Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 1
HELGAR BLAÐ TÍMANS EFNI M.A.: - Fyrir-réttum -2G0 -ártírn kom séra Jón Þorláksson fótgangandi heim að Bægisá í Öxnadal að taka við prestskap þar, og þar átti hann eftir að búa það sem eftir var ævi. Á Bægisá orti hann mörg sinna ágæt- ustu kvæða og einnig þýddi hann þar stórvirki erlendra snillinga, sem ekki verður jafnað til nema Hómers- þýðinga Sveinbjarnar Egilssonar. f biaðinu í dag rekjum við feril þessa brokkgenga snillings, sem átti við að stríða óróleika holdsins, sem varð honum skeinuhættur og fádæma fátæktarbasl, sem margir segja að oftast verði hlut- skipti snillingsins, en var þó meira en góðu hófi gegndi í hans dæmi. Við vendum okkar kvæði síðan í kross, heimsækjum Sverri Guðmundsson, hljóðfæraviðgerðarmann, sem nam þessa grein í Englandi fyrir fáum árum og er sá eini sem þessarar kunnáttu hefur aflað sér hér á landi, en hún hefur komið að miklum notum í ört vaxandi tónlistarlífi í landinu. - Og við höldum okkur áfram við tónlist og það sem henni tengist: Það styttist í Listahátíð og við segjum frá „Black Ballet Jazz," sem hingað er vænt- anlegur. En þetta er dans- hópur sem kynnir í dansi og söng sögu bandarískrar danslistar frá elstu tíð. Þá bregðum við á „léttari" strengi - eða hvað? Við birtum grein um framhjá- hald karlmanna, og þær afleiðingar sem það hefur í einkalífi þeirra og kvenna þeirra, sem sé grein um sælu syndarinnar og eftir- köst! Sakamálasögurnar eiga sér sína tryggu lesendur og nú fjallar sagan um „Djöflamýrarmorðingjann," sem lék þann leik að tæla ungar stúlkur upp í bifreið sína með skelfilegustu af- leiðingum fyrir fórnarlömb- in. Stórskáldið séra Jón á Bægisá lifði í fátækt og þýddi heimsbókmenntir — Gaf út fyrstu Ijóða- bók á íslandi og skýrði sálmabók Leirgerði Missti hempu sína tvisvar Jón skáld Þorláksson á Bægisá skipar á ýmsan hátt undarlegan sess í íslenskum bókmenntum. Allir vita um þýðingu hans á Paradísarmissi MÚtons og kunna kannske eina eða tvær af kersknisvísum hans. En hann er ekki mikið lesinu nú til dags og sjaldgæft er að rekast á fólk sem nokkru sinni hefur lesið þessa niiklu og mjög svo rómuðu þýðingu. Er þar mjög um skipt frá því um hans daga, er hann var Iangvíðlesnasta og ástsælasta skáld í landínu. Þó dregur enginn verðleika hans sem skálds í efa. Og því merkari er skáldskapur hans, þar sem hann lifði við ein þrengstu kjör sem skáldi hafa verið búin á landi hér og er þá vissulega langt til jafnað. Menn spyrja hvernig hann gat koinið svo niiklu í verk við slíkar aðstæður. Hér verður stíklað á stóru um Jón og stormasamt líliians, en þar er vissulega af mörgu að taka. ÞORLÁKUR EXPRESTUR í SKÁLHOLTSSKÓLA í^y Jón þótti frekur til fjörsins á yngri árum sínum og það hafa menn sagt hann sækja til föður síns, Þorláks Guðmundssonar er var prestur í Selárdal er Jón fæddist árið 1744. Þorlákur þótti geðofsamaður mikill og sagði Harboe, sem á fimmta áratug átjándu aldar kannaði kunnáttu og háttarlag íslenskra presta, að hann væri af „hidsig Tempera- ment, liberior end hans Stand sömmer og urolig." (geðofsa- maður, léttúðugri en presti hæfir og óeirðasamur). Þarna mun ekki síst verið að víkja að drykkjuskap hans, en Bakkus átti þátt í að hann missti hemp- una. Var það um haustið 1748 að hann kom svo drukkinn til Otradalskirkju að hann fékk ekki framið sín embættisverk nema með endemum, einkum við útdeilingu brauðs og víns. Næsta ár var hann dæmdur frá kjól og kalli „fyrir