega áætluð tala. Eftir er að selja hlut ríkisins í bankanum, svo að ekki er hægt að segja að sá gamli hafi verið jarðað- ur. Eftirlaunasjóður starfsmanna Ýmislegt kemur fram í skýrslu matsnefndarinnar, sem bendir til þess að ríkisjóður sé auk þessa að taka á sig aðrar greiðslur sem eru mun hærri en áður hefur verið talað um. Nýi bankinn losnar við mjög stóran rekstrarlið, sem er öðrum bönkum þungur baggi og á það eftir að verða eitt stærsta vandamál þeirra næstu misserin. Þetta eru lífeyrirskuldbindingar gagnvart Eftirlaunasjóði banka- starfsmanna. Þetta eru greiðslur í eftirlaunasjóð starfsmanna frá fyrri tíð, þar sem núverandi starfsmenn eiga sér lífeyrisjóð bankamanna. Þessir fyrri starfsmenn eiga fullan rétt á þessum greiðsium samkvæmt lögum. Sem dæmi um þessar greiðslur má nefna að Búnaðar- bankinn gæti þurft að greiða allt að tvö til þrjú hundruð milljónir á þessu ári í Eftirlaunasjóðinn. Það má lauslega gera ráð fyrir því að Útvegsbankinn hf. losni við 100 - 200 milljóna króna árlegan kostnað úr rekstri sínum miðað við kostn- aðarliði allra annarra banka. Sam- tals nemur upphæðin um 500 - 600 milljónum króna sem Útvegsbank- inn hefði þurft að greiða í eftir- launasjóðinn samkvæmt mati nefn- darinnar. Lífeyrisgreiðslur til bankastjóra . Ofan á þessar almennu lífeyris- greiðslur kemur svo önnur tegund lífeyrisgreiðslna. Það eru greiðslur til bankastjóra, aðstoðarbanka- stjóra og sérstakra aðila innan bankans, sem ekki voru á venj uleg- um eftirlaunakjörum. Þessi upp- hæð var metin fram í tímann. Ákveðið hefur verið að ríkissjóður greiði Útvegsbankanum tæpar 222 milljónir til að mæta þeim eftir- launagreiðslum sem kunna að falla á bankann. Um er að ræða 14 fyrrverandi bankastjóra, nokkra aðstoðarbankastjóra og sérstaka aðila, auk ekkna þeirra banka- stjóra sem þegar eru látnir. Verði einhver mismunur á endanlegri útkomu á greiðslum bankans til þessara aðila, mun bankinn sjálfur taka það á sinn reikning eða þá þiggja þann mismun sem ofgreiðslu frá ríkissjóði. Líklegt er talið að 222 milljónir hrökkvi til í þessar greiðslur enda aðilarnir innan við tuttugu. Keyptu skattatap til ársins 2005 Mjög stór þáttur í góðri upphafs- stöðu hins nýja banka er svokallað yfirfært skattalegt tap. Þannig er frá málum gengið að það tap sem varð á rekstri gamla bankans er nú orðið yfirfæranlegt til frádráttar í nýja bankanum. Þetta er þó nánast talnaleikur. Aldrei fyrr í fjármála- sögu þjóðarinnar hefur jafn mikið tap á rekstri verið keypt. Tapið sem til umræðu er, nemur 913 milljónum króna. Það hefur Út- vegsbankinn nú keypt á 190 milljónir til að nýta sér það á móti hugsanlegum tekjuskatti í ríkis- sjóð. Bankinn hefur sem sagt keypt sér tap gagnvart skattayfirvöldum, án þess að hafa orðið fyrir þessu tapi sjálfur í rekstrinum. Markmið þessara kaupa er augljóst bók- haldsdæmi, þar sem ekki er nokkur hætta á því að Útvegsbankinn hf. þurfi á næstu árum að greiða krónu í tekjuskatt. Gera má ráð fyrir því að tapið geti nýst bankanum allt til ársins 2005, ef hagnaður verður eðlilegur. Tapið er verðtryggt, en án vaxta. Þetta yfirfærða skattalega tap er eitt af því sem veitir nýja bankanum enn meiri yfirburði í rekstrarlegri