Tíminn - 27.05.1988, Qupperneq 10

Tíminn - 27.05.1988, Qupperneq 10
10 Tíminn Föstudagur 27. maí 1988 iiilllillíli AÐ UTAN __ Áhyggjur í Englandi vegna ungra drykkjumanna: Takmarkanir á áfengis- Það er víðar en á íslandi sem hafðar eru áhyggjur vegna ungra drykkjumanna. Nú er svo komið að reglur verða innan tíðar settar um að takmarka frelsi um auglýsingar á áfengi í ljósvakamiðlum í Bretlandi. í reglunum felst að ekki megi gefa áfengisauglýsingum skemmtanagildi né gera áfengisdrykkju aðlaðandi um of. Hér segir frá ungum enskum pilti sem hefur stundað drykkju síðastliðin þrjú ár og afleiðingarnar eru þegar farnar að segja til sín, þó að hann sé ekki nema 15 ára gamall. í annan,“ segir hann. Stundum fer hann á diskótek með vinum sínum. „Ég verð að mýkja mig upp fyrst. Annars er ég svo spenntur. Ég hef svo miklar áhyggjur af því að kannski sé ég óvinsæll. Ef fötin mín eru ekki í lagi uppnefna strákarnir mig. Allt er svo miklu auðveldara þegar maður er búinn að fá sér aðeins neðan í því. En mér finnst andstyggilegt að verða fullur, þegar herbergið fer að snúast, er það kemur til alls drekkur pabbi hans.“ Pabbi Adams hefur reyndar þegar verið tekinn tvisvar drukkinn undir stýri. „Pegar ég sagði honum að Adam væri farinn að drekka í laumi, hló hann bara. Af hverju finnst karlmönnum drykkjuskapur bera vott um karlmennsku? Hvað er svona karlmannlegt við að vera hjálparvana vegna drykkju?" ungling sem drekkur? Mér fannst ég ekki hafa neinn til að leita ráða hjá. Ef ég hefði talað við yfirvöld í skólanum er ég viss um að hann hefði verið rekinn úr skóla," segir hún. Og það hefur reyndar komið á daginn að skólastjórinn hefur nú þegar gefið í skyn að kannski liði Adam betur einhvers staðar annars staðar, þar sem hann þyrfti ekki að stunda eins mikið bókaramennt. Susan hefur stungið upp á því við Fimmtungur 13 ára krakka hefur þegar haft kynni af timburmönnum Adam drekkur. U.þ.b. þrjá morgna í viku vaknar hann altekinn skelfingu af því að horfast í augu við komandi dag. Svo að hann laumast inn í bókaherbergið og opnar vín- skáp föður síns. Þar fær hann sér slurk af því víni sem hann finnur hverju sinni. Síðan burstar hann tennurnar og heldur í skólann. Adam er 15 ára. Hann er búinn að drekka síðustu þrjú árin. Um þessar mundir er verið að gefa út í Englandi reglur, sem setja hömlur á auglýsingar á víni. Það er nefnd sem hefur eftirlit með rekstri óháðra útvarpsstöðva sem gefur þessar reglur út. Ástæðan er áhyggj- ur af auknum fjölda ungra drykkju- manna í Englandi, eins og Adam er dæmi um. Þessar hertu reglur eru settar um sama leyti og ein könnunin enn leiðir í Ijós almenna drykkju meðal unglinga á táningaaldri í Bretlandi. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var á vegum Edinborgarháskóla, hefur fimmtungur 13 ára krakka í Englandi, Wales og Skotlandi nú þegar haft kynni af timburmönnum. Fyrst var það heimabrugg Reyndar hefur engum hugkvæmst að spyrja krakkana að þvf hvort þeir hafi ánetjast flöskunni sérstaklega vegna þess að þeir hafi verið að horfa á skemmtilegar auglýsingar á áfengi í sjónvarpinu. Adam fékk sína fyrstu timburmenn þegar hann var 12 ára gamall eftir svallveislu á heimabrugguðum bjór sem enn var í gerjun. „Félagi minn keypti brugg- unarefni. En hann hafði sett bruggið á flöskur of snemma eða sett vitlaust magn af sykri saman við eða eitthvað slíkt. A.m.k. var bruggið reglulega vont. En við félagarnir fylltumst metingi um hver gæti komið niður sem mestu af óþverranum. Ég held að það hafi verið ég sem vann. Reyndar man ég ekki mikið eftir því sem gerðist. Ég lyppaðist niður á gólfið í herberginu hans og þegar ég vaknaði um morguninn voru ælu- pollar um allt, já herbergið hans var einn allsherjar æludammur. Mamma hans fékk algert æðiskast.