Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 4
A HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 Þar ganga gömul og lasin hljóð- færi í endurnýjun lífdaganna Spjallað við Sverri Guðmundsson, hljóðfæraviðgerðarmann, sem lærði þessagrein í London í þrjú ár þ ■ aðe I að er sama hvert litið er. Þarna eru gítarar, þarna fjórar flautur, þarna mjög svo misjafnlega útlítandi lúðrar af öllum stærðum og gerðum, mandólín, saxofónar og hamingjan má vita hvað ekki. Sum eru þessi hljóðafæri í mörgum pörtum. Á veggjunum eru allra handa stangir, sumar mjög furðulegar í laginu, en einnig tengur, logsuðutæki, límefni og svo fleira. Inni við gafl er rennibekkur og þarna er stór slípirokkur. Þetta er sjúkrahús lasinna hljóðfæra. Stöku munu ná fullri heilsu og óma á ný fyrir eyrum þakklátra áheyrenda, en önnur komast aldrei til heilsu - þeirra tími dæmist vera útrunninn, eins og gengur og gerist með sjúklinga. t>að er Sverrir Guðmundsson, 26 ára óbóleikari og tónlistarkennari, sem hefur þetta starf með höndum samhliða hljóðfæraleik sínum og kennslu, en þessa grein nam hann fyrir nokkrum árum erlendis og er sá eini hér á landi sem á þessu kann skil. En hvemig fékk hann áhuga á þessu og í hverju eru slíkar viðgerðir fólgnar? Fyrst viljum við þó fræðast ögn um hann sjálfan. „Já, ég er Reykvíkingur, einn fimm systkina og þótt ég geti ekki sagt að þetta hafi verið einhver sérstök músíkfjölskylda, þá fór það samt svo að öll lögðum við systkinin stund á tónlistarnám, að minnsta kosti um tíma og lærðum við Tónlist- arskólann. Sjálfur fór ég að læra á klarinett, en sneri við blaðinu 12 ára gamall og byrjaði nám á óbó hjá Kristjáni Stephensen. Á það hljóð- færi nam ég svo næstu átta árin. Jú, óbóið er erfitt hljóðfæri að leika á. Það þarf að vísu lítið loft í hljóðfærið, sem er ekki stórt - en það þarf líka mikinn þrýsting. Sagt er að gamlir óbóleikarar verði hálf skrýtnir í kollinum vegna þessa þrýstings á höfuðið, en um það vil ég ekki dæma, því ég hef ekki kynnst mörgum gömlum óbóleikurum. Það er því erfitt fyrir krakka að hefja nám á þetta hljóðfæri og lengi var ég einn í þessu námi hjá Kristjáni. Nú eru fleiri að læra á þetta. Ég lék einkum í hljómsveitum Tónlistar- skólans og svo Tónskóla Sigursveins, og á ýmsum kammerkonsertum og kom stundum inn í í Sinfóníuhljóm- sveitina í forföllum. En það urðu viss tímamót hjá mér þegar ég fór til London á þetta blásaranámskeið. Égkeypti mérnýtt hljóðfæri þar úti, sem var töluverð ákvörðun, því gott óbó getur vel kostað yfir 100 þúsund. Það er hin sérstaka meðferð á viðnum, flókið lyklakerfi og mjög dýr og margbrotin áhöld sem til smíðinnar þarf sem svo háu verði valda. Þarna á námskeið- inu var líka frægur hljóðfæravið- gerðarmaður, Ted Planas, sem okk- ur gafst færi á að ræða við, og þar sem ég hef alltaf verið gefinn fyrir allra handa „fikt“ (ég var um tíma að læra útvarpsvirkjun), ræddi ég mikið við hann. Þegar fram komu sprungur í nýja hljóðfærinu eftir að ég kom heim og ég varð tvisvar að senda það út til framleiðandans, vaknaði svo alvarlegur áhugi hjá mér á að gefa hljóðfæraviðgerðum frekari gaum. Systir mín var þá við nám í píanóleik í London og nú sendi ég hana út af örkinni, til þess að spyrjast fyrir um nám í þessu og það bar sinn árangur. Við skóla er heitir „Merton Technical College" reyndist vera deild er kenndi hljóð- færaviðgerðir og þangað skrifaði ég með þeim árangri að mér bauðst að koma þangað til náms í tvo vetur. Reyndar bætti ég um betur og var í þrjá vetur. Hljóðfæraviðgerðadeildin var lít- il, en þar voru sjö kennarar og 20 nemendur á hvoru ári. Á fyrsta árinu voru kennd undirstöðuatriði fimm greina: viðgerðir á tréblásturs- hljóðfærum, viðgerðir á málmblást- urshljóðfærum og svo á strengja- „Ó, syng mín sálarlúta... “ kvað Steinn Steinarr. En fáir vita hvern- ig lúta lítur út. Það veit Sverrir hins vegar manna best, því hann hefur verið að smíða þetta afar flókna hljóðfæri í tómstundum t fjögur ár. Nú er smíðin þó komin á lokastig, eins og hér má sjá. (Tímamynd Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.