Tíminn - 25.03.1988, Side 19

Tíminn - 25.03.1988, Side 19
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 19 Nýir spæjarar í Hasarleik IkBC sjónvarpsstöðin sem sér um framleiðslu Moon- lightning þáttana sívinsælu, er í sífelldum vandræðum með aðalleikarana þau Bruce Willis og Sybill Sheperd. Skötuhjúin sem ekki þola hvort annað í raunveruleikan- um eru víst alltaf að nöldra og hafa sama sem engan tíma fyrir þættina. ABC sjónvarpsstöðin ætlar ekki bara að sitja og horfa á þegar þau hætta og eyðileggja þar með eins vinsælan þátt og Moonlightning er, heldur eru ráðamennn sjónvarpsstöðvarinnar búnir að leysa vand- ann og eru að þjálfa nýja leikara fyrir þættina, það eru hin myndarlegu Mark Harmon og Brooke Adams. Mark Harmon sem áður hefur birst í Moonlightning sem Sam ástmaður Maddie Hayes í einum af vinsælustu þáttum Moonlightning er talin af- skaplega glæsilegur ungur maður og má búast við því að hann heilli íslenskar ungmeyjar upp úr skónum. Ekki er Brooke Adams talin síðri og má búast við miklum tilþrifum hjá þeim tveim er þau taka yfir sem aðaleinkaspæjarar á Blámánaskrifstofunni. (GRI/starfskynning.) Þetta eru Mark Harmon og Brooke Adams sem verða nýju aðalleikararnir í Hasarleik. Og þarna sjáið þið Bruce Willis og Sybill Sheperd farandi stjörnur, frá Heiðurs- trúður Ringling, Barnum og Bailey- fjölleikahúsið bandaríska hefur fyrir sið að veita árlega verðlaun þeim bandarískum ríkisborgara, sem álitinn er skemmta flestu fólki. Verðlaunin eru rautt kúlunef, sem verðlaunahafinn á að gang^ með við seni flest tækifæri. Seinasti verðlaunahafi er leikarinn Jerry Lewis og nefinu var smellt á hann við mikla athöfn í aðalstöðvum fjölleikahússins í Flórída. Jerry hefur áratugum saman skemmt bæði ungum og öldnum með mynd- um sínuni og verið sérlega rausnar- legur, þegar um er að ræða að skemmta rúmliggjandi börnum á sjúkrahúsum um allan heim. - Þetta gleður mig meira en tárum taki, sagði Jerry, þegar hann var kominn með rauða nefið og skelli- hló, svo undirtók í salarkynnunum. Peléí forseta- stól? Nú vill brasilíski knattspyrnu- konungurinn Pelé verða forseti. Síðan hann lagði knattspyrnu- skóna á hilluna, fyrir 10 árum eða svo, hefur hinn 47 ára gamli Pelé lagt gjörva hönd á sitt af hverju, meðal annars kvikmyndaleik. - Núveitirekkialdeilisafnýjum viðhorfum meðal stjórnmála- manna í Brasilíu, fullyrðir hann. - Þeir eru nær allir spiiltir og hugsa ekki um annað en auðga sjálfa sig. Enginn þeirra hefur minnsta áhuga á að leysa félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins. Sjálfur er ég svo auðugur, að ég þarf ekki á því að halda að ræna almenning, segir Pelé. - Þess vegna yrði ég fyrir- myndarforseti. Stórstjörnur rífast um kvennagullið George Hamilton Joan og George voru eins og nýtrúlofuð í veislunni fyrir Bretapríns, - en Liz sat heima fjúkandi vond. kona hans voru á ferðalagi í Bandaríkjunum, var glæsileg móttaka fyrir þau í Hollywood. Það lá þó við að heiðursgestirnir gleymdust, því að allra augu fylgdu þeim George Hamilton og Joan Collins þegar þau birtust arm í arm í samkvæminu. „Glæsi- legasta parið í salnurn," heyrðist sagt og það gat víst staðist, þó mannval væri þar mikið. Elizabeth vakti athygli manna með því að mæta ekki í sam- kvæmið, og var sagt að hún væri bálreið og sár. „Hver sem er - önnur en Joan!“ á hún að hafa sagt þegar hún heyrði um sam- drátt þeirra Joan Collins og Ge- orges. Blaðafulltrúar þeirra hafa staðfest við fréttamenn, að Joan og George „séu par“ um þessar mundir, en meira vildu þeir ekki segja. Illindin á milli Joan Collins og Elizabeth byrjuðu þannig, að Joan stakk upp á því við stjórn- endur Dynasty-þáttanna, að upp- lagt væri að fá Elizabeth Taylor til að leika í Dynasty mömmu Alexis, - sem Joan leikur. Þetta fannst Liz einum of gróft! Elizabeth fannst hún hafa náð sér niðri á Joan Collins, þegar hún stuttu síðar var í samkvæmi hjá útgáfufyrirtæki, þar sem Joan mætti með breskan auðugan byggingameistara upp á arminn, „Bungalow-Bill Wiggins“. Áður en kvöldið var á enda hafði Elizabeth stungið af með hann og þau buðu góða nótt og hurfu út saman. En nú hefur Joan heldur betur náð sér niðri á stórstjörn- unni! Joan Collins hefur unnið einn stórsigur í togstreitu sinni við Elizabeth Taylor - Joan hefur „stolið frá henni“ vini hennar, kvennagullinu George Hamilton. Reyndar er samband þeirra Liz Taylor og Hamiltons ekki sem allra best um þessar mundir, því að Elizabeth er nú í miklu vin- fengi við hinn roskna fjármálajöf- ur Malcolm Forbes, sem veit ekki aura sinna tal. Elizabeth hefur lengi átt George Hamilton sem einkavin, og á síðastliðnu ári var alltaf öðru hverju að koma upp orðrómur um að þau ætluðu að fara að gifta sig. Þau ferðuðust til Evrópu og víðar og ljómuðu af hamingju. En svo kom eitthvað babb í bátinn, og samband þeirra breytt- ist. æpti Elizabeth. Á dögunum, þegar Andrew Bretaprins og Sarah Ferguson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.