Tíminn - 25.03.1988, Page 8

Tíminn - 25.03.1988, Page 8
8 JTíminn Föstudagur 25. mars 1988 Tirnlnn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ölið og þjóðin Flestar líkur benda til þess að frumvarp til laga um að heimila sölu áfengs öls hér á landi verði afgreitt frá Alþingi á næstu vikum og gert að lögum. Fess er þó að gæta að enn hefur málið aðeins verið rætt í neðri deild og þar bíður það reyndar þriðju umræðu. Þótt bjórfrumvarpið hafi þannig sloppið gegnum aðalhindrunina í neðri deild, þá er umræðu um málið ekki lokið í deildinni og enn hefur ekki verið samþykkt að senda það efri deild til meðferðar. Ölfrumvarpið hefur því aðeins verið rætt við 2 umræður af 6 sem hvert lagafrumvarp þarf að ganga gegnum í tveimur þingdeildum. Þótt líkurnar séu flestar með því að málið nái hindrunarlítið fram að ganga úr þessu, þá sýnir saga fyrri ölfrumvarpa að flytjendum þeirra er varlegast að fagna ekki sigri fyrr en í fulla hnefana. Er þar skemmst að minnast afdrifa ölfrumvarpsins, sem borið var fram á þingi fyrir 3 árum, en féll vegna deilu um formsatriði fremur en að ekki virtist vera meirihluti á þingi fyrir því að leyfa sölu áfengs öls. Enn er ölmálið mikið ágreiningsmál milli þingmanna og er á engan hátt bundið flokkslín- um, enda varla til þess fallið. Um það hefur verið rætt alla tíð, þegar ölmálið hefur komið til meðferðar þingsins á undanförnum 30-40 árum að þennan ágreining eigi að leysa með því að bera hann undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar hefur aldrei orðið samkomulag um að fara þá leið, þótt margt mæli með henni, fyrst og fremst það að mikilsverðar ákvarðanir í áfengis- málum hér á landi hafa verið teknar að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu, svo sem var þegar áfengisbannið var innleitt 1912 og þegar því var aflétt 1935. Auk þess gera gildandi áfengislög ráð fyrir að opnun áfengisútsölu í bæjarfélögum skuli háð almennri atkvæða- greiðslu bæjarbúa þar að lútandi. Lög og hefðir styðja það í rauninni að rétt sé að bera undir þjóðaratkvæði hvort heimila skuli sölu áfengs öls. Þjóðaratkvæði er lýðræðisleg aðferð sem segja má að sé of lítið notuð hér á landi og gæti átt miklu oftar við en stundum er látið í veðri vaka. Þótt síst skuli menn lasta það fulltrúalýðræði, sem óhjákvæmilegt er í fjöl- mennum og flóknum nútímaþjóðfélögum til þess að setja landslög, þá má ekki gleymast að milliliðalaus þjóðaratkvæðagreiðsla er auðvitað hið hreinræktaða lýðræðisform og í eðli sínu upprunalegt, þótt það geti ekki leyst fulltrúalýð- ræði af hólmi almennt talað. GARRI 1111 Verslað í Reykjavík Eftir því sem sagði í frétt hér í blaðinu í fyrradag bættist verulega mikið við af nýju verslunarhúsnæði í Reykjavík á síðasta ári. Var aukningin svo mikil að hún svarar til þess að önnur Kringla hafí vcrið tekin í notkun í borginni, í viðbót viðþá sem opnuð var í haust leið. Ymsar fleiri óvæntar upplýsing- ar fylgja þarna líka, svo sem um það að samanlagt flatarmál versl- ana í Reykjavík svari nú til þess að íbúar í hverri einustu íbúð í borg- inni hali til þjónustu og sé ætlað að standa undir rekstri 12,5 fermetra verslunar. Er þá við það miðað að 2,6 íbúar séu í hverri íbúð að meðaltali. Þá má sömuleiðis segja að ein Kringla sé rekin af íbúum hverra 2.300 íbúða eða um 6.000 manns. Kostnaðardæmið er ekki síður forvitnilegt, eftir því sem það er reiknað þarna. Þar er fjallað nokkru nánar um tilkostnaðinn við að reka allt þetta húsnæði og allar þessar verslanir. Niöurstaðan er sú að kostnaðurinn samsvari því að hver fjölskylda í borginni standi undir um 250 þúsund króna versl- unarkostnaði á ári, og er þá einung- is miðað við