Tíminn - 27.05.1988, Page 9
Föstudagur 27. maí 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR
Bjarni Hannesson:
„Myrkraverk“
Tíminn 19/5 1988 birtir „umsögn og eða ritdóm“ um rit
mitt, Byggðaþróun og verðmætasköpun 1972 til 1987 og
fullyrt er þar í umsögninni orðrétt:
„Þar vekur m.a. athygli tafla þar sem Bjarni setur fram
áætlun um framtíðarþróun í framleiðslu kindakjöts. Áætl-
unina byggir hann annarsvegar á tölum um bústærðir í
sýslum landsins árið 1984 (á aðeins 1.540 býlum voru þá
yfír 200 kindur) og hver breyting hafí orðið frá árinu 1979.
Og hins vegar niðurstöðum nefndar sem starfaði á vegum
forsætisráðuneytisins og fjallaði um aðlögun að sauðfjár -
framleiðslu að innanlandsmarkaði, þar sem miðað er við
um 448 þús. tjár og 9.500 tonna ársframleiðslu af kjöti.“
Þessa túlkun í umsögn tel ég
alranga og bendi á að taflan er
einungis framreikningur á töflum
nefndarinnar en ekki eigin „áætl-
un“.
Það sem ég segi um töflur þessar
er eftirgreint, orðrétt:
„Komið hefur fyrir mitt auglit
biaðagrein um væntanlega þróun í
sauðfjárframleiðslu Tíminn 6/6
1987 þar sem unnið er úr heimild-
um frá einhverri nefnd á vegum
forsætisráðuneytisins og þar eru
birtar töflur um hugsanlega þróun
og þótti mér þær athyglisverðar og
birti ég þær því hér.
Með tilvísun til töflu 4, sem er
unnin upp úr töflum 1 og 2 er ekki
annað hægt að sjá, ef af þessari
þróun verður, annað en framtíð
800 til 900 sauðfjárbænda sé ráðin
og þeir verði því að hætta búskap
sökum samdráttar í greininni.
Þetta mun valda því, að líkum, að
samsvarandi fjöldi jarða fer í eyði
og verða verðlausar en byggja þarf
húsnæði fyrir 1,5 til 2,5 milljarða
króna annars staðar á landinu (700
íbúðir á ca. 2,5 til 3,5 milljón
hverja). Beinn vaxtakostnaður því
um 450 m. kr. pr. ár. Þessi orð gefa
ekki tilefni til að fullyrða að ég hafi
gert áætlun um samdrátt í kinda-
kjötsframleiðslu eða millifyrir-
sagnar þeirrar sem birt er í um-
sögninni undir titlinum „Hverra
sauðir verða skornir?" og fordæmi
ég þessa millifyrirsögn og með-
fylgj andi rangtúlkun í einu og öllu.
Með töflu 4 er ég einungis að
reyna að sjá fyrir hverjar svæðis-
bundnar afleiðingar yrðu ef þróun
yrði sú sem framtíðaráætlunin gerir
ráð fyrir þannig að bregðast mætti
við slíku ástandi af fyrirhyggju. Því
framkvæmd á slíku á fáum árum
þýðir mikla búseturöskun og gífur-
lega eignarýrnun þeirra manna sem
fyrir þessum samdrætti verða
ásamt ýmsum óæskilegum hliðar-
verkunum.
Bókun 1
1 síðasta samningi milli bænda
og ríkis eru ákvæði sem titluð eru
sem bókun 1 og er eftirgreint.
„Aðilar munu beita sér fyrir því
að sá umþóttunartími sem land-
búnaðurinn fær með samningi
þessum til búháttabreytinga og
hagræðingar framleiðslu og vinnslu
mjólkur og kindakjöts, nýtist sem
best og að í því skyni verði m.a.
lokið sem fyrst úttekt á búrekstrar-
aðstöðu á öllum jörðuin í landinu og
áætlun um endurskipulagningu
vinnslu og dreifingarstöðva.“
Ég tel að til þess að eitthvert vit
geti orðið í landbúnaðarstefnunni
þurfi þessi úttekt á búrekstrarað-
stöðu að fara fram sem sem fyrst.
