Tíminn - 19.05.1988, Side 19
Fimmtudágur 19. maí 1988
Tírtiinn 1ð
SPEGILL
Clint að smakka matinn a V£!t!n“2'
húsinu sínu „Hogs Breath Inn“.
Það eru tveir þekktir hetðurs-
menn sem mæla með þessum ít-
ölsku þjóðarréttum sem hollu og
góðu megrunarfæði, en hingað til
hafa flestir haldið að slíkt mataræði
væri í meira lagi fitandi.
Pavarotti léttist um 87
pund á 6 mánuðum
Hinn mikli tenór Luciano Pava-
rotti var orðinn um 280 pund,
þegar hann fyrir nokkrum mánuð-
um byrjaði á megrunarkúr - sem
hann kallar „pasta-kúrinn“. Hann
borðar makkarónu-, spaghetti- og
pastarétti, kjúklinga, kálfakjöt og
jafnvel brauð. Sumum þykir þetta
hálfeinkennilegur megrunarkúr,
en hann hefur þó gert söngvaran-
um gagn í því að losna við auka-
pundin, sem mikið voru farin að há
honum.
Hann lét sérfræðinga reikna út
fyrir sig pasta-kúrinn, sem gefur
1.800 kaloríur á dag, og hefur
haldið sig við hann.
Dr. Charles Klein er næringar-
sérfræðingur í New York og höf-
undur að bókinni „Sensibly Thin“
(Skynsamleg megrun). Hann segir
að þessi Pavarotti-megrunarkúr sé
mjög góður. Það sé iitii trta í
honum, og ef pastaréti.
búnir til úr heilhveiti eða símylju-
grjónum, þá séu næg trefjaefni í
fæðunni sem er þá saðsöm án þess
að vera hlaðin af hitaeiningum. í
þessa rétti eigi svo að nota gott
ítalskt krydd, en lítið sem ekkert
salt.
Clint Eastwood matreiðir
spaghetti-rétti á sína vísu
Leikarinn Clint Eastwood þarf
ekki að hugsa um megrunarkúra,
því að hann hefur alltaf verið
grannur. Enda er hann mikill
íþróttamaður; lyftir lóðum, hleyp-
ur á ströndinni og stundar mikið
útivist.
Clint fór í pólitíkina og er orðinn
borgarstjóri í Carmel í Kaliforníu.
Hann er nú 57 ára en er uppfullur
af dugnaði og áhuga á öllum mögu-
legum málum.
Clint Eastwood hefur lengi haft
áliuga á fnatreiösiu, og hann á
Hér er Luciano Pavarotti að auglýsa kvikmynd sem hann leikur og syngur
í. „Yes, Giorgio“ heitir hún. Nú er Pavarotti „aðeins 197 pund“ og þakkar
það pasta-kúrnum.
veitingahús í Carmel þar sem lögð
er áhersla á létta rétti, sem ekki eru
fitandi. Sjálfur segist Clint taka
disk af spaghetti, vatnsglas og eitt
epli fram yfir kavíar og steikur.
Hann segist hafa mjög gaman af
því að malla matinn fyrir sig og
Sondru Locke, kærustuna sína
(Clint er nýskilinn eftir langt
hjónaband). Hann segist forðast
sætindi, niðursoðinn mat, gos-
drykki, kaffi og sterkt áfengi, - en
mælir með nýju grænmeti og ávöxt-
um, jógurt, kjúklingum og fiski, og
síðast en ekki síst pasta-réttum,
því að þeir séu svo seðjandi án þess
að vcra mjög fitandi.
Clint gefur síðan uppskrift að
uppáhalds spaghettirétti sínum:
Sjóðið 120 gr. af pasta (þuru),
helst úr heilhveiti, í 4 bollum af
vatni með 1 matskeið af „safflow-
er“-olíu (eða sólblómaolíu) og
teskeið af salti.
Pastað á að sigta og er látið í
sérskál. Þá ersaxað niður: sveppir,
sellerí og tómatar - að vild - og
brugðið á pönnu og brúnað létt í
olíu. Hvítlauksdufti stráð yfir og
síðan er öllu hrært saman við
pastað í skálinni. Hitið þvínæst 1-2
bolla af spaghetti- eða tómatsósu á
pönnunni og hellið yfir skálina.
Bætið hvítlauk (ef vill) og rifnum
osti yfir, - og hér er komin indælis
máltíð fyrir tvo, segir borgarstjór-
inn í Carmel.
UM STRÆTI OG TORG
Xristinn Snæiand:
Jét-^iiE
Einu sinni enn skrifa ég um
slysaskilti Reykjavíkurborgar. Öll
óþörf eyðilegging eða skemmdir
verðmæta gera mér gramt í geði.
Má þar nefna t.d. þegar bílum er
ekið inn á grasflatir eða upp á
grónar umferðareyjar, þegar rúður
eru brotnar í miðbænum eða þegar
óknyttafólk eða óhappaunglingar
rífa og skemrna almenningsvagna
borgarinnar. Sálfræðingar hafa
sjálfsagt sínar skýringar á því at-
hæfi sem hér er lýst. Vitanlega eru
gerendurnir oft ekki með réttu
ráði, jafnvel vegna ölvunar. Því
þennan inngang að mér virðist
gatnamálastjóri eða starfsmenn
hans hafa svipaðan hugsunarhátt
gagnvart bíleigendum eða öku-
mönnum og óknyttafólkið sem
áður er nefnt gagnvart eignum
borgaranna og borgarinnar. Ég
hefi fyrir löngu bent á að æskilegt
sé að setja öll þau umferðarmerki,
sem sérstaklega oft eru ekin niður,
á plaströr eða búa svo um þau að
öðru leyti að þau leggist tiltölulega.
