Tíminn - 25.03.1988, Síða 10

Tíminn - 25.03.1988, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 25. mars 1988 lllllllllllllllllllllllllll VIÐTAI - III II illl Sláturhúsin áhrifalaus Viötal við Árna Jóhannsson kaupfélagsstjóra á Blönduósi Ámi Jóhannsson kaupfélagsstjórí á Blönduósi er formaður Félags sláturleyfishafa sem starfar við hlið Búvörudeildar Sambandsins. Slátur- húsamenn bera sig illa um þessar mundir undan crfiðleikum í rekstrínum, og í upphafi samtals okkar spurði ég Árna hvort það værí rétt að þeir væm komnir í stríð við ríkisvaldið í landinu. - Það er nú of mikið sagt að við séum í stríði við ríkisvaldið eða yfirleitt nokkra aðra út af rekstri sláturhúsanna, svaraði Árni.- Hins vegar er það deginum ljósara að með setningu búvörulaganna 1985 var aðstöðu sláturleyfishafa breytt mjög mikið frá því sem áður var og rofið að nokkru leyti bæði það góða samband sem áður var á milli framleiðenda og sláturleyfishafa, sem og þeir sameiginlegu hags- munir sem þeir áttu báðir í því að halda þessum hlutum í lagi. Að sjálfsögðu hafa bændur líka ólíkt betri pólitíska stöðu til að ná fram sínum málum heldur en fyrirtæki eins og sláturhús ýmissa hluta vegna sem ekki þarf að rekja hér. Þegar búvörulögunum var breytt þá var öll ábyrgðin á sölu og afsetningu framleiðslunnar sett yfir á sláturhúsin, en þau hafa á hinn bóginn nánast engin áhrif á hvað þau þurfa að borga fyrir vöruna, hvaða söluverð er á henni eða hvernig verðlagningin á henni er gagnvart öðrum samkeppnisvörum innanlands. Bundin verðlagning - Verðlagningin er sem sagt bundin aigjörlega áfram? - Verðlagningin er bundin áfram í báða enda, sláturleyfishöfum er úthlutað ákveðnum kostnaði sem þeir eiga síðan að láta duga til þess að reka fyrirtæki sín. Meðan sá kostnaður er of lágur þá reka menn fyrirtækin með tapi. - Það er þannig ekki um það að ræða að jafnhliða þessu hafi verið sett upp neitt sem gæti heitið frjáls verðmyndun á búvörum? - Nei, ekki á kindakjöti, og reyndar ekki á því kjöti eða þeim afurðum öðrum sem yfirleitt fara í gegnum þessi sláturhús fyrir hefð- bundna framleiðslu. Síðan bætist það við að vorið 1985 voru afurða- lánin færð frá Seðlabankanum yfir í viðskiptabankana, sem gerir það að verkum að einstaka sláturleyfis- hafar hafa jafnvel ekki fengið eðli- lega fyrirgreiðslu, og líka hitt að fjármagnskostnaður af afurðalán- um hefur hækkað miklum mun meira heldur en af öðrum lánum. - Hefur þessi tilfærsla yfir í viðskiptabankana breytt miklu? - Fyrir suma sláturleyfishafa hef- ur hún breytt miklu, og það eru til sláturleyfishafar sem einfaldlega hafa ekki fengið þá fyrirgreiðslu sem þeir þurfa til þess að geta haldið starfsemi sinni skikkanlega gangandi. Til þess síðan að jafna það aukna álag sem kom á slátur- húsin vegna staðgreiðslunnar, þeg- ar menn áttu að fara að greiða framleiðendum andvirði innleggs- ins á ákveðnum dögum, þá komu svo kölluð staðgreiðslulán frá rík- inu, og það ber að sjálfsögðu að þakka þau, þó að þau hafi einfald- lega verið sett til að brúa það bil sem þarna myndaðist. Birgðir skildar eftir Þegar síðan var samið í upphafi við Stéttarsamband bænda um full- virðisréttinn, eða það magn sem bændur eiga að fá fullt verð fyrir miðað við byrjun framleiðsluársins 1985, þá voru allverulegar birgðir, tæp tvö þúsund tonn, frá fyrri árum. Þær voru einfaldlega skildar eftir og var þá ekki séð fyrir endann á því hvernig ætti að afsetja þær. Það hefur þyngt mjög öll þessi sölumál síðan að við erum raun- verulega enn að reyna að losa okkur við þær birgðir sem voru fyrir hendi í upphafi þessa nýja fyrirkomulags. - Og þessar birgðir hafa slátur- húsin þá