Tíminn - 19.05.1988, Page 8
8 Tíminn
Kjör láglaunafólks
Sú hætta fylgir efnahagsaðgerðum af því tilefni,
sem nú er um að ræða, að þær verði til að skerða
tekjur og ráðstöfunarfé hjá þeim sem síst skyldi.
Það er að vísu efnahagsleg grundvallarnauðsyn að
koma í veg fyrir víxlhækkun verðlags og launa,
enda eru það slíkir árekstrar sem knýja verðbólg-
una áfram. Hins vegar verður að gæta þess að þær
jafnvægisaðgerðir, sem beitt er í slíkum tilfellum,
verði ekki til að skerða kjör láglaunafólks.
í tillögum Framsóknarflokksins eru skýr ákvæði
um að kjör láglaunafólks verði ekki skert. Þar er
átt við hinn almenna launþega og tryggingarbóta-
þega, þ.á m. einstæðar mæður.
Varðandi vísitölumál er það skoðun framsókn-
armanna að hvers kyns vísitöluviðmiðanir skuli
afnumdar. Slíkar sjálfvirkar viðmiðanir eru fyrst
og fremst drifkraftur verðbólgu, en því miður
engin trygging fyrir réttlátri skiptingu þjóðartekna
hvað þá allra meina bót fyrir launþega.
Framsóknarmenn vilja í þessu sambandi afnema
núverandi lánskjaravísitölu, enda ekki annað rétt-
lætanlegt, ef ákvæðum um áhrif verðlagsvísitölu á
laun verður breytt. Það fer ekki saman að skuldir
heimilanna séu látnar hækka eftir vísitölu meðan
kaupi er haldið niðri hvað sem verðbólgu líður. Út
úr slíku kemur tómt ranglæti.
Reynt er að halda því fram að tillaga Framsóknar
um afnám lánskjaravísitölu kosti útgjöld upp á
milljarða. Það er rangt. Hins vegar myndi tillagan
hafa áhrif á eignastöðu og hagnaðarmöguleika
lánveitenda og fjármagnseigenda, vaxtagróði yrði
minni.
Vandamálapotturinn
í sambandi við umræður um efnahagsaðgerðir
skiptir öllu máli að skilgreina vandann, sem nú þarf
að leysa. Vandinn er að vísu fjölþættur, ef vel er
leitað, en aðalvandamál efnahagslífsins eru skýr,
þ.e. hallarekstur útflutningsframleiðslunnar og
mikill viðskiptahalli. Þegar svona stendur á er
óþarfi að hræra í öllum vandamálapottinum og
færa upp þá bita sem einstökum mönnum kann að
vera ánægja að japla á í tíma og ótíma.
Alþýðuflokksmenn eru að draga landbúnaðar-
mál inn í umræður um yfirstandandi efnahags-
vanda. Það er ótímabært. Alþýðublaðið er jafnvel
svo djarft að gefa í skyn að hverjum bónda í
landinu séu greidd laun sem nema ráðherralaunum
úr ríkissjóði. Hvað á svona málflutningur að þýða?
Á örfáum árum er búið að draga svo úr
mjólkurframleiðslu, að hún má ekki minni vera
miðað við markaðsþörf. Á sama hátt er skipulega
unnið að því að aðlaga kjötframleiðslu innlendri
markaðsþörf. Ekki er annað sýnna en að sú áætlun
standist. Landbúnaðarstefnan á engan sérstakan
hlut í efnahagsvandanum, sem þarf að leysa fyrir
1. júní.
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGislason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
GARRI
lUlllIllllll VlTT OG BREITT IIIllllllUIIIUUUIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllUlllll Rllllllllllllllllllll iiiigiiiiiiiii
Vaxtakreppan
Núna undanfaríð hafa veríð að
berast fréttir af aðalfundum kaup-
félaganna vítt og breitt um landið.
Eitt er sameiginlegt öllum þessum
fréttum, og það er að vaxtakostn-
aður hefur vaxið óheyrílega á
seinni hluta síðasta árs frá því sem
var árið á undan. Þetta hefur
valdið kaupfélögunum miklum
rekstrarerfiðleikum og er raunar
ein helsta ástæðan fyrir því tapi
sem er hjá allt of mörgum þeirra.
Nú er það vitað mál að það er
hagsmunamál sparífjáreigenda að
vextir í landinu séu sem hæstir. f
samkeppni undangcnginna missera
um fjármagnið í landinu hefur hins
vegar komið í Ijós að þar er
eftirspurnin mciri en framboðið.
Það hcfur keyrt vextina upp. Á því
hafa eigendur sparífjár vissulega
hagnast, en spurning er þó hvort sá
gróði sé allur af hinu góða þegar
upp er staðið. Spurningin er um
það hvort háu vextirnir séu famir
að blóðmjólka atvinnulífíð, ekki
síst á landsbyggðinni.
