Tíminn - 31.05.1988, Side 5

Tíminn - 31.05.1988, Side 5
Þriðjudagur 31. maí 1988 Tíminn 5 Yfirlæknir á meöferðarstöð í Kaupmannahöfn þungorður í garð Von Veritas Segir sjúklinga flýja á náttfötum í skjóli nætur Urklippur úr dönsku blöðunum sl. fimmtudag og laugardag um Von Veritas-málið. Á innfelldu úrklippunni er dæmi um auglýsingu frá Von Veritas. Þessi auglýsing birtist í Ekstrabladet sl. fimmtudag. f yfirskrifl auglýsingarinnar segir: Afengisvandamál eða of mikið pilluát. Um þessa auglýsingu segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Von Veritas: „Einhvernveginn urðum við að láta vita af okkur. Annaðhvort var að hrinda af stað slíkri auglýsingaherfcrð eða loka stöðinni.“ Von Veritas, íslensk/danska áfengismeðferðarstöðin á Láglandi í Danmörku, er heldur betur í kastljósi danskra fjölmiðla þessa dagana. Tilefnið eru ummæli Egils Jensen, yfirlæknis nteðferðar- stöðvar á Forchammervej í Kaup- mannahöfn, á áfengisvarnarráð- stefnu í Vingsted Centret við Vejle, um Von Veritas meðferðar- stöðina. Egill lét þar þung orð falla um starfsemi Von Veritas og sagð- ist m.a. vita þess mörg dæmi að sjúklingar hafi flúið stöðina á fyrstu dögum meðferðarinnar í skjóli nætur á náttfötunum einum fata, en fengið síðan bakreikninga upp á allt að 40 þúsund danskar krónur (nálægt 270 þúsund krónur íslensk- ar) fyrir fullra fimm vikna meðferð. Egill sagði að þarna væri um að ræða sjúklinga sem ekki hefðu getað staðið af sér „sálfræðilegan heilaþvott Von Veritas," eins og hann orðaði það. Egill sagði það mjög ámælisvert hvernig Von Veritas meðferðar- stöðin gengi á eftir skuldum sjúk- linga sinna með lögtaksaðgerðum. Einnig gagnrýndi Egill það sem hann kallaði óeðlilega auglýsinga- mennsku stöðvarinnar við að lokka til sín áfengissjúklinga. Von Veritas í kastljósi fjölmiðlanna Þessi sjónarmið yfirlæknisins hafa verið rækilega tíunduð í dönskum fjölmiðlum á síðustu dögum. Danska ríkissjónvarpið gerði grein fyrir þeim í fréttatíma sl. miðvikudagskvöld og dagblöð- in, Ekstrabladet og Jyllandspost- en, fylgdu málinu síðan eftir sl. fimmtudag. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð því að út- skrifaðir sjúklingar á meðferðar- stöð Von Veritas hafa hver á fætur öðrum stigið á stokk og andmælt þessum orðum yfirlæknis í ræðu og riti síðustu dægur. Danska ríkisút- varpið og -sjónvarpið voru t.d. í gær með viðtöl við nokkra útskrif- aða sjúklinga Von Veritas-stöðvar- innar sem mótmæltu harðlega þess- um ummælum Jensens og í Ekstra- blaðinu s.l. laugardag var mjög harðorð grein eftir fyrrverandi sjúkling á Von Veritas, þar sem hann ver stöðina með kjafti og klóm og segir orð Jensens byggð á misskilningi og vankunnáttu. Er ekki að gagnrýna Minnesota-aðferðina „Það sem ég er að gagnrýna fyrst og fremst eru þær aðferðir sem forsvarsmenn Von Veritas beita til þess að fá sjúklinga inn á meðferð- arstöðina, þ.e. með allskyns vafa- samri auglýsingamennsku, og síð- an hitt hvernig þessir sömu menn meðhöndla þá einstaklinga sem erfitt eiga að standa skil á útgjöld- um vegna meðferðarinnar,“ sagði Egill Jensen í samtali við Tímann í gær. Egill sagðist aðspurður ekki vera að gagnrýna í sjálfu sér þá meðferð sem Von Veritas beitti, þ.e. hina svokölluðu Minnesota- aðferð, enda þekkti hann hana ekki af eigin raun. „Ég þykist vita að Minnesota-aðferðin hafi gagn- ast mörgum áfengissjúklingum vel. Raunar vitnar ágætur árangur af henni t.d. á íslandi og Færeyjum um það. En ég held samt að sú aðferð sem birtist í meðferð Von Veritas sé, ef nota má það orð, of harðneskjuleg," sagði Egill Jensen. Úr lausu lofti gripið Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Von Veritas meðferðar- stöðvarinnar, segist ekki gera sér grein fyrir hvað vaki fyrir Jensen með ummælum hans á áður- greindri ráðstefnu. „Við höfum alls ekki farið í neinar harðar lögtaksaðgerðir með fyrrverandi sjúklinga og því eru þau ummæli Jensens algjörlega úr lausu lofti gripin. Það rétta er að við höfum lagt inn eina stefnu um innheimtu vegna meðferðar," segir Gunnar. „Þetta er ekki annað en ótti við það að við sýnum hér fram á mikinn árangur. Málið er það að menn hafa reynt að finna þessari stöð allt til foráttu, einkum þeir sem hafa lífsviðurværi sitt af því að vinna við alkóhólisma," bætti hann við. Lóðrétt lygi Gunnar segir það fjarri sanni að fólk þurfi að læðast burtu í skjóli nætur, til þess að sleppa burtu frá stöðinni. „Þetta er gjörsamlega út í hött. Fólk fær auðvitað að fara ef það vill ekki taka þátt í meðferð- inni.