Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 2
12 HELGIN „LÓMAR“ OG „SKÚMAR“ SKINNSOKKURINN Þar sem Eggert sté ekki á bak hestum varð hann að fara allra sinna ferða um sóknir sínar fótgangandi, hvernig sem viðraði. Voru þá oft lækir á vegi hans illir yfirferðar, en hann hafði mikla óbeit á því að vökna. Lagði hann nú höfuðið í bleyti og dó ekki ráðalaus. Lét hann gera sér stóran skinnsokk, klofháan, en þó einungis á annan fótinn. Hafði honum reiknast svo til að einn skinnsokkur mundi nægja, eins og lækjum var háttað við vanalegar aðstæður í prestakallinu. Sté hann út í lækina með þeim fætinum er sokkurinn var á og teygði síðan hinn fótinn upp á bakkann hinum megin. Náði hann með tímanum slíkri leikni í þessari íþrótt að orð var á gert. Skildi hann skinnsokkinn aldrei eftir, þyrfti hann að bregða sér að heiman. Ýmsar sögur hafa geymst um prestskaparár Eggerts í Grímsnesi. Var það eitt sinn er sauðamaður hans kom heim eftir gegningar í miklu frosti og hríðarveðri að prest- ur vildi gera honum til góða og gefa honum bitterbrennivínsstaup. En strax er sauðamaður hafði sopið á glasinu, hafði hann orð á að sér fyndist að því óvenjulegur keimur. Eggert lá nakinn uppi í rúmi, en teygði sig þó eftir flöskunni, fyllti í glas handa sjálfum sér og drakk úr því í botn. En ekki hafði hann fyrr tæmt glasið en honum varð litið á miðann, sem límdur var á flöskuna. Skipti þá engum togum að hann stökk hljóðandi fram á gólf, því hann hafði farið flöskuvillt og drukk- ið joðáburð í stað brennivínsins. Var hann sannfærður um að sín síðasta stund væri upp runnin, engd- ist sundur og saman og hljóðaði á hjálp með allri þeirri rödd sem hann átti til. Við þessi ferlegu hljóð kom vinnukona brátt á vettvang. Hljóp prestur berstrípaður til hennar og bað hana að færa sér nýmjólk þegar í stað, því hann hefði drukkið eitur og ætti líf sitt undir að hún yrði fljót. Vinnukonan lofaði að snara sér út í fjós og færa honum mjólk að vörmu spori. En Eggert vildi ekki bíða, heldur hljóp allsber út í hríðina á eftir vinnukonunni og svalg í sig mjólkina eftir því sem hún entist að mjólka kúna. ALVEG MEININGARLAUST Eitt sinn var Eggert á leið niður á Eyrarbakka og kom á bæ, þar sem húsfreyjan var haldin slæmu fing- urmeini. Hafði hún leitað læknis, en það hafði engan árangur borið. „Fingurmein - það þætti mér fróð- legt að sjá,“ sagði Eggert. „Ég var einu sinni byrjaður að stúdera læknisfræði, en hætti, þvt' mér leist ekki á það.“ Húsfreyja tók því með þökkum að prestur legði til þá læknisfræðiþekkingu sem hann hefði og leysti utan af fingrinum. Sr. Eggert skoðaði meinið fyrst lengi þegjandi, en mælti síðan: „Já, ljótur er hann! Ég held að af tvennu illu væri skárra að taka hann af!“ Ekki vildi húsfreyja una þeim aðgerðum fyrirvaralaust og hafði orð á því að alltaf væri bagalegt að missa fingur og þá ekki hvað síst vísifingur hægri handar. Sr. Eggert hugsaði málið. Loks rétti hann út hægri handlegginn, otaði fram vísifingri sínum og skoð- aði hann gaumgæfilega, en potaði honum svo í allar áttir og mælti loks eftir langa yfirvegun: „Já, það kann að vera nokkuð til í því, sem konan segir. Það er ekki svo notalegt að missa vísifingur hægri handar. Það er alveg satt sem konan segir!" Að svo sögðu greip klerkur hatt sinn og yfirhöfn og hljóp burtu sem skjótast. Það var í enn annarri Eyrarbakka- ferð að sr. Eggert var beðinn að skíra ungbarn. Var það hættulega veikt og þótti vissara að láta skírnina ekki dragast, en sóknarpresturinn hins vegar forfallaður. Kom sr. Eggert á tilsettum tíma, skrýddist hempu sinni og bjóst þegar til að lesa skírnarformúluna. „Á ekki að syngja?" spurði þá heimilisfaðirinn, sem ekki hafði van- ist því að gengið væri svo skjótt til verks. „Jú, eftir á að hyggja," svaraði séra Eggert, „það má svo sem reyna það, þótt að minni hyggju sé það alveg meiningarlaust.