“ Síðan var það bjórinn í ísskápnum Þá var Adam feginn því að móðir vinar hans sagði foreldrum hans ekki frá þessu. Núna hefur hann sínar efasemdir um hvort það hafi verið heppilegt. „Kannski hefði ekki farið svona fyrir mér ef einhver hefði tekið mig rækilega í gegn þarna um árið. Mamma mín leyfir mér aldrei að drekka áfengi, ekki einu sinni eitt vínglas á jólunum eða þegar við förum í fjölskylduboð. Pabba þykir nefnilega gott að fá sér neðan í því. Þegar ég var búinn að drekka óþverrann hjá vini mínum fór ég að hugsa um hvernig þetta ætti eigin- lega að bragðast. Pabbi átti fullt af bjór í ísskápnum. Mér þótti bjórinn hans góður og pabbi drekkur sjálfur svo mikið að hann varð aldrei var við hvað ég var duglegur að hjálpa honum að tæma ísskápinn. Ég vandi mig bara á að drekka tvær eða þrjár dósir á hverju kvöldi, stundum eitthvað meira og í önnur skipti minna. Enginn virtist vita af þessu. Ég hef alltaf verið mikið út af fyrir mig. Pabbi og mamma horfa á sjónvarp öllum stundum, nema þeg- ar þau eru að leika golf.“ „Allt er svo miklu auðveldara þegar maður er búinn að fá sér einn“ Oftast drakk Adam einsamall. í þau fáu skipti sem hann drakk með öðrum strákum var hann undrandi að sjá hvað þeir gátu látið einn sjúss endast sér lengi. „Þegar ég er búinn að fá mér einn dauðlangar mig strax verulega óþægilegt. En það er svo skrítið að ég hugsa ekkert um það þegar mig langar í drykk. Það gerist bara allt í einu.“ Skólanámið líður fyrir drykkjuna Adam hætti að gera heimavinnu fyrir skólann en um stundarsakir gat hann keypt heimavinnuna af strák í bekknum sínum í einkaskóla fyrir pilta í Manchester. Það gekk ekki til lengdar og með tímanum var Adam látinn sitja eftir svo gott sem á hverjum degi. Hann hafði aldrei verið neinn sérstakur námsmaður svo að það vakti ekkert óskaplegt uppistand heima fyrir þegar eink- unnimar hans fóru niður fyrir meðal- lag. Adam hafði drukkið í 18 mánuði þegar mamma hans komst að því. Hann hafði tekið ginflösku úr vín- skáp föður síns meðan hann var á viðskiptaferðalagi. Susan, móðir Adams segir: „Allt í einu vissi ég það. Þarna var skýringin fengin á sinnuleysinu. Ég fann hann liggjandi glaseygðan á rúminu sínu. Ég er full sektarkenndar fyrir að hafa ekki fylgst betur með honum. Þegar allt Meiri hætta á drykkju unglinga á þeim heimilum þar sem víns er neytt Þeir sem reyna að hamla gegn auknum drykkjuskap í Englandi segja að oft megi rekja drykkju unglinga til föðurhúsa, einfaldlega vegna þess að meiri líkur eru til að frjálslega sé farið með áfengi á þeim heimilum þar sem foreldrarnir neyta víns. Þeir benda á að erfitt geti verið fyrir foreldra að hafa hemil á drykkju barna sinna ef þeir sjálfir hafa vín um hönd. „Það er svona álíka og að segja: Vertu ekki með þetta helvítis bölv!“ segja þeir. Susan móðir Adams reyndi árang- urslaust að fá manninn sinn til að geyma áfengið sitt í læstum hirslum. „Adam hefði ekki haft peninga til að kaupa áfengi, jafnvel þó að hann hefði getað logið til um aldur," segir hún. Hún vissi að fenginni reynslu manns síns, að ef hún segði heimilis- lækninum að Adam væri farinn að drekka, yrði það skráð í skýrslur um hann alla tíð uppfrá því. „Segjum sem svo að Adam þurfi að framvísa læknisskýrslu þegar hann sækir um vinnu. Þá stæði þetta þar og hver væri reiðubúinn til að ráða í vinnu Adam að hann færi að stunda AA- fundi en hann vill ekki hlusta á það. „Hann er ekki dauðadrukkinn. Hann er bara rallhálfur á hverju , kvöldi og getur ekki ímyndað sér að ástandið geti átt eftir að versna," segir hún. En hvaða áhrif hafa vínauglýsingar á drykkju ungmenna? Ef velmeint ákvörðun nefndarinn- ar sem hefur eftirlit með óháðum útvarpsstöðvum í Bretlandi um að draga úr aðdráttarafli áfengis í aug- lýsingum hefði þegar verið í gildi áður en Adam fór að drekka, hefði það breytt einhverju um afstöðu hans? Móðir hans segir að þó að hún hefði ekkert á móti því að finna blóraböggul, efist hún um að auglýs- ingarnar hefðu breytt nokkru þar um. „Sjónvarpið hefur ekki veitt honum svo mikinn félagsskap. Það má miklu frekar kenna pabba hans um hvernig komið er. En ég, sem á þó að kallast móðir hans, hefði átt að fylgjast betur með honum og hvað var að gerast,“ segir Susan, móðir Adams.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.