Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 4
HELGIN Laugardaqur 21. maí 1988 Þorsteinn Gauti: „Þeir fóru ekkert út í tæknileg atriði - menn áttu að kunna allt slíkt.“ (Tímamynd g.e. ■:.) ÞETTA VAR GERÐUR SÍGAUNALIFNAÐUR i ■■■ íí BALLETOG PÍANÓTÍMAR „Ég er fæddur í Borgarfirðin- um, en alinn upp í Reykjavík frá barnsaldri, hjá móður minni, Guðrúnu Birnu Hannesdóttur. Já, það var alltaf músík í kring- um mig þegar ég var strákur, því móðir mín er tónlistarkennari á píanó og ég tók því snemma sem sjálfsögðum hlut að hún væri stöðugt að spila. En ég var víst orðinn ellefu eða tólf ára þegar ég sjálfur fékk áhugann fyrir alvöru. Við erum þrjú systkinin og bróðir minn, Jóhann Sigurð- arson leikari, var snemma gefinn fyrir tónlist, þótt framan af væri það poppið, en síðar tók hann að læra söng. Já, tónlistin var alltaf innan seilingar, þegar ég var að alast upp. Tónlistarnám? Á ég þá að byrja alveg á byrjuninni? Ég var níu ára þegar ég var látinn fara að læra tvær greinar í senn, ballet og píanóleik. Píanónámið stundaði ég í Barnamúsík- skólanum, en balletnámið kom til af því að móðir mín lék undir við balletkennslu í Þjóðleikhús- inu og þar sem hún varð að taka mig með sér á æfingarnar lá beint við að láta mig taka þátt í tímunum. í því entist ég þó ekki nema hálft ár, þar sem þetta var gífurlegt púl, en píanónáminu hélt ég áfram, þó í rauninni hefði ég miklu heldur kosið að eyða tímanum í fótbolta eins og aðrir strákar. Ég hugleiddi líka að hætta þessu, en eins og ég gat um þá kviknaði hjá mér alvöru áhugi ellefu eða tólf ára gömlum. Þrettán ára gamall hóf ég nám við Tónlistarskólann hjá Halldóri Haraldssyni, og hjá honum var ég í fimm ár, eða þar til ég lauk einleikaraprófinu, átján eða nítján ára.“ ÁTTRÆÐIR KENNIFEÐUR „Svo árið 1979 hélt ég til New York og hóf nám við New York University, en var þar ekki nema hálfan vetur og var í einkatímum þar á eftir hjá Eugene List, sem nú er nýlátinn. Þá tók við nám í Juilliard-skólanum og þar var ég í þrjú ár. Þetta er mjög góður skóli og þar hafði ég að kennur- um þá Sacha Gorodnitsky, sem líka er nýlega látinn, og Block, sem er frægur fyrirlesari og kennari. Tvo aðra ágæta kennara hafði ég, sem ekki eru þó svo nafnfrægir sem hinir tveir. Eftir þessi ár við Juilliard, fékk ég frí í eitt ár og fór þá til Ítalíu, þar sem ég nam hjá Gido Agosti, sem einnig var háaldrað- ur, en margir þessara frægustu kennara eru komnir að áttræðu. En eftir Ítalíudvölina var svo komið að ég gat ekki hugsað mér að setjast í skólann að nýju, heldur hugsaði ég mér að æfa Árlega Ijúka fáeinir einstaklingar einleikaraprófum frá íslenskum tónlistarskólum. En þótt þessum áfanga sé náð er ekki þar með sagt að fólk álíti sig reiðubúið að leggja inn á þá löngu og erfiðu braut að skapa sér nafn í konsertsölum heimsbyggðarinnar. Satt að segja eru þeir færri sem taka svo örlagaþrungna ákvörðun, örfáir einstaklingar, sem hefja þá framhaldsnám erlendis hjá völdustu kennurum. Þannig er það alltaf einn og einn sem skorar forlögin á hólm með þessum hætti og þeirra á meðal er sá maður sem við hér ræðum við - Þorsteinn Gauti Sigurðsson, 28 ára píanóleikari. Hann hefur verið við framhaldsnám í Bandaríkjunum og á Ítalíu og hélt fyrir skemmstu tónleika á vegum sambands evrópskra píanókennara, EPTA, í London. Þá mun hann á Listahátíð í sumar leika píanókonsert eftir Leif Þórarinsson, sem tónskáldið hefur samið sérstaklega fyrir Þorstein. Á þriðjudaginn kemur, 24. maí kl. 20.30 gefst hins vegar næst tækifæri til að heyra til Þorsteins Gauta, en þá leikur hann í Gamla Bíói á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar ýmis verk eftir Ravel, Rachmaninoff og Liszt, en einnig eftir Gunnar Reyni Sveinsson. En viðtalið við hann hefjum við í gömlum og góðum ævisagnastíl og spyrjum hann um bernsku og uppvaxtarár. mig sjálfur. Þetta var árið 1984, en eftir sem áður bjó ég í Bandaríkjunum, eða til ársins 1986, þó ekki í New York, sem ég hafði fengið nóg af í bili, heldur á Florida. Jú, það er kostnaðarsamt að stunda nám sem þetta og ég hafði ekki á aðra fjármögnun að treysta en Lánasjóðinn og safn- aði þar vitanlega verulegum skuldum. Þó var þetta ekkert kóngalíf og meginið af tímanum var maður alltaf blankur. Þetta var hálfgerður sígaunalifnaður. “ MIKIL HARKA - MIKIL AFKÖST „Andrúmsloftið við Juilliard var mjög ólíkt því sem er við íslenska skóla. Það var krafist mikillar vinnu, mikilla æfinga og afkasta. Maður mætti einu sinni í viku og þá var ætlast til að komið væri með eitthvað nýtt. Þó það væri mismunandi á milli kennara, þá var lítið verið að hjálpa fólki með tækni, því allt slíkt áttu menn að kunna. Sumir höfðu aðstoðarkennara, ef vant- aði upp á tæknileg atriði. Ekkert skipulagt félagslíf var um að ræða - nema þá kammermúsík og annan samleik. Annars var þetta einkum „verksmiðja“ fyrir einleikara. Hver hugsaði um sig, sem best hann gat. Nemend- ur voru af öllum þjóðernum og maður sá litlar kóreskar stelpur á ferli þarna um gangana - einhver undrabörn frá Norður- Kóreu. Skólinn veitir bæði kennslu í tónlist,leiklist og ballet og álit hans er ekki síst komið til af því að þar stunduðu miklir snillingareins og Perlmann, Van; Cliburn og Zuckermann nám á sínum tíma. Nú, hvað hljóðfæri snerti, þá voru þau til reiðu í skólanum, en menn urðu að vera mættir klukkan átta, ef þeir áttu að komast að, annars urðu aðrir fyrri til. En eftir fyrsta veturinn var ég svo lánsamur að geta útvegað mér hljóðfæri sjálfur og gat þá æft heima. Ég er hræddur um að það hafi ekki verið orðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.