borgað bændunum án þess að fá nokkra aðstoð til þess að fjármagna þær? - Við fengum enga sérstaka fjárhagslega aðstoð til þess að fjármagna þetta umfram afurða- lánin. Eins er líka það að vegna þess að það eru tiltölulega tak- markaðir peningar til þess að setja í þetta af hendi ríkisins þá var ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum eða annarri fjármögnun frá ríkinu að það þyrfti raunverulega að afsetja þetta. Það hefur að vísu gengið á þessar birgðir, en við horfum þó með ugg til þess að í byrjun sláturtíðar í haust kunna enn að verða mjög verulegar birgðir kindakjöts í landinu. Síðan gerist það í mars árið 1987 að endurgreiðslu vaxta- og geymslugjaldsins til sláturleyfishaf- anna var breytt til hins verra. Það kostar að sjálfsögðu mikla peninga í þeirri vaxtadýrtíð sem hérna er að geyma þessa vöru eftir að búið er að greiða hana að fullu, og borga kostnað af henni á meðan sala fer ekki fram einfaldlega vegna þess að markaðurinn er ekki fyrir hendi og við ráðum ekki við að selja hana nógu hratt, enda segir það sig sjálft að þá verður vaxta- og geymslukostnaður af birgðum mjög mikill. Fram til vors 1987 fengum við þetta greitt mánaðarlega á birgð- irnar, sem er sjátfsagt og eðlilegt, og grunnur að fjármögnuninni ásamt afurðalánunum og sölu- tekjunum, en þá var því breytt þannig að þetta var greitt við sölu, sem þýddi að menn urðu að lána ríkinu stórar upphæðir, og kannski erum við að lána því í dag einhvers staðar á milli 250 og 300 miljónir vegna þessara aðgerða. Nú höfum við loforð um að þessu verði breytt, við treystum því og hljótum að gera ákveðnar kröfur um lagfær- ingu núna fyrir lok þessa mánaðar. Ógreiddar útflutningsbætur Jafnframt hljótum við að leggja á það áherslu að útflutningsbætur verði greiddar á gjalddögum, en á því hefur orðið veruleg brigð. Ó- greiddar útflutningsbætur nú eru um tvö hundruð miljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Síðan, eins og ég nefndi áðan, ef við fáum ekki raunverulegan kostnað við reksturinn viður- kenndan þá lendum við í mikilli og alvarlegri klípu vegna fjárskorts. Þetta er svolítið öðru vísi í mjólkinni vegna þess að þar er virkur verðmiðlunarsjóður sem jafnar á milli einstakra afurða- stöðva. Ef einhver þeirra nær ekki rekstrarjöfnuði, en er að öðru leyti með rekstur sinn í lagi, þá fær hún það sem á vantar úr verðmiðlunar- sjóði mjólkurinnar. í lögunum frá Ámi Jóhannsson kaupfélagsstjóri. (Tímamynd: Pjetur.) 1985 um búvörur er gert ráð fyrir að svona sjóður sé fyrir báðar afurðategundirnar, kindakjötið og mjólkina, en hann hefur raunveru- lega aldrei verið gerður starfhæfur fyrir kjötið, þannig að það slátur- hús sem ekki nær rekstrarjöfnuði getur verið mjög fljótt að fara á höfuðið ef ekki er gripið í taumana. - Og það þarf þá ekki að spyrja að því að rekstur sláturhúsanna gengur illa? - Rekstur sláturhúsanna á síð- asta ári gekk yfirleitt illa, og sums staðar jafnvel mjög illa, en það er þó sem betur fer einn og einn aðili sem nær svona um það bil saman endum, alla vega þangað til kemur að fjármagnskostnaðinum, en hann verður sífellt þyngri í þessum rekstri og er orðinn afskaplega erfiður núna. En það sem við viljum koma á framfæri meðal annars í sambandi við þessi skipulagsmál er að það er verið að ráðskast með afkomu og störf sláturleyfishafa, án þess að þeir geti nokkuð við því gert. Þar snýst málið líka um Framkvæmda- nefnd búvörusamninga, sem í sitja fjórir menn, tveir frá ríkinu og tveir frá Stéttarsambandi bænda, en hún er mjög valdamikil stofnun og fer að verulegu leyti með þessi mál. Að henni höfum við engan aðgang, og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir okkar um að lagfæra þetta höfum við ekki fengið þar neina áheyrn enn sem komið er. Við horfumst líka í augu við það að við þurfum að vinna að endur- skipulagningu sláturhúsanna. Landbúnaðarráðherra lét vinna skýrslu um framtíðarskipulag slát- urhúsa í landinu, þar sem gert er ráð fyrir fækkun þeirra. Við vildum gjarnan eiga samstarf við yfirvöld um endurskipulagningu slátur- húsarekstursins í landinu, en í því efni skortir algjörlega frumkvæði ríkisvaldsins, einfaldlega vegna þess að ef menn fá ekki fjármagn til þess að gera eitthvað þá gerist ekkert. Ef menn ætla með öðrum orðum að leggja niður sláturhús á einhverjum stað þá verður ein- hvern veginn að bæta það eigna- tjón sem af því verður. Meðan ekki er til neitt fjármagn fyrir þessu, sem ekki er í dag, þá þýðir ákaflega lítið að ræða um þetta. nánast Hægt að fækka sláturhúsum - En hvernig er staðan að því er varðar afköstin, gætu til dæmis færri sláturhús annað allri slátrun í landinu? - Já, tvímælalaust, það væri hægt að fækka sláturhúsum veru- lega, og við skulum ekki gleyma því að meirihluti íslenskra slátur- húsa er á undanþágum. Það eru gerðar ákaflega mismunandi kröf- ur til þeirra, sum sláturhúsin þurfa að uppfylla mjög harðar kröfur eins og þau sem flytja út til Evróp- ubandalagsins, og önnur aftur á móti búa við mjög litlar kröfur. Þar af leiðandi þurfa þau hús ekki að fjárfesta eins mikið né heldur að leggja eins mikinn kostnað í heil- brigðiseftirlit og hin. Innan Félags sláturleyfishafa og innan Búvörudeildar Sambandsins erum við hins vegar að reyna að vinna að þessum málum. Við erum fyrst og fremst að vinna skipulega að því að ná niður kostnaði, skoða alla kostnaðarþætti, aðföng og annað slíkt, og reyna að ná þeim niður. Það tekur tíma, en það er þó nokkuð farið að ávinnast. Við þurfum líka að endurskipu- leggja mannahald í sláturhúsunum til þess að reyna að ná betri árangri. Ég tel að við séum að eyða allt of miklu vinnuafli í ýmsa þætti í sláturhúsunum sem skapa nánast engar tekjur. Sumt af því er vegna krafna frá heilbrigðisyfirvöldum og öðrum, og ekki kannski síður af þeirri ástæðu að það skortir fram- sýni og fyrirhyggju af hendi þeirra sem stjórna þessum málum hér á landi, og einfaldlega vegna þess að þar er ekki horft nógu langt fram í tímann. Við þurfum kannski að panta umbúðir núna á vordögun- um, en við vitum ekki hvernig við eigum til dæmis að selja lifrina næsta haust, hvort eigi að reikna með að flytja hana út til manneldis eða að setja hana í loðdýrafóður innanlands. - En þið eruð sem sagt famir að sjá umtalsverðan árangur af hag- ræðingu og endurbótum? - Við emm byrjaðir að sjá árangur, og hann mun væntanlega koma í Ijós í haust á ákveðnum sviðum, það er ljóst, en þarna er mikið og langt starf framundan, og því linnir ekki heldur verður stöð- ugt að halda því áfram. Eigin fjármögnun - En hafa afurðasölufélögin þá yfirleitt möguleika á því að standa á eigin fótum fjárhagslega að því er varðar fjármögnun á rekstri sláturhúsanna? - Spumingin í sambandi við eigin fjármögnun er ákaflega stór. Samvinnuhreyfingin og kaupfélög- in standa núna miklu ver að vígi og sérstaklega þó á einu sviði heldur en til dæmis hlutafélög, því að samvinnufélögin hafa enga mögu- leika á að fá inn eigið fé. Ef menn eru með hlutafélag sem vantar fjármagn þá auka þeir við hlutaféð, en samvinnufélag getur ekki leitað til félagsmanna sinna og óskað eftir að þeir leggi fram fé til rekstursins, að minnsta kosti ekki á sama hátt og hlutafélögin. Þetta er eitt af því sem er mjög aðkall- andi að breyta. - En svo við víkjum að öðm, þá eru aðstæður hjá ykkur á Blöndu- ósi nokkuð