Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 15
HELGIN 15 Laugardagur 7. maí 1988. r—---------------------- Eg verð að byrja þessa síðu á því að skýra sam- viskusamlega frá áliti því sem ég hef um árabil haft á Mercedes-jeppanum. Er það að hluta til sprottið af trausti því sem ég ber til Benz-Unimog og að hluta til trúnni á vestur-þýsk tæknigæði. Er skemmst frá því að segja að reynsluakst- ur þessi varð til að auka verulega álit mitt á þessum Mercedes-G bOum sem Ræsir flytur til landsins. Öflugur torfærubíll Reynsluaksturinn varð nokkru ýtarlegri en ráð var fyrir gert í upphafi. Á daginn kom að vega- slóðar þeir sem Tíminn ekur að jafnaði, til að kanna kosti jeppa- bifreiða, voru með blautasta móti. Þá urðu holklaki og jarðís einnig til þess að þyngja róðurinn. Mæli ég með því að menn fari ekki mikið út á moldarvegi nú í vorleysingum, veganna vegna, en þegar upp er staðið eftir þennan akstur verður á hinn bóginn nægt að fullyrða meira um getu jeppans. Til að tryggja öryggi á fáförnum vegum, var hóað í einn af velunnurum Tímans, Matthías Örlygsson, og hann feng- inn með á Bronco-jeppanum sín- um í erfiðustu brautina. Niðurstað- an er sú að Mercedes-G er mun öflugri torfærubíll en ég hafði talið. f stórum dráttum má segja að hann gat nær endalaust krafsað sig áfram og rifið sig úr festum, jafnvel þótt ekki væri gott grip nema undir einu hjóli. Þægilegar 100% gírlæsingar á fram- og afturdrifum ráða þar verulega úrslitum þegar annað hef- ur verið nýtt til hins ýtrasta. Þetta „annað“ er reyndar með öflugasta . móti, einsog vikið verður aðsíðar. Kemst af með 125 DIN/hestöfl Benzinn, sem notaður var í slóð- irnar, var af gerðinni 230 GE. 230 stendur fyrir 2,3 lítra vél, G er samheiti fyrir jeppana og E þýðir að vélin er bensínvél. Stærsta vélin í Benz-G er 280, eða 2,8 lítra og sex cylindra, sem skilar 150 hestöfl- um á DIN kvarða. Dieselvélarnar eru tvær. Sú minni er 4 cylindra og 2,4 lítra, en sú stærri er fimm cylindra, 3ja lítra, er skilar tæpum 90 DIN hestöflum. Hátt vogarafl Að grunni til er um sömu vél að ræða og í öðrum 230 Benz-bílum. Jeppavélin hefur þó þann eigin- leika að skila hærri hestaflatölu við hæsta snúning og um leið að skila besta vogarafli (toque) á skemmra snúningshraðasviði miðað við eyðslu. Hámarks „torque“ er 192 Nm miðað við 2400 snúninga á mínútu og hestöflin ná því að vera 125 DIN hestöfl við 5000 snúninga. Þar sem vélin er auk þess slaglöng að uppruna, er hún með því allra seigasta sem tíðkast orðið í jeppa- heiminum. Þá er hún mjög spar- neytin og kemst niður í 17,1 líter á hundraðið í blönduðum akstri. Svona jafnframt vélatalinu má geta þess að innan fárra ára verður farið að bjóða þessa bíla með nýjustu Benzvélunum, en það eru ögn léttari vélar og af lítið eitt öðrum stærðum. Verður það um svipað leyti og nokkrar minniháttar útlitsbreytingar verða gerðar. Millikassi og læsingar Næst er að geta gírkassa og drifa. Ennþá er millikassinn þannig gerður að hann er annað hvort læstur í afturhjóladrifi eða fjór- hjóladrifi. Samkvæmt heimildum úr innsta Mercedeshring getur far- ið svo að strax á næsta ári verði farið að afgreiða þessa jeppa með millikassa sem dreifir aflinu líkt og