Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. maí 1988 I BETRI SÆTUM LUj LLiil Hamburger Hill/Hamborgarahæð Leikstjóri: John Irvin Stríðsmynd í fremsta flokki I myndinni Hamburger Hill fylgj- umst við með herflokki Bandaríkja- manna í Víetnam. Ekki beinlínis frumleg hugmynd en myndin er vel þess virði að sjá hana, hafi menn áhuga á svokölluðum stríðsmyndum. Undirritaður hefiir séð mikið magn slíkra mynda, og í seinni tíð mikið af myndum byggðum á Víetnam stríð- inu. Ósjálfrátt dettur manni í hug myndin „Platoon" þegar Hamburger Hill rúllar í vídeóinu. HH er mynd sem gefur Platoon lítið eftir og hefur á sumum sviðum vinninginn. Markt af brelluvinnu í HH er hreint út sagt stórkostlegt. Söguþráður myndarinnar er eins og í hundrað öðrum myndum af þessari gerð. Herflokkur er sendur í fremstu víglínu og er þar ætlað ákveðið hlutverk. Þeir eiga að taka hæð 937 í Ashau dal. Blóðugir bar- dagar standa í ellefu daga þar til hæðin er tekin. Leikurinn í myndinni er ekkert sérstakur (þar hefur Platoon vinning- inn). En umgjörð myndarinnar, þ.e. sviðsmyndin, vegur upp það sem vantar hjá leikurum til að gera mynd- ina mjög frambærilega. Tónlistin með myndinni eykur mjög á áhrif vel útfærðra bardagaatriða. Hún er skemmtilega úr takt við það sem gerist á skjánum og eykur því upp- lausnina á vígvellinum og í huga áhorfandans. Hamburger Hill nær vel þeim glundroða sem ríkir í slíkum hildar- leik sem Víetnam hefur verið. í annan stað sýnir myndin hversu sterk- um böndum menn, sem horfast í Stjörnugjöf = ★ ★ ★ SPURNINGALEIKUR I BETRISÆTUM: Þrír heppnir Dregið var í spumingaleik í betri sætum nú í vikunni og hljóta þrír heppnir vinningshafar eintak af myndinni Dirty Dancing. Spurt var fjögurra spuminga, og þurftu lesendur aðeins að svara þremur spuminganna rétt til að eiga möguleika á vinningí. Spumingar voru þessar: 1. Hver leikur aðalkvenhlutverkið f Dirty Dancing? 2. Hver er rétthafi að Dirty Danc- ing hér á landi? 3. Hvaðhétcigandi sumarhótclsins sem mvndin gerist á? 4. Hlaut Dirty Dancing einhver óskarsverðlaun. og ef svo er, hver voru þau? Svörin eru eftirfarandi: 1. Jennifer Grey 2. JB myndbönd - Heildverslun J.B. 3. Max Kellerman 4. Já. besta lagið. l‘ve had the time of nty life. Dregið var úr rétturn luusnum og fá cftirfarandi aðilar sent eintak af Dirty Dancing á næstunni. Þorsteinn M. Bjömsson, Syðri- Hömrum 111, Ásahrepp, Heilu, Rangárvallasýslu. ólafía Ingólfsdóttir, Syöri-Kára- stöðum, Hvammstanga. Magnús Óskarsson, Biöndukvfsl 19, Rcykjavt'k. Við óskum sigurvegurunum til hamingju rneð árangurinn og öllum þeim sem voru með þíikkum við þátttökuna. • í betri sætum birtir síöan nýja gctraun fyrir lesendur innan skamms, þannig að það er eins gott að fylgjast vel meö Tfmanum. -SÓL augu við dauðann, tengjast. Niðurstaða mín eftir að hafa horft á myndina er að hún sé mjög vel gerð og hefur þá sérstöðu meðal mynda, sem hafa haft sama efni til umfjöllun- ar, sem þarf til að munað verður eftir henni. Þetta er mynd sem svarar spumingum og vekur nýjar. Ef þú hefúr áhuga á stríðsmyndum skaltu sjá þessa. -ES ÞAÐ . VAR . HELST . / ... að Heildverslun J.B. hefur þegar ákveðið jólamyndina í ár. Að sögn annars eigenda fyrir- tækisins verður það þriðja mynd Stallone, First Blood III. Þetta má kalla að hafa fyrirhyggju á hlutun- um, því eins og kvik- myndahúsagestum mun kunnugt hefur myndin ekki enn verið tekin til sýninga á hvíta tjaldinu. Radio Days: Biff Baxter og innbrotsþjófar Stjörnugjöf frá einni til fimm = ★ ★ ★ Aöalhlutverk: Mia Farrow, Seth Green, Julie Kanver, Dianne Wiest Leikstjórí or handrít: Woody Allen Eg hef alltaf haft gaman af Woody Allen, alveg frá því í eldgamla daga. Ég hef séð nær allar hans myndir, og allar þær allra síðustu. Samt æxlaðist það einhvern veginn svo að ég fór aldrei á Radio