fjármagnskostnað af húsnæðinu og launakostnað starfsmanna. Annar kostnaður, svo sem vextir af vörubirgðum og auglýsingar, er ekki inni í dæminu. Hrikalegar tölur Þetta eru hrikalegar tölur, en vitaskuld dettur engum í hug að hér séu það Reykvíkingar einir sem standi undir öllum þessum ósköpum. Þessar tölur endur- spegla aðeins þá viðurkenndu staðreynd að verslun af öllu suð- vesturhorni landsins, og jafnvel af öllu landinu, er í stórauknum mæli að færast til Reykjavíkur. Það eru orðin töluvert mörg ár síðan farið var að ræða um það að landið allt væri að verða að einu markaðs- svæði. Ekki endilega vegna þess að menn væru á móti þeirri þróun, hcldur vegna þess að í dag þarf verslunin að laga sig eftir henni. Hér eru það fyrst og fremst stórbættar samgöngur sem eru or- sakavaldurinn. Fólk er nú orðið farið að aka í stórum stfl til Reykja- víkur í verslunarerindum að austan allt frá Vík og jafnvel frá Höfn, og að vestan úr Borgarfirði og af Snæfellsncsi, og raunar kannski ekki síður úr Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum. Þeir sem búa lengra frá skreppa svo gjarnan fljúgandi suður og safna þá oft saman erind- um til að sinna í verslunum höfuð- borgarinnar. Þetta hefur aftur hitt í för með sér að núna eru vcrslanir á gjörvallri landsbyggðinni komnar í beina og harða samkeppni við verslanirnar syðra. Útsölukjötið Þcnnan sama dag var svo frá því skýrt í fjölmiðlum að Markaðs- nefnd landbúnaðarins hefði opnað útsölu á feitu kjöti í Reykjavík. Nú ber kunnugum saman um að þarna séu hin mestu kjarakaup á ferðinni. Kjötið er selt á sérstöku afsláttar- verði, en staðreyndin mun þó vera sú að þegar fltan hefur verið skorin frá er hér um úrvalsmat að ræða og á tiltölulega hagstæðu verði. Það vekur hins vegar athygli að þessi útsala er aðeins haldin í Reykjavík. Þó að magnið sé ekki VÍTTOG BREITT mikið, eða um 200 tonn, þá er það samt nægilegt til þess að búast má við að býsna marga fýsi að gera þarna góð matarkaup. En eins og staðsetningu útsölunnar er háttað þá þýðir þetta að fólk utan Reykja- víkursvæðisins þarf að gera sér sérstaka ferð suður til að nálgast kjötið. Það vekur líka athygli að hér eru að verki aðilar sem ætlað er að vinna að hagsmunum bændastétt- arinnar í landinu. Og það eru nú einu sinni hagsmunir bænda að verslun úti á landsbyggðinni sé viðhaldið en ekki reynt að gera henni enn erfiðara fyrir. Það verður að vænta þess að það fólk af til dæmis suðvesturhorninu austan frá Skaftafellssýslum og vestur á Snæfellsnes, sem næstu dagana skreppur suður til að ná sér í kjöt, líti við í búðum í leiðinni. Verslunin, sem þar fer fram, bætist þá við það seni áður hefur verið dregið frá landsbyggðinni og suður. Með þessu móti veröur kjötútsalan enn eitt dæmið um það hvernig markvisst er nú farið að vinna að því að draga sem mest af landsbyggðarversluninni til Reykjavíkur. Ef hugsað hefði verið fyrir þessu hefðu aðstandendur útsölunnar trúlega reynt að fara með eitthvað af þessu offltukjöti út fyrir endi- mörk Reykjavikur og að selja það þar. Þó ekki hefði verið nema upp « Borgarnes eða austur á Selfoss. Það er ástæðulaust fyrir umbjóð- endur dreifbýlisins að vinna bein- h'nis að því að draga verslunina enn frekar frá því. Nóg er nú samt. Garri Snúin kartöf luvandræði Það gekk ekki þrautalaust að kenna langsoltnum íslendingum að rækta kartöflur og lengi voru þeir að komast á átið, enda þótti þetta léttmeti miðað við feitt kjöt og harðan fisk. Haft er fyrir satt að Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hafi fyrstur manna sett spíraða kartöflu í íslenska mold um miðbik átjándu aldar og hvatt aðra til að fara að dæmi sínu. En það