Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. maí 1988 HELGIN 5 RÆTT VIÐ ÞORSTEIN GAUTA SIGURÐSSON, PÍANÓLEIKARA, UM NÁMSÁR í BANDARÍKJUNUM OG Á ÍTALÍU, HARÐA SAMKEPPNI ( TÓNLISTARHEIMINUM OG STÖÐU ÍSLENDINGS í ÞEIRRI ORRAHRI'Ð mikið eftir af þeim flygli, þegar ég lokaði honum síðasta sinni!“ RACHMANINOFF OG SCHRIABIN „Já, það er rétt. Ég hélt á síðasta ári einleikstónleika á vegum sambands evrópskra pí- anókennara - EPTA, eins og , það er skammstafað - í London. Þarna lék ég verk eftir þá bekkj- arfélagana Rachmaninoff og Schriabin. Þetta voru hálftíma tónleikar og allt gekk eins og í sögu, en þar með er ekki sagt að ég hafi spilað neitt öðru vísi þarna en ég hef spilað hérna heima. Ég hef spilað í vetur tvívegis úti á landi og svo hér í Reykjavík, bæði hjá Kammer- músikklúbbnum og Kammer- sveitinni. Þessu hef ég haft mjög gaman af. Þá mun ég, eins og þú minntist á, frumflytja konsert eftir Leif Þórarinsson á Listahá- tíðinni í sumar. Ég hef nýlega séð konsertinn. Hann mun vera 15-20 mínútna langur, og ég sé ekki betur en að hann sé ákaf- lega skemmtilegur. Nei, það verður ekki Sinfóníuhljómsveit- in sem leikur með mér þarna, heldur um tuttugu manna valinn hópur og auðvitað einhverjir úr hljómsveitinni þar á meðal. Aft- ur á móti mun ég leika Beetho- venkonsert með Sinfóníuhljóm- sveitinni næsta vetur.“ ÍKJÓLOG HVÍTU „Nei, ég hafði ekki séð sjálfan mig fyrir mér sem einleikara er gengi inn á svið í kjól og hvítu, þegar ég byrjaði píanónám. En seinna, þegar ég fór að hugleiða málin meira, gat varla hjá því farið. Ég fór að hugsa um hvað það hefði verið sem fékk mann til þess að leggja inn á þessa braut, jafn „ópraktiskt“ og þetta er. Hvers vegna sneri maður sér ekki að einhverju hagnýtara, til dæmis viðskiptafræði eða lög- fræði? Ég hafði ekki lagt mig fram um annað en æfa mig og ná sem bestum tökum á hljóðfær- inu og enn man ég þann dag er ég vaknaði upp í New York og varð skyndilega að spyrja mig: „Hvers vegna ertu hérna?“ Þetta kom sem sagt af sjálfu sér. Einhvers staðar inni í mér ætlaði ég alltaf að verða píanóleikari - en að gera þetta að ævistarfi. Það var óráðnara. Ég er alltaf haldinn „skrekk“ fyrir tónleika, en ég hef náð tökum á honum þannig að ég get nýtt mér hann. Þetta er bara adrenalín sem fer inn í blóðið og þá er spurningin hvort það lamar mann eða örvar. Og auðvitað fer þetta líka eftir hve vel maður er undirbúinn. Hafi maður æft verkið mjög lengi, er þetta í rauninni ákaflega gaman. En það er erfiðara sé efnið hrátt og nýtt og maður veit inni í sér að margt mætti vinna betur, eins og ekki kemur síst fyrir í kammer- músík, þar sem vinna verður hratt. Þá er þetta öðru vísi - erfiðara. Það er rétt, túlkunarmáti pí- anóleikara er misjafn og ég held að menn „tali“ mjög mikið í gegn um hljóðfærið. Það verður ekki hjá því komist að persónu- leikinn skíni í gegn, eftir að ákveðnu valdi er náð á píanóinu. Sama verkið er aldrei flutt eins tvisvar og það er ekki síst það sem er gaman og spennandi við þetta. Þarna á ég auðvitað ekki við mun á tæknilegri framsetn- ingu, hvort „betur“ eða „síður“ sé spilað - heldur það sem liggur dýpra. Þá er það ekki síður skemmtilegt að píanóleikaran- um er að fara