Quadratrack-hugmyndin byggir á. Þessi kassi verður að sjálfsögðu með gírlæsingu. En eins og er liggur ýmist 100% afl á afturhás- ingu, eða því er deilt til jafns, 50/50, á milli beggja heilla hásing- anna. Augljós ókostur þessara Sem betur fer hefur þessi bOI aldrci orðið bara að stöðutákni, enda er Benz 230 GE hörkujeppi og afburða notalegur ferðabfll. Tímamynd Gunnar Á FJÓRUM HJÓLUM: REYNSLUAKSTUR: MERCEDES BENZ 230 GE og öryggi út í hvert hjól jöfnu helmingaskipta er sá að ekki er vogandi að aka í fjórhjóladrifi á þurru malbiki. Á móti þessum annmarka má geta þess að sérstök unun er því fylgjandi að finna hversu auðvelt er að skipta milli- kassanum, jafnt í kyrrstöðu sem á lítilli ferð. V-þýska aksturslagið Gírskiptingar á Mercedes-G er einnig kafli út af fyrir sig. Þarna verður að segjast eins og er, að mér finnst gaman að beita skiptingunni og alveg sérstaklega skiptingu millikassans. Það er t.d. lítið mál að skipta, á ferð. úr fyrsta gír í háa drifi niður í annan gír í lága drifi. Lék ég mér að þessu við erfiðar aðstæður þar sem ekki mátti stöðva bílinn. Voru aðstæðurnar reyndar þannig að við vorum að aka í gegnum vilpur, taka snarpa beygju og þar í beygjunni tók við löng skriðubrekka. Kom sér vel að ekki þarf endilega að taka mögnuð tilhlaup í brekkur, þegar hægt er að stilla á driflæsingar í miðjum klíðum. Hef ég nú kosið að kalla þetta „v-þýsku aðferðina". Seigla og þyngd Þá er Mercedes-G með frekar lágum gírhlutföllum. Fyrsti gír í háa drifi hefur hlutfallið 4.628, lága drifið hefur hlutfallið 2,14 og snúningshlutfallið á öxlinum er 4,9. í samstarfi við slaglanga vélina og hátt vogarafl er útkoman sú að varla er að finna algengan jeppa sem kemst jafn hægt við erfiðar aðstæður. Er þessi kostur lfka afar mikilvægur þegar beita þarf honum til dráttar. Væri lengi hægt að fjalla um hlutföll og drif, en einhvers staðar verður umfjöllun um annað að fá stað. Ég verð að viðurkenna að G er nokkuð þungur bíll, enda byggð- ur á sterka grind og með sterku húsi. Án ökumanns vegur hann um 1880 kg. Styrkleikinn gefur mögu- Tímumynd Guðrún Helga leika á mikilli dráttargetu og allt að 620 kg hleðslu. Þunginn kemur honum vel til góða á meðan hann hefur eitthvert grip undir einhverju hjólanna, en verður til vandræða þegar þörf er á að fljóta yfir snjóbreiður eða þess háttar færi. Hér verð ég að finna það að þessum draumabíl að margt er að sjá í honum sem veldur óþarfa þyngd. T.d. erjárn í baki aftursætis og einnig er mælaborðið borið uppi af járni. Þá er hvarvetna að sjá sterka járnbita, rör og rær, í sætisfestingum og víðar. Mælist ég hér með til þess að G-bíIlinn verði léttur. Dekkjaloftstakki En fyrst við erum farin að tala um þyngd á jeppum og þann draumakost að hægt sé að láta þá fljóta í snjó, verð ég að segja ykkur aðra frétt úr innsta hring „Auðnu- stjörnunnar". Ef þú pantar fimm- tíu Mercedes-G, eða fleiri, er hægt að fá þá með búnaði sem gerir bílstjóranum kleift að minnka loft- Aðkomuhorn er 36 gráður, bakhornið er 31 gráða og kviðarhornið, undir miðjan bflinn, er 21 gráða. Miðað er við hlaðinn bfl og þá er hæð undir lægsta punkt 21 cm. þrýsting í öllum hjólbörðum, eða auka hann, með því að snúa einum takka í mælaborðinu. Til