Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 2
2 HELGIN Laugardagur 21. maí 1988 VÍDALÍN GEGN VALDNÍÐSLU ástæður þessarar athugasemdar, er ekki erfitt að geta sér til um að oft hafa verið léttir vasar hinna ungu námsmanna. Mikill atburður var það er lá við stúdentaupphlaupinu milli danskra og norskra stúdenta, en þar fylgdu íslendingarnir þeim norsku. Liðsmunur var mikill: Danirnir um 300, en Norðmenn 80 og þeir íslensku 18. Foringi fyrir norskum var Olaf nokkur Klow, en fyrir íslenskum var Páll. Peir Klow og Páll báru saman ráð sín, nokkrum dögum áður en átökin skyldu verða, en þar hét Grænland (nú Grönning- en) sem slagurinn skyldi standa og var fyrir innan Austurport. Hver sá skyldi ærulaus kallast sem hleypti af byssu (Skydege- væhr). Réði Páll því að liðið sem hann fylgdi skyldi standa í hring og þrengja röðina í hvert sinn sem einhver félli, en þeir minni máttar skyldu standa fyrir innan, kasta grjóti og leggja korðum út á milli hinna. Deginum áður en stríðið skyldi hefjast frétti Maz- ius rektor háskólans af hvað til stæði og fékk sætt stúdenta. En herkænsku Páls hrósaði hann og. kvað Norðmenn og íslendinga seint hafa orðið unna með þessu móti og kvað íslenska njóta þess að þeir læsu fornar sögur. Páll hefur oft stytt sér stundir á námsárunum við skáktafl og kenndi tafl öðrum. Meðal nem- enda hans var Christian Worm síðar biskup, og lærði móðir Christians tafl um leið. Gerði hann kerlingu heimaskítsmát þrívegis, áður en hann afsagði að kenna henni lengur, þrátt fyrir þrábeiðni hennar! SKÓLAM EIST ARINN Pegar Páll gekk frá prófborð- inu, nýbakaður guðfræðingur, gerðist það atvik að hællinn hrökk undan skó hans og kvað hann það vera fyrirboða: að hann mundi heltast úr lestinni frá þeim geistlegu - og gekk það eftir. Hann hafði líka numið fleira en guðfræði í Höfn og það af þeim manni, sem kunni þau fræði er hann kenndi. Sá var Jón Eggertsson, er frægur varð fyrir að sanka saman íslenskum hand- ritum fyrir Svía. Um það leyti er Páll kynntist honum var hann líklega mest hataður allra ís- lendinga af löndum sínum og bar margt til, sem ekki gefst tóm til að rekja hér, en frá Jóni sögðum við hér í helgarblaði Tímans á fyrra ári. - Jón Egg- ertsson kenndi Páli þá list hvern- ig hann skyldi komast til emb- ætta og réð honum til þess að byrja á að verða skólameistari. Mundi þá eitt koma af öðru. Annar aðdáandi Jóns var Árni Magnússon, og fyllti hann flokk þeirra fáu íslendinga er hörm- uðu þennan berserk látinn 1689, þótt Kristín Svíadrottning gæfi scx hundruð ríkisdali til útfarar hans og sagt að rætt hafi verið uin að gera hann að borgarstjóra í Gautaborg! Af Jóni Eggerts- syni er talið að Árni hafi smitast af fornfræða og handritasöfnun- aráhuganum. Og Páll hafði ráð meistara síns: þegar hann hélt frá Höfn 1689 búinn miklum og góðum bókakosti að andvirði 300 ríkis- dala, hafði hann veitingu fyrir rectoratinu við Skálholtsskóla upp á vasann! var stofnað 1684. Fyrsti stiftamt- maðurinn var Ulrich Christian Gyldenlöve (sem aldrei kom til íslands). Hann hafði þó sinn fulltrúa á íslandi og var það amtmaðurinn, en embætti hans var stofnað 1688 og settist fyrst- ur í það Kristján Möller. Er hér var komið voru þessir æðsta valdið yfir lögmönnunum. Sigurði Björnssyni líkaði vel að fá með sér aðstoðarmann (Páll var fyrsti varalögmaður á Islandi) og þó enn betur að svo valinn maður skyldi hreppa starfið. Þá var rétt nýlega orðinn lögmaður norðan og vestan Lár- us Gottrup og hafði hann enn engan varalögmann, - ekki fyrr en 1707, er stórbokkinn Oddur Sigurðsson var gerður varalög- maður hans, en hann kemur mjög við söguna hér á eftir. En skólameistaranum