léttilega undan bílum sem á þau
kunna að aka. Jafnvel áður en ég
tók að skrifa um þetta höfðu starfs-
menn Vegagerðar ríkisins kveikt á
sömu hugmynd og voru þegar tekn-
ir til við að setja „slysaskilti" á
plaströr. Ekki veit ég um reynslu
þeirra vegagerðarmanna í þessu
efni en ég hefi þá reynslu sjálfur að
aka eitt þessara skilta niður. Við
áreksturinn svignaði plaströrið
undan bílnum, hrökk svo sundur
og kastaðist frá bílnum. Eina tjón-
ið á bílnum var að sprunga kom í
höggvarann sem er úr plasti. Mitt
tjón um 5000 krónur. Ef viðkom-
andi umferðarskilti hefði verið á
járnröri hefði mitt tjón ugglaust
orðið um eða yfir 100 þúsund
krónur. Því þessi sífelldu skrif um
„slysaskiltin" að enn hefur „slysa-
skiítið“ austast í umferðarskerjun-
um við Staldrið verið ekið niður og
enn setja menn Inga Ú. Magnús-
sonar gatnamálastjóra nýtt skilti
upp á járnröri. Og svo er verið að
skammast yfir því að óknyttalýður
Ungir ökumenn
Til þess að halda mig við marg-
tuggið efni í þessari klausu ætla ég
að fara nokkrum orðum um hegð-
an ungu ökumannanna við Hótel
íslandsplanið. Ég hefi oft bent á að
séu ungu ökumennirnir látnir af-
skiftalausir með hin minni umferð-
arlagabrotin styttist leið þeirra í
hin stærri og verri brot. Miðbær-
inn, rúnturinn ogsérstaklega Hótel
íslandsplanið er gróðrarstía smá-
brotanna. Ég tel að lögreglan geti
mcð tiltölulega auðveldum hætti
komið lagi á umferðina í miðborg-
inni um helgar og á þá við kvöldin.
Algengustu brotin eru ólögleg
stöðvun ökutækis, ökutæki er lagt
ólöglega og ekið er gegn bann-
merkjum til dæmis inn á Hótel
íslandsplan. Um síðustu helgi brá
svo við að fjórirgangandi lögreglu-
mcnn voru á planinu um tíma
nálægt miðnætti. Þeir höfðu ekki
undan að skrifa niður þau ung-
menni sem samt óku gegn bann-
merki inn á planið. Skömmu síðar
eða um klukkan eitt voru lögreglu-
mennirnir horfnir. Þá óku á fimm
mínútum lObílarogátta mótorhjól
gegn bannmerki inn á planið. Mér
sýnist að lögreglan geti notað rúnt-
inn og miðbæinn til þess að kenna
ungu ökumönnunum að virða um-
ferðarreglurnar. Þarna þarf að gera
átak sem kostar nokkurn fjölda
gangandi lögregluþjóna nokkur
kvöld. Það á ekki að loka rúntinum
svo sem stundum er gert, heldur
sjá svo um að umferðin stöðvist
ekki. Koma í veg fyrir óþarfa
stöðvun ökutækja á miðri götu,
koma í veg fyrir að ökutækjum sé
lagt ólöglega og koma í veg fyrir að
ekið sé gegn umferðarmerkjum.
Ég er sannfærður um að snúi
lögreglan sér að þessu verkefni
með festu og vinsemd má ná ár-
angri sem skilar sér í bættri umferð
almennt í borginni. Ég lít svo á að
umferðin um rúntinn og miðbæinn
um helgar ætti að vera forgangs-
verkefni hjá lögreglunni.
Eru nú „spaghetti og
pasta“-réttir orðnir
megrunarfæði?
Einu sinni enn
brjóti nokkrar rúður, rífi eða slíti
sundur strætisvagna eða spilli
gróðri. Sér enginn nema ég, að
járnstauradýrkun gatnamálastjóra
og starfsmanna hans er ekki síðra
óþurftarverk og til skammar. Mér
blöskrar svo að mér er nær skapi
að skreppa sjálfur í Hampiðjuna,
kaupa plaströr og skifta um í
merkinu við Stekkjarbakkann.
Vesturlandsvegur
Þrátt fyrir að starfsmenn Vega-
gerðar ríkisins hafi sýnt verulega
hugkvæmni í því skyni að minnka
hættu vegfarenda, til dæmis með
notkun plaströra og með því að
halla vegi rétt í beygjum þá geta
greinilega orðið óhöpp í þeirra
starfi. Ég geri ráð fyrir því að
Vegagerð ríkisins hafi stjórnað lýs-
ingu Vesturlandsvegar milli
Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
Líkt og við Reykjanesbraut frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur er
ljósastaurunum plantað utanvert í
allar beygjur. Þetta ætti ekki að
koma að sök þar sem veginum
hallar jafnframt inn í beygjurnar
sem þýðir að renni bíll í hálku er
vísast að hann renni undan hallan-
um frá staurunum. Þetta er hins-
vegar ekki svona einfalt. Inn í
dæmið kemur þyngd bílsins og
hraði og að sjálfsögðu búnaður
hans. Ég vil því benda á þó seint sé
að staðsetning ljósastaura utanvert
í fyrstu beygjunni þegar komið er
upp fyrir Korpu er háskaleg. Ekki
leikur nokkur vafi á því að bílar á
löglegum hraða geta runnið út úr
þeirri beygju í hálku. Staðsetning
staura utanvert í þessari beygju
eru hræðileg mistök sem eiga eftir
að verða afdrifarík, með sorgleg-
um afleiðingum. Þessu er hægt að
breyta.