fram alla ævina, allt til elliára. Menn á borð við Rubinstein og Horowitz spiluðu eins og unglingar, komnir langt yfir áttrætt. Horowitz er enn að. En auðvitað kostar þetta að halda sér við, því það er auðvelt að falla í afturför. Jú, jú, menn geta slegið feil- nótu, líka snillingarnir. Það er misjafnlega litið á þetta. í okkar plötu- og geisladiskaheimi eru feilnótur auðvitað aldrei slegnar og slíkan „standard" er út í hött að miða við. Sumar Deutsche Grammophon upptökur eru sagðar klipptar allt að 700 sinnum! Það segir sig sjálft að þá er ekkert orðið eftir af uppruna- lega flutningnum. Það ,er af þessum ástæðum að ég sækist miklu fremur eftir að fara á tónleika, en hlusta mikið á plötur. Með því að horfa á einleikarann lærir maður líka mikið meira. Ég hef séð alla þessa frægu menn spila, bæði erlendis og hér heima. Stundum hafa þeir einhvern veginn misst marks, en slegið í gegn í önnur skipti og verið frábærir. Það er langt frá því að gera þurfi mikið veður út af einni og einni feil- nótu, en náttúrlega geturfeillinn verið svo stór að hann komi niður á tónlistinni og það er öllu verra.“ HEIMUR SAMKEPPNI „Það er mikil samkeppni í tónlistarheiminum erlendis og stór liður í henni eru samkeppnir ungra tónlistarmanna, auðvitað ekki síst píanóleikara. Þetta er líka oft eina leiðin fyrir efnilega tónlistarmenn, sem vilja lifa af því að spila, að vekja athygli á sér og fá tækifæri. Én það eru ekki allir sem hafa taugar og einbeitingu í þetta, því þarna gefa menn vissulega mikinn höggstað á sér. Menn hafa kannske miklar hugmyndir um eigið ágæti og það er því áfall er menn ná svo hreint ekkert langt í keppni af þessu tagi. Þess vegna er mikilvægt að líta á þetta sem tækifæri, sem menn ekki endilega þurfa að standa og falla með. Sjálfur hef ég tekið þátt í þessu og stundum staðið mig vel og stundum illa. Ég hef reynt að temja mér að líta á þetta sem hverja aðra tónleika. Aðeins einn getur unnið og það er þá vanalega fólk sem oft er búið að taka þátt í keppnum. Það er stór munur á að fá gullið eða bronsið, því að gullinu hlað- ast öll tækifærin en hinn er ekki miklu betur settur en áður.“ EKKIÞESSIDÆMI- GERÐA„AGATÝPA“ „Ég hef nú verið hér heima í tvö ár og vitanlega fer tími minn að miklum hluta til æfinga. Ég set mér þó ekki fastan tíma við hljóðfærið á hverjum degi, því ég er skorpumaður að eðlisfari og er ekki þessi dæmigerða „aga- týpa“. Ég spila líka mikið með öðrum. Það er mikið atriði hjá hverj- um píanóleikara að auka þá efnisskrá, „repertoir", sem hann er þá reiðubúinn að leika með skömmum fyrirvara. Það er hreint ótrúlegt hve þessi skrá er stór hjá sumum. Mitt „reper- toir“ var of lítið og ég hef eytt miklum tíma í að læra verk og orðið all vel ágengt. í skólum er lögð áhersla á að menn þekki alla „stíla“ í píanóverkum, en löngum er það þó svo að píanó- leikarar þykja gera einum höf- undi betri skil en öðrum, eins og það liggi betur fyrir þeim að túlka einn fremur en annan. Menn geta sér sumir orð fyrir „Bach stíl“ eða þá nútímatón- list, þótt þeir spili líka heilmargt annað. Sjálfur held ég að mér hafi tekist best upp í eldri tónlist, svo sem Bach og rómantísku rúss- nesku tónskáldunum. Ég hef minna lagt mig eftir klassíkinni sjálfri, svo sem Mozart, Haydn og Beethoven, þótt ég spili Beet- hoven. Ég hef einna mest spilað af Liszt, Stravinsky, Rachmani- noff og Prokoffiev. Þá hef ég tekið þátt í flutningi á nýrri, íslenskri tónlist.