Flestar upplýsingar eru þegar til
hjá hinum ýmsu stofnunum og það
er í raun einungis ákvörðun um
samskráningu upplýsinga um hvert
lögbýli sem vanti og mun „leyndin"
um framleiðsluréttinn sennilega
vera helsti þröskuldurinn.
Þessi leynd er með öllu óhæf og
býður heim grun ýmissa aðila um
ýmiskonar „myrkraverk“ í sam-
bandi við úthlutun framleiðslurétt-
ar og telja margir í bændastétt sig
hafa orðið fyrir slíku og úttekt á
búrekstraraðstöðu jarða, án þess
að upplýsingar um framleiðslurétt
hvers lögbýlis fylgi, er næsta þýð-
ingarlaus framkvæmd.
Hvað ber að gera? 1. Fram-
leiðslurétturinn verði gerður opin-
ber, líkt og útsvars- og tekjuskatt-
skrár, þ.e. að þeir sem vilja kynna
sér þau málefni eigi aðgang að
þeim hjá búnaðarsamböndum eða
ráðunautum. 2. Úttekt á búrekstr-
araðstöðu lögbýla verði lokið sem
fyrst. 3. Að þessu framkvæmdu
verði gerðar áætlanir um heildar-
þróun búvöruframleiðslunnar til
10 til 15 ára er verði yfirfarnar og
endurskoðaðar á a.m.k. 5 ára
fresti. 4. Síðan verði farið í svæðis-
bundna áætlanagerð svipaða þeirri
sem fyrrgreindar töflur túlka. 5.
Úthlutun framleiðsluréttar verði
breytt þannig að hinum ýmsu svæð-
um verði úthlutað heildarfram-
leiðslurétti en heimamenn á hverju
svæði fyrir sig fái að úthluta stærri
hluta framleiðsluréttar en hingað
til hefur verið. 6. Bændur fái
aðgang að skrám um framleiðslu-
réttarheimiidir hvers svæðis fyrir
sig, eigin svæða og annarra ef þeir
óska.
Þetta tel ég vera frumskilyrði
þess að hægt verði að starfrækja
skynsamlega landbúnaðarfram-
leiðslu og stefnu miðað við núver-
andi ástand og líklegar framtíðar-
horfur.
Stefna stjórnvalda!
Vandamál eru víðar og stærri í
krónum talið, en í landbúnaðinum
og bendi ég á meðfylgjandi línurit
til skýringar.
Línurit 1 sýnir viðskiptahalla
sem engin þjóð sem ætlar að halda
sjálfstæði sínu getur leyft sér að
láta þróast frá ári til árs, að meðal-
tali um 2,8% pr. ár og að upphæð
árin 1987-88, að líkum um 17
milljarðar.
Línurit 2 sýnir óhóflega aukna
eyðslu frá 1986-88 í bílakaup og
erlend ferðalög að líkum um 28
milljarðar á 3 árum.
Línurit 3 sýnir þróun í hækkun
erlendra langtímalána er hafa
hækkað 1986-88 að líkum um 23
til 26 milljarðar kr. (á föstu verð-
lagi 87-88).
Línurit 4 sýnir áætlaða „féflett-
ingu“ á framleiðslufyrirtækjum á
landsbyggðinni sem eru í útflutn-
ingi. Þetta mat byggist á því að ég
tel að stjórnvöld hafi framkvæmt
svokallaða hágengisstefnu síðustu
ár og sönnun fyrir þeirri fully rðingu
tel ég vera viðskiptahallann, því að
gengi á að vera stjórntæki til að
15
10 -
5
0
-5 -
-10 -
-15
-20
Viðskiptahalli
: 1
■2.1
■1.3 -0.8 -2.1 -4.4 -8.5 -2.1
«i. % af Þjóðarframleiöslu
-4 +0.3 -3.1
Spá
MilljarÖar króna
Verölag 1987-88
15
1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Erlendur kostnaður við innflutning
á bílum og erlend ferðalög —g—~
Milljaröar króna
1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Erlendar langtímasskuldir
1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Aætlað mánaðarlegt tap útflutningsframleiðslu
fyrirtækja 1987-88. "Heildartap 5.874 mill".
