Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 8
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 8 T HELQIN Laugardagur 21. maí 1988 Laugardagur 21. maí 1988 HELGIN SPAISLENSKIR STJÓRNMÁLAMENN í STJÖRNURNAR eins og Reagan? Þingmenn okkar virðast vera ákaflega jarðbundnir og lítið fyrir spekúlasjónir um mátt stjarnanna. Ekki vilja þeir heldur viðurkenna það að þeir séu hjátrúarfullir, einna helst skýtur talan 13 upp kollinum hjá sumum, en að öðru leyti eru þetta hinir mestu raunsæismenn. Það er því lítil hætta á því að þeir bregðist við eins og Kaliforníubúar í Bandaríkjunum. Nostradamus spáði því á 16. öld að það yrði mikill jarðskjálfti á vesturströndinni þar í þessum mánuði. Nú eru fjölmargir hræddir um að þetta komi til með að rætast, sumir hafa tekið sér frí og komið sér sem lengst í burtu og neyðarútbúnaður selst eins og heitar lummur Þingmenn skiptast misjafnlega niður á dýrahringinn. Hrúturinn og Vogin eru stærstu „flokkarnir“ á þingi og eiga níu fulltrúa hvor. Næst koma Krabbinn, Sporðdrekinn og Tvíburarnir með sjö fulitrúa hver. Meyjan kemur næst með sex þingmenn, Ljónið með fimm, Bogmaðurinn með fjóra og Fiskarnir með þrjá. Naut, Vatnsberar og Steingeitur eru sjaldséð á þingi, aðeins með tvo fulltrúa hver. Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur skýringu á því hversu algeng í Vogin er á meðal stjórnmálamanna. „Þeir sem eru í Vogarmerkinu eru í svo góðu jafnvægi.“ Hún er sjálf Vog og telur því enga ástæðu til þess að ráða til sín stjörnuspeking. (Stjörnuspár teknar úr Afmælis- dagabók með stjörnuspám, Bókaútgáfan Baldur: 1959.) JIH Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknarflokki. SPORÐDREKI 29. okt.: „Kjarkur, viljafesta, mikil einbeitni og óvanalega töfrandi viðmót eru aðalkostir þínir. Þú ert vandvirkur og nákvæmur í öllum störfum og lætur vel að stjórna öðrum. Sjálfstæð störf henta þér best.“ „Stjörnuspeki er ekki meðal þeirra vísindagreina sem ég legg mikið upp úr en ég kenndi stjörnu- fræði í nokkur ár og komst þá að ýmsum merkilegum hlutum. Sko, stjörnuspekin er upphaflega ættuð frá Mesópótamíu, landinu rrtilli fljót- anna, Efrat og Tígris og er miðuð við fæðingardag manna. Maður er fæddur í ákveðnum mánuði og undir ákveðnu merki, sem þýðir að sólin er í þessu merki, milli stjarnanna þegar maður fæðist. En vegna fram- sóknar vorpunktsins þá hefur þetta færst til. Það hefur orðið þarna færsla vegna möndulhallans þannig að sólin er ekkert í þessu merki núna, það skeikar meira en mánuði. Þetta stóðst á tímum Súmera en í dag eru menn í raun ekki í þessum stjörnumerkjum sem þar er talað um. Ég tek því lítið mark á þessu. Ég hef nú ekki orðið var við að þingmenn fari eftir stjörnuspám, þó kæmi það mér ekkert á óvart.“ Steingrímur J. Sigfússons Alþýðubandalagi LJÓN 4. ágúst: „Þú hefur mjög háleit og göfug markmið, ert jákvæður í skapi og gefinn fyrir andleg viðfangsefni. Þér lætur stjórn og ábyrgð betur en að vera öðrum háður, en mest ertu hneigður fyrr rannsóknir og sjálfsnám.“ „Ég er algjörlega, fullkomlega fáfróður um slíka hluti. Ég les aldrei stjörnuspár og hef aldrei velt slíkum hlutum fyrir mér. Einu hindurvitni af þessu tagi sem ég hef gaman af eru gamlir þjóðlegir hlutir í sambandi við tíðarfar, vísur um forspárgildi ákveðinna daga sem maður hefur af þjóðlegum og menningarlegum ástæðum áhuga á. Það er ekki þar með sagt að maður trúi á þá. Ég hef hins vegar ekkert á móti því ef fólk vill grúska í þessu.“ Steingrímur sagðist ekki kannast við það að þingmenn væru hjátrúar- fullir. „Menn hafa frekar svona ein- hverjar sérviskur sem gaman er af. En ég held að minn flokkur sé kannski einna fjærst því að vera mikið fyrir svona hluti. Ég er ekki að segja að þetta liggi neitt í pólitík en þetta er mest raunsæissinnað fólk sem er í kringum mig.“ Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokki FISKARNIR 26. febrúar: „Fólk sem fætt er á þessum degi, er ákaflega viðkvæmt fyrir lofi eða lasti annarra. Það er uppburðarlaust og óframfærið í margmenni og leggur ástríðu- fullt kapp á að leysa öll störf sín sem best af hendi. Það er frábit- ið öllum íþróttum og hefur að- eins áhuga á andlegum viðfangs- efnum. Reynið að sigrast á óframfærni yðar og ræktið með yður traust á yðar eigin góðu eiginleikum.“ „Ég tek ekki mark á stjörnuspám og les þær aldrei. En fólk má mín vegna skemmta sér við þetta. Ég átti í sinni tíð gamlan mann að vin í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu og hann var níalssinni og kunni margt fyrir sér í himinfræðum Helga Pjeturs. Það var afskaplega gaman að hlusta á hann tala en ég hef ekkert vit á þessu. Ég þekki engan sem stúderar þetta og þó er ég búinn að vera lengi á þingi. Ég er nú af sjómannsættum og hjátrúarfullur hygg ég nú að ég yrði talinn vera. Ég man t.d. að bræður mínir byrjuðu ekki verkin á mánu- degi, það var aldrei róið né drepið dýr á sunnudögum. Ég er hræddur um að ýmislegt yrði talið vera hjátrú, sem gert var í gamla daga vestur við ísafjarðardjúp, þar sem menn lifðu í nánu sambandi við náttúruna. Ég er afskaplega fastheldinn og vanafastur. í ýmsum daglegum snún- ingum verður ekki mörgu breytt hjá mér, ég veit ekki hvort það mundi flokkast undir hjátrú. En ég held ég mundi hafa það eins og bræður mínir, ég mundi ekki byrja verkin á mánudegi. Ég trúi á töluna 13 sem mína tölu og minnar fjölskyldu. Það er happa-, tala okkar. Talan 13 gengur eins og langur þráður gegnum mína fjöl- skyldu, aftur á bak og áfram. Dæmin gæti ég þulið en það vil ég ekki gera. Hún er afskaplega áberandi. Ef eitthvað stæði þannig á þá mundi ég velja töluna 13, ég mundi taka hana fram yfir aðrar tölur." Eiður Guðnason Alþýðuflokki SPORÐDREKI 7. nóvember: „Deginum í dag fylgir æöi mikil fljótfærni, óþolinmæði, örir skapsmunir og tilhneiging til breytinga. Þú ert vel gefinn, kappsamur og gæddur gódri dómgreind, en þú verður aö temja þér útheldni og þolin- mæði, við hvaða verk sem þú fæst. Öll samkeppni á vel við þið.“ „Ég tek nú ekki mark á stjörnu- spám en ég les þær stundum, með öðru í blöðunum, mér til skemmtun- ar. Ég held að þingmenn séu ekkert trúaðir á stjörnuspeki og ég hef orðið lítið var við hjátrú á þingi. Ekki nema það að banka í tré, ætli það sé ekki aðal hjátrúin. Ég banka í tré ef ég vil hrósa einhverju eða ef ég vil segja eitthvað þess eðlis. Ég er lítið hræddur við svarta ketti og að ganga undir stiga. Það er náttúrlega óskynsamlegt að ganga undir stiga ef einhver er uppi í honum en annars er ég ekkert hræddur við það. Ég á enga happa- tölu eða neitt slíkt þannig að ég er algjörlega laus við þetta.“ í nýútkominni bók sinni segir Oonakf Regan, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins, ab Reagan Bandaríkjaforseti hafi haft samráð við stjörnuspeking um allar meiriháttar ákvarðanir og aðgerðir í forsetatíð sinni. Segir hann Nancy Reagan standa að baki þessu og að þetta hafi náð svo langt að Regan hafi verið fengið dagatal þar sem dagarnir voru merktir litum, eftir því hversu heppilegir þeir voru taldir, út frá afstöðu stjarnanna, tii verka. Það er vitað mái að íslenskir stjórnmálamenn taka mark á efnahagsspám, þjóðhagsspám og hvað þetta heitir nú alit saman. En taka þeir mark á stjörnuspám eins og kollegi þeirra fyrir vestan gerir? Skyldi framganga frumvarpa vera háð því á hvaða degi þau eru settfram? Eru þingmenn okkar hjátrúarfullir? Hafa frumvörp verið felld af því að flutningsmaðurinn fór ekki í réttum jakka í vinnuna þann daginn? Tíminn spurði nokkra þingmenn um afstöðu þeirra til þessara mála. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokki VOG 18. október: „Þú ert mjög aðlaðandi í við- móti, Ijúfur og glaður og ástríkur í vináttu. Þú ert venjulega held- ur óþolinn, en ef þér hleypur kapp í kinn, geturðu verið bæði baráttufús og harðsnúinn. Vendu þig á meiri hagsýni í störfum og láttu ékki smámuni ægja þér í augum.