Tíminn - 07.04.1988, Síða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 7. apríl 1988
Hringskyrfi á fjórum bæjum undir Eyjafjöllum:
Yfir fjörutíu hrossum
Undir Eyjafjöllum geisar nú skæður sveppasmitsjukdomur,
hringskyrfi, sem leggst á fé, gripi og jafnvel menn, og hefur
sjúkdómurinn nú fundist á fjórum bæjum. Bóndinn á Miðgrund,
Vestur-Eyjafjöllum, Lárus Hjaltested, þurfti vegna þessa að lóga 44
hrossum og tryppum í öryggisskyni, en hrossin höfðu verið í
snertingu við kálfa sem sjúkdómurinn er í.
Hringskyrfi getur lifað í staurum,
jörðu og fötum, svo dæmi séu nefnd
og hafa verið reyndar margar leiðir
til að lækna hann, t.d. joðburður og
böðun, en það hefur gengið misjafn-
lega. Til er bóluefni, en það er mjög
vandmeðfarið, enda lifandi og þarf
ekki að missa nema eitt glas, til að
allt fari í voða og smit breiðist út í
stað þess að varna því.
Lárus fékk fyrirmæli um slátrun-
ina frá dýralæknum, en hann fær að
öllum líkindum skaðann bættan úr
bjargráðasjóði. Á öðrum bæ hefur
nautgripum og fé verið slátrað og
hefur verið samið um bætur fyrir
féð. Ekki hefur verið ákveðið hvort
gripið verður til slátrunar á hinum
tveimur bæjunum.
Bændurnir fjórir hafa fengið fyrir-
mæli þess efnis að einangra skepn-
urnar, umgangast þær mcð mikilli
varúð og vinna í hreinum fötum.
Fólk getur einnig smitast af sjúk-
dómnum og er almennt hreinlæti því
mjög nauðsynlegt.
„Hrossalógunin varfyrstogfremst
öryggisráðstöfun. Ef svo illa færi að
sjúkdómurinn kæmist í sauðfé, þá
væri erfitt að koma í vcg fyrir hann,“
sagði Aðalsteinn Sveinsson, héraðs-
dýralæknir á Skógum í samtali við
Tímann í gær.
Fyrirhugað er að girða til að
einangra gripina frá öðrum búfén-
aði.
Hringskyrfi er sveppasjúkdómur
sem fer í húðina og veldur þar
nokkurs konar skellum. Hann getur
farið í flestar tegundir búfjár og
einnig í menn. Sjúkdómurinn er
einungis á þessum fjórum bæjum og
er fullsannað að hann hafi borist til
landsins með sænskri stúlku sem
vann á einum bænum síðasta sumar.
Hringskyrfi er algengur víða erlendis
og leggst aðallega á ungviði, en til að
byrja með fer sjúkdómurinn í alla
aídursflokka. Á mönnum fer sjúk-
dómurinn á staði þar sem mikill
núningur á sér stað, eins og úlnliði,
mitti og skeggrót.
Komist sjúkdómurinn á mjög hátt
stig, getur hann leitt til dauða, en
ekki er vitað til að slíkt hafi gerst hér
á landi, þar sem nijög vel er fylgst
með skepnunum.
Sýni voru rannsökuð á Rannsókn-
arstöðinni á Keldum og var staðfest
þar að um hringskyrfi væri að ræða.
Þá var í fyrsta skipti sent sýni til
Noregs og var niðurstaðan sú sama.
Sjúkdómurinn hefur ekki komið
upp hérlendis síðan 1964, þcgar
hann kom upp á Grund í Eyjafirði.
-SÓL
44 hrossum var lógað í öryggisskyni,
því stóðið hafði komist í snertingu
VÍð sýkta kálfa. Tíminn Pjctur
lógað í öryggisskyni
Bæjarstjórn Garðabæjar:
Mótmælir skerðingu
til jöfnunarsjóðs
Reyklaus
þingflokkur
í dag er reyklausi dagurinn og
þeim tilmælum beint til reykinga-
manna að þeir setji vindlinga,
vindla og pípur sínar ofan í
skúffu, a.m.k. í dag, ef ekki
lengur. Nú er í gangi áróður fyrir
reyklausum skólabekkjum,
vinnustöðum og heimilum og
þingflokkur Framsóknarflokks-
ins lætur ekki sitt eftir liggja, en
hann cr vafalaust eini reyklausi
þingflokkurinn. Þessa mynd tók
Pjetur á þingflokksfundi í gær og
mættu reykingamenn taka þing-
flokkinn sér til fyrirmyndar og
leggja tóbakinu fyrir fullt og allt.