stöðu gagnvart öðrum bönkum. Lokkaði tapið „kaupendur“ í fyrra? Talið er líklegt að það hafi verið þessir miklu möguleikar á að yfir- færa skattatap, sem gerði bankann svona eftirsóknarverðan. Sá banki sem hefði orðið svo lánsamur að sameinast Útvegsbankanum við þau kaup sem til umræðu voru í sumar sem leið, hefði getað þurrk- að út allan sinn hagnað í bókhald- inu með því að nýta allt þetta yfirfærða tap til frádráttar heildar- hagnaði. Það hefði verið vel slopp- ið að greiða aðeins um 20% af andvirði skattatapsins og losna við alla tekjuskatta þau ár sem það dygði. Rétt er þó að taka það fram að kaup á þessari sérkennilegu tegund af rekstrartapi er talsvert algengt fyrirbæri í viðskiptalífinu. Vana- legast er þó um það að ræða að fyrirtæki yfirfærir skattalegt tap frá fyrra ári. Hitt mun þó algengt að fyrirtæki sem sjá fram á góðan hagnað kaupi skattalegt tap til að slá á tekjuskattinn. Markaðsverð á skattatapi er talið vera um 10-20% á almennum markaði, en aldrei fyrr hefur verið verslað með eins háa upphæð og varðandi Útvegs- bankann hf. Tapað áhættufé í þrotabúum Þær skuldir og þau lán sem nú hafa verið afskrifuð eru talin nema um 1,6 - 1,7 milljónum króna. Þetta er raunverulegt tap sem ríki- sjóður tekur á sinn kostnað sam- kvæmt ákvörðun Alþingis á síðasta ári. Upphæðin hefur hækkað tals- vert frá því Hafskipsmálið var gert upp gagnvart ríkisbankanum. Síð- an þá hefur komið í ljós að um 21 fyrirtæki til viðbótar hefur ekki staðið í skilum við bankann eða mun ekki geta gert það. Þessi tuttugu fyrirtæki eru ýmist orðin gjaldþrota eða á einhverju stigi þess að verða tekin til gjaldþrota- skipta. Stærst tap gagnvart einu fyrirtæki er varðandi NESCO fyrir- tækið. Frá því dæmi hefur Tíminn þegar greint að hluta. Lauslega áætlað munu skattborgararnir greiða um 200 milljónir vegna þeirra lána sem NESCO hefur ekki staðið við að greiða Útvegsbankan- um. Önnur fyrirtæki eru öll með mun smærri hlutdeild í þessari upphæð, enda nemur hún ekki nema um 304 milljónum króna. Áður höfðu þó 134 milljónir verið færðar á þennan afskriftarreikning, fyrir utan Hafskipstapið. Samtals eru því afskrifuð lán (lán sem ekki munu fást greidd) 438 milljónir króna. Partasala framundan Það þarf ekki að taka fram að ekki er enn Ijóst hver sú upphæð verður sem ríkisjóður mun þurfa að greiða með Útvegsbankanum þegar öll kurl verða komin til grafar. Það skýrist í raun ekki fyrr en ljóst verður hvernig bankinn verður seldur, hvort hann verður allur seldur og hvenær það gerist. Enn sem komið er vill viðskipta- ráðherrann, Jón Sigurðsson, ekk- ert tjá sig um það hvenær hann setur hann á sölu að nýju. Það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að ársskýrsla bankans liggur fyrir. Þá lýsti hann því yfir þegar hann kynnti skýrslu matsnefndarinnar í gær að hann hygðist selja hann í áföngum. Hafði einn fundarmanna á orði að það yrði þá líklega um partasölu að ræða. Hlutafjármarkaður Fyrsta áfanga að sölu á hlutum ríkissjóðs í Utvegsbankanum hf. segist ráðherrann ætla að selja þeirri stofnun sem hann nefndi hlutafjármunamarkað innanlands. Næsta áfanga í sölu á hluta ríks- sjóðs sagðist hann ætla að bjóða erlendum aðilum til