Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. maí 1988 HELGIN 3 Amtmannssetrið að Möðruvöllum um daga Bjarna Thorarensen. kreistu fast og kyrktu þjóf, kúgun Norðurlands. “ AÐ TJALDABAKI Fyrsta veturinn sem Jón bjó á Bægisá var hann til húsa hjá prestsekkjunni, Helgu Jónsdótt- ur, konu séra Árna Tómassonar, er áður hafði haldið staðinn. Tók hann við jörðinni um vorið, en byggði hana öðrum og réð til sín unga stúlku, Önnu Ingi- mundardóttur, 19 ára gamla. Ekki varð hún gömul í vistinni, þar eð hún giftist brátt og flutti burtu. En skömmu eftir gifting- una ól hún dóttur, Jóhönnu. Til þess barns orti Jón seinna vísu, þar sem hann játar undir rós að móðir hennar hafi verið barns- móðir sín. Þannig var hinn gamli Adam enn ekki allur með Jóni Porlákssyni og urðu fleiri dæmin til að votta það. Um vorið 1792 nytjar hann sjálfur jörðina að nokkru og ræður til sín nýja bústýru, Helgu Magnúsdóttur, ættaða frá Bakka í Öxnadal. Helga var svo í þjónustu hans alla ævi hans. Hún var allra kvenna fróðust og langminnugust á ljóð og sagnir. Helga gistist aldrei, en átti þó tvö börn, Margréti og Jón. Var Margrét fædd 1796, en Jón 1798. Voru feður þeirra sagði lítils- megandi menn þar úr sveitinni og ólust börnin upp hjá Jóni á Bægisá, sem hafði af þeim allan veg og vanda. Um bæði þessi börn orti hann vísur, sem að efni og áferð bera fremur vitni um ást föður en fóstra. Sennilega er sú frægust er hann orti er Jón litli fæddist: „Á Bœsá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vœnt um þykja mundi rnér, mætti ég eiga hann sjálfur. “ Því er ekki að efa að Jón hefur eftir sem áður framið „skírlífis- brot“ eftir að hann fluttist til Bægisár, en engin kona gerðist til að kenna honum barn og engin hætta á að hann missti hempuna í þriðja sinn. Á Bægisá naut hann líka slíkrar virðingar og vináttu æðstu valdamanna landsins að geistleg og veraldleg yfirvöld hefði skirrst við að taka hart á honum þótt eitthvað kvis- aðist um útsláttarsemi í kvenna- málum, enda sú tíð óðum að líða er það var kærasta iðja íslenskra valdsmanna að þefa uppi með lostafullri vinnugleði hrösunarspor meðal almúgans. Alþýðan henti lausavísur hans á lofti, kesknivísur hans og klámvísur, sem svo voru nefndar, og sú stétt sem kennd var við bókaramennt, dáðist að hinum miklu þýðingum hans á verkum erlendra stórskálda. Þar átti hann engan sinn líka, hvort sem tekið var mið af orðsnilld eða metramáli textans. Hann var ekki misskilið séní sinnar samtíðar, sem yrði að bíða þess að fúna í gröf sinni áður en honum væri skipaður réttborinn sess í goðastúku íslensks skáld- skapar. Hann var sæmdur virð- ingarheitinu „þjóðskáld“ fyrstur íslenskra skálda og þeir sem lengst gengu í lofinu kölluðu hann „Milton íslenskra.“ LEIRGERÐUR Þegar kom fram á 19. öldina var mestur fremdar og framfara- baráttumaður þjóðarinnar orð- inn Magnús Stephensen, sonur Ólafs Stephensen stiftamt- manns, er eitt sinn hafði haft Jón Þorláksson að skrifara sínum. Magnús var eindreginn fylgjandi upplýsingarstefnunnar og til þess að framfylgja endur- bótaáhuga sinum hafði hann bit- urt vopn sér í hendi, prentsmiðj- una í Leirárgöðrum. Eitt um- deildasta ritverk er þaðan barst var hin Evangeliska kristilega messusöngs og sálmabók, sem út kom árið 1801. Hún átti eftir að valda meiri deilum en dæmi voru til áður á íslandi, en hún átti að taka við af hinum gamla „Grallara“ (Graduale) Guð- brands biskups, sem þjóðin hafði þá sungið úr í kirkjum sínum í 200 ár og hafði verið gefinn út 17 sinnum í Hólastifti og þrisvar í Skálholti. Þjóðin hafði tekið ástfóstri við þessa öldnu sálmabók, en þegar leið að lokum 18. aldar fannst geist- legum og veraldlegum valds- mönnum mál að breyta til. Höfðu biskuparnir Árni Þórar- insson, Hólabiskup og Hannes