Tíminn - 27.05.1988, Side 2

Tíminn - 27.05.1988, Side 2
2 Tíminn Föstudagur 27. maí 1988 Þörungarnir við strendur Noregs hafa drepið um 5% heildarframleiðslunnar: 500 tonn af eldisfiski orðið þörungunum að bráð Fréttir af þörungatorfunum sem herja á fiskeldisstöðvar Norð- manna virðast nokkuð ýktar, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Odd Ustad hjá Fiskoppdretternes salgslag í Þrándheimi, en Fiskoppdretternes salgslag er sölusamband fiskeldisstöðva í Noregi. „Þetta er a.m.k. mjög stórt þör- ungabelti," sagði Odd Ustad í sam- tali við Tímann í gær, þegar hann var inntur eftir því hversu mikið vandamál þörungatorfan væri. „Þörungabeltið er meira og minna samhangandi frá Kristiansandi á suðurströndinni og upp til Stavanger á vesturströndinni, nánar tiltekið miðj a vegu milli Stavanger og Karm- öy. Til þessa hafa þörungarnir drep- ið um 500 tonn af fiski, lax og urriða sem er að verðmæti 20 milljónir norskra króna,“ sagði Ustad. Þetta er alls ekki mikið í samanburði við heildarverðmæti eldisfiska í norsk- um fiskeldisstöðvum, sagði hann, því heildarverðmætið er áætlað 3 milljarðar norskra króna. En Norð- menn höfðu gert áætlun um að á þessu ári yrðu framleidd 76 þúsund tonn af matfiski. Á því svæði sem þörungarnir eru á sveimi fara um 3 til 5% af fiskeldi Norðmanna fram. Ustad sagði í gær að á síðustu tuttugu og fjórum tímum hefur eng- inn fiskur drepist af völdum þessara þörunga. Ástæðuna sagði hann vera þá að meira en 20 fiskeldisstöðvar í Rogaland, sem er svæðið í kring um Stavanger, hefðu tekið eldiskvíarnar og dregið þær með bátum og skipum frá ströndinni og inn á fjörðinn, þannig að þær hefðu alveg sloppið við þörungatorfurnar. Ustad sagði að eldisstöðvar fyrir norðan Stavan- ger væru ekki að því er virtist í neinni hættu sem stæði. „Til þessa hefur þetta ekkert haft áhrif á markaðinn, vegna þess að við slátrum fiskinum áður en þörungarn- ir berast að kvíunum, ef önnur ráð eru ekki fyrir hendi, eins og með að draga þær í burtu. Við höfum getað fullnægt markaðnum og verðið er eðlilegt. Við teljum að þetta hafi engin áhrif á okkar markaði og ég mundi vilja koma því að, að sá fiskur sem þörungarnir hafa lagst á verða ekki settir í sölu, heldur einungis þeir sem við höfum sjálfir slátrað, áður en þörungarnir fóru að leggjast á þá,“ sagði Ustad. Sagði hann að eins og ástandið virtist vera nú, þá væri engin ástæða til að ætla að Norðmenn þyrftu að kaupa seiði, hvorki frá íslandi né öðrum löndum, þar sem nóg væri til í Noregi. Vestur af Danmörku er stór torfa af þörungum, en að sögn Ustad fóru danskir líffræðingar til að taka sýni úr þeirri torfu og ekki er enn vitað hvaða tegund er þar á ferðinni, né hvaðastefnuhúnmuntaka. -ABÓ Framkvæmdir Vegagerðarinnar í sumar: Norðurland eystra Tíminn birti 21. maí s.l. fyrsta kortið með framkvæmdum Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi eystra í sumar. Þar var Eyja- fjörður og nágrenni tekið fyrir. Hér kemur það næsta í röðinni og fær- um við okkur í þetta sinn austar á bóginn. Aðaldalsvegur (845), Syðra Fjall - Norðausturvegur: Styrktur verður og lagfærður 5 km langur kafli frá Norðausturvegi suður fyrir Hvammaveg. Fjárveiting í verkið nemur 3,7 milljónum króna og það verður unnið af vinnuflokki vega- gerðarinnar í júní. Klæðing verður einnig lögð á veginn á þessum kafla. Fjárveiting nemur 4,8 milljónum króna og verður það gert af vinnu- flokki vegagerðarinnar í júní. Kísilsvegur (887): Lagt verður á 5 km langan kafla frá Norðausturvegi að Nyrðri- Skógum. Fjárveiting nemur 6 milljónum króna og verður verkið unnið af vinpuflokki vega- gerðarinnar í júlí. Norðurlandsvegur (1): Keyrt verður burðarlagi í 2,45 km langan kafla frá Garði að Skútustöðum. Fjárveiting nemur 2,7 milljónum króna og verð- ur verkið unnið af vinnuflokki vega- gerðarinnar í ágúst. Mývatnsvegur (848): Lagður verður 1,1 km langur kafli frá Vagnbrekku að Stekkjarnesi. Fjárveiting nemur 2,7 milljónum króna og verður verk- ið unnið af vinnuflokki vegagerðar- innar í