Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. maí 1988 HELGIN 11 Gisela Braun var klár í kollinum oe' beitti nauðsarann braeði, sem dueði til að fella hann. Misjöfn eftirtekt Margir nauðgarar verða óðir, ef fórnarlambið sýnir einhvern mót- þróa. Ef til vill var þessi einn þeirra og drap þær á stundinni, ef þær væru ekki samvinnuþýðar. Sú svarskoðun Drechers. Hins vegar voru stúlkurn- ar oft svo illa haldnar andlega, að þær gátu litlar upplýsingar veitt um ódæðismanninn. Lögreglunefndin var í vanda. Nauðgurum á bílum hafði fjölgað gífurlega á undanförnum árum og það var ekki að undra. í tíu ár hafði það verið stefna yfirvalda, að senda nauðgara til sálfræðinga og „endur- hæfa“ þá, í stað þess að stinga þeim í fangelsi. Það virtist hins vegar ekki gera mikið gagn, þeir tóku. yfirleitt upp fyrri iðju og alls staðar eru ungar stúlkur í leit að bílfari. Við þessar kringumstæður var ekkert annað að gera en bíða eftir því sem gerast kynni frekar, í von um að einhver stúlkan hefði það mikla athygligáfu, að hún gæti leitt lögregluna á slóð nauðgarans. Því miður lifði næsta fórnarlamb hans ekki til að segja neitt. Þann 22. maí 1982 hvarf Angela Marks er hún beið eftir bílfari. Leitað var í Djöfla- mýrum, en ekkert fannst, sem er kannski ekki undarlegt, því mýrarn- ar eru mörg hundruð ferkílómetrar af illfæru landi og geta hæglega gleypt meira en eitt stúlkulík. Ang- ela var nýorðin 18 ára. Þann 10. júlí var lögreglan heppn- ari og einnig hin 18 ára Elsbet Warnecke. Hún fékk far og ökumað- urinn lét sér nægja að nauðga henni. Hún veitti engan mótþróa, því hún hafði heyrt alit um morðingjann í Djöflamýrinni og þegar brúni bílinn beygði af veginum, inn á afskekktan akur, vissi hún að líf hennar ylti á samvinnu við nauðgara. Reynt að gabba Henni fannst hún þó varla standa sig nógu vel og stakka því upp á að þau hittust aftur daginn eftir. Piltur- inn hló bara og skipaði henni út úr bílnum, nakinni á skónum. Hann ætlaði greinilega ekki að láta gabba sig í gildru. Elsbet gat samt uppiýst lögregluna töluvert. Bíllinn var dökkbrúnn, er- lendur og nýlegur. Ökumaðurinn var snyrtilegur og ilmaði af þekktri sápu, en henni fannst sérkennilegt, að ekki var stingandi strá á bringu hans eða handleggjum. Hann hafði ekki meitt hana, en verið afar snögg- ur að ljúka sér af. Níu dögum síðar, þann 19. júlí, fengust fleiri upplýsingar. Þá var hin 17 ára Gerda Óppelman að leita sér að fari við vegamót milli Bremen og Hamborgar. Skammt frá bænum Tosedt fékk hún far með ungum manni á brúnum Datsun. Eftir stutt spjall ók hann út af veginum, inn á mjóan slóða og tók upp hnífinn. Hann neyddi Gerdu til samfara og henni varð svo mikið um, að hún varð að fara á sjúkrahús og gat ekki haldið áfram í skóla fyrr en eftir margra vikna meðferð. Hún fékk smáskurð á hálsinn eftir hnífinn. Þrátt fyrir allt tókst henni að muna ýmis atriði, meðal annars þrjá seinustu stafi bílnúmersins, 477. Það dugði þó skammt, þar sem bókstaf- ina vantaði, svo enn var beðið átekta. En ekkert gerðist frekar í Djöflamýrum það sem eftir var ársins. Fimm dögum fyrir jól fannst þó lík Angelu Marks í mýrunum, svo illa farið að engin leið var að bera kennsl á það, en veski hennar og föt voru þarna líka. Bílnúmerið í hlutum Sú tilgáta að nauðgarinn væri ekki hrifinn af slæmu veðri, virtist standast, því það var ekki fyrr en í júní 1983, að hann lét næst til skarar skríða. Fórnarlambið var hín 17 ára Ruth Greimert. Henni var ógnað með hnífi og nauðgað, en síðan fleygt út. Hún mundi, að bílnúmerið byrj- aði á S, en afgangurinn af því var Lík Marínu Volkman fannst á akrí. Hún var kyrkt og stungin 27 sinnum. ósýnilegur vegna leðju, sem klínt hafði verið á það með vilja. Drecher fannst heldur hægt ganga og óttaðist að fleiri stúlkur létu lífið, áður en einhver sæi allt bílnúmerið. Hann hafði rétt fyrir ser þar. Hin tvítuga Marina