Tíminn - 21.05.1988, Page 6

Tíminn - 21.05.1988, Page 6
6 HELGIN Laugardagur 21. maí 1988 STJÖRNURNAR LJÚ Prestar og stjörnufræðingar sköpuðu á himninum hina ævafornu mynd dýrahringsins. Úr henni lesa stjörnuspá- menn framtíðina og milljónir manna trúa þeim spádómum eins og nýju neti. Ef marka má frásögn Donalds Regan, fyrrum starfsmannastjóra Hvíta hússins, er Nancy Reagan í þeim hópi. Eftirfarandi grein er eftir prófessor Heinz Haber, stjörnufræðing og stjarneðlisfræðing og birtist nýlega í þýska blaðinu Welt am Sonntag. Tvö svið stjörnuspekinnar Þegar við virðum fyrir okkur eðli stjörnuspekinnar verðum við að gera okkur ljóst að hún hefur tvö svið og þeim verður að halda strengilega aðskildum. Að öðru leytinu var stjörnuspekin endur fyrir löngu mikilvægur hluti menn- ingarsögu mannkyns. Hitt svið stjörnuspekinnar er það sem yfirleitt er átt við nú á dögum, þ.e. sem fæst kerfisbundið við að spá í örlög og skapgerð fólks. Út frá afstöðu stjarnanna - sérstaklega reikistjarnanna - leit- ast hún við að segja fyrir um hæðir og lægðir í ævi mannsins. Inn í þá forsögn er reynt að skjóta líkamlegum og andlegum hæfileikum s.s. gáfum, skaplyndi og tilhneigingu til ákveðinna lík- amlegra sjúkdóma. Hvað fyrrnefnda sviðið varðar, þ.e. um þátt stjörnuspekinnar í menningarsögu mannkynsins, gef- ur hún okkur vísbendingar um hvernig fólk hefur litið á stjörnu- hvolfið og lesið út úr því frá upphafi. Aðalhjálpartæki þessarar fornu stjörnuspeki eru stjörnu- myndirnar 12 sem mynda dýra- hringinn. Dýrahringurinn upphafiega almanak Hvernig stendur á því að dýra- hringurinn varð svona geysilega þýðingarmikill? Hringsnúningur jarðar um sólu er sýnileg árleg umferð dagstjörn- unnar okkar eftir mjóu bandi með- fram himinhvolfinu. Til þeirrar umferðar þarf sólin eitt ár. Þessi sýnilega hreyfing hefur mönnum lengi verið Ijós. Af henni drógu þeir þá ályktun' að sólin snerist um jörðu. Það var Kóper- nikus sem kenndi okkur að því er raunverulega öfugt farið. Nú er langt um liðið síðan mað- urinn deildi árinu niður í 12 mán- uði. Það er tunglið sem þar á hlut að máli, þar sem það snýst um- hverfis jörðu 12 sinnum á ári. Þess vegna var stjörnubandinu eftir endilangri sýnilegu sólbraut- inni skipt niður í 12 stjörnumerki. Þannig gerist það að sólin er í hverjum mánuði í nýju og nýju stjörnumerki. Þetta er hinn frægi dýrahringur. Þessi niðurröðun, sem er æva- forn, er prýðileg. Maðurinn þarf jú almanak. Það er ekki heldur neitt dularfullt við þessa gömlu og æru- verðu niðurdeilingu dýrahringsins, hún var uppfinning hinna raunsæju presta og stjörnufræðinga á ólík- legustu menningarsvæðum. Við verðum að gera okkur ljóst í sambandi við hugtakið stjörnu- merki að með þeim vildu menn koma vissum reglum yfir óreglu- lega uppröðun fastastjarnanna til að geta borið kennsl á þær aftur. Til þess hefur maðurinn af hugar- flugi sínu þess vegna raðað stjörn- um saman í hópa og gefið þeim viðeigandi nöfn. Stjörnumerki mismunandi eftir menningarsvæðum Maðurinn valdi nöfnin af því sem hann þekkti úr daglegu lífi, sem hægt var að tengja stjörnurnar í mynd af. Það er dæmigert um þetta að í mismunandi menningu var fundin mismunandi lausn. Stjörnumerki Indíána, Kín- verja, íbúa Suðurhafseyja og Ink- anna líta öðru vísi út og hafa líka önnur tákn en á menningarsvæðum á Vesturlöndum. Stjörnumerki eru verk mannanna en engin opinber- un náttúrunnar. Dýrahringurinn er spegilmynd árstíðanna sem alltaf koma aftur og aftur. Þegar sólin stendur í stjörnu- merkjunum hrútur, naut og tvíbur- ar vaknar náttúran til nýs lífs. Flóran blómstrar og dýrin eignast afkvæmi sín. Tvíburarnir tákna líka frjósemi - þ.e. að eignast tvö börn í einu. í lok júní nær sólin að krabban- AUGLÝSING Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, 18. maí 1988. um. Þá eru sólstöður og sólin fer inn í krabbamerkið. í júlí og ágúst er svo sérstaklega heitt. Sú er ástæðan til að sá tími er kenndur við kraft ljónsins. Nú rennur upp uppskerutími og stjörnumerki meyjarinnar var jafn- framt Persefóne, frjósemisgyðjan. Hún er alltaf sýnd með kornöx í hendi. Bjartasta stjarnan í þessu merki hefur líka frá fornu fari verið nefnd Spica, sem er latneska orðið fyrir ax. í septemberlok gengur sólin í stjörnumerki vogarinnar. Þá eru jafndægur, dagur og nótt jafnlöng. Þá vega jafnþungt tími birtu og myrkurs. Því næst nær sólin stjörnumerki sporðdrekans. Hann stingur hana með eitruðum broddinum. Sólin verður lasin og veik