tók hátt á aðra öld að koma sultarlýðnum upp á að rækta og éta kartöflur svo einhverju næmi. En þegar kartöfluneyslan varð loks almenn fór svo að engin máltíð þykir almennileg magafylli nema kartöflur séu með. Verið getur að nafngiftin jarðepli hafi haft þau áhrif að þessar hnúðrætur urðu svo eftirsóttar á hvers manns disk. Lengi vel ræktaði hverfjölskylda sínar eigin kartöflur en með sér- hæfingu og véltækni varð þróunin sú að kartöflubændur urðu til og rækta nú, þvo og jafnvel sjóða og steikja framleiðslu sína ofan í allan landslýð. Alltaf allt upp í loft Allt síðan garðholur hættu að vera á hverjum bæ eða við hvert hús og hver fjölskylda var sjálfri sér nóg um þann allra máltíða mat sem kartöflur eru, hefur dreifing og sala verið í hers höndum og engu líkara en að ógjörningur sé að samræma hagsmuni framleið- enda, söluaðila og neytenda. Einu sinni sá ríkisstofnun um kartöflurnar og var höfuðtakmark hennar að helst væru aldrei al- mennilega ætar kartöflur á boðstól- um nema fyrir jól og páska. Þegar sú skömmtunarskrifstofa var lögð niður tóku stórframleiðendur og önnur samtök að sér pakkningu og sölu. Síðustu árin hafa neytendur get- að valið úr ótal tegundum og það mega kartöflubændur eiga að al- drei fyrr hefur verið kostur á að fá að kaupa eins góðar kartöflur og nú. Gæði framleiðslunnar eru meiri en nokkum gat órað fyrir á einokunartímanum og er fyrsta flokks vara á boðstólum allan árs- ins hring. Samt er allt upp í loft í kartöflu- málum og rífst hver við annan um hvort eigi að haga sölunni svona eða hinsegin. íslenskar franskar og vörugjald á útlenskar franskar er deiluefni stjómmálamanna, neytendasam- taka, innlendra framleiðenda og kaupmanna. Við Eyjafjörð fór steikingar- fabrikka á hausinn og eru nú málaferli í uppsiglingu þar sem á að fá úr því skorið hvort verksmiðj- an átti sjálfa sig, eða hvort Sam- bandið átti hana eða fyrirtækið sem rak verksmiðjuna á Samband- ið. Svona geta íslensk kartöflumál verið snúin. Fara vel í maga en illa á markaði í fyrra var kartöfluuppskeran meiri en von er til að hægt verði að torga og er nú góðæri kartöflu- bænda á góðri leið með að setja þá á hausinn. Einhverjir sáu sér hag í að húrra kartöfluprísnum niður og nú hafa stærstu sölusamtökin gert slíkt hið sama. Til að það komi ekki niður á versluninni verður hún að halda sínu svo að hægt verði að borga skuldunautum húsaleiguna, en framleiðendur og dreifingarfyrir- tæki þeirra moka kartöflunum út fyrir lítið sem ekki neitt, og sér hvergi fyrir endann á hve langt niður fyrir framleiðsluverð sölu- varningurinn getur farið. Gott ef ekki verður farið að borga kaup- mönnum fyrir að hafa kartöflur til sölu. Það er hlálegt að þegar loks hefur tekist að fullnægja markað- inum með afbragðs góðri vöru skuli verðið hrapa niður úr öllu valdi og framleiðendurnir sitja uppi með skaðann. Eðlilega kemur það neytendum vel að verðið lækkar, en það er aðeins stundarfyrirbrigði. Ef fram- leiðendur fá ekki sanngjamt verð fyrir sinn snúð gefur augaleið að þeir hljóta að leggja upp laupana og kartöflurækt leggst af sem eðli- leg búgrein. Þá verður farið að flytja inn og ekki var það nú alltaf boðleg vara sem hingað kom upp úr erlendum kartöfluökrum eins og enn er í fersku minni og vafa- samt að verðlagið verði nokkuð hagstæðara en á innlendu fram- leiðslunni þegar til lengdar lætur. En það er eins og óskiljanlegt náttúmlögmál að kartöflumálin þurfi sífellt að vera í ólestri. Vafasamt að Björn í Sauð- lauksdal hafi gert þjóð sinni nokk- urn greiða með því að flytja þenn- an jarðávöxt inn, sem fer svo vel í maga en illa á markaði. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.