Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 8
HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 Framhjáhald karla Hvað fær karla sem eiga góðar og ástríkar konur sem þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun missa, til þess að hoppa „uppí“ hjá öðrum konum jafnvel hvenær sem færi gefst? Blaðamanni breska mánaðarritsins Cosmopolitan, M. Smith, þótti ærin ástæða til að reyna enn einu sinni - fyrir hönd „systra“ sinna - að afla svara við þessari gömlu og þó ávallt nýju spurningu, með lestri og viðtölum við sérfræðinga og menn úr hópi “sökudólganna“, þ.e. eiginmanna sem haldið hafa fram hjá konum sínum. Sú úttekt miðast vitaskuld við breska menn og konur. En við höfum líka orð skáldsins Tómasar fyrir því, að: „Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“. Lausir við 1 Er traust og trúnaður hvimleið „nei“ leiðinlegur? „Mörg ykkar segjast sjálfsagt einnig þekkja eiginkonur sem svíkja mennina sína“, segir greinarhöfundur og vitnar m.a.s. til nýlegrar skoðana- könnunar í einu stórblaðanna, þar hafi komið fram að 40% giftra kvenna viðurkendu fram- hjáhald. Niðurstöðum allra rannsókna, kannana og úttekta beri hins vegar saman um það, að konur séu miklu líklegri til að vera mökum sínum trúar heldur en karlar. „Ég hef aldrei kynnst konu, sem var ástfangin af manninum sínum og ánægð í sambúðinni við hann, leita kynferðislegra ævintýra með öðrum körlum. En því miður get ég ekki sagt hið sama um karlkynið“, hefur M.S. eftir þekktum sálfræðingi. Eftir öðrum hefur hún, að hið alræmda fjöllyndi og ótrúlega kynorka sumra homma (samfar- ir við 10-20 karla á einni helgi) stafi ekki af því að þeir eru hommar, heldur einfaldlega að þeir eru karlmenn - karlmenn sem eru blessunarlega lausir við að þurfa að láta hvimleið „nei“ kvenna aftra sér. í samtali við geðlækni spurði greinarhöfundur hvaða ástæður fyrir ótryggð og framhjáhaldi hann heyrði oftast karlmenn sem til hans leita tilgreina. Geð- læknirinn taldi eftirfarandi ástæður vera þær sem hann oft- ast heyrði nefndar um þessar mundir: 1. Líkamleg þörf. „Konan (vin- kona) mín vill ekki njóta ásta með mér“. Oft þýðir þetta í raun að hún vill ekki „gera það“ nógu oft - þ.e. að þeir vilja meira. 2. „Það er alltaf sama sagan læknir. Um leið og konurnar verða ástfangnar af mér og ég að elska þær þá missi ég allan kynferðilegan áhuga á þeim. Ég get ekki sorðið konu sem ég er hrifinn af“. 3. Sumir menn vilja ekki segja eiginkonum/ástkonum sínum hvað þeir þrá og langar mest til í bólinu. Það á m.a. við um þá sem haldnir eru kvalalosta sam- fara sjálfspíningarhvöt og/eða eru hvað spenntastir fyrir hinum ólíkustu „hjálpartækjum“ ásta- lífsins. 4. „Konan mín veitir mér enga athygli. Mér fannst því rétt að sýna henni ... “ Þessir menn þarfnast þess að láta konurnar komast að framhjáhaldi sínu. 5. „Ég vildi ná mér niður á henni. Hún hélt fram hjá mér“. Vitanlega getur það verið satt, en stundum eru þessir menn einungis sjúklega afbrýðisamir. 6. Hugsýkislegárátta. „Égbara get ekki hætt læknir. Ég hrein- lega verð að reyna við allar konur sem ég kemst í tæri við“. Vitanlega verða margar aðlað- andi konur á vegi slíkra manna. Það athygliverðasta er að kon- urnar þurfa ekki að vera neitt aðlaðandi. 