sem sjá má á því að hún er lágt á himninum svo seint á hausti og ber því litla birtu. En björgin er nærri, í desember gengur sólin í stjörnumerki skytt- unnar, sem leggur sporðdrekann að velli með örvarskoti. Nú verður sólin að hafa regntím- ann af. Hún verður að komast í gegnum vatnsmerkin vatnsbera og fiskana - og þá kemst hún aftur í nautið. Nýtt vor er hafið. Hringn- um er lokað. Sígiida stjörnuspekin á fulla virðingu skilda Dæmin sýna hvað forfeður okk- ar höfðu skemmtilegt ímyndunar- afl þegar þeir túlkuðu merkingu stjörnumerkjanna. Sígilda stjörnu- spekin á því fulla virðingu okkar skilda. En það sem hér á undan er rakið á auðvitað eingöngu við íbúa norðurhvels jarðar. Sunnan mið- baugs er stjörnuhvolfið á hvolfi í augum þess sem athugar það og árstíðahringurinn er skekktur um hálft ár. En fólkið á suðurhvelinu hefur líka gert sér ljósa merkingu stjarnanna, sem heyrir til menning- ararfi mannkynsins. Okkar stjörnuspáfræði tilheyrir vestrænum löndum. Hvorir hafa nú rétt fyrir sér? Nútímaspáfræði líkist mjög öðrum spádóms- aðferðum Nú komum við að annarri mynd stjörnuspekinnar, þeirri mynd sem nútímamenn líta hana. Að því er ég fæ best séð er sá munurinn á henni að hún hefur miklu minni merkingu. Ef hugs- anagangur og þar af leiðandi niður- stöður nútíma stjörnuspeki er skil- greind kemst maður nefnilega að raun um að hún líkist mjög öðrum spádómsaðferðum. Forn-Rómverjar sögðu fyrir um framtíðina með því að virða fyrir sér stærð og niðurröðun innyflanna í fórnardýri. Germanar köstuðu handfylli niðursneiddra viðarpinna á jörðina og lásu svo framtíðina út úr því hvcrnig þeir féllu. Öll slík hjálparmeðul eiga það sameiginlegt að við notkun þeirra er það tilviljunin ein sem ræður. Af legu þeirra og lögun heildarmynd- arinnar sem myndast þegar kastað er, er hægt að mynda því sem næst óteljandi spásamsetningar. Dýrahringurinn er verk mannanna Sé tekið mið af öllum þessum samsetningarmöguleikum ein- stakra hluta hefur stjörnuspáfræð- in algera yfirburði. Yfirburðir stjörnu- spádómanna felast í sýnilegum hlutum Þar höfum við sýnilegu plánet- urnar fimm og ( viðbót sólina og tunglið. Síðan stjörnumerkin 12 í dýrahringnum. Allt himinhvolfið snýst í hringi, svo að á tveggja stunda fresti kemur á sjóndeildar- hringinn í austri ný rísandi mynd, sem stjörnuspámenn álíta sérlega þýðingarmikla. Þar með hafa stjörnuspámenn möguleika á svo mörgum samsetn- ingarhlutum að þeir geta leikið sér að þeim af lífsins lyst. Þá má hræra saman og ýta til og frá, þar má skýra og þýða, þar má fullyrða og mæla mót - og í augum þeirra sem trúa á þetta, getur margt þar af hljómað furðulega og sannfærandi. Ef eitthvað af þessu reynist svo hafa verið rangt, eftir á að hyggja, er áreiðanlega einhver útgönguleið í öllum samsetningunum, og spánni má snúa í andhverfu sína án þess að spádómurinn verði nokkuð ómerkilegri. Hvers vegna er spáð út frá fæðingar- augnablikinu? Meðal þýðingarmestu verkfæra í þessari tegund stjörnuspár má telja fæðingarstjörnuspána. Þá er tekinn tíminn upp á mínútu þegar líkamleg fæðing á sér stað og því slegið föstu hvernig staða dýra- hringsins og reikistjarnanna var á þeirri stundu. Stjörnuspámennirnir hafa að- gang að þessum töflum í sérstökum stjörnualmanökum, sem innihalda niðurstöður úr nákvæmum út- reikningum stjörnufræðinga. Þar sveipa stjörnuspámennirnir sig hjúpi vísindastarfs, sem þeir eiga sjálfir engan þátt í. Enginn stjörnu- spámaður getur sjálfur gert þessa útreikninga. Nú er það grundvallarfullyrðing þeirra sem spá í stjörnurnar, að úr þessum ólíku hornum, sem stjörn- ur og stjörnumerki nýfædda barns- ins „gefi til kynna" megi lesa ákveðnar „horfur" um örlög og skapgerð viðkomandi. Bara það að líta á tímasetningu fæðingarinnar sem ákvarðandi at- riði um framtíðina er undarlegt. Þannig skrifar hin ofurvinsæla stjörnuspákona Elizabeth Teissier í bók sinni: „Fæðingarstjörnuspá-1 kort barns er reiknað samkvæmt þeim tíma sem barnið gefur frá sér fyrsta hljóðið, þegar loft hefur í fyrsta sinn fyllt lungu þess. Ná- kvæmlega á þessu augnabliki kemst þessi litla mannvera í sam- band við veröldina. Barnið er al- tekið áhrifum alheimsins, já reynd- ar yfirfyllt slíkum áhrifum.“ Þessi staðhæfing er auðvitað lítt trúanleg samkvæmt líffræðiþekk- ingu. Flutningurinn frá vernd legs- ins út í bjart og kalt umhverfið og breytingin á öflun súrefnisins í að koma um eigin lungu er nýfædda

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.