slíkt opinbert scandalum og enormitet." Þar að auki var hann dæmdur í háar sektir. í munni almennings var hann vestra jafnan síðan nefnd- ur Þorlákur prestlausi eða ex- prestur. Ekki hurfu klerki mannvirð- ingar fyrir þetta og var hann skömmu síðar settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu, þá í Vest- mannaeyjum og loks í Árnes- sýslu. Jón var fimm ára er fjölskyld- an fluttist frá Selárdal og senn lá leiðin suður á land, þar sem faðir hans bjó lengst af að Teigi í Fljótshlíð. Sem vænta mátti var hann sendur í Skálholtsskóla er hann hafði aldur til. Kom hann þang- að árið 1760 og lauk prófi 1763. Þá var þar biskup Finnur Jóns- son og var ljómi staðarins mjög tekinn að fölna frá því sem verið hafði, enda gengu mikil harðindi og mannfellir yfir þjóðina þessi árin. Var aðbúnaður skólapilt- anna líka hinn hraklegasti. Þar léku vindar um gisnar lestrar- stofur þeirra og upp um fúið fjalagólfið lagðí raka og kulda. Engin borð voru til og urðu piltarnir að skrifa á knjám sér. í svefnskála voru aðeins tíu rúm og sváfu þrír í hverju. Engin hurð var fyrir húsinu síðasta veturinn sem Jón var þarna og það því opið dag og nótt. „Gulli þig gæddi þig/ ef gull ætti eg," kvaö Bajrni Thorarensen, sem komst við af fátækt Jóns. Rekkjuvoðir voru ónógar og urðu menn að sníkja sér ábreið- ur, þar sem þær var að fá. Þegar rigndi fór stundum allt á flot í rúmum þeirra og urðu þeir þá að liggja á gólfinu. Slík var vistin í skólanum. Var Jón útskrifaður með þeim vitnisburði að hann væri „engum skólabræðra sinna síðri í vísind- um og tungumálum, heldur flestum fremri." Lofsamleg um- mæli fékk hann fyrir kunnáttu sína í grísku og latínu og „ekki ólaglegt skáld." AMTMANNSSKRIFARI VERDUR PRESTUR Ekki hafði Jón tök á að sigla til Hafnar, eins og þeir gerðu sem stefndu á embætti og mann- virðingar um hans daga. En þó varð nokkur franmi á vegi þessa unga Skálholtssveins. Magnús amtmaður Gíslason, ættfaðir hinna voldugu Stefánunga, réði hann til sín sem skrifara að amtmannssetrinu í Bræðratungu og þá að Leirá í Borgarfirði. Þar húsuðu þau hjón vel og höfðu margt hjúa. Tengdasonur þeirra, Ólafur Stefánsson, tók við embættinu af tengdaföður sínum látnum árið 1766 og flutti þá að Bessastöðum. Það var Ólafur sem fyrstur tók upp ætt- arnafnið Stephensen. Fylgdi skrifarinn ungi nýja amtmannin- um. Var þá hið nýja steinhús reist á Bessastöðum og er ekki að undra að mjög hefur verið um skipt frá því er Jón sat í vindgjóstum í hálfhrundum hjöllum Skálholtsskóla. Var Jón í vist með Ólafi fram til ársins 1768, en þótt honum líkaði þar vel og aflaði sér ástar húsbændanna mun hann brátt hafa farið að hugsa til annars embættis og var þá ekki um annað að ræða en prestskapinn og prestar höfðu margir forfeður hans og frændur verið. Var hann aðeins 25 ára gamall er hann sótti um embættið. Var það árið sem Magnús amtmaður lést og naut hann meðmæla Magnúsar er hann sótti um konungsleyfi til víglunnar vegna hins unga aldurs síns. Fékk hann loks vígslu af Finni biskupi árið 1768. HINFYRSTAHRÓSUN Ungi presturinn var mjög fá- tækur er hann kom til prestskap- ar í Saurbæ og var hann því í fyrstu til heimilis hjá Brynjólfi Bjarnasyni, ríkum bónda í 0 Bægisá í öxnadal á vorum dögum. Þar sat skáldið við þýðingar á Milton. Klopstock og Pope. Hann varð að sníkja sér örk og örk af pappir og eKKi mátti nefna nafn hans vegna pappírskaupa á Akureyri vegna verslunarskulda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.