þessa hafa jepparnir ekki verið afgreiddir með þessum búnaði nema sem herbílar til ákveðinna landa, en þá eru þeir jafnan taldir í tugum. Aðspurður sagði forstjóri Ræsis að þessi búnaður væri ekki á pöntun- arlistanum sem sendur er frá V- Þýskalandi. Reyndar kemur ekki á óvart að Benz-verksmiðjurnar hafa orðið fyrstar, að ég best veit, til að senda frá sér jeppa með þessum dekkja- loftþrýstibúnaði. G-jeppinn ert.d. búinn að vera með markaðshæfum gírlæsingum á mismunadrifinu í meira en áratug, en það var ekki fyrr en í haust sem hliðstæður búnaður kom í fyrsta japanska jeppann. Lúxus aðbúnaður En nú verður innrétting, stýri og aðbúnaður mannanna að komast að. Sætin eru með því allra besta sem ég hef prófað. Þau eru mátu- lega stíf til að styðja vel við bak og læri og svo er hægt að stilla þau á alla kanta. Þá var að finna í reynslujeppanum lakka fyrir sætis- hitun með tveimur stillingum, fyrir hvort framsætið um sig. Mjög auð- velt er að umgangast aftursætin í þriggja dyra útgáfunni, þar sem framsætin falla alveg að mæla- borði. Það kom mér einnig að óvörum hversu vel er hugsað um miðstöðv- arhitun á aftursætisfarþega. Ristin sem gengur aftur á milli framsæt- anna er u.þ.b. 40 cm breið og blæs vel. Þarna í aftursætunum er ofan á allt annað mjög rúmgott. Bekk- urinn er gerður fyrir þrjá farþega og á honurn eru þrenn öryggisbelti og þrír höfuðpúðar. Mjög hátt er til lofts í hvaða sæti sem setið er í. Fyrir aftan bekkinn cr að lokurn að finna sitt hvorn hliðarbekkinn, en hægt er að hafa seturnar spenntar uppi. Afturhurðin er stór og sér- staklega þægileg. Verð ég nú samt að setja út á einn hlut er snertir ökumann sér- staklega. Svo virðist sem gírstöngin sé fengin úr öðrum bíl, en hún er óþægilega stutt miðað við hversu framarlega hún er staðsett. Þá má einnig deila um hvort afturábakgír- inn eigi að vcra þannig að toga þarf stöngina lítillega upp. Þetta fannst mér fyrst óþægilegt en síðar sættist ég alveg við hugmyndina, öryggis- ins vegna. Þægindin verða ekki af Merce- des skafin og er G ekki undantekn- ing frá þeirri góðu reglu. Hann er sérstaklega makindalegur á þjóð- vegum og í venjulegum akstri og kemur gormafjöðrun á hverju hjóli vel út í fjallaslóðaakstri. ABS læsingar- vörn á hemla Eitt er það enn sem þessi jeppi hefur umfram flesta jeppa. Allir Benz-jepparnir koma með ABS læsingarvörn á bremsunum. Hjólin læsast ekki við hemlun, og stöðva bílinn því á skemmri vegalengd. Grundvallar sjónarmiðið er það að ekki sé nóg aö komast nær enda- laust áfram, heldur sé ekki síður nauðsynlegt að geta haldið aftur af tækinu þótt hált sé undir í snjó, aurbleytu eða lausamöl. Án þess að geta fjallað frekar um Mercedes G, vegna plássins, er niðurstaða mín þessi: Fjallaferðir ættu helst að bjóða uppá óvænt ævintýri og uppákomur, en ekki sjálfur torfærubíllinn. Þetta hefur tekist í hönnun Mercedes G. Innanbæjar- og þjóðvegaakstur á að vera notalegur, öruggur og skila mönnum sem minnst þreyttum á áfangastað. Þetta hefur líka tekist. Krístján Björnsson •+-Vél, gírskiptingar, læsingar, aksturseiginleikar, þægindi, sæti,, einangrun, styrkleiki -Þyngd, aðalgírstöng, óskipt aftursæti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.