Tíminn - 19.05.1988, Síða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 19. maí 1988
rjOlbrautaskóunn
BREIOHOL11
Frá Fjöl-
brautaskól-
anum í
Breiðholti
Skólaslit veröa í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi
88, föstudaginn 20. maí n.k. og hefjast þau kl.
13.30.
Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið
hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum,
eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum
sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveins-
prófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdents-
prófi.
Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára
brautum, fá skírteini sín afhent í Fella- og
Hólakirkju eftir skólaslitin (um kl. 15.00) og síðan
á skrifstofu skólans.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skól-
ans eru velkomnir á skólaslitin.
Skólameistari
Útboð -
Rafmagnstöflur
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölvhóls-
götu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði á
alls 17 rafmagnstöflum fyrir væntanlegt skrifstofu-
hús að Kirkjusandi í Reykjavík.
Um er að ræða dreifitöflur og greinatöflur fyrir allt
húsið.
Verkið skal hefjast strax og skal því lokið 30.
september 1988.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 3. júní 1988
en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Útboð -
Raflagnaefni
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölvhóls-
götu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í kapal-
bakka og tenglarennur fyrir væntanlegt skrifstofu-
hús að Kirkjusandi í Reykjavík.
Um er að ræða eftirfarandi magn:
- kapalbakka, um 1.700 m.
- tenglarennur, um 700 m.
Bjóðandi skal gefa upp afhendingartíma og stað.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108
Reykjavík, fyrir kl. 11.30 föstudaginn 3. júní 1988
en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVÍK SlMI 84499
Dráttarvél óskast
Vantar notaða dráttarvél, 40-70 hestafla, með drifi
á öllum hjólum, þarf að vera vel gangfær.
Upplýsingar í símum: 667475, 667576 (Björn) og
672322 (Hermann).
Aðalfundur Kaupfélags Norður-Þingeyinga:
Kreppulánasjóður
verði stofnaður
Tímanum hefur borist svohljóð-
andi ályktun aðalfundar Kaupfélags
Norður-Pingeyinga, sem samþykkt
var einu hljóði:
„Aðalfundur Kaupfélags Norður-
Þingeyinga skorar á stjórnvöld að
bregðast nú þegar við hinu alvarlega
ástandi atvinnufyrirtækja á lands-
byggðinni. í hinum dreifðu byggðum
eru framleiðslufyrirtæki uppistaðan
í atvinnulífinu og eru þessi fyrirtæki
að mestu rekin fyrir lánsfé, þar sem
aðstæður hafa ekki leyft að þessi
fyrirtæki mynduðu eigið fé á síðustu
árum.
1. Vextir verði Iækkaðir tafarlaust.
2. Byggðastofnun verði veitt stór-
aukið fjármagn til að Iána fram-
leiðslufyrirtækjum sem standa höll-
um fæti og þeim verði gert kleift að
endurskipuleggja sinn rekstur. Að
öðrum kosti verði komið á fót
kreppulánasjóði sem hafi það að
markmiði að útvega hagkvæmt láns-
fjármagn til þeirra framleiðslufyrir-
tækja sem búa við erfiðust rekstrar-
skilyrði.
3. Gripið verðir tafarlaust til ráða
sem duga til þess að draga úr hömlu-
lausum innflutningi og eyðslu á
gjaldeyri.
4. Gera þarf innlendum iðnaði
kleift að standast samkeppni við
innfluttar vörur.“ þj
Páll Ólafsson situr hér við smásjána.
Tímamynd:Gunnar
Ný rafeindasmásjá í
húsakynnum Iðntæknistofnunar:
Stækkar 300
þúsundfalt
Iðntæknistofnun Islands, Há-
skóli íslands og Rannsóknarstofn-
un byggingariðnaðarins hafa fést
kaup á rafeindasmásjá sem getur
stækkað hlut upp í allt að 300.000
falda stærð þess sem verið er að
skoða, óháð því hversu slétt yfir-
borðið er, en fram að þessu hefur
stofnunin notað venjulega ljós-
smásjá sem getur stækkað allt að
1000 sinnum, á mjög sléttu yfir-
borði. Til að glöggva sig betur á
mögulegri stækkun með nýju raf-
eindasmásjánni, þá jafngildir þetta
að 1 millimetri verðu 300 metrar.