Kaupfélögin
Það er kunnara en frá þurfí að
segja að kaupfélögin era víða úti
um land uppistaðan í nánast öllu
atvinnulífí sem úrslitum ræður.
Víða er umfang þeirra það mikið
að hætt er við að auðn blasti við i
atvinnumálum ef þau hættu starf-
semi. Og líka er að því að gæta að
kaupfélögin hafa það fram yfír
hliðstæð fyrírtæki í einkageiranum
að þau birta opinberlega allar
helstu upplýsingar um afkomu sína
eins og hún kemur fram á aðalfund-
um þeirra.
Þetta er einkafyrirtækjum hins
vegar í sjálfsvald sett hvort þau
gera, og langflest þeirra gera það
ekki. Þess vegna liggja ekki fyrir
sams konar upplýsingar um af-
komu þeirra á síðasta árí og að því
er varðar kaupfélögin. Nánast án
undantekninga má þó gera því
skóna að þau séu ekki síðurháð því
að greiða Qármagnskostnað hcldur
en kaupfélögin. Fæst þeirra eru
það efnuð að þau þurfí ekkert fé
að fá að láni til rekstraríns, og
jafnvcl þött svo væri þyrftu þau
samt að renta sinn eigin höfuðstól.
Það er því ekki annað að sjá en að
vaxtavandi kaupfélaganna hljóti að
eiga ekki síður við um einkafyrír-
tækin. Með öðrum orðum að
vaxtavandinn sé orðinn að einu
allsherjarvandamáli i öllum ís-
lensku undirstöðugreinunum.
Samdráttur
Núna undanfaríð hafa kvartanir
verið að bcrast hvaðanæva af
landsbyggðinni undan samdrætti
og erfiðleikum. Nánast öll fyrir-
tæki kvarta. Frystingin berst i
bökkum. Sláturhúsin eiga í miklum
erfiðleikum með að standa við
lögbundnar kvaðir sínar um
greiðslur til bænda. Og lands-
byggðarverslunin er viða rekin
með tapi sem stafar af háum fjár-
magnskostnaði.
Þessu fylgja svo kvartanir undan
því að fjármagnið leiti suður á
höfuðborgarsvæðið, þar eigi öll
þcnslan sér stað, þar séu nógir
peningar, þarsé atvinnan, á meðan
atvinnuskortur og samdráttur blasi
við á landsbyggðinni og fasteignir
séu óscljanlegar eða lækki stöðugt
í verði. Bcnda menn þá gjaman á
Kríngluna sem dæmi um þensluna
syðra, að ógleymdri fyrírhugaðrí
byggingu ráðhúss í Reykjavík og
hringsnúanlegs veitingahúss uppi á
hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð.
Það fer ekki á milli mála að í
þessu efni hefur landsbyggðarfólk
talsvert mikið til síns máls. Og þar
eiga vextirnir ekki hvað síst sína
sök. Þcir hafa hækkað langt um-
fram það sem jafnvei hinn heil-
brigðasti atvinnurekstur getur
borið. Þar hefur frjálshyggjustefn-
an ráðið allt of miklu. Þar er orðin
brýn þörf á að félagshyggjumönn-
um gefíst færí á að grípa í taumana.
Það er vissulega gott og blessað
að láta markaðslögmálin um fram-
boð og eftirspurn ráða vöxtunum.
Ef það er hægt. En að því er að
hyggja að við þær sérstæðu aðstæð-
ur, sem ríkja hér á landi, fer því
fjarrí að alltaf sé hægt að taka
erlend hagfræðilögmál og heim-
færa þau hrá upp á það sem gildir
hér á landi. Hér býr til dæmis um
helmingur þjóðarinnar í dreifbýli.
þar sem allar aðstæður til atvinnu-
rekstrar eru að mörgu leyti gjör-
ólíkar því sem er í þéttbýlinu
syðra. Til þess verður að taka tillit.
Þess vegna fer það ekki á milli
mála að nú er orðið meir en
tímabært að fara að taka á vaxta-
málunum. Of háir vextir sjúga
allan lifskraft úr annars vel reknum
fyrirtækjum og enda með því að
setja þau á höfuðið. Með slíku eru
háir vextir fyrir sparífjáreigendur
of dýru verði keyptir. Sá gróði
verður skammvinnur sem endar
með þvi að rústa atvinnulíf lands-
manna. Hér sem endranær dugar
ekki að blóðmjólka kúna. Garri.
■VIÐSKIPTAVIT EÐAI
MISNOTKUN AÐSTÓDU?