Finnsson í Skálholti safnað nýj- um sálmum til nýrrar bókar og Stefán Þórarinsson, amtmaður hafði fengið skáldið á Bægisá til að semja marga sálma, er í bókinni skyldu prentast. En Hannes biskup andaðist 1796 og er þar skemmst frá að segja að ritstjórn útgáfunnar lenti öll á höndum Magnúsar Stephensen í Viðey, sem þá gekk hvað harðast fram í að koma anda upplýsingarstefnunnar á fram- færi í anda hins nýstofnaða Landsuppfræðingafélags þeirra feðga. Þegar bókin svo loks kom út varð mörgum hverft við. Ekki síst þótti mönnum taka steininn úr er Magnús hafði útrýmt forn- kunningja landsmanna, þ.e. djöflinum, nær alveg úr bókinni. Vakti þetta mikinn úlfaþyt. Þá varð sjálft val sálmanna mörgum mikið hneykslunarefni. En fáir reiddust meir en skáld- ið á Bægisá. Þeir fáu sálmar eftir hann er í bókinni birtust, höfðu verið aflagaðir og þeim breytt á ýmsa lund og það af Magnúsi sjálfum, sem aldrei þótti mikið skáld, þótt margt og mikið væri vel um hann. Verið hafði góð vinátta með þeim Magnúsi áður, en nú kólnaði hún og sendi Jón frá sér bitrar háðvísur um bók- ina og sendi prentsmiðjunni í Leirárgörðum þessi orð: „Farvel Leirgerður, drambsöm drilla, drottnunargjörn og öfundsjúk! Pú skalt ei fleiru frá mér spilla, freyddu sem best afþínum kúk. “ Miklu fleira orti Jón til höfuðs sálmabókinni, „Leirgerði,“ eins og nú var farið að kalla hana og flest var það í sama stíl og erindið hér að ofan. Magnús brást illa við og fékk einn vel- unnara sinn til þess að kveða á móti. Sá var séra Arnór Jónsson á Hesti, sem átti 14 sálma í bókinni. Kvæði hans nefndist „Greppssálmur" og gekk hann þar mjög nærri Bægisárskáldinu. Þessi orrahríð í ljóðum stóð nærri fimm ár. Voru skáldin þá orðin þreytt, svo og almenning- ur. Svo svæsin voru níðkvæði Jóns að honum var hótað lög- sókn og embættismissi og kaus hann þá þann kostinn að friðr mælast við Magnús Stephensen og aðra andstæðinga. Hann hvarf á brott úr þessum foruga leik eins og miklu skáldi sómdi með yfirbótarvísum, sem eru eitt það fegursta sem hann orti, iðrandi og bljúgur gamall maður. 80 ÞÚSUND UÓÐLÍNUR Ekki gefst hér kostur á að fara mörgum orðum um þýðingar- afrek Jóns Þorlákssonar. En þeir sem kannað hafa þýðingu hans á Paradísarmissi, sem hann þó þýddi úr dönsku og þýsku, þar sem ensku hafði han ekki vald á, vilja telja að þar sem honum tekst best upp fari hann fram úr sjálfri frumgerðinni að skáld- legri fegurð. Hann átti 14 ár ólifuð er þýðingu Paradísarmiss- is var lokið og tók hann þá til við að þýða Messías eftir þýska skáldið Klopstock og það afrek auðnaðist honum að vinna fyrir dauða sinn. Það var þá orðið 80 þúsund ljóðlínur. Sama árið og hannlaukþvíverki, 1819,bárust honum að bana komnum, fyrstu skáldalaunin. Þetta voru 30 sterlingspund er komu frá Eng- landi og konungur veitti honum 40 ríkisdala styrk er greiðast skyldi skáldinu ár hvert meðan hann lifði. Þau laun fékk hann þó aldrei í hendur meðan hann var lífs. Sumarið 1819 var stirt og vætusamt og Jón Þorláksson hafðist við í lofthúsi á Bægisá. Helga Magnúsdóttir, hin trygga og góða, hjúkrar honum. Síðla sumars gisti á Bægisá prestur einn norðlenskur og svaf niðri undir lofthúsinu sem Jón var í. Þá var hann lagstur banaleguna. Heyrði aðkomupresturinn að hann lá á bæn alla nóttina. Það var komið haust og þann 21. október andast Jón Þorláksson. Löngum hefur Fjölnismönn- um verið þakkað að hafa verið upphafsmenn að endurreisn tungunnar, En hún var þegar hafin. Það hafði gerst með Jóni Þorlákssyni og þeir sem sem kanna ljóð hans og bera saman við skáldskap Jónasar Hall- grímssonar munu sannfærast um að í Jóni hafði „ástmögur þjóð- arinnar“ átt sér fyrirmynd og kennara í notkun málsins og skáldlegu hugarflugi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.