Days þegar hún var sýnd í Regnboganum í október í fyrra. Þess vegna varð ég afskaplega glaöur þegar ég sá að hún var komin á myndbandamarkaðinn. í stuttu máli greinir myndin frá gullaldarárum útvarpsins, þegar allir höfðu sinn uppáhaldsþátt og fólk hlustaði á útvarp, en lét það ekki bara rennainnumannaðogút- umhitt. Allen tengir hér nokkrar æskuminningar við „litríkar út- varpssögur“, eins og stendur á umslagi myndarinnar. Þannigfáum við t.d. að vita hið hræðilega leyndarmál grímuklædda bófa- napparans, („Watch out, you evil- doers, where ver you are!! “), sj áum hvernig ljóshærða, heimska, sígar- ettustúlkan verður stjarna og hvernig innbrotsþjófarnir vinna verðlaun í spumingakeppni fyrir fólkið sem á íbúðina sem þeir eru að brjótast inn í. Einnig fáum við að sjá hvernig Biff Baxter lumbrar á vondu Japönunum og Þjóðverj- unum þegar síðari heimsstyrjöldin stendur yfir (Ég dáist alltaf að íslendingum fyrir að trúa því statt og stöðugt að heimsstyrjaldirnar verði aðeins tvær, meðan aðrar þjóðir kalla þær númer eitt og númer tvö). Myndin er á allan hátt hin skemmtilegasta, fyrir utan þá sorg- legu og hróplega óréttlátu stað- reynd, að Woody Allen sést aldrei í myndinni. Hins vegar eru þær allar mættar r' myndina systur Hönnu og hún sjálf, og virðist ástandið orðið þannig á bæ Allens að hann geti ekki skilið við þær. Ég get sagt það alveg eins og er, að ég get mælt með þessari mynd. Hún er ekki aðeins fyndin, heldur skemmtileg í þokkabót (þetta fer ekki alltaf saman). Myndin fær því þrjár stjörnur og áskorun um að horfa endilega á hana. -SÓL Made in Heaven: Góð hugmynd, en... Stjörnugjöf frá einni til fimm = ★ ★ ★ „Topp tuttugu“ Samtök íslenskra myndbandaleiga, SÍM, hafa ákveðið að taka saman vikulegt yfirlit yfir vinsælustu myndbönd hverrar viku. Við birtum hér fyrsta listann frá SÍM og munum greina nánar frá, í næstu viku, hvemig listinn er unninn. 1. Beverly Hills Cop #2 2. No Mercy 3. Roxanne 4. Jumping Jack Flash 5. La Bamba 6. Dirty Dancing 7. Ishtar 8. The Living Daylights 9. Bigshots 10. FortuneDane 11. Robocop 12. LethalWeapon 13. April Fools Day 14. Secretof My Success 15. NumberOneWith aBullet 16. NAM-Tourof Duty 17-19. HamburgerHill 17-19. Nightmareon Elm Street #3 17-19. CanYouFeelMe Dancing? 20. Blind Date Aöalhlutvcrk: Kelly McGillis, Timothy Hutton Ein nýjasta myndin á markaðn- um er Made in Heaven, með þeim Timothy Hutton og Kelly McGillis í aðalhlutverkum, en myndin kom út fyrir rétt rúmri viku. í sem skemmstu máli þá segir myndin frá Mike, sem deyr í slysi og fer til himna. Þar verður hann ástfanginn af Önnu, sem stuttu síðar er send til jarðar til að hefja nýtt líf. Eftir þjark og þvaður við verkstjóra Guðs, fær Mike að fara aftur til jarðar og hann hefur 30 ár til að finna Önnu, annars munu þau aldrei hittast, bæði verða óhamingjusöm og ekki víst að Mike fái að koma aftur til himna. Myndin byrjar ágætlega, en um leið og Mike er kominn til himna, virðist myndin stoppa og hún fer ekki aftur af stað fyrr en undir lok æviskeiðs hans. Miðja myndarinn- ar og lok hennar fara algerlega fyrir ofan garð og neðan og eru þessir hlutar hennar satt að segja nokkuð langdregnir. Hugmyndin er þrælgóð, og hluti myndarinnar líka, en það er því miður bara of lítill hluti. Myndin er nokkuð ruglingsleg á köflum og endinn skil ég satt að segja ekki og hef enn ekki fundið þann sem veit nákvæmlega hvað skeði. Á umslagi spólunnar stendur að þetta sé rómantísk ástarsaga um tvenn æviskeið. Það er nokkuð til í því, því rómantísk er myndin. Skemmtileg er hún hins vegar ekki og þessar 98 mínútur sem hún stendur yfir eru satt að segja nokk- uð lengi að líða. Ég gef myndinni tvær stjörnur, eina fyrir rómantíkina og eina fyrir þá fáu kafla sem eitthvað gerðist. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.