“ HÉRVANTAR SKIPULAGNINGU „Framtíðaráætlanir? Það seg- ir sig sjálft að hér á íslandi er ekki ráðrúm til að hasla sér völl sem atvinnueinleikari. Þótt tón- listarskólarnir séu prýðilega skipulagðir og þeirra starfsemi í góðu horfi, þá er allt enn laust í reipunum, þegar kemur upp af þeirra plani. Þar er enga skipu- lagningu að finna, umboðsmenn eða annað og á þessu þyrfti að verða breyting. Ennþá er það svo að hver er að pota sér áfram í sínu horni. Hér lenda líka flestir í því að verða að kenna meira eða minna og þótt það sé út af fyrir sig ágætt getur það orðið of mikið. Eg hef um skeið kennt fulla kennslu við Nýja Tónlistarskólann og Tónskóla Sigursveins og það tekur of mik- inn tíma og orku, ætli maður sér að halda þá braut sem ég hef markað mér. Ég er þó alls ekki að kvarta undan því að mér hafi ekki verið vel tekið. Ég held að ég geti sagt að meðan ég var við nám hafi mér fremur verið hampað og ég fengið hvetjandi klapp á öxlina. En það þarD meira til. Já, það segir sig sjálft að ég mun reyna að koma mér á framfæri erlendis, það er eina leiðin. Andrúmsloftið í menn- ingarlífinu og þjóðlífinu hjá okkur er heldur ekki að öllu leyti heilsusamlegt núna. Það er þessi útþynning, bæði í tónlist- inni og annarri menningarstarf- semi, sem mér líst ekki á, og andinn sem fylgir nýju útvarps- stöðvunum finnst mér skýra þetta einna best. Fólk er hér haldið einhverju æði og spennu, allir eru þrúgaðir af yfirvinnunni og mega aldrei vera að því að setjast niður og líta í kring um sig. Úr verður sljóleiki, sem við megum gjalda varhuga við. Við eigum margt í okkar menningar- lífi, sem hægt er að reisa á alvöru menningu og menningar- anda og því má ekki fórna með því að láta skranið hellast yfir mótspyrnulaust." BOSTON Zx í viku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- VOR ’88 Aburðardreifara VICON áburðardreifari fyr- ir tilbúinn áburð. Vicon tryggir nákvæma dreifingu og sparnað í áburðarkaupum. Þrjár stærðir: 275 1, 500 1, og 750 1, Nú má fá tölvustýringu á VICON dreifarana, sem tryggir enn betri nýtingu áburðarins. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlið S. 95-6119 93- Ðílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bilav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Vikurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 Globusp Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Forval vegna væntanlegs útboðs fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Vegna fyrirhugaðs lokaðs útboðs á byggingu útsýnisstaðar á Öskjuhlíð er þeim bjóðendum sem áhuga hafa á að vera með í forvali bent á að forvalsgögn er sýna verkið, án þess að vera á nokkurn hátt skuldbindandi liggja fyrir á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík og verða afhent gegn skilatryggingu kr. 10.000,- Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í verkið þurfa að skila inn útfylltum forvalsgögnum fyrir 26. maí 1988, til Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.