“ Var síðan sálmur sunginn að venjulegum hætti og barninu gefið nafn, svo sem til stóð. En áður en sr. Eggert hafði lokið við að lesa skírn- arformúluna, settist hann allt í einu niður og mælti ekki orð frá vörum. Föður barnsins fannst þetta snubbótt skírnarathöfn og innti prest eftir því hvort hann mundi ekki hafa gleymt að ausa barnið vatni. „Jú, eftir á að hyggja gleymdi ég að ausa barnið vatni,“ svaraði þá klerkur, „og mér er svo sem mein- fangalaust að gera það, þó að minni hyggju sé það alveg meiningarlaust." Var svo barnið vatni ausið seint og um síðir og lauk þannig skírnarat- höfninni. SKÚMAR OG LÓMAR Eftir að séra Eggert gerðist prest- ur í Vogsósum hófst mótlæti hans að marki. Hann var þar kominn meðal manna sem höfðu lítinn skilning á hinu sérstæða gáfnafari hans. En þetta mótlæti var skki síst runnið af því hve hann var hárnæmur á eðlisfar sóknarbarna sinna og hvers konar óheilindi, tilgerð og hroki var eitur í hans beinum. Þá menn er hann taldi sérstaklega búna slíkum eiginleikum nefndi hann aldrei annað en skúma, en þá aðra sem voru hjartahreinir og lítillátir kallaði hann lóma. Þessum tveimur manntegundum hélt hann Bæjarrústir í Krýsuvík. Hér hefur séra Eggert sjálfsagt komið margt eitt sinn - en hvort sem það voru „lómar“ eða „skúmar“ sem bjuggu hér reynum við ekki að geta okkur til um. vandlega aðgreindum og beitti teg- undarheitum þeirra umsvifalaust í allra áheyrn og hvort sem mönnum þótt betur eða verr. Þetta hispurs- leysi aflaði honum lítilla vinsælda meðal skúmanna, en hann kippti sér ekki upp við það. „Mér er alveg sama hvað um mig er sagt lífs og liðinn,“ varð honum að orði. Ef ég gæti þess að stíga ekki á hestbak, þá dey ég ekki af því að detta af baki. Þannig verð ég heldur ekki með réttu sakfelldur, ef ég gæti þess að gefa engan höggstað á mér með breytni minni.“ Fjölmörg bréf eru til með hendi séra Eggerts, sem sýna hve fyrirlitn- ing hans á skúmunum stóð föstum rótum. í einu bréfanna er þessi klausa: “Ég kom beint úr Þorláks- höfn í dag um sólarlag að Strönd. Sigurður var heima. Selvogshrepps- tjórinn var þar staddur og sagði mér að Þ... væri búinn að bera Gr... út í annað skipti. Hér er dæmi þess á hve háu stigi réttlætiskennd skúm- anna stendur. Hvar sem maður er eða fer í veröldinni, þá held ég að naumast sjái í heiðan himininn fyrir þessum bölvuðum skúmum! Ég vildi óska að allar veraldarinnar mann- eskjur væru orðnar að lómum. Þá þyrfti maður ekki að eiga við annað eins „jastur" og þetta. Takk fyrir síðast.“ í öðru bréfi til Jóns kaupmanns Árnasonar í Þorlákshöfn kemst séra Eggert svo að orði: „Hér kom skúm- ur og tilkynnti mér sem hrepps- nefndarmanni að hann ætti barn í vonum. Þetta kalla ég þunnar trakt- eringar og þess vegna bið ég þig að láta mig hafa á meðfylgjandi 8 potta kút, svo ég geti hresst mig á þessum skúmalegu vandræðum!" Eggert sá líka kvenfólk á meðal skúmanna og ein þeirra var frúin í Hlíð, en af henni er þessi frásögn í bréfi frá Eggert til sálmaskáldsins sr. Valdemars Briem: „Frúin í Hlíð! Það er nú frú í lagi. Kötturinn í Vogsósum skrapp upp að Hlíð um daginn að fá sér kött, en veistu hvað frúin gerði? Hún tók köttinn og drekkti honum í Hlíðarvatni. Tarna er ljóta „frúin“. Á enn öðrum stað tilfærir Eggert dæmi um menningarástandið í ná- grenni sínu og vitnar þar til tveggja af þekktustu bændum byggðarlags- ins. Þar segir svo: „Eyjólfur á Grímslæk þekkir ekki sinnep! og Þorbjörn í Nesi segir að Gamle Carlsberg sé súr, viður- kenndur drykkur um öll Norður- lönd. Hvílík fáfræði! Þarna höfum við dæmin um alþýðumenntunina!" HUGSAR EKKERT - LES EKKERT Einhverju sinni var séra Eggert spurður hvaða mælikvarða hann legði á menn, þegar hann skipti þeim í lóma og skúma og hvort það væri ekki erfitt og alveg út í bláinn? “Út í bláinn?!“ sagði séra Eggert, “eða erfitt verk.“ Nei, alls ekki! Ekkert er hægara og fátt ábyggi- legra, því sjáið nú til: Þ... í N er ríkur maður, hugsar ekkert nema um kýr og kindur, les ekkert, nema eitthvert reyfararusl - ef hann þá les það - fer með ekkert, nema hrós um sjálfan sig og vill helst heyra klámvísurogeitthvað ljótt um aðra og veit ekkert meira en hann hvutti þarna. Ergo: hann getur ekki verið annað en skúmur! Aftur á móti er G... í E... fátækur maður, sífellt hugsandi um að verða sér og öðrum til gagns og sóma. Hann les allt sem hann kemst yfir af góðum og fræðandi bókum og veit því meira en jafnvel þeir sem „lærðir" eru kallaðir. Hann er svo vandaður til orðs og æðis að honum hrýtur aldrei blótsyrði og gerir engum mein... Eg hika því ekki við að telja G... í E... í lómaflokknum og vildi að sem flestir væru eins og hann, en sem fæstir í hinum flokknum, þar sem hann Þ... í N... á heima.“ Svo alvarlega tók klerkurinn í Vogsósum þessa skiptingu á mönn- um að hann skráði þá vandlega er á prestssetrið komu sem lóma eða skúma, sbr. eftirfarandi skrá, sem varðveist hefur: “Skúmar“ aðkomir að Vogsósum anno 1887: Janúar 25, febrúar 92, mars 4, apríl 6, maí 43, júní 62... .= 232 Júlí 75, ágúst 5, sept. 91, október 65, nóvember 14, desember 1... = 257. SKÚMAR ALLS: = 489 „Lómar“ aðkomnir að Vogsósum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.