“ Varðandi þau ummæli Jensens að fólk þurfi að borga fyrir fulla meðferð, þótt það sé ekki út allan tímann (þ.e. fimm vikur), sagði Gunnar að þau séu hreint ekki svaraverð. „Þetta er hreint lóðrétt lygi. Niðurstaða mín er sú að maðurinn viti ekkert um meðferð- ina,“ sagði Gunnar. Snarpir vindar Meðferðarstöð Von Veritas hef- ur verið starfandi frá því í septem- ber 1986. Þær aðferðir sem stöðin beitir á áfengissjúklingana eru mjög í takt við þær aðferðir sem beitt er á Vogi, sjúkrastöð SÁA. Það hafa ýmsir snarpir vindar blásið um hana frá byrjun, m.a. var sett á hana greiðslustöðvun vegna gífurlegra fjárhagserfiðleika á tímabili. En hún komst þó á legg á nýjan leik og hefur nú á sínum snærum urn 30 starfsmenn, ýmist fast- eða lausráðna, þar af eru 18 íslendingar. Gunnar segir að því sé ekki að leyna að reksturinn sé og hafi verið erfiður, en þess beri þó að geta að daglegur rekstur sé réttum megin við núllið, en hinsvegar sé gamall skuldahali erfiður viðureignar. Hann segir aðsókn að stöðinni hafi verið mjög vaxandi að undanförnu og nú séu um 50 sjúklingar þar. Gunnar sagðist tvímælalaust telja að Von Veritas væri komin til að vera og kvaðst bjartsýnn á fram- haldið. Du har ikke hjulpet mig en skid, hr. overlæge f Ekstrablaðinu sl. laugardag er vægast sagt mjög harðorð varnar- grein fyrir Von Veritas, rituð af blaðamanninum og áfengissjúkl- ingnum, Morten Haslund, í tilefni ummæla Egils Jensen yfirlæknis á áfengisráðstefnunni. Morten segir farir sínar ekki sléttar af meðferð þeirri sem hann naut í tvígang hjá nefndum Agli Jensen yfirlækni, og segir að sú „pillumeðferð" scm hann sé þekktur fyrir sé vita gagns- laus og honum til minnkunar. Morten segist ekki hafa bragðað áfengi í hartnær eitt og hálft ár, eða síðan hann gckk í gegnum meðferð Von Veritas. Morten tekur fram af gcfnu tilefni að hann hafi ekki enn getað greitt fyrir dvöl sína hjá Von Veritas, og stofnunin hafi síður en svo gengið á eftir greiðslu. óþh Lögreglan gerði íslenska fánann upptækan vegna brots á fánalögum: Islenski fáninn lá í göturæsi Bylgjunnar Lögreglan í Reykjavík gerði ís- lcnska þjóðfánann, ásamt þeim breska. upptækan aðfaranótt laug- ardagsins eftir að útvarpsstöðin Bylgjan hafði brotið fánalögin. Þannig var fáninn uppi mun lengur en fánalög segjatil um, ogauk þcss sem fánarnir lágu í göturæsi út- varpsstöðvarinnar. Lögreglan kom á staðinn klukk- an fimmtán minútur fyrir eitt, aðfaranótt laugardagsins, en um daginn hafði Bylgjan verið með kynningu í portinu, auk þess sem þar var að hefjast rallkeppni. Með- al keppanda var breskur ökumaður og því var breski fáninn á staðnum. „Jú, þeir fuku um koll fánarnir, sem er gróft brot á fánalögum. Lögreglan tók á þessu af mikilli ábyrgð og mikilli festu. En í stað þess að leiðbeina okkur hvernig á að fara að lögum, þá tóku þeir það til ráðs að gcra þá upptæka og hótuðu að brenna fánann," sagði Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar í samtali við Tímann. í fánalögum stendur að ekki megi hafa fánann uppi eftir klukk- an 8 síðdegis, og gæta þess jafnan. þegar fáni er dreginn að húni að hann snerti ekki jörð. Þá stendur einmg: „Óheimilt er að draga fána á stöng sem er upplitaður, óhreinn, trosnaður eða skemmdur að öðru leyti, og ber jafnan að lagfæra hann strax, að öðrum kosti skal hann ónýttur, með því aö brenna hann. Lögrcglan skal hafa eftirlit með því að ofangreindu sé framfylgt, og má gcra slíka fána upptæka, séu þeir á almannafæri utan eða innan húss.“ Fánarnir eru cnnþá í vörslu lög- rcglunnar, þar seni Bylgjumenn hafa enn ekki séð ástæðu til að sækja fánana aftur.-SÓL Þjónustuíbúðir Sjómannadagsráðs: Annar áfangi við Naustahlein Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, tók í gær fyrstu skóflustungu að 2. áfanga verndaðra þjónustuíbúða aldraðra að Nausta- hleini í Garðabæ, en Sjómanna- dagsráð hefur unnið ötullega að málefnum aldraðra. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í júní og að þeim verði lokið í nóvember á næsta ári. Byggðar verða 28 söluíbúðir, í mismunandi stærð, í raðhúsformi. Ibúðirnar verða seldar á kostnaðar- verði og stefnt er að því að halda kostnaði í lágmarki, þannig að verð þessara íbúöa verði töluvert undir gangverði slíkra íbúða á almennum markaði. í 2. áfanga verndaðra þjón- ustuíbúða sem lokið var við í janúar 1985 reyndist kostnaður um 20% lægri en á almennum markaði. Þjónusta við íbúðirnar verður veitt frá Hrafnistu í Hafnarfirði sem er eitt best búna heimili sinnar tegundar á Norðurlöndum. JIH /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.