sérstæðar, þið emð með eitt afurðasölufélag og eitt kaupfélag. Finnur þú til þess í þínu starfi að þessi sérstaða skapi ykkur einhverja aðra aðstöðu en til dæmis öðmm kaupfélögum á Norður- landi? - Já, þetta skapar okkur töluvert aðra stöðu. í fyrsta lagi er það ljóst að í framleiðslufélagi eins og Sölu- félagi Austur-Húnvetninga em það framleiðendurnir sem ráða stefn- unni. Þetta hlýtur að skipta máli vegna þess að ef menn standa frammi fyrir spurningu um hvað eigi að framkvæma eða fjárfesta þá er ekki víst í félagi, þar sem neytendur eru í miklum meirih- luta, að hagsmunir framleiðenda sitji í fyrirrúmi. Þetta á líka að skapa ákaflega hrein og góð skil á milli annars vegar afurðasölunnar og afurða- vinnslunnar og hins vegar þjónust- unnar, þannig að menn eiga ekki að þurfa að velkjast neitt í vafa um að þarna sé hreint borð á milli, enda eru hjá okkur sérstakar stjómir fyrir hvort fyrirtæki. Áhugi og afskipti félaga í hreinu afurðas- ölufélagi ættu líka að vera betri heldur en þar sem þeir eru hluti af stóm neytendafélagi. Og líka er að því að gæta að innlánsdeildin hjá Sölufélagi Aust- ur-Húnvetninga er nægilega öflug til þess að telja má að hún standi að hluta undir fjármögnuninni á greiðslu afurðanna. Það er ljóst að félagið gæti ekki staðið að afurða- sölunni og greiðslum til bænda með þeim hætti sem það gerir í dag ef innlánsdeildin væri ekki fyrir hendi. Sérstök afurðasölufélög? - Sérðu þá kannski fyrir þér að þarna verði skorið á milli í framtíð- inni, og ég spyr þá vegna þess að það hafa heyrst raddir um að það eigi að stofna sérstök félög um afurðasöluna? - Það em vitaskuld margar hug- myndir í gangi, eins og til dæmis sú að stækka svæðin og vera með sláturhúsin í sérfélögum, mjólkurs- amlögin í sérfélögum og verslunina í sérfélögum og þar fram eftir götunum, en við skulum þó ekki gleyma því að við emm ákaflega íhaldssamir og mestallt okkar sam- vinnustarf byggist upp á svæða- skiptingu. Hins vegar er ljóst að meiri samvinna milli vinnslustöðva er algjör lífsnauðsyn, og hún á að liggja nokkuð beint fyrir á mörgum stöðum, en hins vegar emm við ákaflega tregir til breytinga, og oft allt of tregir, það er eitt af vanda- málum okkar í samvinnuhreyfing- unni hvað við emm óskaplega seinir að taka ákvarðanir, og ger- um það reyndar oft ekki fyrr en við erum komnir í vandræði. - En sérðu fyrir þér að við gætum á næstu ámm séð eitthvað sem til dæmis gæti heitið Slátur- félag Norðurlands, og þá er ég að tala um eitthvað sambærilegt við Sláturfélag Suðurlands? - Ég sæi fyrir mér að við gætum talað til dæmis um Sláturfélag Norðurlands. Það gæti rekið fleira en eitt og fleiri en tvö sláturhús. Við höfum stundum verið að tala um það og meira að segja horft á það í nokkurri alvöm að stofna Mjólkursamlag Norðurlands, og núna er reyndar líka verið að tala um Kaupfélag Suðurlands, en við verðum þó vitaskuld að athuga öll slík mál mjög vel og vera fullvissir um að þetta sé vemlega til gagns áður en nokkuð er ákveðið. Stærri félög fjarlægjast félagsmenn sína, það er alveg ljóst, og það er líka eitt af vandamálum okkar núna að félagsstarfið er heldur dræmt. Kaupfélagið hefur alltaf verið á sínum stað og menn ætlast til þess að það verði þar áfram, svona rétt eins og kirkjan hefur kannski stað- ið á gmndinni svo lengi sem elstu menn muna. Slíkt er þó engan veginn sjálfgefið, og samvinnu- hreyfingin getur ekki dafnað nema félagsmennirnir séu heilshugar með í mótun starfsins og unnið sé saman í eindrægni af öllum aðilum sem innan hennar starfa. TÍMINN þakkar Árna Jóhann- ssyni fyrir samtalið. -esig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.