Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. maí 1988 Rausnarlegasta móðir í heimi í haust sögðum við frá suður-afrískri konu, sem tók að sér að ganga með barn fyrir dóttur sína. Hún fékk egg frá dóttur sinni og sæði tengdasonar síris og allt gekk eins og í sögu. Nokkrum vikum síðar kom í Ijós, að ekki var um eitt barn að ræða, heldur gekk konan með þrjú barnabörn sín. Þríburarnir fæddust 1. október og fjölskyldan öll er sæl og ánægð með I ífið. Þann 1. október í fyrra var þríburafæðing ein forsíðuefni heimsblaðanna. Ekki af því þrí- burar væru í sjálfu sér svo merki- legt fyrirbæri, en þegar þeir eru glasabörn og þar að auki barna- börn móður sinnar, horfir málið öðruvísi við. Pat Anthony tók sem sagt að sér að ganga með börnin fyrir dóttur sína, sem var ófrjó eftir einu fæðinguna sína. Karen og Alcino Ferreira-Jorge, eiginlega portúgölsk, en búsett í Suður-Afríku, áttu einn son, Alc- ino yngri, sem nú er fjögurra ára. Fæðing hans varð Karenu erfið og minnstu munaði tvisvar sinnum á eftir, að hún gæfi upp öndina. Ffún þurfti að gangast undir meiriháttar skurðaðgerð til að halda lífi og fjarlægja varð legið. Auðvitað þýddi það, að hún gæti ekki eignast fleiri börn. Ffjónunum féll það mjög þungt, því þau höfðu alltaf ætlað að eignast stóran barnahóp. Nú eiga þau hópinn sinn, þökk sé Pat, móður Karenar. Hún og Raymond maður hennar, höfðu verið gift í 26 ár og þjáðust með dóttur sinni. -Bara að við gætum gert eitthvað til að hjálpa, sögðu þau hvort við annað. Ekki hvarfl- aði að þeim í fyrstu, að þau gætu neitt gert, allra síst á þann hátt sem raun varð á. Slíkt gerir enginn Það var læknir Karenar, sem fyrst orðaði það við hana, afar varfærn- islega, að þau hjón fengju aðra konu til að ganga með bam, sem getið væri í tilraunaglasi, með sæði Alcinos og eggi frá Karenu. Frjóvguðu egginu yrði síðan komið fyrir í legi hinnar konunnar. Hún gengi síðan með barnið, fæddi það og afhenti loks réttum foreldrum. Tæknilega ætti ekkert að vera þessu til fyrirstöðu, en hvað fannst Karenu og Alcino? -Við ræddum það fram og aftur, segir Alcino. -Tilhugsunin var freistandi. Með þessu móti gætum við eignast annað barn og við þráðum ekkert heitar. En var þetta rétt? Hvað um konuna, sem gengi með barnið? Við vissum að mögu- leikarnir á að bömin yrðu fleiri en eitt, voru miklir í svona tilfellum, það hafði læknirinn útskýrt fyrir okkur. Hvers konar kona myndi gefa sig í svona lagað? Hvernig ættum við líka að finna hana? -Mér fannst þetta í senn bæði freistandi og óeðlilegt, segir Karen. -Vissulega yrði barnið okk- ar Alcinos að öllu leyti, erfðafræði- lega séð, en samt... að borga ókunnugri konu fyrir að gera mig að móður... Það var einkennileg tilhugsun. Ræddi við mömmu -Ég átti í skelfilegu sálarstríði, segir Karen. -Lengi vorum við Alcino ein að berjast við vandann, en einn daginn ákváðum við að ræða málið við mömmu og pabba. -Þá vissi ég skyndilega, hvað mér bar að gera, segir Pat. -Ef ég gæti bara orðið þessi staðgengils- móðir. Ég var ekki orðin of gömul til að ganga með barn, 48 ára. Karen var barnið mitt og það yrði vissulega allt öðruvísi fyrir hana, að ég gengi með bamið, en blá- ókunnug manneskja. Raymond hafði ekkert við þetta að athuga, sagði bara að ef ég væri reiðubúin að gera þetta, myndi það bara gleðja hann, fyrir hönd dóttur sinnar og tengdasonar. Þannig varð það og nú þegar ég sé, hvað allir em glaðir, er ég viss um að við tókum rétta ákvörðun. Ég hafði verið smeyk um að mér fyndist ég alltaf vera móðir barn- anna, sem við vissum snemma á meðgöngunni, að yrðu þrjú, en mér finnst ég ekki vera neitt nema amma þeirra. Heimsins ánasgðasta amma. Raymond brosir. -Ég hef eignast þrjú ný barnabörn til að dekra við. Það er stórkostlegt. Indælis börn Þríburnarnir heita David, Leila- Paula og José og eru ekki á neinn hátt frábrugðnir venjulegum börnum. Fjölskyldan hefur vanist breytingunni, sem raunar var bylting. Það munar um minna en þríbura á heimilið. Persónleikar litlu systkinanna eru gjörólíkir. David er rólegur og alltaf í góðu skapi, sefur mikið og unir glaður með pelann sinn. Hann er líka dökkhærðari en systkini hans. José er fjörkálfurinn í hópnum. Hann sefur fremur lítið og hefur eldlegan áhuga á umhverfinu og öllu sem gerist í kring um hann. Leila-Paula grét mikið fyrstu vikurnar, en er nú ánægðari með lífið. Hún vill helst láta bera sig um og nýtur þess að hlusta á tónlist. -Við erum svo heppin að hafa heimilishjálp og barnfóstrur bæði dag og nótt, segir Karen. -Auðvit- að vildi ég helst gera allt sjálf, en kemst bara ekki yfir það. Hver einasta stund er mér nautn. Um daginn skellihlógu þau í fyrsta sinn og ég hefði ekki viljað missa af því. José byrjaði og hin tóku undir. Fyrst hló ég líka, en svo grét ég... af einskærri gleði. Ég get ekki lýst þakklæti mínu með neinum orðum, en ég á áreiðanlega stórkostlegustu móður í heimi. Fyrst gaf hún mér lífið og síðan þremur börnum mínum. Það kemur enn fyrir, að ég óttast, að þetta sé allt draumur. HELGIN THf 7 KENNARA- HASKÓLI iSLANDS Nám fyrir starfandi stjórnendur í skólum Haustið 1988 hefst í fyrsta skipti framhaldsnám fyrir starfandi skólastjóra og yfirkennara við grunn- og framhaldsskóla. Námið fer fram á þremur 5 eininga námskeiðum og tekur u.þ.b. eitt og hálft ár. Hvert námskeið hefst með tveggja vikna vinnu í Kennaraháskóla íslands og síðan tekur við fjarkennsla. Námið hefst í byrjun október 1988. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 20 á ári hverju. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Nánari upplýsingar um nám þetta, inntökureglur og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Sími: 688700. Rektor Kennaraháskóla íslands LONDON rxi viKu FLUGLEIÐIR -fyrir þíg- R 6 FJOLHNIFAVAGNAR Fyrirliggjandi - Verð frá kr. 398.000.- og góð greiðslukjör Argerð ’88 með 3ja ára ábyrgð ARMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.