Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 27. maí 1988 DAGBÓK Tónleikar samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur Á morgun laugardag 28. maí heldur samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur sína árlegu tónleika í Breiðholtskirkju í Mjódd. Sungin verða innlend og erlend lög undir stjórn Guðjóns Böðvars Jóns- sonar við undirleik Láru Rafnsdóttur. Seinna í sumar mun kórinn halda til Óðinsvéa og taka þar þátt í móti nor- rænna verkalýðskóra og lúðrasveita og er gert ráð fyrir um 7000 þátttakendum. Nýir listamenn í Gallerí Gangskör Myndlistarmennirnir Anna Gunn- laugsdóttir, Áslaug Höskuldsdóttir, Mar- grét Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Sigrún Olsen hafa bæst í hóp Gang- skörunga sem nú eru tólf og standa listamennirnir alfarið að rekstri gallerís- ins. Ýmissa breytinga er að vænta á starfsemi gallerísins við þennan góða liðsauka. Ákveðið hefur verið að standa að samsýningu á Listahátíð nú í júní. Frá upphafi hefur gallcrí Gangskör haft opið alla daga vikunnar, en sú Meðlimir Gallerí Gangskör efri röð talið frá vinstri: Áslaug Höskuldsdótt- ir, Lísa K. Guðjónsdóttir, Hafdís Ólafs- dóttir, Jenný Guðmundsdóttir, Ragna Ingimundardóttir, Margrét Jónsdóttir, Anna Guðlaugsdóttir. Neðri röð: Kristjana Samper, Lísbet Sveinsdóttir, Sigrún Ólsen og Þórdís Alda Sigurðar- dóttir, á myndina vantar Ragnhildi Stefánsdóttur. breyting hefur orðið á að nú er aðeins opið frá þriðjudegi til föstudags frá 12-18. Lokað er frá laugardegi til mánudags, nema þegar sérsýningar eru í galleríinu. Göngudagur Ferðafélags Islands Á sunnudag verður Ferðafélag Islands með sérstakan göngudag 10. árið í röð. Að venju er leitast við að velja gönguleið sem er við allra hæfi og um leið forvitni- leg. Gangan hefst í brunanámum vestan við Krýsuvíkurveginn. Við suðurenda nám- unnar er gata sem hefur verið rudd í gegnum Kapelluhraun fyrir ævalöngu og kallast Hrauntungustígur. Hrauntungu- stígur var áður einkum farinn af fótgang- andi mönnum sem erindi áttu milli Krýsu- víkur og Hafnarfjarðar. Gegnum úfið Kapelluhraunip er gengið eftir þessum stíg og eftir um það bil 10 mín. göngu er komið út úr hrauninu og tekur þá al- menningur við. Þegar þangað er komið reynist gatan ekki eins greinileg og í upphafi, enda um torfærulaust land að fara. Fylgt er hrauntungu sem nær nokk- uð suður á Almenning og stígurinn dregur nafn sitt af. Við suðurenda hrauntung- unnar er tekin vestlægari stefna og eftir um það bil 20 mínútna göngu er komið að Gjáseli sem er undir brún Háalmennings. Smá túnkragi er í kringum tóftina sem enn er það greinileg að vel sést húsaskip- an. Þarna var haft í seli frá Þorbjarnastöð- um og segir í jarðabók Árna Magnússon-' ar og Páls Vídalín 1703: „Selstöðu á jörðin þar sem kallað er Gjásel. Þar eru hagar góðir en vatn slæmt". I Gjáseli verður gert hlé á göngunni og tekið upp nesti áður en haldið er til baka. Þetta er kjörin gönguferð fyrir alla fjölskylduna og ákjósanleg leið til þess að efla kynni hinna yngri við eigið land. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Fólk á eigin bílum er velkomið með. Næg bílastæði. Það kostar ekkert að taka þátt í 10. GÖNGUDEGI Ferðafélags Islands. Útivist Sunnudagur 29. maí: Strandaganga í landnámi Ingólfs 14. ferð a og b. kl. 10.30. Hunangshella-Hafnir-Stóra Sandvík. Gcngið með ósabotnum um Hafnir, Hafnaberg og Skjótarstaði. Örnefnaríkt land, verð kr. 800. Kl. 13.00 Kalmanstjörn-Stóra Sandvík. Staðfróðir menn mæta í gönguna. Missið ekki af „Strandgöngunni" verð kr.800, frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ bensínsölu, Sunnudagur 29 maí kl. 10.30. Fugla- skoðunarferð á Hafnarberg. Gengið verður frá Kalmanstjörn í rólegheitum um Hafnarberg. Fjölbreytt fuglalíf. Leið- beinandi Árni Waag. Hafið sjónauka meðferðis. Verð kr.800. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Kvöldferð miðvikudaginn 1. júní kl.20 í Lambafellsgjá. Þorlákskirkja opin ferðamönnum Á síðasta sumri tók sóknarnefnd Þor- lákskirkju upp það nýmæli að hafa kirkj- una opna ferðamönnum um helgar og hafa þar staðkunnugt fólk, sem veitt gæti gestum haldgóðar upplýsingar um kirkjuna og byggðina í Þorlákshöfn. Þessi nýbreytni gafst mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að hafa sama háttinn á í sumar og hafa kirkjuna opna á laugardögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Kirkjan verður opin og leiðsögumenn þar staddir kl. 15:00-19:00 báða dagana. Ef þessi tími hentar ekki er hægt að hringja í símanúmer sem er uppfest við kirkjudyrnar, og fá annan tíma. Ef hópar koma í miðri viku þarf að láta vita um það með fyrirvara og hringja í síma (99)3881 eða 3780 - til 10. júlí, en eftir þann tíma í síma (99) 3638 eða 3990. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 28. maí. Lagt verður af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10:00. „Fegursta litskrúð gefur nú að líta í görðum bæjarins. Komið með í bæjarrölt- ið. Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi," segir í fréttatilkynningu frá Hana nú í Kópavogi. Jóhanna Bogadóttir í Borganesi Á laugardag verður opnuð í Snorrabúð í Borganesi sýning Jóhönnu Bogadóttur á 20 grafíkmyndum. Jóhanna hefur víða sýnt í gegnum árin og prýða myndir hennar veggi listasafna víða um veröld- ina. Sýning Jóhönnu stendur aðeins frá laugardegi fram á mánudag. Ragnar Lár sýnir í Þrastarskógi Ragnar Lár opnaði fyrir skömmu sýningu í Þrastalundi í Þrastaskógi. Þar sýnir hann 14gvassogvatnslitamyndir. Sýning- in verður opin alla daga næstu tvær vikurnar. Jóhann Eyfells sýnir í Gallerí Svart á Hvítu Á morgun laugardag 28. maí verður opnuð í Gallerí Svart á hvítu Laufásvegi 17, sýning á verkum Jóhanns Eyfells. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 1988. Jóhann Eyfells er fæddur 1923, og hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1946, að undanskildum árunum 1965-1969 er hann kenndi við Myndlista- og handíðaskóla fslands. Jóhann nam arkitektúr og myndlist við háskóla í Bandaríkjunum og hefur síðan 1969 gegnt prófessorstöðu við University of Florida í Orlando. Jóhann hefur aðeins haldið eina einka- sýningu í Reykjavík, 1961, en 1964 og 1968 sýndi hann ásamt ciginkonu sinni Kristínu Eyfells í Listamannaskálanum. Þá var Jóhann einn 10 gestum Listahátíð- ar á Kjarvalsstöðum 1984. Hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði austan hafs og vestan og haldið einkasýningar. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu verða verk unnin úr pappír og einn skúlptúr. Pappírsverk sín kallar Jóhann „Paper Collaptions" eða pappírssamfell- Sýning Jóhanns Eyfells stendur til 15. júní og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Ljósmyndir á Mokka Nú um helgina hefst á Mokkakaffi við Skólavörðustíg sýning á u.þ.b. 30 ljós- myndum eftir Davíð Þorsteinsson. Það er myndunum sammerkt að vera allar teknar inn á Mokka af gestum kaffihússins og starfsliði. Myndirnar eru allar svart-hvítar og eru flestar frá síðustu fimm árum. Davíð hefur fengist við ljósmyndun í allmörg ár sem áhugamaður og hefur haldið eina einkasýningu áður, árið 1985 einnig á Mokka. Myndefni þeirrar sýning- ar var götulífið í gamla miðbænum. Á undanfömum fimm árum hefur Davíð myndað óformlega og óforvarendis marga gesti kaffihússins; ekki síst gáfu- Iega menn og fagrar konur. Ljósmyndunin hefur að mestu farið fram í kyrrþey til að raska ekki ró manna og rjúfa ekki grið og ævinlega án hjálpar- lýsingar. Er það von Davíðs að menn taki viljann fyrir verkið og láti sér ekki mislíka þótt ef til vill hafi stundum ófimlega til tekist. Þjóðleikhúsið Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Þjóðleikhússins á Lygaranum efir Goldoni, en síðasta sýning verksins verður þann 29. maí. Þá eru aðeins örfáar sýningar eftir á hinum geysivinsæla söng- leik Vesalingunum, en það verður ekki á tekið upp á nýju leikári. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið verður með fé- lagsvist á laugardag kl. 14 í félagsheimil- inu Skeifunni 17. Um er að ræða para- keppni og eru allir velkomnir. lllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllílllllllllllllllllllllllllll!lil!l||||l Föstudagur 27. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gísli Jónasson flytur. 7.00 Fróttir. 7.03 (morgunsárift meö Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir les þýðingu sína (5). (Áðurflutt 1975). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Gakktu með sjó. Þáttur í umsjá Ágústu Björnsdóttur. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. (Einnig útvarpað að loknum fróttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis" eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (9). 14.00 Fróttir. Tilkynningar. 14.05 Föstudagssyrpa. Umsjónarmaður: Magnús Einarsson. 15.00 Fróttir. 15.15 Eitthvað þar... Þáttaröð um samtímabók- menntir. Sjötti þáttur: Um breska leikritaskáldið Caryl Churchill. Umsjón: Freyr Þormóðsson og Kristín Ómarsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Vemharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03Tónlist á síðdegi - Saint-Saéns, Crusell og Liszt. a. Introduction og Rondo capriccioso op. 28 eftir Camille Saint-Saéns. Arthur Grum- iaux leikur á fiðlu með „Concerts Lamoureux“ hljómsveitinni; Manuel Rosenthal stjórnar. b. Klarinettukonsert í f-moll op. 5 eftir Bernard Crusell. Karl Leister leikur á klarinettu með Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti; Osmo Vánská stjórnar. c. Ricordanza eftir Franz Liszt. Jorge Bolet leikur á planó. d. Havanaise op. 83 eftir Camille Saint-Saéns. Arthur Grumiaux leikur á fiðlu með „Concerts Lamoureux" hljómsveitinni; Manuel Rosenthal stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Hringtorgið. Sigurður Helgason og Óli H. Þórðarson sjá um umferðarþátt. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Náttúruskoðun. Einar Egilsson flytur þáttinn. 20.00 Tónlist eftir Richard Strauss. a. Fyrsti þátturúrSónatínunr. 1 í F-dúr fyrir blásarasveit. Hollenska blásarasveitin leikur; Edo de Waart stjórnar. b. „Duett Concertino“ fyrir klarinettu, fagott og strengjasveit. Manfred Weise leikur á klarinettu og Wolfgang Liebscher á fagott með Ríkishljómsveitinni í Dresden; Rudolf Kempe stjórnar. 20.30 Kvöldvaka. a. Ljóð og saga Kvæði ort út af íslenskum fornritum. Níundi þáttur: „Vikivaki“ eftir Guðmund Kamban. Gils Guðmundsson tók saman. Lesari: Baldvin Halldórsson. b. Guð- mundur Guöjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson Höfundur leikur á píanó. c. Hrafns- hjón Síðari hluti sögu eftir Líneyju Jóhannes- dóttur. Margrét Ákadóttir les. d. Tryggvi Tryggvason og félagar syngja Þórarinn Guð- mundsson leikur á píanó. Kynnir: Helga Þ. Stephensen. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist. 23.00 Andvaka. Þáttur í umsjá Pálma Matthías- sonar. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dasgurmálaútvarp með fróttayfiriiti kl. 7.30 og 8.30 og fróttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblað- anna að loknu fréttayfiriiti kl. 8.30. Rás 2 opnar Jónsbók kl. 7.45. Margvíslegt annað efni: Umferðin, færðin, veðrið, dagblöðin, landið, miðin og útlönd sem dægurmálaútvarpið á rás 2 tekur fyrir þennan dag sem fyrri daga vikunnar. - Leifur Hauksson, Egill Helgason og Sigurður Þór Salvarsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með yfirliti hádegisfrétta kl. 12.00. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars“ og vettvang fyrir hlustendur með „Orð í eyra“. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Valgeir Skagfjörð. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarpiö skilar af sér fyrir helgina. Illugi Jökulsson fjallar um fjölmiðla. Ánnars eru stjórnmál, menning og ómenning í víðum skilningi viðfangsefni dægurmálaút- varpsins í síðasta þætti vikunnar í umsjá Ævars Kjartanssonar, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Andreu Jónsdóttur. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Snúningur. Eva Albertsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fróttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 27. maí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir 19.00 Sindbað sæfari Þýskur teiknimyndaflokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.25 Poppkorn. Umsjón Steingrímur Ólafsson. Samsetning Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Staupasteinn Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Derrick Þýskur sakamálamyndaflokkur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.10 Morðingjarnir (The Killers) Bandarísk bíó- mynd frá 1946 gerð eftir sögu Emest Heming- ways. Leikstjóri Robert Siodmak. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Ava Gardner, Edmond O’Brien, Albert Dekker og Sam Levene. Afbrotamaður í eyðilegum smábæ sér sína sæng upp reidda er tveimur leigumorðingjum er ætlað að koma honum fyrir kattarnef. Þýðandi Gunnar Þor- steinsson. 00.10 Útvarpsfréttir i dagskrárlok Föstudagur 27. maí 16.25 Annað föðuriand. Another Country. Rússar hafa löngum leitað njósnara í röðum nemenda í breskum einkaskólum. Þessi mynd fjallar um lífið innan veggja slíks skóla og hugarstríð nemenda sem Rússar vilja fá til liðs við sig. Aðalhlutverk: Rubert Evrett, Colin Firth, Michael Jenn og Robert Addie. Leikstjóri: Marek Kaniev- ska. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Gold- crest 1984. Sýningartími 90 mín. 17:55 Silfurhaukarnir Teiknimynd. 18.20 Föstudagsbitinn. Blandaður tónlistarþáttur með viðtölum við hljómlistarfólk og ýmsum uppákomum. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnars- son.___________________________________________ 19.19 19:19 Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Alfred Hítchcock Þáttaröð með stuttum myndum sem eru valdar, kynntar og þeim oft stjómað af meistara hrollvekjunnar, Alfred Hitchcock. Sýningartími 30 mín. Universal 1955-61. s/h.__________________________________ 21.00 Ekkjurnar II Widows II. Spennandi fram- haldsmyndaflokkur um eiginkonur látinna glæpamanna sem Ijúka ætlunarverki eigin- mannanna. 4. þáttur af 6. Aðalhlutverk: Ann Mitchell, Maureen O'Farrell, Fiona Hendley og David Calder. Leikstjóri: lan Toynton. Framleið- andi: Linda Agran. Þýðandi: Yrr Bertelsdóttir. Thames Television. 21.50 í Guðs nafni. Inn of the Sixth Happiness í Guðs nafni fjaílar um enskan trúboða, Gladys Awlward, sem fer til róstusvæða Kína í síðari heimsstyrjöldinni til að boða kristna trú. Boð- skapur hennar bar ótrúlegan árangur og hún sneri mörgum heiðingjum til kristinnar trúar, meðal annara kínverskum embættismanni. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Curt Júrgens og Robert Donat. Leikstjóri: Buddy Adler. Framleið- andi: Mark Robson. 20th Century Fox 1958. Sýningartími 150 min. 23.20 Þú snýrð ekki aftur heim You can’t go Home Again. I þessari bandarísku sjónvarps- mynd öðlast sjálfsæfisöguleg bók Thomas Wolfe nýtt líf. Myndin gerist um 1920 og segir frá baráttu ungs rithöfundar, sem er staðráðinn í því að vinna sér sess meðal hinna þekktu og ríku. Aðalhlutverk: Lee Grant og Chris Sarand- on. Leikstjóri: Ralph Nelson. Framleiðandi Bob Markell. Þýðandi: Ólafur Jónsson. CBS 1979. Sýningartími 100 mín. 02:00 Hættustund. Final Jeopardy. Mynd um ung hjón sem ætla að gera sér glaðan dag í stórborginni Detroit. Þau lenda í ógöngum og dagur verður að nótt og nóttin að martröð. Aðalhlutverk: Richard Thomas, Mary Crosby, Jeff Corey. Leikstjóri: Michael Pressman. Þýð- andi: Tryggvi Þórhallson. Lorimar 1985. Sýning- artími 85mín. 03.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.