Tíminn - 27.05.1988, Síða 20

Tíminn - 27.05.1988, Síða 20
STRUMPARNIR Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta Tíminn Tíminn Malarekstur ullarfyrirtækja í Bandaríkjunum: Pólarprjón vinnur milljóna málaferli Alríkisdómur í Los Angeles hefur kveöið upp þann dóm að innheimtukrafa Pólarprjóns hf. á Blönduósi gegn fyrirtækinu Icelander Inc. og hjónunum Doriet og Árna Egilssyni skuli viðurkennd að fullu. Dómurinn staðfesti sömuleiðis sanngirni vaxtakröfu, sem mun óvenjulegt í Bandaríkjunum. Krafa Pólarprjóns var vegna vöru- sendingar að verðmæti um 200 þús. dollarar sem fór úr landi árið 1984, en fekkst aldrei greidd. Miðað við núverandi gengi er höfuðstóll kröf- unnar hátt í 9 millj. ísl. króna, sem getur hækkað töluvert þegar vextir bætast við. Málareksturinn hefur Hópur þjófa að störfum Handtekin sleppt og handtekin aftur Hópur ungmenna á aldrinum 17- 20 ára var staðinn að verki aðfara- nótt fimmtudagsins, þar sem þau voru að stela hljómflutningstækjum úr bílum. Lögreglan kom á staðinn og handtók hópinn og flutti á stöð- ina. Um klukkan fjögur var þeim síðan sleppt þar sem málið upplýstist að fullu. Einni klukkustund síðar var hóp- urinn svo handtekinn aftur, þar sem hann var síður en svo tilbúinn til að hætta iðju sinni og hafði haldið uppteknum hætti. Að þessu sinni var hópurinn á stöðinni í lengri tíma. -SÓL aftur á móti kostað verulega fjár- muni, þannig að óljóst er hver nettó niðurstaðan verður þegar allt hefur verið gert upp. Þetta innheimtumál Pólarprjóns og annarra ullarvörufyrirtækja hér á landi sem því tengdust og sxðan viðbrögð stefndu þróaðist út í margra ára málaferli, stefnur og gagnstefnur fyrir dómstólum í Chi- .cago og Los Angeles. Doriet Egils- son gagnstefndi m.a. fjölda íslenskra ullarvörufyrirtækja, m.a. Álafossi hf., og setti fram milljóna dollara skaðabótakröfur sem hún byggði á því að um samsæri væri að ræða gegn þeim hjónum í því skyni að gera þau gjaldþrota. Þeim málum hefursmám saman verið hnekkt með mikilli vinnu, skjalagerð og vitnaleiðslum upp á þúsundir blaðsíðna. Fjöldi manns hefur m.a. farið héðan til að bera vitni í Bandaríkjunum. Lögmönnum deiluaðila tókst loks að semja um að falla frá eða draga til baka allar þær kröfur fyrir tiltölu- lega skömmu síðan. Innheimtumál Pólarprjóns fór þá eitt til dóms, sem nú hefur verið felldur Pólarprjóni í vil, sem fyrr greinir. Þótt eigendur Icelander Inc. hafi óskað eftir gjald- þrotaúrskurði, sem ekki hefur verið tekinn fyrir, mun það ekki skipta sköpum, þar sem þau ráku fyrirtækið á eigin ábyrgð þegar krafan varð til og eru því persónulega ábyrg. Mun lægri kröfur sem mörg önnur ullar- vörufyrirtæki áttu á Icelander Inc. og/eða þau Egilssonhjón munu hins vegar vera þeim fyrirtækjum glatað- ar. Heimir Hannesson hdl. hefur far- ið með þessi mál bæði fyrir hönd Álafoss og Pólarprjóns. Hann stað- festi í samtali við Tímann að ofan- greindur efnisdómur lægi fyrir, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málsatvik á þessu stigi. Heimir býst við að úrskurðar um vextina sé að vænta mjög fljótlega. - HEI Hjólað fyrir fatlaða Hjólreiðadagur í þágu fatlaðra Allir verða ræstir á sama tíma, verður á sunnudag. Hver einasti hjólreiðamaður sem þátt tekur í dagskrá dagsins skilar 76 krónum til fatlaðrá. Fyrirtæki í Kringlunni hafa heitið 76 krónum á hvern hjólreiðamann og mun allt fé sem safnast renna til eflingar á íþrótta- starfi fatlaðra. Hjólað verður frá sjö stöðum í Reykjavík og Kópa- vogi, í Kringluna. Staðimir sem lagt verður upp frá eru: Árbæjar-, Hólabrekku-, Selja-, Langholts-, Mela- og Austurbæjarskóli. Sjö- undi staðurinn er BYKO við Ný- býlaveg í Kópavogi. Vilji einhverj- ir hjóla styttri vegalengd er bara að bætast í hópinn á miðri leið. eða klukkan 14 og það verður útvarpsstöðin Bylgjan sem gefur rásmerkið. Þegar komið er í mark verður þátttakendum boðið upp á hressingu og allir fá barmmerki, sem jafnframt er happdrættismiði. Aðstandendur Hjólreiðadagsins hvetja fólk á öllum aldrei til að hjóla á sunnudag og þar með leggja sitt af mörkum til fjáröflunar íþróttastarfs fatlaðra. Þá er rétt að drífa sig í að kanna ástand hjólsins, svo allir komist nú klakklaust á leiðarenda. Lögreglan cr einmitt þessa dagana að kanna ástand reiðhjóla í Reykjavík og verður svo næstu daga. : Þessi unga stúlka getur óhikað tekið þátt í Hjóireiðadeginum á sunnudag. Hennar hjól var í fínasta lagi og fékk hún viðurkenningu fyrir það frá lögregiunni. (T(mlnn:P|atur) G ulltékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns. Það fer ekki millí mála hver þú ert. Sérprentun án aukakostnaðar! BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.