1987 Maí Júni Júlí Agú Sept Okt Nóv Des 1988 Feb Mars Aprfl Maí
Framlög til Byggðastofnunar á fjárlögum
800
600 "
400 -
200
Milljónir króna
Verðlag 1987-88
5 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987
stýra og viðhalda eðlilegu við-
skiptajafnvægi.
Línurit 5 sýnir framlög á fjárlög-
um til Byggðastofnunar og sést
hvaða áherslur eru í reynd hjá
stjórnvöldum gagnvart lands-
byggðarmönnum.
Féfletting á
landsbyggðarmönnum!
Samkvæmt mínum útreikning-
um hafa útflutningsfyrirtæki á
landsbyggðinni verið féflett um 5,8
milljarða króna síðustu 14 mánuði.
Forsendur eru þær að nokkuð var
augljóst snemma árs 1987, að
stefna myndi í mikinn viðskipta-
halla og þá hefði átt að fella gengið
eða gera aðrar haldbærar ráðstaf-
anir til að vinna gegn sívaxandi
viðskiptahalla. Það var ekki gert
og þá fór allt í öngþveiti. Mitt mat
er það að fyrsta verk ríkisstjórnar-
innar hefði átt að vera að fella
gengið um 4-6%, setja jafn háan
skatt á „ferðamannagjaldeyri" og
gert var á matvörur og hækka tolla
á óþarfa innflutningi sem ábyrgðar-
lausir kaupahéðnar troða inn á
landslýð með margra milljarða
auglýsingaherkostnaði og bygg-
ingu á kauphöllum og viðskipta-
setrum upp á fleiri milljarða ár
hvert (síðustu 2 ár ca 5-10 milljarð-
ar). Þetta ásamt ýmsu öðru „glap-
ræði“ stjórnvalda mun valda, að
líkum, allsherjaröngþveiti í efna-
hagsmálum og stjórnmálum hér á
landi sem „kosta“ mun þjóðina í
krónum talið að líkum um 30
milljarða frá og með 1986 til og
með 1989.
Ritað 21/5 1988.
Bjarni Hannesson
Undirfelli
BÓKMENNTIR
!!!l!í!
llllllllli
BORGIN EILÍFA
Christopher Hibbert: Rome. The biography
of a city.
Penguin Books 1987.
387 bls.
Þrátt fyrir nafnið, getur þessi bók
varla talist eiginlegt sagnfræðirit, og
hún er ekki heldur saga Rómaborg-
ar, enda næsta erfitt að segja hana
til nokkurrar hlítar á einni bók,
jafnvel ekki svo stórri sem þessari.
Hér er á ferðinni rit, sem er allt í
senn, kynning, eins konar inn-
gangur að sögu Rómaborgar, um-
fjöllun um borgina, íbúa hennar og
líf þeirra í aldanna rás, og loks
leiðsögurit fyrir þá, sem kynnast
vilja helstu sögu- og merkisstöðum í
borginni eilífu.
Höfundur skiptir ritinu í þrjá
aðalkafla, sem aftur skiptast í marga
undirkafla. Hinn fyrsti hefst á um-
fjöllun um Etrúska, síðan víkur
sögunni að Rómaveldi, þá að mið-
öldum og fyrsta hlutanum lýkur á
fyrri hluta 16. aldar, þar tekur annar
hlutinn við, en í honum er saga
borgarinnar rakin allt fram á daga
Mússólínis. Þriðji og síðasti hlutinn
er svo eins konar „tópógrafía“, þar
sem lýst er helstu sögu- og merkis-
stöðum borgarinnar. Sá kafli er að
sönnu fróðlegur og skemmtilegur,
en stærð bókarinnar gerir það að
verkum að fáir munu leggja í að bera
hana með sér á skoðunarferðum og
verður því að lesa hana heima, áður
en lagt er upp.