. Það eru engar reglur til sem
banna að menn sem hafa grun-
semdir Um að gengið sé að falla
noti sér þá vitneskju eða hugljóm-
un til ávinnings. Ef menn hafa haft
þær gáfur til að höndla innan
löglegra marka til að verða sér út
um ávinning, þá hafa þeir haft
meira viðskiptavit heldur en þeir
sem hafa átt að stjórna þessu.“
Þetta er meðal þess sem Tíminn
hafði eftir forstöðumanni banka-
eftirlits Seðlabankans í gær, en
hann var sármóðgaður yfir að
bankaráðherra í viðlögum, skyldi
ekki hafa snúið sér til eftirlits-
manna Seðlabankans til að fá skýr-
ingu á stórfelldu gjaldeyrisbraski,
sem leiddi til þess að loka varð
gjaldeyrisdeildum og verðfella ís-
lensku krónuna fyrr en stjómvöld
ætluðu.
Ætla má að gjaldeyrisbraskar-
arnir, hverjir sem þeir eru, hafi
grætt um 250 milljónir á þrem
dögum og það var ekki fyrr en leið
á þriðja braskdaginn að eftirlits-
deildirnar í Dimmuborgum uggðu
að sér og áttuðu sig á hugljómun
þeirra sem viðskiptavitið hafa, og
þá var fjórðungur gjaldeyrisforða
heillar þjóðar kominn í hendur
spákaupmanna.
Vafasöm ályktun
Vel má vera að rangt hafi verið
staðið að óskum um uppiýsingar
um hverjir fengu hugljómun og
tóku til sín hundruð milljóna í
gengishagnað síðustu vikuna sem
gamla gengið var skráð.
Bankaeftirlitið telur réttilega að
gjaldeyrislög hafi ekki verið brotin
með valútukaupunum miklu, en
hins vegar verður að telja mjög
vafasama ályktun að viðskiptavit
hafi ráðið því hverjir högnuðust á
gengisfellingunni.
Það þurfti ekki viðskiptavit til að
græða gríðarlega á örfáum dögum,
aðeins aðstöðu. Þeir sem áttu
handbæra peninga og aðstöðu til
að kaupa vöru, þjónustu, bein-
harðan gjaldeyri eða greiða skuldir
erlendis gátu sem best þénað vel og
gerðu það.
Allir vissu dagana fyrir svarta
miðvikudaginn að komið var að
gengisfellingu og það var aðeins
spuming um hvaða dag hún yrði og
hve mikil. Hugljómun kom því
máli ekkert við.
Bankaleyndin sér um að ekki sé
upplýst hvaða aðilar græddu á
gengisfellingu sem allir launþegar
og margir fleiri tapa á. Nokkrir
hafa verið tilnefndir, m.a. bank-
amir sjálfir. En því verður ekki
trúað að bankamenn hafi legið á
því lúalagi að selja sjálfum sér
gjaldeyri til þess eins að selja hann
öðrum með miklu álagi örfáum
dögum síðar. Slíkur trúnaðarbrest-
ur milli bankavalds, stjórnvalda og
almennings er óhugsandi.
Allir vissu
Vel er hugsanlegt að fyrirtæki
sem hafa fengið greiddan gjaldeyri
síðustu daga hafi einnig matað
krókinn með því að framvísa hon-
um ekki fyrr en eftir gengislækkun
og er þar enn athugunarefni um
gróða á gengismun.
Annars er engu líkara en að
enginn aðili í þjóðfélaginu hafi
neitt taumhald á fjármálastjórn og
allt draslast þetta einhvem veginn
áfram og reynir hver sem betur
getur að skara eld að sinni köku.
Háværar kröfur um gengislækk-
un hafa verið uppi vikum saman og
blandaðist engum hugur um að við
þeim yrði orðið. Stjórnmálamenn
vom hættir að nefna fastgengis-
stefnuna á nafn og allir vissu að
gerðar yrðu efnahagsráðstafanir
eftir að vorþingi lyki og eins og
fyrri daginn hlaut gengislækkun að
vera eitt aðalfiffið í efnahagsbjörg-
un.
Þeir sem rifu til sín hálfan þriðja
milijarð króna þurftu hvorki sér-
stakt viðskiptavit eða hugljómun,
aðeins aðstöðu og siðferðiskennd
til að notfæra sér ástandið til að
græða og græða vel.
Sjálfsagt hefur enginn brotið
gjaldeyrislöggjöf eða rofið trúnað.
En samt er full ástæða til að fá
vitneskju um hvaða öfl í þjóðfélag-
inu það eru sem leika sér að því að
sölsa til sín fjórðung gjaldeyris-
forðans í gróðaskyni og neyða
stjómvöld til að loka bönkum og
flýta efnahagsaðgerðum með slíku
offorsi að þær sýnast allar vera að
renna út í sandinn. OÓ