Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. maí 1988 HELGIN 15 ratvísina. Menn telja að þær fari eftir segulsviðinu, sólinni og jafnvel eftir lykt og sjávarföll- um,“ sagði Hinrik. Óðalsbóndinn En hver ætli sé munurinn á dúfunum, sem eru á vappi í Austurstræti, og þeim sem þeir eru að rækta? Þegar hreinræktuð dúfnaaf- brigði sleppa úr búrum og leggj- ast út, blandast þau á ýmsa vegu og líður ekki á löngu áður en kynslóðir missa hreinræktar- einkenni sín og nálgast hina upphaflegu bjargdúfu bæði að lögun og lit. Þær dúfur sem við sjáum á götunum eru kynblend- ingar ólíkra afbrigða og kalla þeir sem fást við dúfnaræktun þær skræpur. Erfitt er að henda reiður á, hversu mörg afbrigði eru til af tömdu dúfunni, því ný afbrigði koma fram og sérstök kyn eru ræktuð í hverju landi. „Þessar dúfur sem við erum með eru með öðruvísi byggingu, stærri og að öllu leyti mun fallegri, heldur en þessar „skræpur“ sem lifa viltar,“ sagði Ómar. Hinrik og George kölluðu Ómar óðalsbóndann, vegna þess hversu margar dúfur hann heldur, en þær munu vera um 120 talsins, að meðtöldum ung- unum, en George og Hinrik eru með um 60 fugla hvor. „Það sem við gerum með þessa unga er að við þjálfum þá og geymum síðan bara bestu ungana yfir veturinn, til að nota í keppni á næsta ári, hina borðum við, því þetta er mjög góður matur, enda eru þeir aldir upp á úrvals fóðri," sagði George. „Ekknastand á karlfuglinum“ „Við beitum sérstöku kerfi á þjálfun fuglanna og notum ein- göngu karlfuglinn í keppni. Þetta köllum við ekknastand á körlunum, vegna þess að þeir fá ekki að líta á kerlingarnar nema í smá stund eftir að þeir koma úr keppni. Við þetta eykst spennan og þeir eiga að læra þetta kerfi, þannig að þegar farið er með þá í keppni út á land og þeim sleppt, þá hugsa þeir ekki um annað en kerlingarnar, sem bíða eftir þeim í hólfunum, og að þeir verði að komast til þeirra sem fyrst. Þetta kerfi hefur reynst okkur mjög vel, en annars eru sumir sem nota bæði kynin, vegna þess að þeim finnst kerl- ingarnar, einkum á lengri leiðunum, vera þrjóskari og jafnvel duglegri, en ég hef ekki trú á því,“ sagði Ómar. Lengsta flug sem skráð er í keppni er frá Höfn í Hornafirði en í sumar á að reyna við lengra kappflug og þá frá Melrakka- sléttu. Um hverja helgi í allt sumar er hugmyndin að vera með kappflug, víða að af land- inu, svo framarlega sem veður leyfir. En hvað er svona gaman við að eiga dúfur? Félagarnir voru sammála um það að ratvísi fugl- anna og kappflugið, sem þetta byggist mest á, væri það skemmtilegasta við sportið, og einnig þjálfunin. - ABO Mllllflll VÍSNAÞÁTTUR llllllllllljiÍiilillllllllillÍlllliÍIMill Grjótið brýtur, grund við þýtur Af einhverjum ástæðum er að sjá að þcssi þáttur, sem er hinn tíundi af vísnaþáttum Kristmundar Jóhannessonar, hafi fallið millum þils og veggjar hjá okkur á sínum tíma. Glöggir vinir þáttarins áttuðu sig strax á þessu og nú höfum við fengið þáttinn sendan að nýju frá Kristmundi, svo einskis sé í misst. Sem betur fer eru stökurnar þó ekki síður í gildi nú, en fyrir jólin, þegar þær að réttu lagi áttu að birtast - og sannast enn hið fornkveðna: „Snjalla ríman stuðlasterk, stendur alla daga.