Tímamynd: Pjetur
Á fundi bæjarstjórnar Garðabæj-
ar 24. mars sl. var m.a. rætt um
skerðingu Alþingis og ríkisstjórnar
á framlagi til jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga. Er þessu mótmælt með eftir-
farandi bókun:
„Bæjarstjórn Garðabæjar mót-
mælir harðlega þeirri ráðstöfun
ríkisstjórnar og Alþingis, að skerða
enn frekar og enn á ný framlag tj^,
jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þvert
ofan í gefin fyrirheit og ótvíræð
lagaákvæði um tekjur sjóðsins.
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda á
kostnað sveitarfélaga er þeim mun
bagalegri nú um stundir, þar sem
mikil óvissa ríkir um áhrif stað-
greiðslu opinberra gjalda á tekjuöfl-
un sveitarfélaga á árinu 1988, og eru
þær fyrst og fremst til þess fallnar að
ala á tortryggni og grafa undan
eðlilegum samskiptum handhafa
framkvæmdavaldsins, rfkis og sveit-
arfélaga. Bæjarstjórn Garðabæjar
harmar, að slíka afstöðu til sveitar-
félaganna skuli að finna í löggjafar-
þingi þjóðarinnar." gs
Jón Oddsson, hrl, nefnir SÍS íslensk
samvinnufélög Sambandsins:
Eigendur eigna
eigenda sinna?
„... þakklætisvert er, aö stjórn SÍS skuli nú sýna þá réttlætis-
kennd, aö viðurkenna ábyrgð SÍS á skuldum bænda og félagsmanna
í Kaupfélagi Svalbarðseyrar, er gerðir hafa verið ábyrgir vegna
skulda og vanefnda samvinnuhreyfingarinnar í landinu og þar með
hefur stjórn SÍS orðið við kröfum mínum, að því er varðar umræddar
ábyrgðarkröfur og fagna ég því.“
Svo segir í fréttatilkynningu Jóns
Oddssonar, hrl., lögmanns Jóns
Laxdal, bónda, varðandi gjaldþrot
Kaupfélags Svalbarðseyrar. Síðar
kveður við annan tón. Hann segir að
ekki virðist nást samkomulag um
aðra þætti krafna sinna á hendur
yfirstjórn SÍS og því sé þörf frekari
meðferð málsins fyrir dómstólum.
Jón Oddsson segir álitsgerð Jóns
Finnssonar, lögmanns Sambandsins,
um eignaréttindi kaupfélaganna í
eignum SÍS unna samkvæmt pöntun
“forstjóraveldis SÍS með markmiði
fyrirframgefna niðurstöðu og
tilgang.“ Jón Oddsson segir um að
ræða „mótsagnakenndar röksemd-
arfærslur meira í anda skrums en
lögfræði, þar sem vitnað er til úreltra
ákvæða laga um samvinnufélög frá
1937, sem andstæð eru grundvallar-
reglum íslenskra laga um eignarétt-
indi, viðskiptaöryggi og réttar-
vörslu.“
Álit J^is Finnssonar, lögmanns
SÍS, er, að kaupfélag geti einungis
krafist eignar sinnar í stofnsjóði
Sambandsins við gjaldþrot. Sam-
bandið verði ekki tekið til skipta
nema ákveðið verði að slíta því með
atkvæðum þriggja fjórðu hluta full-
trúa á tveimur fulltrúafundum í röð
og samhliða yrðu öll kaupfélögin að
ræða málið á sínum fundum.
Jón Oddsson telur m.a. að 67.
grein stjórnarskrárinnar, þar sem
kveðið er á um, að óheimilt sé að
svipta nokkurn eignum hans án
fullra skaðabóta, hnekki áliti lög-
manns SÍS. „Ef fallist yrði á það, að
eignir Kaupfélags Svalbarðseyrar
lúti eignarumráðum yfirstjórnar SÍS,
er slíkt framsal eigna óheimilt gagn-
vart umræddu þrotabúi nema frá SÍS
komi fullar fébætur inn í þrotabúið
skv. 67. grein stjórnarskrárinnar,“
ritar hann. Hann segir í tilkynn-
ingu sinni, að úrskurð sýslumanns
Þingeyjarsýslu um gjaldþrot Kaup-
félags Svalbarðseyrar verði að
endurskoða í þessu ljósi. Hann segir
og að SÍS og Samvinnubanki hafi,
með því að halda téðum eignum
kaupfélagsins, orðið eigendur eigna
eigenda sinna. Því sé ranghermi að
kalla SÍS Samband íslenskra sam-
vinnufélaga. Nær væri að nefna það
ÍSS, þ.e. íslensk samvinnufélög
Sambandsins. þj