Volkman ætlaði á puttanum frá Bremen til Hamborgar snemma að morgni 26. desember 1983. Hún hafði gaman af að ferðast með vörubílum og erindi hennar núna var að fara með einum slíkum til Svíþjóðar. Hann lagði upp frá Hamborg og þar yrði hún að taka hann. Kalt var í veðri og suddarigning. Um klukkan 11 sá fráneygur bílstjóri eitthvað torkennilet við afleggjarann hjá Tosedt. Það reyndust jarðneskar leifar Marinu. Hún hafði verið kyrkt og það kom ekki heim og saman við aðferðir Djöflamýramorðingjans. En hún hafði líka verið stungin 27 sinnum, svo ekki var útilokað að hér hefði hann enn verið að verki. Þann 17. janúar 1984 var hin 17 ára Sigrid Putez tekin upp í bíl og nauðgað. Hún var viti sínu fjær af skelfingu, þegar hún komst til byggða og gat engar upplýsingar veitt. Sama var um hina tvítugu Anneliese Schreiber, sem var nauðg- að skammt frá Tosedt mánuði seinna. Sígaretta felldi morðingjann Þá vart röðin komin að Giselu Braun, sem var handviss um að sér yrði nauðgað og hún kannski drepin Ifka. Hún kunni ekkert til sjálfsvarn- ar og vissi að hún hefði ekkert að gera í piltinn, þó hann væri ekki þrekvaxinn. En höfuðið á henni var í góðu lagi og hún missti ekki stjórn á sér af hræðslu. Sígarettan var ekki eingöngu ætluð til að róa taugarnar. Þegar nauðgarinn snéri sér aftur að henni, tók hún sígarettuna út úr sér og rak glóðina í auga hans. Augnalokið kom í veg fyrir að pilturinn blindaðist, en hann brenndist illa, rak upp öskur og greip höndum fyrir andlitið. Gisela opnaði dyrnar, skaust út og hljóp út í myrkrið. Hún fór þó ekki langt, heldur var á verði og setti vandlega á sig númer bílsins, áður en hún faldi sig í runnaþykkninu. Raunar þurfti hún ekki að fela sig, því pilturinn ók nær strax í burtu. Þarna lauk ferli Djöflamýra- morðingjans. Sama kvöld var hann handtekinn. Hann hét Thomas Rath, var 24 ára og yfirmaður í þýska hernum. Hann játaði eftir tvær klukkustundir og kenndi móður sinni um allt saman. Hún hefði ekki kennt honum neitt um kynlíf og það hafði gert hann að þessu villidýri, sagði hann. Kviðdómur var þó sannfærður um að mestur hlutinn væri honum sjálf- um að kenna og í apríl 1985, var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi og meðferð hjá sálfræðingi. SAXBLÁSARAR EBERL Original saxblásarar Með öflugu stálhnífahjóli og aðfærslubandi fyrir 6 - 14 - 40 og 80 mm söxun. Þessir nýju saxblásarar eru með mjög ná- kvæma söxun. BÆNDUR! Síðustu forvöð að panta til afgreiðslu í sumar. KAUPFÉL /SBÚNADi ÖGINOG ARDEILD s^SAMBA ÁRMÚLA3 REY [íJirJ-Luc VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SlMI 83266 - 686655 NORDSTEN Turbo-matic Áburðardreifarar-5Q0og 800 lítra Frá þekktasta fyrirtæki á Norðurlöndum í framleiðslu á sáðvélum. Verð frá kr. 49.400 1. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. - Dreifibreidd 12 m. 2. Reiknistokkur til nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. hektara. 3. Kögglasigti hindrar að áburðarkögglar komist niður í dreifibúnaðinn og loki fyrir aðrennsli til dreifiskífunnar og valdi þar með ójafnri dreifingu. Hleðsluhæð 500 I dreifarans er sðeins 82 cm og 800 I aðeins 90 cm. 4. Kapalstýring úr ekilshúsi fyrir stillingu á áburðarmagni og áburðardreifingu til hægri eða vinstri, þegar dreift er meðfram skurðum og girðingum. 5. Áburðartrektin er á hjörum, sem auðveldar þrif á dreifibúnaði og tengingu við dráttarvéi. 6. Aukabúnaður: Lok sem ver áburðinn í trektinni fyrir raka. Nordsten: Viðurkennd vara fyrirgæðiog nákvæmni. Járniðnaðarmenn - Rafiðnaðarmenn Okkur vantar nú eða fljótlega menn til afleysinga í sumarfríum eða til lengri tíma. Starfið er einkum fólgið í járniðnaði, rafiðnaði og skyldum greinum. Langur vinnutími, fæði í mötuneyti. Upplýsingar gefur Ágúst Karlsson í síma 681100. Olíufélagið hf. Suðurlandsbraut 18, sími 681100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.