kaups og er talið að frumvarp hans, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé liður í því að liðka fyrir möguleika á aukinni hlutaeign þeirra í bankanum en leyfilegt er núna. Að þessu loknu hyggst Jón Sigurðsson bjóða inn- lendum einstökum aðilum að ger- ast hluthafar að bankanum. Þeir aðilar verða þó að uppfylla ákveðin skilyrði sem hann mun gera ljós síðar. Meðal þeirra skilyrða er það að um verulega hluta verði að ræða þannig að ekki verði um marga aðila að ræða sem standa munu að bankanum í framtíðinni. KB Kartöflustríðiö þvingar heildsöluverð niður í 20 kr. hjá stóru dreifingarfyrirtækjunum Gefa framleiðsluna „Það er til í dæminu já,“ sagði Arnar Ingólfsson framkvst. Ágætis hf. við Tímann í gær þegar hann var spurður um hvort kartöflubændur þyrftu nú að gefa kartöflur til dreif- ingar í gegnum Ágæti, þar sem verðstríð er nú skollið á á kartöflu- markaði. Sagði Arnar að inn- leggjendahópurinn hjá þeim væri stór og að framleiðendur stæðu frammi fyrir þvf að tapa markaðs- hlutdeild og því gæti það verið, undir þessum kringumstæðum, skynsamlegt að gefa framleiðsluna tímabundið. Kartöflustríðið sem nú er skollið á fyrir alvöru harðnaði um allan helming þegar stóru dreifingarfyrir- tækin, Ágæti og Þykkvabæjarkar- töflur ákváðu á þriðjudag að lækka heildsöluverð frá sér úr 47,50 kr. kílóið niður í 30 kr. í gærmorgun lækkuðu Þykkvabæj arkartöflur síð- an enn heildsöluverðið niður í 20 kr. kílóið og síðdegis í gær lækkaði Ágæti einnig sínar kartöflur. Báðum þessum dreifingarfyrirtækjum ber saman um að stríðið sé til komið vegna gífurlegra undirboða á mark- aðnum, sem komi frá framtakssöm- um einstaklingum utan dreifingar- fyrirtækjanna. Markaðshlutdeild Ágætis og Þykkvabæjarkartaflna hafi því verið að minnka verulega að undanförnu. Áður en stríðið skall á með fullum þunga borguðu stóru fyrirtækin framleiðendum 26 krónur fyrir kíló- ið, en framleiðslukostnaður við hvert kíló er samkvæmt sexmanna- nefnd um 35 kr. á kílóið. Lækkun á brúttó heildsöluverði hefur síðan nær öll komið fram í skerðingu á því sem framleiðendur fá, sem er nú orðið harla lítið eða jafnvel ekki neitt. í gær var talað um að miðað við 30 kr. heildsöluverð komi um 10 kr. í hlut bændanna en eftir að heildsöluverðið féll niður í 20 kr. má reikna með að framleiðendur gefi kartöflurnar ef þeir einir taka á sig verðlækkunina. Allir eru sammála um að þetta gengur ekki til lengdar en vegna ósamstöðu hefur ekki reynst unnt að fá fimmmannanefnd til að ákvarða samræmt heildsölu- verð né sexmannanefnd til að ák- varða samræmt verð til kartöflu- bænda. Stokkhólmsfundurinn: Ekkert gegn því að hitta PLO Upplýsingadeild utanríkisráðu- neytisins sendi í gær frá sér skýrslu um fund Steingríms Her- mannssonar og fulltrúa PLO í Svíþjóð. Skýrslan var unnin af upplýsingadeildinni og byggð á frásögn Þórðar Einarssonar, sendiherra, sem viðstaddur var viðræðurnar. í skýrslunni kom, efnislega, ekkert fram umfram það sem sagði í Tímanum í gær af fundinum. Steingrímur sagðist ekkert á móti því að hitta fulltrúa og framkvæmdastjórn PLO að máli, en hvenær það gæti orðið og hvar yrði að ákvarðast nánar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.