Tíminn - 27.05.1988, Page 8

Tíminn - 27.05.1988, Page 8
Föstudagur 27. maí 1988 8 Tíminn Timitin MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Pólitískt upphlaup Öllum þeim sem hugsa hlutlægt um ástand og horfur í efnahagsmálum er ljóst, að þjóðin verður að sameinast um heildarráðstafanir til þess að mæta þeim vanda, sem við er að stríða og sýnilegt er að mun haldast um óákveðinn tíma. Mikil ábyrgð hvílir á áhrifaöflum þjóðfélagsins um að gera sitt til þess að þjóðin geti unnið sig út úr erfiðleikum sínum með samstilltu átaki í stað þess að sundrast í ótímabærri sérhagsmunabaráttu. Um það þarf ekki að deila, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru nauðsynlegar og þær mega ekki missa marks. Markmið þeirra var fyrst og fremst að rétta við rekstrarafkomu útflutnings- atvinnuveganna. Það þýðir á mæltu máli að verið var að tryggja afkomu þjóðarbúsins í heild. íslenskt þjóðarbú stendur og fellur með hagstæðri afkomu þeirra fyrirtækja, sem afla erlends gjald- eyris. Öll atvinnu- og þjónustustarfsemi er háð því að velgengni sé í útflutningsgreinum. Lífskjörin í landinu ráðast af því hvernig gengur að selja íslenskar afurðir á erlendum mörkuðum. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa því þann tilgang að bæta rekstrarafkomu útflutnings- greina. Þær vinna einnig að því að tryggja hag launafólksins, fyrst og fremst með því að treysta atvinnugrundvöllinn í landinu, koma í veg fyrir atvinnuleysi. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, ef þær eru skoðaðar í heild, vernda auk þess þau kjör, sem hinn almenni launþegi og verkamaður, hafa áunnið sér í kjarasamningum á þessu ári. Efnahagsaðgerð- irnar eru því gerðar til þess að tryggja hag láglaunafólks. Pað kemur því úr hörðustu átt, þegar tilteknir forystu- og trúnaðarmenn innan Alþýðusambands íslands eru farnir að túlka efni og áhrif efnahagsað- gerðanna sem andstæðar launafólki. Þvert á móti verður að undirstrika það, að þessar efnahagsaðgerðir eru sniðnar að hagsmunum launafólks eins og aðstæður frekast leyfa. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar tryggja það að þeir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið á árinu, halda gildi sínu. Hins vegar koma efnahagsaðgerð- irnar í veg fyrir að hálaunahóparnir, sem áttu eftir að semja, geti sprengt upp launastigana og raskað því jafnvægi sem nauðsynlegt er að sé milli hinna ýmsu þátta efnahagslífsins. Flest bendir til þess að á bak við það upphlaup, sem Þjóðviljinn boðar að sé í vændum gegn nauðsynlegum efnahagsaðgerðum, standi einhvers konar tilraun af hálfu Þjóðviljamanna til þess að rétta pólitíska stöðu sína. Ef svo er þá er hér um að ræða flokkspólitískar örvæntingaraðgerðir í þágu eins stjórnmálaflokks og eiga ekkert skylt við hagsmunabaráttu launþega. Almenningur getur ekki varið kjör sín með pólitísku ofstæki, allra síst við þær viðkvæmu aðstæður sem nú ríkja í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. GARRI Skrýtnar tilviljanir „Fyrír rúmu hálfu árí lá þetta Ijóst fyrir. Þeir eru búnir að reyna að þrauka, en hafa haldið uppi röngum hugmyndum um markað- inn. Þeir sem stjóma þessu hafa allan tímann gefið umbjóðendum sínum rangar vonir um möguleik- ana í atvinnurekstrínum og skaðað þannig aðila samtakanna stórkost- lega. “ Þetta eru ummæli sem höfð eru eftir framkvæmdastjóra íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar í Al- þýðublaðinu í gær. Þeir sem mað- urinn er þarna að tala um eru forsvarsmenn fisksölufyrírtækj- anna vestur í Bandaríkjunum, Coldwater hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Iceland Seafood hjá Sambandinu. Framkvæmdastjórinn er hér nánar til tekið að ræða um nýaf- staðna lækkun á fiskverði vestra. Eins og menn muna lækkaði Cold- water fiskinn fyrír nokkrum dögum og Iceland Seafood litlu síðar. Þessi lækkun kom til vegna þess að fískverð í Bandaríkjunum hefur undanfarið veríð verulega hátt. Það hefur valdið því að farið er að draga úr sölunni og birgðir að safnast. Bandaríkjamenn voru með öðrum orðum farnir að minnka við sig fískneyslu og auka kjötneyslu í staðinn. Útflutningsleyfið Nú vill þannig til að fyrirtæki framkvæmdastjórans, íslenska út- flutningsmiðstöðin, er eitt þeirra sent Jón Sigurðsson veitti leyfi til útflutnings á físki á Bandaríkja- markað í haust leið. Eins og menn muna var þessi leyfísveiting gagn- rýnd af stóru sölusamtökunum. Þau bentu meðal annars á hættuna sem gæti stafaö af þvi ef margir og smáir aðilar færu að keppast um að undirbjóða hver annan á þessum viðkvæma markaði. Stóru fyrirtækin tvö hafa lagt geysimikla vinnu og kostnað í að byggja upp það álit á íslenska Rskinum vcstra að hann værí úrvals gæðavara. í krafti þessa hefur þeim tekist að halda honum ■ töluvert hærra verði en sams konar físki frá samkeppnislöndunum. Meðal annars má ætla að þeim hafi tekist af þessum sökum að halda verðinu hærra í vetur en ella, skýringar á þessari kyndugu af- stöðu framkvæmdastjórans þegar betur er eftir gáð. Svo vill til að hann mun vera traustur flokksmað- ur í Alþýðuflokknum og hafa starf- að þar lengi. Svo vill líka til að flokksbróðir hans, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, veitti fyrírtæki hans útflutningsleyfi til Bandaríkj- "w, ■ ■ mm _B Unua'ikjunum: ■"'hu,iU'uniinitjn, jafnvel þótt að Ijóst væri að það værí ekki stöðugt. Framkvæmdastjórinn hefur þess vegna rangt fyrir sér þegar hann gagnrýnir sölufyrirtækin fyrir þefta. I rauninni má lesa það út úr orðum hans að hann telji að þau hafi átt að lækka verðið fyrr. Vegna fyrri sölustarfsemi sinnar hafa þau hins vegar veríð í aðstöðu til að þrauka lcngur og með hærra verð en ella. Framkvæmdastjórínn gætir þess ekki að þar hafa sölu- fyrírtækin einmitt verið í aðstöðu til að skila framleiðendum hærra verði heim en ella. Hann sleppir að geta þess að þama hafa þau í krafti stærðar sinnar og aðstöðu á markaðnum getað haldið verðinu uppi lengur en lítið og vanmáttugt fyrírtæki hefði getað. Þess vegna hefur hann rangt fyrir sér og gagn- rýni hans er óréttmæt. Flokksbræðralag Aftur á móti kunna að vera anna hér á dögunum, í andstöðu við stóru sölufyrírtækin og raunar fleirí aðila. Svo einkennilega vill líka til að núna rís framkvæmdastjórinn upp °g gagnrýnir sölufyrirtækin í viðtali við pólitískt flokksblað sitt og við- skiptaráðherra. Kannski er það tilviljun sem ræður því að þessi gagnrýni er reist á ákaflega vafa- sömum forsendum og raunar auð- hrekjanleg fyrir kunnuga. Og raun- ar má það líka vera tilviljun að þessi gagnrýni er sett þannig fram í málgagni framkvæmdastjórans og viðskiptaráðherrans að hún verður að teljast ákaflega vel til þess fallin að kasta ryki í augun á ókunnugum og rýra traust almennings á starf- semi fyrirtækjanna vestra. Það er eiginlega dálítið skrýtið með allar þessar tilviljanir í pólitísku málg- agni þeirra alþýðuflokksmanna. Eða er tilvist þeirra kannski bara enn ein tilviljunin? Garrí. VÍTT OG BREITT 111 llllllllllllll Hægra megm Rétt 20 ár eru nú liðin síðan skipt var úr vinstri í hægri umferð á íslandi. Það er mesta umferðará- tak sem gert hefur