í Skál- holti höfðu dugað vel ráð Jóns Eggertssonar. Honum farnaðist vel í varalögmannsembættinu og þegar Sigurður fór frá 1705, var hann umsvifalaust gerður að lög- manni sunnan og austan. Garður, bústaður Hafnarstúdenta um daga Páls Vídalíns. „ÞÁVERÐÉGEI PRESTUR í ÁR“ Skringilegt ástand ríkti við Skálholtsskóla þegar Pál Jóns- son Vídalín bar þar að garði 1689. Þá var þar skólameistari Þórður nokkur Þorleifsson, en nafni hans, Þórður Þorláksson, var biskup. Biskupinn var heilsuveill og gat lítið fylgst með skólahaldinu og varð að reiða sig mikið á Þórð skólameistara, og hafði hann að líflækni sínum. En ekki var allt sem sýndist! Þórður skólameistari var of- drykkjumaður, sem rækti skól- ann með eindæmum illa, svo allt rak á reiðanum og gat hann dulið biskupinn þessa sem lækn- ir hans. Sá hann svo til að karlinn komst varla nokkru sinni úr rúminu og ofbauð fólki þetta ófremdarástand. Tók því bisk- upsfrúin, Guðríður, sig til eitt kvöld og sat fyrir meistara í einhverjum myrkum göngum. Gerði hún sér upp ókunnuglega rödd og spurði hve lengi biskup- inn mundi verða veikur. „í viku skal hann enn liggja, kerli mín!“ svaraði Þórður þá. En árið 1691 tók Páll við skólameistaraembættinu og gegndi hann því í sex ár. Skipti þá mjög til hins betra um alla reglu, kennslu og aga, er svo vel lærður maður og vandaður tók við. En fátækt skólans og staðar- ins var mikil og olli hún því að Páll var ekki við skólann lengur. Sem dæmi um það nefndi hann að eitt sinn er hann lá veikur í hálfan mánuð, var honum ekki fært annað til matar en lítið stykki af lundabagga. Hann var Þórði biskupi betri en enginn og aðstoðaði hann við að prenta nýjan Grallara og þýddi fagra sálma úr dönsku og latínu, þar á meðal sálminn „Jesú þín minning mjög er sæt.“ Vann hann þýðinguna á einum næturtíma og drakk pela mjaðar á meðan og var svo sálmurinn lesinn upp yfir borðum næsta dag. Stóð þá biskupinn upp og þakkaði honum grátandi fyrir og sagði að þessi sálmur mundi verða sunginn í kristilegri kirkju, þá báðir þeir væru orðnir að moldu. Foreldrar hans bæði skrifuðu honum og hvöttu hann til þá er hann heimsótti þau að gerast prestur, en það vildi hann ekki. Þó komu þau honum til að sækja um Staðarstað, en kallið var veitt öðrum og andvarpaði Páll þá af feginleik. Þá sagðist hann hafa verið fegnastur að vakna af vondum draumi er honum fannst Þórður biskup ætla að leggja hendur á höfuð honum við prestvígslu. En loks kom að því að hann þurfti ekki lengur að óttast þessi örlög. Hann sótti um Dalasýslu 1697 og hlaut sýslumannsemb- ætti þar sama ár - 16 dögum seinna bættist ný upphefð við: Konungur Kristján fimmti gerði hann að varalögmanni sunnan og austan hjá lögmanni Sigurði Björnssyni. ÍSLENSKIR VALDSMENN Allt frá 1280 og til 1800 voru lögmennirnir tveir æðstu hand- hafar innlends valds á fslandi með ýmsa erlenda pótintáta yfir ■ sér og voru það hirðstjórarnir frá 14. öld og fram á þá 17., eða þar til stiftamtmannsembættið LITILL EIGINMAÐUR OG STÆÐILEG EIGINKONA Hér er rétt að lýsa Páli ögn og víkja að einkahögum hans. Hann var meðalmaður á hæð í minna lagi, grannur á unga aldri, svo að hann kom að sér álnar- kvenbelti þá hann var tvítugur og nokkur ár eftir. Hann kvænt- ist Þorbjörgu Magnúsdóttur úr Vigur á ísafjarðardjúpi og segir sagan að henni hafi þótt lítið til slíks rindils koma í fyrstu. Var það vegna þess að ættmenn hennar voru allir digrir og föngu- legir, en Magnús faðir hennar átti nóg með að ganga spölinn frá fjörunni í Ögri upp að kirkj- unni þar, því þá var hann löður- sveittur vegna offitu. Hann var og matmaður gríðarlegur og þá hann dó er sagt að það hafi gerst með þeim hætti