Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 14
Vísitölu gullauga og afgangsstærðir Lesendur góðir. Bara til þess að fyrirbyggja allan óþarfa misskilning, vil ég hér með strax taka fram og ítreka að ég er ekki hagfræðingur. Hef enda lengstaf haft ímugust á tölum, smáum og stórum. Þó tókst mér á einhvern undarlegan hátt að druslast í gegnum hagfræðidoðrant Dolans í menntó. Ég verð þó að viðurkenna að í dag situr ekki margt eftir af þvf sem í honum stendur, nema ef vera skyldi þetta dæmalaust hagnýta samhengi framboðs og eftir- spurnar. Þetta eina hagfræðilögmál, sem spekúlantar eru sammála um að sé grundvallarlögmál hagfræðanna, hefur að mínu mati nýst fullkomlega til skilnings á leyndustu þráðum efnahagslífsins. Mérhefurt.d. tekist að skilja, með aðstoð þessa lögmáls, að gengisaðlögun er mun jákvæðari en gengisfall, sem aftur er mun skaplegra en leiðrétting á fastgengis- grundvelli, sem síðan telst vera mun huggulegri stærð en gengisfelling. Jón Baldvin, ættaður rir Selárdal þar vestra, hefur nú til mikillar guðsblessunar fundið upp nýtt hugtak, mildara og geðþekkara en öll fyrrgreind hugtök til samans. Þetta er hugtakið „afgangsstærð" (lesist vestfirskt). Mikið andaði ég léttar þegar sjálfur ráðherra fjármála boðaði þann dýrðarboðskap í fjöl- miðlum um síðustu helgi að þjóðin þyrfti ekki að standa á öndinni af skelfingu yfir breytingu á skráðu gengi krónunnar. Það væri sumsé algjör afgangsstærð sem engar áhyggjur þyrfti að hafa af. Höfuð- verkurinn væri fólginn í einhverjum hliðarráðstöfunum. Sosum allt gott og blessað, en myndi það ekki vera fjandanum fíflalegra ef Seðlabank- inn færi allt í einu að skrá afganga og gera tillögur um breytingar á skráningu afgangsstærða? Ég bara spyr. Ég vil leggja á það ríka áherslu að ég álít að hér sé um að ræða ábyrgðarlaust tal fjármálaráðherra. En finni hann sig knúinn til að mótmæla þessu og skýra sitt mál, er honum heimilt að boða til blaða- mannafundar um málið, án þess að hringja í mig fyrst. Nóg um það. En fyrst ég hef nú þegar vogað mér út á hinn hála ís hagfræðinnar, verður enn staldrað við efnahags- stærðir. Ég þykist, þrátt fyrir mína hag- fræðilegu fáfræði, hafa komist að miklum akademískum sannleik um eðli íslensksefnahagslífs. Þaðbendir að mínu viti allt til þess að mjög náin tengsl séu annarsvegar á milli vaxtar (sbr. vextir) og gengis íslensku kart- öflunnar á markaði framboðs og eftirspurnar og hinsvegar ríkidæmis í frónsku efnahagskerfi. Vilji Jón Baldvin mótmæla þessu verður hann að boða til annars blaðamannafund- ar. Ég veiti mitt góðfúslega leyfi. Fullyrðingin um tengsl vaxtar kartöflu og krónu styðst m.a. við mjög ígrundaða tölfræðiúttekt, sem Þjóðhagsstofnun hefur að vísu ekki skrifað upp á. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að á undanförnum árum eru svo greinileg tengsl á milli kartöfluuppskeru og efnahagslægða og -hæða að furðu sætir. A árum mikillar kartöfluframleiðslu hefur ríkt efnahagshagsæld á landi hér og öfugt. Þannig er mönnum í fersku minni þriggja stafa verðbólguárið 1983. Og sjá, það sama ár voru kartöflur af skornum skammti í landinu. Og það þarf vfst ekki að taka fram að í góðæri sl. tveggja ára hafa jarðeplin tí-, fimmtán- eða jafnvel tuttugufaldast í garðholun- um sínum. Þetta allt segir manni að besta vísbending um efnahagsástandið sé vöxturgullaugans, helgunnar, þeirra rauðu íslensku og beintjés. Það mætti ímynda sér að taka upp eins- konar kartöfluvísitölu í stað hinnar forboðnu lánskjaravísitölu. Þá myndu allir una glaðir við sitt, enda slík mæling á verðlagsbreytingar í hæsta máta þjóðleg og umfram allt frumleg. Það verður þó að teljast líklegt að Björn í Sauðlauksdal, frumkvöðull kartöfluræktar hér á landi, myndi bylta sér harkalega í gröfinni ef hann fregnaði um tengsl jarðeplanna og steindauðra pen- ingastærða. Hvað um það. Ég geri það hér með að tillögu minni að tekin verði upp svonefnd gullaugavísitala hér á landi. Ávinningurinn yrði tvenns- konar. f fyrsta lagi yrði ógeðfelldri lánskjaravísitölu varpað norður og niður og í öðru lagi myndu hlíar dreifðu byggðir landsins verða á nýjan leik hafnar til vegs og viröing- ar. Sé fjármálaráðherra í mun að gera athugasemd við þessa tillögu er honum það hér með heimilt, undir- rituðum að skaðlausu. Laugardagur 21. maí 1988 GETTU NÚ Já, það var Kristnes í Eyjafirði, sem var á myndinni síðast, eins og margir munu hafa átt létt með að bera kennsl á. Nú leggjum fyrir menn að þekkja múla þann hinn mikla sem skagar fram á þessari Ijósmynd. Hvað heitir hann og hver er fjörðurinn sem hann stendur við? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.