7. „Ég á góða konu og við höfum allt til alls, en ég er bara hundleiður á þessu öllu saman“. Þessum mönnum leiðist hið góða, sjálfsagða og örugga. Það forboðna æsir þá upp kynferðis- lega og hjákona eykur spenn- una. 8. Sumir menn þarfnast „ást- kvenna“ til að skara glóðir að sínu brenglaða tilfinningalífi. Og þá um leið að ræða um ævintýri sín við eiginkonurnar. Með því tekst slíkum manni að gera eiginkonuna að keppinaut ástkonunnar um kynferðislega hylli hans. Barnalegir og vanþroska? Greinarhöfundi þóttu ýmsar lýsingar á framangreindum manngerðum nánast hlægilegar en jafnframt athygliverðar og lét spurningarnar áfram dynja á doktornum: Hvað með þá menn sem aldrei virðist hafa til hugar komið að vera trúir konum sínum? - Þeir hafa ólæknandi - taug- aveiklunarlega þörf - fyrir að njóta ástar kvenna. Elska karlar þær konur sem þeir eru að hoppa uppí hjá? - Nei, þeir elska eiginkonurnar, ekki hjákonurnar. Telur þú að konur eigi að sætta sig við ótryggð karla? - Það ræðst af því hverju þær eru að sækjast eftir. Óánægður maður verður oft ótrúr. Af hverju virðast jafnvel bestu eiginkonurnar ekki síst vera sviknar? - Þær bjóða mönnum sínum ekki birginn. Mennirnir telja sig kynferðilega sigurvegara. Þeir eru öruggir um aðdáun kvenna sinna, ástir þeirra og þrár. Sumir karlar þarfnast stöðugra sann- ana fyrir karlmennsku sinni - þeir eru einfaldlega svo barna- legir og vanþroska. Tryggðin þó ekki útdauð með öllu Þykir sumum körlum tryggð og trúmennska beinlínis leiðin- leg? - Þeir þarfnast einhvers meira utan síns fasta sambands eða hjónabands. Það þýðir þó alls ekki að konurnar þeirra séu leiðinlegar. En gott heimilislíf þarf ekki endilega að vera spennandi. Ég vil þó taka fram, að þeir menn sem stöðugt svíkja konur sínar eru haldnir tauga- veiklun á háu stigi. Karl og kona sem í raun eru góðir félagar og jafnframt fullnægð kynferðilega hafa möguleika á að vera hvort öðru trú. Hvað heldur þú að hlutfall ótrúrra karla sé hátt? - Kannski 90%. En meðal kvenna gæti það líka farið upp í 70%. Ef hlutföllin eru svona há, hvernig stendur þá á að konur verða alltaf jafn særðar og niður- brotnar þegar þær uppgötva svik og ótryggð eiginmanna/sam- býlismanna sinna? - Þeim finnst þær vanvirtar og niðurlægðar á hæsta máta. Haldi karlinn framhjá er konan aðeins næst best. En snúist framhjáhaldið ein- ungis um „að fá það“? - Það er hin karlmannlega þörf fyrirað sigra. DonJuan áráttan. Eitthvað til ráða? Hvernig ættu konur að bregð- ast við? - Sæmilega þroskuð kona spyr karlinn hvað þetta háttalag eigi að þýða. En framhjáhald getur átt sér stað án þess að eiginkon- an komist að því. Ástkonan getur þá líka orðið „önnur eigin- kona“, í þeim skilningi að hún fer að veita karlinum sömu þæg- indi, öryggi, trúnað og traust og eiginkona. Raunar allt hið sama og oftast gerist þegar dæmigerð- ir Bretar ganga í hjónaband. Það verður að skrifa á reikning bæði karla og kvenna að hjóna- bandið verður oft á tíðum að ósköp þægilegum en hins vegar tilbreytingarlausum og leiðin- legum vana þar sem hvorugt þeira reynir að brydda upp á nokkru nýju. En konur sem búa með Don Juan-körlum eru haldnar hreinni sjálfspíningarár- áttu. Þótt dæmi finnist um Don Juan-konur eru þau miklu fátíð- ari. Eiga konur að sætta sig við sambúð með ótrúum körlum? - Aðeins ef þau hafa gert með sér samkomulag um að búa við þau skilyrði og kynlíf þeirra í millum er orðið takmarkað af einhverjum ástæðum. En konan verður þá að vera raunverulega sátt við það fyrirkomulag, en ekki fóðra það með einhverju leynimakki. Að láta sem hún viti ekki um hegðun karlsins kyndir einfaldléga undir enn blygðunarlausari framkomu hans. Þau verða að ræða saman - þau verða að reyna að finna ástæðuna. Ef konur berðu al- mennilega í borðið og segðu: „Þetta sætti ég mig ekki við“ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.