að hann sprakk, svo fitulækirnir runnu eftir skálagólfinu. Ekki var föður- bróðir Þorbjargar, sem Oddur hét, síðri. Engir hestar báru hann nema einn skjóttur, því aðra sligaði hann. Er hann var klausturhaldari á Stað í Reyn- isnesi varð hann að ganga spöl- inn út í kirkjuna í þrem áföngum og rennsvitnaði þó mestu frost væru! Kauphöllin, „Börsen“. Þessi bygging var nýleg, vart 40 ára, þegar Páll Vídalín kom til Hafnar. Páll var dökkur á brún og brá ungur, með svart slikjuhár, en brúkaði hárkollu er hann eltist. Nefið var hátt og beint, en þó ei þunnt. Hafði hann hreinan og skýran svip, sem Jón Grunnvík- ingur segir minnt hafa á myndina af Guðbrandi biskupi. Er hann cltist þjáði hann mikill bjúgur í fótum og enn augnveiki, svo hann .var löngum sjónlítill á elliárum sínum. Hann gekk dag- lega í innislopp (Schlaffrock) og hafði töflur á fótum og skinn- húfu svarta á höfði, ef enginn heldri gestur var aðkomandi. Hann sagði að ef nokkur ætti skilið að komast til himnaríkis, þá væri það sá er fundið hefði upp „Schlaffrock og töflur." Fjögur börn áttu þau Þorbjörg er upp komust og átti hann í miklum raunum út af einu þeirra, dóttur sinni Hólmfríði. Hana vildi fá Halldór prestur Hallsson á Breiðabólsstað, en Páll vildi með engu móti. Sótti prestur eftir stúlkunni eigi að síður og varð af ógurlegt hatur. M.a. voru Páli kenndir galdrar og draugasendingar á séra Halldór, sem allur almúgi lagði trú á og varð Páli mikil skapraun' að. Gekk svo langt að hann neitaði að taka nokkra þjónustu af séra Halldóri og milli þeirra spruttu málaferli, sem reyndu mjög á báða aðila. Það var Halldór sem auðnaðist sú sæla að míga yfir kistu Páls lögmanns að honum önduðum. Hann var rómaður kennari, bæði er hann kenndi við Skál- holtsskóla og þá er hann hafði nemendur hjá sér heima í Víði- dalstungu, enda svo fjöl- menntaður að sagt var að hann hefði kunnað utan að fimm bæk- ur Livíusar. Segir Jón Grunn- víkingur frá kennslustundum á lögmannssetrinu, þar sem nem- endur stóðu upp við borðin á matmálstímum og ruddu upp úr sér fræðunum, meðan Páll hlýddi á. Þar mátti engin kona bera á borð heldur gerðu nem- endur það sjálfir eftir kúnstar- innar reglum. JARÐABÓKIN MIKLA Árið 1699 kom til ríkis í Danmörku Friðrik konungur fjórði. Með nýjum einvaldi kviknuðu vonir með fólki um að betri tímar væru í vændum og á íslandi var afráðið að senda konungi bænaskrá, þar sem rak- in væru ótal vandræði lands og þjóðar. Til ferðarinnar valdist Lárus Gottrup, lögmaður, og varð árangur af sendiförinni sá að skipaðir voru tveir fulltrúar „commissarii", sem bæði skyldu fara í saumana á allra handa valdníðslu embættismanna og gera manntal og meta allar jarðir á landinu. Til þessa völdust þeir Árni Magnússon og lögmaður Páll Vídalín. Er þessi saga svo vel kunn að varla er verjandi að lengja mál um þetta í ágripslegri blaðagrein. En það var mikið vald sem þeir Árni og Páll fóru með á þessum árum, og jarða- bókina unnu þeir við til 1712. Ekki mun Páll hafa uppskorið mikil laun síns erfiðis, en langar og erfiðar ferðir komu niður á heilsu hans er fram í sótti. Ýmislegan málarekstur bar þeim félögum að höndum, en þó var Páli sparað hið þyngsta í þeim sökum þar til eftir að jarðabókinni var lokið og hinn virðulegi vinur hans og áhrifa- maður, Árni Magnússon, farinn úr landi. Erfiðasta málið var málareksturinn vegna Jóns Hreggviðssonar og höfðu bæði Árni og Páll mikla fyrirhöfn vegna þess. Pegar loks hillti undir að stappinu lyki og Jón Hreggviðsson gat snúið frjáls maður til íslands, ortu þeir báðir „commissarii" vísu um Jón. Vísa Árna er flestum vel kunn, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.