Höfundur þessarar bókar, Christ-
opher Hibbert, er í hópi vinsælustu
höfunda, sem rita um söguleg efni á
enska tungu um þessar mundir og
hefur samið fjölmörg rit. Þessi bók
hans er stórskemmtileg aflestrar, en
frásögn sína af Rómaborg, íbúum
hennar og lífi þeirra byggir hann upp
með því að segja frá einstökum
persónum og atburðum og styðst
víða við frásagnir ferðalanga, ekki
síst engilsaxneskra. Allar eru lýsing-
ar hans læsilegar og skýrar og margar
þeirra kostulegar, því Hibbert er
gæddur góðri kímnigáfu. Og þó fer
því fjarri að bókin geti talist
skemmtilestur frá upphafi til enda.
Margt ódæðis verkið hefur verið
framið í Rómaborg á þeim 3000
árum, sem bókin nær yfir, og margra
góðra manna og kvenna hafa beðið
grimmileg örlög. Frá slíkum hlutum
segir, ekki síður en hinum skemmti-
legu, og um þá fjallar höfundur af
hispursleysi.
Fjölmargar myndir prýða bókina,
hún hefur að geyma kort af Róm og
í bókarlok eru heimilda og nafna-
skrár.
Jón Þ. Þór
Súrrealismi
Jón Gnarr:
Börn ævintýranna,
Rvk. 1988.
Það er 21 ljóð í þessari bók, það
fyrsta heitir fíðlarinn á þakinu og
dauðinn, og það hefst þannig:
þegar túnfiskurinn galar
fer smávaxni flautuleikarinn útí
kirkjugarð
að Ieiði hins óþekkta
og hellir rauðvíni yfir gröf sína
þá vaxa leðurblökur í moldinni
ogfljúga útum munn gamallar konu
sem býr í grafhvelfingunni
á meðan hún veltist um sjálfa sig
og æpir og grætur
Hér dylst engum, sem fylgst hefur
með ljóðabókum síðustu ára, að á
ferðinni er fyrirbæri sem komin er
hefð á að kenna við súrrealisma. Þar
er hlaupið frá einni hugmynd til
annarrar, dengt saman þeim sem síst
skyldi ætla að ættu saman og öllu
gefið yfirbragð skipulagðrar ringul-
reiðar. Gjarnan eru yrkisefnin líka
sett fram með svipmóti sem minnir
á martraðir eða vondar draumfarir.
Geta menn þá hvort heldur vill
hrifist eða hneykslast, allt eftir geðs-
lagi og viðhorfum hvers og eins.
Á höfundi eru ekki sögð deili í
bókinni, en í frétt sem fylgdi með
henni til blaða segir að hann hafi
áður birt ljóð í dagblöðum og lesið í
útvarp. Á síðasta ári segir einnig að
hann hafi unnið fyrstu og önnur
verðlaun í ljóðasamkeppni Þjóðvilj-
ans og verið kosinn skáld vikunnar á
Bylgjunni. Nafn forlagsins er Væni-
brjál sf., og mun hægt að panta
bókina í síma 688701, sem sjálfsagt
er að koma á framfæri.
Það er list að yrkja súrrealísk ljóð
svo að vel sé. Þar þarf bæði hugsana-
snerpu og fimi í því að tengja saman
ólík hugtök með þeim hætti að þeim
sé gefið nýtt svipmót eða ný dýpt.
Jón Gnarr virðist hafa ýmislegt til að
bera í þessa áttina, og í bókinni er
viss ferskleiki sem rná lofa góðu. Þó
á hann greinilega enn eftir að rækta
töluvert með sér getuna til að tengja
súrrealísk yrkisefni við raunveru-
leikann utan þeirra, en slíkt má
læra. Þessi fyrsta bók hans er máski
full smá í sniðum til að eftir henni
megi álykta um skáldgáfu hans. En
hún vekur þó ýmsar vonir. -esig