“! Sveinn Björnsson, frá Heykollsstöðum í Hróarstungu, nú bóndi í Hvammi í Dölum var eitt sinn á þorrablóti á Staðarfelli. Annar Austfirðingur var þar einnig Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, nú kennari á Laugum í Sælingsdal. Ragnar Ingi hafði þar mörgum hlutverkum að sinna. Sveinn ljóðaði svo á Ragnar Inga. Ragnar lngi teygir tog töfrar slyngur fljóöin. Magnar kynngi orða og ástar syngur Ijóðin. Ragnar Ingi svaraði: Ljóðagreinar þreyti þrátt þyngist eina raunin. Góða Sveini borga brátt bragar hreinu launin. Einar Jónsson í Neðri-Hundadal kvað um Nasa, reiðhest nágranna síns, Gísla Ragnarssonar í Fremri-Hundadal. Fœtur sveigir fimlega fagran teygir bolinn. Grjóti fleygir grimmlega gangs á vegi þolinn. Aldrei hnýtur, orku nýtur eldur hrýtur hófum frá. Grjótið brýtur, grund við þýtur granna hlýtur lof að fá. Björn Stefán Guðmundsson kennari frá Reynikeldu, kvað svo til vinar síns þrastarins í garðinum sínum nú í haust. Öll eru Ijóðin þín unaðsrík ég þig hljóður dái. Stundar rjóður rómantík litli, góði, smái. Þegar Sveinn frá Elivogum kom í Dali, gisti hann á Svínhóli í Miðdölum hjá hjónunum Halldóru Helgadóttur og Jóhannesi Ólafs- syni. Er hann fór þaðan kvað hann. Hér er gisting hlýjurík hér er valinn manndómskraftur. Hingað fyrst eg fœti vík finni eg Dalasýslu aftur. Þá er ein vísa úr Húnaþingi. En hún greinir frá tveim nágrönnum sem kom nijög illa saman. Þeir lágu saman á greni og eftir það var vinskapur með þeim. Þá var þetta kveðið. Saman þeir lágu og sigtuðu á rebba samning þeir gerðu um vináttu trygga. Siggi er hættur að stela frá Stebba og Stebbi er hœttur að Ijúga uppá Sigga. Bjarni Gíslason er síðast bjó á Fremri-Þorsteinsstöðum í Haukadal var Skagfirðingur að ætt og kom fulltíða maður í Dali. Bjarni vann eitt sinn hjá Sigurjóni Péturssyni á Álafossi. Samtíða Bjarna voru piltur og stúlka. Lagði pilturinn hug á stúlkuna en hún tók því treglega. Pilturinn eignaðist hryssu eina ágæta og lánaði stúlkunni en hún hafði yndi afhestum. Gekksvo saman meðþeim. Þá kvað Bjarni. Út hann snemma agnið lét illa og seint var þegið. Hefur loks á hrossaket hámerina dregið Júlíus á Litlanesi var eitt sinn í kaupstaðarferð til Flateyjar og kom við í Hergilsey til Guðmundar Einarssonar sem þar bjó þá en lengi síðan á Brjánslæk. Guðmundur spurði Júlíus hvort hann ætli ekki að kaupa skro fyrir Jón Thorberg. Jón Thorberg var heimilismaður í Litlanesi. Júlíus játti því, þá kvað Guðmundur. Arka má eg enn af stað óhemjandi er Thorbergs hít. Ég held hann œtti að tyggja tað og taka í nefið hrossaskít. Þessi mannlýsing er eftir Þórarin Sveinsson bónda í Kílakoti í Norður-Þingeyjarsýslu. Mærðarfullur, málugur magur bullustrokkur. Afandans gulli örsnauður er sá drullusokkur. FÆREYJAR FLUGLEIDIR -fyrír þíg- NARSSARSSUAK FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- KJRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 88007 1000 kVA - 1500 kVA Dieselrafstöð - ný eða notuð Opnunardagur: Þriðjudagur 14. júní 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 17. maí 1988. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118-105 Reykjavík Honda Civic Wagon ’83 Topp bíll, ekinn 49 þús. km, sumardekk/vetrardekk, útvarp, original dráttarbeisli. Selst á mjög góðu staðgreiðsluverði. Upplýsingar í síma 91-686396 á vinnutíma og í 91-41224 á kvöldin. FLUGLEIÐIR -fyrír þig- 8 ó ORLANDO 2 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þig- a ó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.