Páll Ólafsson eðlisverkfræðing-
ur, sem hefur umsjón með nýju
smásjánni sagði í samtali við Tím-
ann að auk þessara auknu stækkun-
armöguleika þá er með þessum
tækjabúnaði hægt að framkvæma
efnagreiningar á litlum punkti og
sjá hvaða frumefni eru til staðar í
hlutnum og í hvaða hlutföllum þau
eru, upp að vissu marki. „Hana má
nota á öllum sviðum rannsókna, í
líffræði, læknisfræði, við lögreglu-
rannsóknir, við efnagreiningar og
við bara hvað sem er, bara að
nefna það,“ sagði Páll.
Innan Iðntæknistofnunar verður
smásjáin einkum notuð til svokall-
aðra efnisfræðarannsókna, á plasti,
málmum og keramik svo dæmi séu
tekin, en einnig verður hún notuð
þar til tjónagreininga, þ.e. skoða
hluti eins og vélarhluti sem hafa
brotnað eða skemmst af einhverj-
um orsökum og finna hvað það var
sem gaf sig. Eitt af fyrstu verkefn-
um sem smásjáin verður notuð til
er að finna hvað gaf sig þegar
hjólahlerinn brotnaði af Flugleiða-
vél á dögunum. - ABÓ
Vigdís tekur við
doktorsnafnbót
Aöalfundur Kaupfélags
Noröur-Þingeyinga:
Óþolandi að
ríkisstjórn
skorist undan
„Aðalfundur Kaupfélags Norður-
Þingeyinga ... skorar á ríkisstjórn
og Alþingi að standa við gefin fyrir-
heit varðandi framkvæmd búvöru-
samninga. Ljóst er að verulega vant-
ar á að fjármagn sé nægilegt á
fjárlögum til að standa við verð-
ábyrgð ríkisins samkvæmt áður-
nefndum samningi.
Alveg er óþolandi að ríkissjóður
velti vandanum yfir á sláturleyfis-
hafa, sem eru nú að sligast undan
þeim byrðum. Þarna er verið að
koma aftan að bændum, þar sem
greiðsluerfiðleikar sláturleyfishafa
bitna fyrst og fremst á þeim.“
Enn berast bréf
frá aðilum SÍNE:
Átta lýstu
vantrausti,
ekki þrír
Fyrrverandi trúnaðarmaður New
York deiidar SÍNE, Sólveig Hreið-
arsdóttir, vísar því á bug, að einungis
þrír námsmenn hafi lýst yfir van-
trausti á formann og framkvæmda-
stjóra SÍNE, Kristján Ara Arason,
án þess að hafa fyrir því heimild á
vorfundi deildarinnar, en það kom
fram í frétt Tímans, sem byggð var
á tilkynningu frá meirihluta stjórnar
SÍNE og bréfi frá fimmtán náms-
mönnum í New York.
„Meirihluti stjórnar SÍNE býsnast
yfir því að einungis átta manns hafi
mætt á vorfund New York deildar-
innar af 70 félagsmönnum, en á það
má benda að á sumarráðstefnu SINE
1987 mættu 20 manns af 2500 félags-
mönnum," ritar Sólveig.
Hún segir að til vorfundar deildar-
innar hafi verið löglega boðað, þótt
ekki hafi fleiri en átta námsmenn séð
sér fært að mæta. Auk þess hafi
verið einróma samþykkt á fundinum
að leggja til við formanninn að hann
segði af sér. Stjórnarmönnunum
þremur hafi verið falið að koma því
til skila við fjölmiðla á íslandi, en
rangt sé að eigna þeim einum álykt-
un vorfundarins. þj
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, fer til Bandaríkjanna 18.
þ.m. í þeim erindagjörðum að veita
viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við
Smith College í Northampton í
Massachusetts.
Forseti mun einnig vera viðstödd
íslandskynningu Útflutningsráðs ís-
lands og margra fyrirtækja í Boston,
mánudaginn 23. maí. Forseti mun
og taka þátt í fundi íslensk-ameríska
verslunarráðsins í New York og
hitta að máli íslendinga búsetta þar
og í Washington D.C.
f fylgd með forseta verður forseta-
ritari Kornelíus Sigmundsson. óþh