Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 4
14 íji HELGIN Laugardagur 14. maí 1988 Furðufuglar á ferð og flugi - Rætt við þrjá bréfdúfnaræktendur sem eru að sm íða sérútbúinn dúfnaflutningabíl. Sérstökum kössum, sem dúfumar eru geymdar í á ferðalögum er komið fyrir í grindinni, en með einu handtaki má opna hólfin og þá fellur lokið á kassanum og fuglamir hefja kappflugið heim til sín. (Tímamynd Pjetur) svæðis. George, Hinrik og Ómar, auk nokkurra annarra eru saman í félagi sem þeir kalla „Furðufuglar“. Þjálfun fuglanna „Þegar við þjálfum fuglana, byrjum við á því að fara með þá rétt út fyrir bæinn, eins og t.d. í Mosfellssveitina og sleppum Fyrstu sögur af tömdum dúfum að því er best er vitað, eru frá Forn-Egyptum. Þær voru ennfremur algengar hjá Hellenum og Rómverjum og er þeirra títt getið í Biblíunni. Á fyrri tímum voru þær oft ræktaðar í klaustrum og eru frá fornu fari taldar tákn friðarins. Talið er að þær hafi borist til Norðurlanda með munkum, en það var fyrst á nýlenduöld, sem þeim tók verulega að fjölga í N-Evrópu, einkum hjá Bretum og Hollendingum. Til íslands fluttu danskir kaupmenn dúfur á síðustu öld. Dúfnabíllinn Dúfnarækt hér á landi felst nær eingöngu í ræktun svokall- aðra bréfdúfna, sem margir telja göfugustu dúfnaræktunina, enda er hún vandasömust. Við ræktun á bréfdúfum er megin áherslan lögð á flughæfni og ratvísi, en útlitið er ekki eins mikilvægt. Það er eiginleiki bréf- dúfna að þær snúa alltaf heim og komu þær að miklu gagni við boðsendingar, sérstaklega í hernaði, einkum áður en sími og loftskeyti voru fundin upp. Tíminn hafði fregnir af því að nokkrir bréfdúfnaræktendur hér á landi væru að smíða sérstakan bíl, til að flytja dúfurnar á þann stað sem þeim er sleppt, einkum þegar um keppni er að ræða. Bíllinn er útbúinn sérstökum sleppibúnaði og er hann smíðað- ur eftir fyrirmynd frá Englandi, en þar eru bílar sem þessi mikið notaðir af bréfdúfnaræktendum. Til þessa hafa þeir notast við venjulega sendiferðabíla, sem þeim félögum finnst ekki henta vel til þessara hluta. Við hittum að máli þrjá bréfdúfnaræktend- ur, þá Ómar Bjarnason, Hinrik Einarsson og George Marshall, en þeir hafa að mestu séð um smíði bílsins við fjórða mann. Með tilkomu þessa útbúnað- ar, töldu þeir félagar að hægt væri að sleppa öllum dúfunum á innan við 2 sekúndum á sleppi- stað, en bíllinn getur flutt allt að 1000 dúfur, fyrir utan það hvað það væri mikil hagræðing í því að þurfa ekki að bera kassana sem dúfurnar eru geymdar í út úr sendibílum, eins og þeir þurftu áður að gera. „Svo spilar líka kostnaðurinn inní. Á undanförnum árum höfum við þurft að borga á bilinu 200 til 300 þúsund á sumri fyrir sendi- ferðabíla, til að flytja dúfurnar, en þessi bíll kostaði okkur 300 þúsund, þannig að þetta kemur til með að spara okkur verulegar fjárhæðir, fyrir utan það að sendiferðabílstjórarnirverða ör- ugglega sáttir við þetta,“ sagði Hinrik. Dúfnaræktendur hafa með sér samtök sem nefnast Dúfnarækt- arsamband íslands, sem telur á Ómar Bjamason, George Marshall og Hinrik Einarsson fyrir framan dúfnaflutningabílinn, sem þeir hafa verið að smíða í frístundum sínum um helgar. (Timamynd Pjetur) milli 200 til 300 félagsmenn, en innan þess eru síðan smærri félög, einkum bundin við landshluta. Flestir bréfdúfna- ræktendur munu eiga heima á Stór-Reykjavíkursvæðinu og eru nokkur félög innan þess þeim þar. Ratvísin í þessum fuglum er það mikil, að þegar þeir eru búnir að ná áttum, þá fljúga þeir rakleitt heim. Síðan gengur þetta svona stig af stigi og við förum alltaf lengra og lengra með þá frá heimilum sínum,“ sagði Ómar. „í rauninni veit það enginn með vissu hvern- ig dúfurnar rata heim, þetta er svipað og með laxinn, sem kem- ur í sömu á ár eftir ár,“ sagði George. „ Einmitt það gerir þetta svo skemmtilegt, annars eru uppi vissar kenningar um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.