Tíminn - 19.05.1988, Side 15

Tíminn - 19.05.1988, Side 15
Fimmtudagur 19. maí 1988 Tíminn 15 llllllllllllllllllll MINNING iillll!llllillll!llllll]!!llilllli!IIMIll!ililllllljlÍ!lllii!lÍliÍ Erlendur Sigurjónsson Laugardaginn 23. apríl s.l. var föðurbróðir minn Erlendur Sigur- jónsson, Víðivöllum 2, Selfossi, bor- inn til grafar frá Selfosskirkju á sjötugasta og áttunda ári, en hann var fæddur 12. september 1911 á Tindum í Svínavatnshreppi Austur- Húnavatnssýslu. Mikill mannfjöldi var við útförina, bæði ungir og aldnir. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Erlendsdóttir og Sigurjón Þor- láksson. Systkinin frá Tindum voru sjö og var Erlendur þeirra næst elstur. Hin eru Ástríður fædd 1909 býr nú á Selfossi, Kristín fædd 1915 býr á Tindum, Þorlákur fæddur 1916 bjó lengi á Hvolsvelli, en býr nú í Reykjavík, Sigrún fædd 1920 lést ung, Ingibjörg fædd 1921 bjó lengi á Drangsnesi, látin fyrir nokkrum árum. Yngst systkinanna er Guðrún fædd 1926, býr í Reykjavík. Erlendur stundaði ýmsa vinnu framan af ævinni, en árið 1948 verða þáttaskil í lífi hans, þegar hann ræðst til starfa hjá Hitaveitu Selfoss og var það mikið lán fyrir hitaveituna að fá hann til starfa, en Erlendur starfaði þar alla tíð síðan, eða allt til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Erlendur var alla tíð hitaveitustjóri. Erlendur var ham- hleypa til vinnu og mikill hugmaður að öllu, sem hann gekk að. Ég man eftir honum, öldruðum manninum, vinna niður í hitaveituskurði og þar dró hann hvergi af sér. Erlendur unni íslensku sveitinni og hann hefði orðið góður bóndi, enda var hann búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Erlendur hélt mikla tryggð við sína fæðingarsveit og bæinn Tinda, en þar bjuggu mágur hans og systir myndarbúi. Mér er nær að halda að hann hafi komið þangað á hverju sumri til að hjálpa til við heyskapinn, eða gera við ýmsar landbúnaðarvél- ar, en hann var völundur í höndun- um. Fað er mér í barnsminni þegar hann var að undirbúa sig til farar norður, hve hann var óþolinmóður að komast ekki sem fyrst af stað. Síðan var brunað norður eftir mis- góðum veginum en Erlendur var mjög góður bílstjóri, raunar má segja að bílar hafi verið hans áhuga- mál. Erlendur kvæntist árið 1940 Helgu Gísladóttur frá Reykjum í Hraun- gerðishreppi. Var hjónaband þeirra einstaklega farsælt og stóð það þar til Helga lést í byrjun seinasta árs. Eftir lát Helgu var eins og drægi af Erlendi frænda mínum. Hann lést 17. apríl s.l. Erlendur og Helga eignuðust 3 syni. Gísla fæddan 1940. Hann er kvæntur Jónínu Hjartar- dóttur, eiga þau 3 dætur. Jóhannes fæddur 1946. Hann er kvæntur Auð- björgu Einarsdóttur. Pau eiga 3 börn, tvær dætur og einn son. Yngst- ur bræðranna var Rögnvaldur fædd- ur 1952, en hann lést daginn fyrir 5 ára afmæli sitt. Rögnvaldur litli var sjúklingur frá fæðingu. Ég minnist þess hve Erlendur og Helga voru þessum sjúka syni sínum nærgætin og umhyggjusöm. Áður en Erlendur kvæntist Helgu átti hann dóttur, sem Erla heitir. Hún er gift Árna Guð- mundssyni. Þau eiga þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Frændi minn naut þess í starfi og lífi sínu öllu, að vilja hjálpa og liðsinna öðrum og nutum við frænd- systkini hans þess ríkulega og fyrir það er þakkað nú. Ég hitti frænda minn í seinasta skipti í september á seinasta ári. Þar var hann innan um frændur sína og vini, kátur og hress. Þannig vil ég minnast hans. Ég og mitt fólk allt vottum börn- um og afkomendum Erlendar inni- lega samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning góðs frænda. Sigrún Þorláksdóttir. Eyjólfur Stefánsson Fæddur 20. október 1895 Dáinn 6. mars 1988 Hann hét Eyjólfur Stefánsson, var fæddur að Kleifum í Gilsfirði þann 20. október 1895. Sonur hjónanna Stefáns Eyjólfssonar og konu hans Önnu Egg- ertsdóttur. Afi var elstur tólf systkina en upp komust aðeins níu. Afi ólst upp á Kleifum og var hann einn vetur á Hjarðarholtsskóla. Svo kom að því að hann langaði að reyna eitthvað nýtt. Afi lagði því land undir fót og ferðaðist til vesturheims, Kanada. Þar vann afi öll möguleg og ómöguleg störf. Hann fiskaði á Manitóbavatni, hann rak