júlí. Flugvallarvegur Mývatnssveit (850): Lagður verður 0,8 km langur kafli frá Kísilvegi að flugvelli. Fjárveiting nemur 3 milljónum króna og verður verkið unnið af vinnuflokki vega- gerðarinnar í ágúst. JIH Enn eru mótorhjólamenn á fleygiferð: Stakk lögreglu af Mótorhjólamenn hafa nú upp á síðkastið farið hamförum á hjólum sínum, og er skemmst að minnast hópsins sem tekinn var við Grinda- vík í síðustu viku, eftir að sá hraðskreiðasti hafði mælst á 219 kílómetra hraða. Nú var hins vegar á ferðinni mótorhjólamaður í Árnessýslu, sem lögreglan reyndi að stöðva fyrir hraðakstur. Þó að lögreglan færi yfir hundrað kílómetra hraða, tókst mótorhjólamanninum að sleppa, þrátt fyrir að lögreglan bæði kolíega sína í Hafnarfirði og Reykjavík um aðstoð. -SÓL Víglundur Þorsteinsson, formaður iðn- rekenda vill opna landið fyrir fjármagni: Er 1 □ e i (i hh rú r l Félag íslenskra iðnrekenda hélt í gær framhaldSársþing sitt, en eins og ntenn rekur minni til, frestaði FÍI aðalfundi sínum í mars vegna óvissuástandsins í þjóðfélaginu. A fundinum í gær, var Víglundur Þorsteinsson, formaður félagsins, harðorður í garð aðila vinnumarkaðarins, fyrir að hafa ekki samið skynsamlegar en raun ber vitni. Þá gagnrýndi hann bankakerfiö harðlega, sagði það þungt og dýrt í rekstri og varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri tímabært að leyfa erlendum bankastofnunum að eiga eða reka bankaútibú hér á landi. „Ólga, óróleiki og óvissa eru þau orð sem koma fyrst í hugann þegar maður reynir að gera sér grein fyrir ástandi og horfum í íslenskum þjóðarbúskap á þessu ári. í raun er þó ef til vill réttara að tala um þjóðfélagsátök í þessu sambandi, því ekki verður annað sagt en að þau hafi verið óvenju mikil á þessu fyrsta ári samdráttar eftir undangengið góðæri," sagði Víglundur í ræðu sinni. Hann sagði lægstu laun hafa hækkað um 75-80% á síðustu 18 mánuðum og kaupmáttur aukist meira en nokkru sinni fyrr. Því væri erfitt að skilja þá kjarasamn- inga sem samið hefði verið um. Benti hann á að skynsamlegra hefði verið að semja um kauplækk- un, í stað þess að láta gengisfell- ingu og verðbólgu rýra launin, nú þegar samdráttarskeið blasir við. „Staðreyndin er sú að laun sem hlutfall af heildartekjum hafa hækkað svo mjög í íslenskum fram- leiðslufyrirtækjum að samkeppnis- staða þeirra er vægast sagt orðin mjög erfið," sagði Víglundur. Hann sagði það ekki skrýtið að fyrirtæki þyrftu að segja upp starfs- fólki til að halda samkeppnisstöðu sinni. Síðan vék hann orðum sínum að vaxtamálum. Sagði hann það til- finningu sína að íslendingar væru nú skuldugri en nokkru sinni og því þyrfti að vara fólk við. Við værum líklega þeir einu sem spöruðum ekki fyrir utanlandsferð- um, heldur slægjum lán. Þá benti hann á misræmi í raunvöxtum inn- og útlána, en sagði jafnframt að háir raunvextir hefðu ekki megnað að stöðva útlánaflóðið. Víglundur deildi síðan hart á bankakerfið. Hann sagði það þungt í vöfum og dýrt í rekstri og það þarfnaðist mikils vaxtamunar á inn- og útlánum til að standa undir kostnaði. Allt bankakerfið þyrfti endurskoðunar við, endaði kostaði það mikið fé að halda því gangandi. „Má atvinnulífið vænta þess að íslenska bankakerfið taki betur við sér og bryddi upp á nýjum vinnu- brögðum sem hafa sameiginlega hagsmuni sparifjáreigenda, lántak- enda og bankanna sjálfra að leið- arljósi, eða þurfa að koma til enn frekari ráðstafanir til þess að örva nýsköpun á þessu sviði og auka samkeppni á fjármagnsmarkaðn- um jafnt á sviði innlána sem út- lána? Það hlýtur að vera áleitin spurning nú hvort ekki sé tímabært að opna landið fullkomlega, hvort heldur snertir innlána eða útlána- hliðina. Þannig að Islendingar geti sparað og tekið lán í útlöndum og að útlendingar geti sparað eða tekið lán á Islandi. Jafnhliða slík- um aðgerðum, ef framkvæmdar yrðu, þyrfti að heimila erlendum bönkum að eiga og reka banka hér á landi,“ sagði Víglundur og bætti við að ekki væri mikill tími til stefnu. -SÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.