verið á landinu síðan bílaöld hófst og tókst vonum framar. Þegar ákveðið var að víkja skyldi hægra megin en ekki til vinstri eins og tíðkast hafði, var bílum farið að fjölga verulega og umferðarþung- inn að aukast. Aðrar þjóðir, svo sem Svíar, höfðu skömmu áður skipt yfir í hægri umferð, sem er í giidi víðast hvar í heiminum og var það því sjálfsögð samræming að brevta hér. Aður en hægri umferðin var tekin upp höfðu íslendingar lítt lært að víkja hver fyrir öðrum í umferðinni eða fara eftir þeim sjálfsögðu reglum sem nauðsynleg- ar eru til að bílaumferð geti gengið stórslysalaust og sæmilega greið- fært fyrir sig. Árekstrar og slys voru því í hámarki. islendingar lærðu að aka Með vel heppnuðum áróðri þar sem lögregla, fjölmiðlar og allur almenningur náðu að stilla saman, skeðu þau undur að fyrst eftir umferðarbreytinguna dró verulega úr bílaárekstrum og slysum, gagn- stætt því sem við hefði mátt búast, því það er mikil hugarraun og krefst einbeitingar í góðu meðal- lagi að vera þátttakandi í svo róttækri umferðarbreytingu. Lengi vel bjó þjóðin að hægri breytingunni. Ökumenn kunnu hrafl í umferðarlögum og mundu m.a. hvoru megin átti að víkja og jafnvel að götur skiptast í akreinar og kunnu að haga akstri samkvæmt því. Þekking á hámarkshraða var all- vel kunn meðal ökumanna. Umferðaryfirvöld og fjölmiðlar héldu áfram að reka áróður fyrir öruggri og slysalausri umferð löngu eftir að breytingin var um garð gengin og um skeið þótti hvorki fínt né karlmannlegt að geysast um og brjóta ökulög. Slysum fækkaði og eignatjón minnkaði. Skipulögð kaos Tveim áratugum síðar hefur mikil breyting orðið á. Bílafjölgun- in er meiri og örari en nokkurn mann óraði fyrir. Gatna- og vega- kerfi hefur breyst. Bundið slitlag er komið á götur í þéttbýli og mikinn hluta þjóðvegakerfisins og er nú allt miklu greiðfærara yfir- ferðar. Hámarkshraði hefur enda verið aukinn en hann virðist seint ætla að verða nægur. En ökuleikni og virðing fyrir umferðarlögum hefur ekki aukist með bættum vegum og margföldun bílaeignar. Daglega berast fréttir um að ökumenn séu staðnir að ofsaakstri og sem betur fer er lögreglan farin að fylgjast aðeins betur með öku- I20ár lagi en orðið var. Umferðarslys eru óhugnanlega tíð og tryggingarupp- hæðir ökutækja segja eitthvað um allt það gífurlega tjón sem klaufar og fantar valda í umferðinni. En ökumönnum verður ekki einhliða kennt um subbuskap í umferðinni. í Reykjavík t.d. eru margar götur sem skipt er í fleiri akreinar, en þær eru hafðar óm- erktar mikinn meiri hluta ársins. Dæmi eru um akbrautir sem skiptast í þrjár og jafnvel fjórar akreinar og frá hausti fram á mitt sumar örlar ekki á merkingum milli allra þessara akreina. Ökumenn eru yfirleitt nógu rugl- aðir fyrir þótt svona merkingar og margar aðrar, eða öllu heldur merkingarleysi, geri ekki allan akstur erfiðan og örvæntingarfull- an. Stefnuörvar eru flestar horfnar nokkrum mánuðum eftir að þær eru málaðar á götur og fleira í þeim dúr. Hér er ekki til umræðu hvers vegna allar lífsnauðsynlegar merk- ingar hverfa af götum og vegum, heldur aðeins sú staðreynd að merkingarnar eru ekki á sínum stað nema rétt yfir hásumarið. Þetta lýsir svipuðum slappleika og kemur fram hjá þeim bílstjórum sem ekki kunna á ökutæki sín, umferðarreglur eða hafa ekki kom- ist að því að fleiri eru á ferð í umferðinni en elsku, hjartans bíll- inn þeirra. Kannski væri ráð að taka upp vinstri akstur á ný ef það mætti verða til þess að bæta umferðar- ómenninguna. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.