nautgripahjarðir og vann auk þess venjulega verkamannavinnu svo eitt- hvað sé nefnt. Fyrst og fremst vann hann þó við hesta og með hestum, því að hestar áttu hug hans allan. Afi dvaldi ytra í þrettán ár, heim kom hann síðan árið 1925. Árið 1936 verða svo tímamót í lífi hans þegar hann kvænist Guðlaugu Guðlaugsdótt- ur frá Fagradal. Afi og amma eignuðust þrjá syni, þá Stefán, Sturlaug Jóhann og Guðlaug Veigar. Framan af bú- skapartíð sinni fluttu þau oft búferlum en settust að lokum að á Efri-Brunná í Saurbæ. Við búi þcirra á Efri-Brunná tók sonur þeirra Sturlaugur og kona hans Bima. Þá byggðu afi og amma sér lítið hús í landi Efri-Brunná. Þar dvöldu þau lengi allt til þess er þau fengu inni á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal síðastliðið haust. Fyrstu minningar mínar um afa og með afa eru um Dinka Dink, gamla dráttarvél sem afi notaði til að koma heim til okkar á Efri-Brunná að ná í mjólk og til að fara að versla. Ég man að ég og Helga systir vorum settar í kassa aftan á vélinni og bundnar þar svo að við dyttum ekki svo litlar höfum við verið. Þá var aðalfjörið að ferðast með afa á Dinka Dink. Þegar afi lagði af stað niður veginn lögðum við af stað á móti honum til að fá að sitja í síðasta spölinn. Afi og amma voru alltaf til staðar, þau bjuggu aðeins um hálfan kílómetra frá okkur og það var ósjaldan að farið var til þeirra og gist þar, sníktir snúðar hjá ömmu og hlustað á sögur hjá afa, sögur frá Kanada. Afi hafði alltaf frá mörgu að segja. Sögur frá Kanada aðallega, sögur um indjána sem hann kynntist úti, um svertingja og um hvíta menn að ógleymdum hestunum. Afi sýndi okkur myndir ffá framandi stöðum, frá skógivöxnu landi, af hest- vögnum, fólki í skrítnum fötum og fullt fullt af öðrum framandi hlutum. Ég held að ég hafi aldrei gert mér grein fyrir því hve mikill heimsmaður afi raunverulega var. Hve víðsýnn og veraldarvanur rniðað við sína kynslóð og jafnvel aðrar kynslóðir líka. Hann hafði reynt meira, séð meira og kannað meira en nokkur annar sem ég þekkti og þekki. Það var líka voðalega gaman að eiga afa sem gat talað og lesið útlensku. Afi minn nú ert þú farinn frá okkur hér, en þú ert ekki gleymdur. Þakka þér fyrir að hafa verið hér til staðar allt mitt líf og fyrir að hafa leyft okkur að kynnast þér. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Sólveig Sturlaugsdóttir. Verslunin Grundarkjör (áður KRON) við Furugrund 3 býður ykkur veikomna til viðskipta l ið stefnum að því að geta boðið lágt vöruverð, gott vöruval og góða þjónustu. Opið alla virka daga frá kl. 9.00-20.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Tjaldsvæði lokuð á Þingvöllum Gróður er skammt á veg kominn á Þingvöllum. Tjaldsvæðin verða því lokuð enn um sinn. Þjón- ustumiðstöð Þjóðgarðsins er hins vegar opin. Þar er hreinlætisaðstaða fyrir almenning og margvís- leg fyrirgreiðsla önnur,- Leiðsögn um þingstaðinn er einnig í boði án endurgjalds að vanda. Þeim sem hug hafa á leiðsögn er bent á að snúa sér til þjóðgarðsvarðar á Þingvallabæ, sími 99-2677. Stangaveiði fyrir landi Þjóðgarðsins er öllum heimil endurgjaldslaust til maíloka. Þó eru menn beðnir að varast veiði í Lambhaga um varptímann. Þjóðgarðurinn á Þingvöilum Tónlistarskóli Kópavogs Frá Tónlistarskóla Kópavogs. Skólanum verður slitið og skírteini afhent föstudaginn 20. maí kl. 16 í Kópavogskirkju. Skólastjóri írsk Setter eigendur Næstkomandi sunnudag 22. og mánudaginn 23. maí verður norskur ræktunardómari á vegum HRFÍ og írsk Setter deildarinnar til að ræktunar- dæma stofninn. Setter eigendur sem ekki hefur náðst samband við vinsamlegast hringið á skrif- stofu HRFÍ sími 31529 eða Hreiðar 616463 og Ástu í síma 685344 og fáið allar upplýsingar. AUGLÝSING Staða næturvarðar í Arnarhvoli er laus til umsókn- ar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí 1988. Fjármálaráðuneytið, 18. maí 1988. AUGLYSING Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, 18. maí 1988. Dráttarvélar Sannarlega peninganna virði. VELAR OG ÞJ0NUSTA HF. - Velaborg JARNHALSI 2 -SIMI 83266-686655 GRUNDARKJÖR Furuqrund 3 Sími 469S5 - 42062

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.