Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 7
HELGIN 7 Laugardagur 21. maí 1988 Sporðdreki Vatnsberi Fiskar GA EKKI VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR HAFA EKKERT AÐ SEGJA OKKUR bliki? Eftir að þessi öfl hafa komist í gegnum lofthjúp jarðar - svo að ekki sé talað um ábreiður og múra fæðingardeildarinnar sjálfrar - get- ur ekki verið að hlífð líkama móðurinnar og legvatnsins á með- göngutímanum hafi skipt öllu máli. Þá væri rökréttara að miða við getnaðartímann, þ.e. þegar sæði mannsins og eggfruma konunnar sameinast. Það er nefnilega á því augna- bliki, þegar valin er sú sæðisfruma mannsins sem sameinast eggi kon- unnar af öllum þeim milljónum sem í boði eru, að ákveðnir eru erfðaeiginleikar nýju verunnar. Reyndar er þetta vitneskja nú- tímavísinda sem upphafsmenn stjörnuspekinnar höfðu ekki hug- mynd um. En þeirra lærdómur beindist ekki heldur að þessum atriðum. Þar eru nútímavísindin miklu hugmyndaríkari, svo að táknalest- ur stjörnuspekinnar bliknar við samanburðinn. Líffræðileg lögmál tvíkynjaæxl- unar, sem ekki hafa verið útskýrð fyrr en á síðustu áratugum, eru mjög sannfærandi vegna þess hvað þau eru augljós. Hár aldur stjörnu- spekinnar gefur henni virðuleikablæ Það sem blekkir mest í sambandi við stjörnuspáfræðina er hinn virðulega hái aldur hennar, en í skjóli hans trúa menn því að felist sannur vísdómur. Hugrenningar í þá átt eiga vissulega við fjölmargar ívitnanir í rit gömlu heimspeking- anna og höfunda trúarbragða bæði á Vesturlöndum og Austurlönd- um. Nú kallar stjörnuspekin þessi árþúsund til vitnis. til að láta líta út fyrir að hún sé af rótum ævaforns og virðulegs vísdóms runnin. Þar sem stjörnuspámennirnir kalla iðju sína gjarna „vísindi" verður að mótmæla þeim á þeim forsendum að heilmikið af ævafornri þekkingu mannsins er einmitt tortryggileg vegna aldurs síns. Þannig má lesa í mörgum göml- um fræðiritum að jörðin sé flöt og liggi í miðju alheimsins. Þannig var fólk árþúsundum saman ofurselt blekkingunni sem augað sá. Er sá sem trúir á stjörnuspár frjáls gerða sinna? Það mætti hreyfa þeirri mótbáru að iðkun stjörnuspáa geri engan skaða lengur. Þá ættu sálfræðingar kannski að rannsaka. hvort sá sem trúir á stjörnurnar sé fullkomlega frjáls að því hvaða ákvarðanir hann tekur. Hérna er „grátt svið“ þar sem fólk tekur oft afstöðu í málum og sambandi milli manna samkvæmt ráðleggingum og aðvörunum stjörnuspámannanna sér til skaða. Hvað þetta snertir varð ég sjálfur nýlega fyrir ógnvekjandi reynslu. Á siglingu með skemmtiskipi hitti ég roskna konu, sem leitaði ráða hjá mér. Hún sagði mér frá dóttur sinni, sem væri orðin forfall- in stjörnuspárdýrkandi. Hún tæki sér ekkert fyrir hendur án þess að leita svara hjá stjörnuspánni sinni fyrst. Þessi óbifanlega trú dótturinnar á stjörnuspekina hefði haft mjög óheillavænleg áhrif á fjölskylduna, dóttirin hefði sagt algerlega skilið við móður sína, sem ekki gat fallist á óskeikulleik stjörnuspádóma. Hér gæti ég sagt að það sé hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann setur allt sitt traust á stjörnuspekina og hagi lífi sínu samkvæmt því. Hins vegar getur enginn gert þá kröfu til mín að ég hafi þessa trú. Sem náttúruvísinda- maður ber ég ntikla virðingu fyrir náttúrunni - en lýsing undraverk- anna má ekki leiðast út í ósannaðar fullyrðingar og spádóma. Stjörnuspekin enn föst í miðaldahugmyndum Það sem fælir mig frá nútíma- stjörnuspeki er sú staðreynd að hún er enn blýföst í miðaldahug- myndum. Hún hel'ur alveg greini- lega stjörnustöðu þar sem jörðin er miðpunktur. í augum stjörnuspá- manna er jörðin enn í miðju al- heimsins og þar með líka maðurinn sjálfur. Stjörnurnar dansa um- hverfis hann. Þetta kerfi er ekki hlutlægt - það er einfaldlega gamaldags eins og annað frá miðöldum. Þá felli ég mig miklu betur við heimspeki nútímanáttúruvísind- anna. Á því gáfnalega orkusviði hef ég leyfi til að líta .á mig sem einstakling með skoðanafrelsi; ekki sem leiksopp tilviljana þcssara úreltu merkinga stjarnanna. „Stjörnurnar Ijúga ekki,“ scgja stjörnuspámennirnir. Sem vísinda- maður bæti ég við: „Þær Ijúga ekki - vegna þess að þær hafa ekkert að segja okkur um eðli okkar og örlög.“ g BILTJAKKARAMJOGHAGSTÆÐU VERÐI p 1 tonn kr.880,- 1,7 tonn kr.3.925,- 2,0 tonn kr.4.975,- 2,5 tonn kr.9.985,- 2 tonn kr. 4 tonn kr. 6 tonn kr. 8 tonn kr. 12tonnkr. 15 tonn kr. 20tonnkr. 970,- 1.275,-1.660,- 2.510,- 3.275,- 5.392,- 5.650,- HVER BÝÐUR BETUR? Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.