“ „Ég legg það nú ekki í vana minn að lesa stjörnuspár. En það borgar sig kannski ekki að útiloka að eitt- hvað sé til í þessu. Ég er alveg laus við alla hjátrú líka nema það að ég tel töluna 13 vera happatöluna mína. Ég hef oftast verið númer 13 í þinginu, við röðun eftir stafrófsröð og í fatahenginu og í röðinni hef ég oftast verið númer 13 og kunnað því ágætlega. Aðöðru leyti er ég alveg ómögulegur í þessu. Mér þykir vænt um svarta ketti og ég geng óhræddur undir stiga, nema að það sé málari uppí honum sem gæti misst yfir mann málningarfötu. Enda held ég að þetta sé ekki hjátrú að labba framhjá stiga heldur en undir hann, þetta er bara almenn skynsemi til að verða ekki fyrir hamri eða málningardollu. Hins vegar held ég að menn hafi gaman af stjörnuspeki. Menn lesa þetta sér til skemmtunar og finnst oft hitt og þetta passa við sig. Ég man nú eftir því að menn þóttust sjá það út að mjög margir í Vogarmerk- inu væru á þingi. Það var talið að í þeim hópi vær þeir sem höfðu rekist mest í þingflokkum. Við vorum þarna einu sinni á sama tíma Jón Sólnes, Guðmundur Garðarsson, Albert Guðmundsson, Þorvaldur Garðar og ég, ásamt öðrum. Sumir þóttu heldur brokkgengir í þing- flokkum. Ég veit ekkert hvemig á því stendur. Ég hef lesið lýsingar á Vogarmerk- i inu og féll það ágætlega sem um merkið mitt var sagt. Ég held að það sé af og frá að menn stjórnist af stjörnuspeki. Ég þekki engin dæmi þess hérna heima. Enda skilst mér að það sé ekki ætlunin að láta fólk lifa eftir stjömuspeki, heldur eigi hún að gagnast fólki meira. Það segja menn að minnsta kosti. Halldór Asgrlmsson Framsóknarflokki MEYJA 8. september. „Þú ert alúðlegur, umburðar- Iyndur, ákaflega tryggur og ræktarsamur við fjölskyldu þína og gæddur óvanalega djúpri íhugunargáfu. Stærsti ókostur þinn er óhófleg hlédrægni. Þú hefur alltaf tilhneigingu til að fela þig bak við aðra, og þó ertu metoröagjarn. Þú ert söngvinn og bókelskur.“ „Ég les aldrei stjörnuspár og hef ekkert velt þessu fyrir mér. Hins vegar vil ég ekki gera lítið úr þessu, ég get alveg unað öðrum að trúa á stjörnuspár. „Mér finnst ég nú ekki sjálfur vera hjátrúarfullar. Ég haga að minnsta kosti ekki verkum mínum vísvitandi í samræmi við slíkt. En uppáhalds- tölu á ég og hún er 13, ég hef haft mestar mætur á henni.Ég veit ekki hvers vegna, einhvern veginn hef ég gripið hana í mig. „Hitt er svo annað mál að manni finnst nú alltaf eitthvað vera á sveimi, án þess að vita hvað það er. Ég er nú á því að það séu ýmis öfl í kringum okkur sem við hvorki þekkjum né vitum af. En ég vil ekki líkja því við hjátrú. Ég verð var við eitt í mínu starfi í sambandi við sjávarútveginn sem við reynum að taka eins mikið tillit til og við getum. Það er að veiðar séu ekki hafnar á mánudegi. Það er afar algengt meðal sjómanna, að þeir vilji ekki byrja veiðar á þeim degi. Við reynum að taka tillit til þess. Menn vilja yfirleitt byrja eftir helgi þannig að það er reynt að hafa það á miðnætti á sunnudegi þannig að menn geti þá komist út. Þar með erum við að taka tillit til þc m eiga að búa við þetta en ekki okitar sjálfra, sem mér finnst sjálfsagt. „ Halldór sagðist ekki kannast við það að þingmennirnir okkar væru hjátrúarfullir. „En ég hef orðið var við það að menn lesi Völvuna." Jf Jf Jf Jf Jf * Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf >f Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf Jf LADA 1200 Lada bílar 2800seldir '87 Hugsaðu málið Ef þú ert i bílahugieiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsæiu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bílar sími: 31236 Notaðir bílar simi: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 Festið bíiakaup - forðist hækkanir BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14107 Reykjavík, sími 68121 VK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.